Morgunblaðið - 03.09.1985, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.09.1985, Qupperneq 1
PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS ÞRIÐJUDA G UR 3. SEPTEMBER 1985 Hörður með þrjú mörk Sjá um 1. deildina bls. 5B, 6B og 7B Fer Guöni til Aston Villa?: Eg er talsvert spenntur fyrir atvinnumennsku „Þad er hér um bil öruggt að ég fer til Aston Villa eftir aö viö Valsmenn erum búnir aö leika seinni leikinn í Evrópukeppninni viö Nantes í Frakklandi þann 2. október. Ég verö hjá Villa í viku til hálfan mánuð og síöan er bara aö bíöa og sjá til hvernig þeim líst á mig,“ sagöi Guöni Bergsson, varnarmaöurinn tvítugi hjá Val þegar Morgunblaðið ræddi viö hann í gær. Eins og við höfum skýrt frá þá hafa forráöamenn Aston Villa áhuga á því aö fá Guöna til félagsins og ef aö líkum lætur mun Guöni leika meö liðinu síöar á þessu keppnistímabili. „Þaö hefur veriö mikiö samband milli Vals og Aston Villa allt frá því liöin léku i Evrópukeppninni áriö 1981 og áriö 1984 fórum viö í æf- ingabúöir til Birmingham og lékum þá viö varaliö Villa. Síöan gerist þaö aö Halldór Einarsson og Baldvin Jónsson fóru til þeirra í vetur vegna samnings Henson og Villa um bún- ingana og þá barst þetta eitthvaö i tal og síðan var ákveöiö aö ég færi til félagsins til þess aö æfa og von- andi líst þeim þaö vel á mig aö ég fái samning.“ — Hefur þú mikinn áhuga á því aö fara út í atvinnumennsku? „Já, ég get ekki neitað því aö ég er talsvert spenntur fyrir þessu. Ég geri mér þó vel grein fyrir því aö ef af þessu verður þá veröur þetta mjög erfitt. Enska knattspyrnan er líklega sú erfiöasta sem um getur, hún er til dæmis miklu hraðari en á meginlandinu. Þaö gæti oröiö mjög gaman aö þessu ef af þessu veröur og óg er ákveðinn í því aö slá til ef cg fæ gott tilboð. Klúbburinn stendur f járhagslega vel og þeir eru aö leita aö leikmönnum til aö kaupa. Eins og er þá vantar þá varnarmenn, annar hafsentinn þeirra er meiddur núna og þá bráö- vantar menn.“ — Telur þú aö þú hafir mögu- leika á aö komast í liöið? „ Maður getur aldrei sagt neitt um slíkt en ég færi ekki út í þetta ef ég héldi aö ég fengi aö sitja á vara- mannabekknum hjá þeim í langan tíma. Ég hef ekki fengiö tilboð áöur um aö koma og æfa hjá liöi, nema í fyrra þá voru þeir hjá Stuttgart aö reyna aö fá mig til aö æfa hjá liðinu en ég taldi mig ekki reiöubúinn til aö skella mér út í þetta þá þannig aö ég fór ekki. Ef til kemur þá gæti ég byrjaö aö leika meö Villa strax í október, þaö eina sem vantar er atvinnuleyfi. Maöur þarf víst aö vera landsliösmaöur til þess aö ensk fé- lög megi kaupa leikmenn frá öörum löndum og ég er þaulvanur lands- liösmaður — hef leikiö sex A-land- sleiki gegn Færeyjum og Saudi-- Arabíu,“ segir Guöni og qlottir. — Hvernig fer þá með laga- námiö, hættir þú þar? „Já, óg myndi leggja laganámiö á hilluna, í biii aö minnsta kosti. Þaö er alltaf hægt aö mennta sig seinna, mér liggur ekkert þannig á,“ svaraöi Guöni Bergsson. • Guöni var kjörinn efnilegasti leikmaöur 1. deildar i fyrra og var þessi mynd tekin af honum og foreldrum hans viö þaö tækifæri. Nú eru miklar líkur á aö hann fari til Aston Villa. Sjónvarpað beint frá Róm og Sevilla BJARNI Felixsson situr ekki auö- um höndum frekar en fyrri dag- inn. Hann hefur nú fengiö því framgengt að íslendingar fá aö fylgjast meö tveimur stórviöburö- um úr íþróttaheiminum sem báð- ir snerta okkur mikið. Fyrri beina útsendingin sem um ræöir er beint sjónvarp frá úrslita- keppninni i frjálsum íþróttum i Rómarborg sem fram fer laugar- daginn 7. september. Sjónvarpaö veröur þá frá klukkan 18.30 til klukkan 21 og aö sjálfsögöu er spjótkastskeppnin á þessum tima. Seinni beina útsendingin veröur miövikudaginn 25. september frá Sevilla á Spáni en þar munu is- lendingar leika síöasta leik sinn í • Það væsir örugglega ekki svona um Bjarna þegar hann fer til Spánar aö lýsa. Heimsmeistarakeppninni, aö þessu sinni viö Spánverja. Útsend- ingin hefst klukkan 18.55 og stendur jafnlengi og leikurinn eöa til klukkan 21. Bjarni tjáöi okkur aö okkur bær- ist myndirnar frá Rómarborg meö landstreng til Englands þar sem þeim væri skotiö upp og teknar frá gervihnetti og sýndar hérna. Myndirnar frá Spáni fara á hinn bóginn beint frá jaröstöö einni á Spáni og i gegnum gervihnött til okkar. Bjarni mun ekki fara til Rómar til þess aö lýsa þaöan heldur sitja upp á sjónvarpi og lýsa þaðan, en hann mun hins vegar halda til Spánar og lýsa beint þaöan. AP/S(mamyna • Siguröur Jónsson stóö sig vel í leiknum gegn Oxford á laugardaginn og skoraöi hann sigurmark liðsins í leiknum. Hér sést hann í baráttu viö Trevor Hebberd hjá Oxford. „Alltaf gaman að skora“ — sagði Sigurður Jónsson hjá Sheff. Wed. „ÞETTA var góöur leikur og þaö er alltaf gaman aö skora sigur- markið,“ sagði Siguröur Jóns- son, knattspyrnumaöur sem skoraöí sigurmark Sheffield Wednesday gegn Oxford á laug- ardaginn. Þetta var fyrsta mark Siguröar fyrir Sheffield í 1. deild. „Ég fókk sendingu frá kantinum og potaöi í netiö frá miöjum víta- teig. Þaö var mjög skemmtilegt aö skora og komast á markalistann i 1. deild, svo er bara aö halda áfram og gera f leiri. Ég er í góöri líkamlegri æfingu en ekki í toppleikæfingu þar sem ég hef aöeins leikiö fjóra leiki í deildinni og þar áöur tvo æfinga- leiki. Ég fæ aö leika nokkuö frjálst a miöjunni, mikil harka og hraöi er í leikjunum hér og fær maöur lítinn tíma meö knöttinn, þaö er strax kominn leikmaöur í mann. Þaö eru allir leikir erfiðir og engin unninn fyrirfram, þetta eru mörg liö sem berjast af krafti um hvert stig,“ sagöi Siguröur. Sheffield leikur gegn Everton i kvöld og sagði Siguröur aö hann væri í liöinu, þaö væri búiö aö til- kynna þaö. En hvernig leggst leik- urinn við meistarana í hann. „Hann leggst vel í mig og viö erum staö- ráönir í aö berjast eins og áöur og gera okkar besta. Veörið hefur veriö frekar leiöinlegt hór, rignir upp á hvern einasta dag, þannig aö völlurinn gæti veriö slæmur hjá okkur hér í Sheffield á morgun. Þaö veröur gaman aö spila gegn meist- urunum á heimavelli". Leikur þú með í landsleiknum gegn Spáni ef þú veröur kallaöur? „Þaö er ekki gott aö segja, við eigum leik sama dag í deildinni. KSl hefur sent félaginu bréf um aö fá mig lausan, en ég hef svo úrslita- valdið í því hvaö ég geri. Þaö er mikil samkeppni um aö komast i Sheffield-liðiö og ef maöur gefur sæti sitt eftir er aldrei aö vita nema aö maöur eigi erfitt með aö komast inn aftur. Andy Blair er nú aö kom- ast i góöa æfingu, en óg kom inn i liðið fyrir hann, er hann varö fyrir meiöslum. Þannig aö þaö er viss áhætta aö gefa sætiö sitt eftir. Ég hef ekki endanlega gert þaö upp viö mig hvaö ég geri,“ sagöi Sigurður Jónsson í samtali viö blaöamann Morgunblaösinsígærltvöldi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.