Morgunblaðið - 03.09.1985, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 03.09.1985, Qupperneq 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1985 ______________________________MORGUNBLADID, ÞRIDJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1985 Enn heimasigur Þórs — sanngjarn sigur yfir KR-ingum á sunnudaginn ÞÓR vann sanngjarnan sigur, 3:1, á KR é Akureyri á sunnudag. Staöan í leikhléi var 2:0 fyrir heimamenn. Þór á eftir aö leika einn heimaleik, gegn FH í síöustu umferöinni og þeir hafa enn ekki tapaö heimaleik. Aö sögn Jó- hannesar Atlasonar, þjálfara liös- ins, stendur ekki til aö þar veröi nein breyting á. Þórsarar voru mun betri aöilinn í fyrri hálfleik og sýndu oft á tíðum stórgóða knattspyrnu. Strax á 11. minútu skoraöi Halldór Áskelsson fyrsta markið meö góöu skoti af vítateigslínu neöst í hægra mark- ornið. Halldór fékk sendingu frá Jónasi Róbertssyni. KR-ingar uröu fyrir því áfalli aö missa Gunnar Gíslason útaf leik- veliinum, meiddan, á þessari sömu mínútu. Áfram sóttu Þórsarar og á 22. minútu skora þeir sitt annaö mark og var þar aö verki Kristján Krist- jánsson. Hlynur Birgisson átti þá háa fyrirgjöf frá hægri, Stefán Jó- hannsson, markvöröur KR, stökk upp og greip knöttinn en missti hann klaufalega frá sér. Kristján var eldfljótur aö átta sig og skoraöi örugglega af stuttu færi. Þaö sem eftir var af fyrri hálfleik áttu heimamenn nokkur ágæt marktækifæri og má sem dæmi nefna aö góöu skoti Halldórs var bjargaö af marklínu. Einnig áttu þeir Hlynur og Kristján ágæt færi en fleiri uröu mörkin ekki. KR-ingar komu mjög ákveönir til leiks í síöari hálfleik og strax á 50. minútu minnkuöu þeir muninn. Jón G. Bjarnason átti þá sendingu utan af kantinum aö nærstönginni þar sem Ágúst Már Jónsson stökk upp og skallaöi knöttinn í netiö af stuttu færi. Næstu mínútur sóttu KR-ingar heldur meira en Þórsarar komust þó smátt og smátt aftur inn í leik- inn. Jafnræöi var þó með liöunum, Halldór átti gott færi og hinum megin komst Hannes Jóhannsson Þór — KR 3:1 • Kristján Kristjánsson í gott færi eftir aukaspyrnu Jóns G. Bjarnasonar en Báldvin, mark- vöröur Þórs, varöi vel í horn. Á 81. mínútu geröu Þórsarar síöan út um leikinn. Halldór Ás- kelsson lék á nokkra varnarmenn KR inn í þeirra vítateig, renndi knettinum út til Nóa Björnssonar, fyrirliöa síns, sem hugöist skjóta á markiö. Nói hitti knöttinn illa og hann hrökk til Kristjáns þar sem hann stóö einn og óvaldaöur á markteigshorninu. Kristján átti ekki i vandræöum meö aö skora sitt annaö mark í leiknum. Það sem eftir liföi leiksins áttu liöin sitt færiö hvort. Árni Stef- ánsson átti skot úr sæmilegu færi yfir markiö hjá KR-ingum og hinum megin átti Jósteinn Einarsson svipaö færi sem fór á sama veg. Liö Þórs lék mjög vel í þessum leik og var mun betri aðilinn í ef undanskildar eru fyrstu 15 tii 20 mínútur síöari hálfleiksins. Fyrri hálfleikurinn hjá Þór var meö því besta sem sóst hefur á Akureyr- arvelli í langan tima. Erfitt er aö gera uþp á milli leikmanna í þess- um leik, liöið virkaöi jafnt en Hall- dór Áskelsson, Siguróli Krist- jánsson og Jónas Róbertsson voru allir mjög góöir. Allir varnarmenn liösins stóöu sig mjög vel og Nói Björnsson, fyrirliöi, var kjölfestan í liöinu og baröist hann mjög vel aö venju. Hlynur Birgisson átti mjög góöan leik í fyrri hálfleik og ekki má gleyma Kristjáni Kristjánssyni sem hefur veriö iöinn viö aö skora mörk aö undanförnu, meira aö segja meö hægra fæti. Lítiö reyndi á Baldvin í markinu en þaö sem á reyndi stóö hann sig vel. Liö KR lék ekki vel megniö af þessum leik. Vörnin virkaði til dæmis mjög óörugg í fyrri hálfleik en þeir sem voru mest áberandi voru þeir Sæbjörn Guömundsson, Ágúst Már Jónsson og Jón Bjarna- son. i STUTTU MÁLI: Akureyrarvöllur 1. deild. Þór — KR 3:1 (2:0) Mörfc Þórs: Halldór Askelsson á 11. min. og Kristján Kristjánsson á 22. og 81. mín. Marfc KR: Ágúst Már Jónsson á 50. min. Gul spjöld: Jósteinn Einarsson, KR. Dómari: Baldur Scheving og var hann ekki nógu sannfærandi. Áhorfendur: 1.247 EINK UNN AG JÖFIN: Þór. Baldvin Guömundsson 3, Sigurbjörn Viö- arsson 3, Siguróli Kristjánsson 4. Árni Stef- ánsson 3, Kristján Kristjánsson 3, Jónas Rób- ertsson 4, Nói Björnsson 3, Halldór Askelsson 4. Hlynur Birgisson 3, Július Tryggvason 3, Óskar Gunnarsson 3, Rúnar Steingrimsson (vm. á 77. mín.) lék of stutt. KR: Stefán Jóhannsson 2, Jósteinn Einarsson 2, Hálfdán örlygsson 3, Hannes Jóhannsson 3. Willum Þórsson 2, Gunnar Gíslason lék of stutt, Ágúst Már Jónsson 3, Ásbjörn Björns- son 2. Björn Rafnsson 2. Sæbjörn Guömunds- son 3, Jón G. Bjarnason 3, Stefán Pétursson (vm. á 15. mín.) 2, Júlíus Þorfinnsson (vm. á 78. min.) lék of stutt. Strákarnir léku stórvel — sagði Jóhannes Atlason, þjálfari Þórs „MÉR fannst fyrri hálfleikur vera þaö besta sem ég hef séö til Þórs- líðsins og voru KR-ingar heppnir aö vera bara 2:0 undir í hálfleik," sagöi Jóhannes Atlason, þjálfari Þórs, aó leikslokum á sunnudag- inn og bætti síóan viö: „Strákarnir léku alveg stórvel og heföu átt aó vera búnir aö skora þrjú til fjögur mörk í hálfleiknum. „í seinni hálfleik geröu KR-ingar stööubreytingar hjá sér, settu Sæbjörn á miöjuna og Hálfdán lék framar en í fyrri hálfleiknum. Viö þetta náöu þeir undirtökunum á meöan viö vorum aö átta okkur á þessu en síðan náöum viö aö kom- ast afturinníleikinn. Eftir þetta áttum viö margar hættulegar sóknarlotur og heföum getaö skoraö fleiri mörk." — Hvernig líst þér á loka- sprettinn? „Ég er bjartsýnn á framhaldiö hjá okkur og ég held aö viö vinnum FH hérna heima en ég er miklu hræddari viö Þróttarana á útivelli þar sem þeir eru í þullandi fall- hættu. Þaö getur allt gerst í mótinu ennþá en þaö endar meö því aö besta liöiö sigrar. Valsmenn eru geysisterkir um þessar mundir en Framarar eru ekki á réttu róli og mér er sama hvaö hver segir um Framliöiö, þeir voru í toppæfingu þegar mótiö byrjaöi en eru ekki í eins góöri æfingu núna og eru aö gefaeftir." — Áttir þú von á þessum árangri hjá Þór? „Já, ég átti von á að viö næöum góöum árangri í sumar og sagöi strákunum þegar ég byrjaöi meö þá í vor aö þeir ættu nákvæmlega sömu möguleika og önnur lið. Þetta sagöi ég þeim eftir aö ég haföi skoöað leiki liðsins frá því á síðasta keppnistímabili af myndböndum. Þaö var aö vísu mjög slæmt aö missa aöalmarkaskorarann okkar, Bjarna Sveinbjörnsson, en þaö hafa komiö inn aörir strákar sem hafa staðið sig meö mikilli prýöi. Þaö skemmtilega viö árangur okk- ar i sumar er aö flestir í liöinu eru „innfæddir" Þórsarar og þaö sýnir sig aö þaö er ekki allt fengiö meö því aö fá leikmenn alls staöar aö með misjöfnum árangri," sagði Jó- hannes. Tokst þaö sem viö ætluöum okkur — sagöi Ársæll Kristjánsson, Þrótti „ÉG ER ánægöur meö þennan leik, vió þurftum aö fá stig og okkur tókst þaö aem við ætluðum okkur,“ sagöi Ársæll Kristjáns- son, besti maður Þróttar þegar aó Þróttur og Fram gerðu jafntefli á Valbjarnarvelli sunnudaginn. „Ég haföi trú á því allan timann aö okkur tækist aó halda jöfnu, sérstaklega þegar líöa tók á síöari hálfleikinn og ég sá aö Fram ætlaöi ekki aö takast að opna vörnina neitt hjá okkur. Ég hef trú á aö þetta sé allt aö koma hjá okkur, ef viö skilj- um leikinn viö Víking útundan þá hafa síöustu leikir veriö baráttuleik- ir hjá okkur þó svo úrslitin hafi veriö óhagstæö. Þeir leikir sem viö eigum eftir eru báöir erfiöir en ef baráttan veröur í lagi þá trúi ég aö viö höfum þetta af,“ sagði Ársæll aö lokum. • Ársæil Kristjánsson • Ómar Torfason á hér skot aö marki Þróttar í síóari hálfleik en skotió var ónákvæmt og Guómundur Erlingsson átti ekki í erfiöleikum með aö verja þaö. Ársæll Kristjánsson reynir eins og hann getur að komast fyrir skot Ómars og Kristján Jónsson fylgist örvæntingarfullur meö. Enginn meistarabragur hjá Fram „ÞETTA voru hagstæö úrslit fyrir okkur og ég hef ekkert meira um leikinn aö segja,“ sagöi Theodór Guömundsson, þjálfari Þróttar, eftir að Þróttur og Fram geröu jafntefli, 1:1, og þaö veróur aö segjast eins og er aó Þróttarar voru stálheppnir aö ná í eitt stig í þessum leik. Fram sótti nær allan tímann, sköpuóu sér þó ekki mjög mörg marktækifæri, en heföi átt aó geta gert út um leik- inn í fyrri hálfleik. Þróttur fókk óskabyrjun — eöa ættum viö frekar aö segja aö Fram hafi byrjaö illa. Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram, skoraöi sjálfsmark þegar aöeins 50 sekúndur voru liönar af leiknum. Atli Helgason g?f þá fyrir markiö og Ásgeir ætlaöi aö skalla aftur til Friöriks í markinu en ekki tókst betur til en svo aö bolt- inn fór í markið. Svipaö mark og Guöni Bergsson geröi á laugar- daginn gegn Víöi. Framarar voru nokkurn tíma aö ná sér eftir þetta reiðarslag en þeim tókst þó fljótlega aö ná und- irtökunum í leiknum og sóttu þeir án afláts það sem eftir var af fyrri hálfleiknum. Pétur Ormslev átti gott skot rétt yfir markiö á 9. mín- útu, Guömundur Erlingsson, markvöröur Þróttar, varöi vel gott skot frá Ómari Torfasyni tíu mínút- um síðar en hólt knettinum ekki og Arnar Friöriksson bjargaöi í horn rétt áöur en Fram tókst aö pota boltanum yfir marklínuna. Guömundur Torfason átti mjög gott skot frá vítateig á 23. mínútu en nafni hans Erlingsson bjargaöi mjög vel meö því aö slá knöttinn í stöngina og þaöan fór hann aftur fyrir endamörk. Tíu mínútum síöar varöi Guömundur enn einu sinni mjög vel aö þessu sinni skot frá Pétri Ormslev úr aukaspyrnu og á sömu mínútu var Viðar Þorkelsson i dauöafæri innan markteigs Þrótt- ar en hitti knöttinn illa þegar hann ætlaöi að skalla í netiö og úr varö markspyrna. Guömundur Steinsson átti gott marktækifæri skömmu siöar en Fram — Þróttur 1:1 Texti: Skúli Sveinsson Mynd: Júlíus Sigurjónsson hitti ekki boltann og skotiö fór framhjá. Þetta færi kom eftir fal- lega sókn þeirra Péturs, Ómars og Guömundar Steinssonar. Fram jafnaöi síöan metin á 43. mínútu. Pétur Ormslev tók þá aukaspyrnu sem dæmd var á Þrótt viö vita- teigslinu. Hann vippaöi knettinum fallega inn á Guömund Steinsson sem snéri sér viö á punktinum og skoraöi meö viöstöðulausu skoti án þess aö Þróttur kæmi nokkrum vörnum viö. Síðari hálfleikur var hreint og beint leiöinlegur á aö horfa. Fram sótti nær látlaust i leiknum en vörn Þróttar var sterk og gaf framlínu- mönnum Fram aldrei neinn friö til aö athafna sig. Ómar Torfason fékk þau færi sem Fram fékk i síö- ari hálfleik. Fyrst átti hann snöggt skot úr miöjum vítateignum en beint á Guömund markvörö og síðan bjargaöi Ársæll í tvigang á marklínunni þegar Ómar skallaöi aö markinu. Rétt undir lok leiksins munaöi ekki nema hársbreidd aö Þrótti tækist aö stela stigunum þremur. Sverrir Pétursson og Atli Helgason komust þá í hraöaupphlaup sem endaöi meö skoti úr góöu færi frá Sverri en framhjá. Þar meö lauk leiknum meö jafntefli. Þaö viröast vera álög á liöi Fram, aö þegar þeir sækja mikiö í leikjum sínum þá gengur þeim illa aö skora mörk. í þeim leikjum sem liðiö hefur haft nokkra yfirburöi og sótt mikiö þá hafa þeir oftar en ekki lent í miklu basli, og svo var um þennan leik. Pétur Ormslev, Guömundur Steinsson og Viöar Þorkelsson áttu allir góöan leik, en þeir Guö- mundur Torfason og Ómar Torfa- son voru lítt áberandi, Ársæll Kristjánsson passaöi Guömund mjög vel í leiknum. Ormarr Ör- lygsson var í leikbanni og horföi þvi aöeins á leikinn, Ásgeiri Elías- son lék aftar á miöjunni en hann er vanur og náöi sér ekki eins vel á strik og oft áöur. Kristinn Jónsson átti ágætan leik og þaö sama verö- ur sagt um Þorstein Þorsteinsson. Ekki var mikiö aö gera hjá Friörik markveröi og er þetta trúlega einn rólegasti leikur sem hann hefur leikið lengi. Hjá Þrótti var Ársæll bestur, hélt Guömundi Torfasyni alveg i skefj- um. Guömundur Erlingsson var einnig góöur í markinu en úthlaup- in hjá honum þegar veriö er aö gefa knöttinn fyrir mættu þó vera öruggari. Loftur lék vel, geysilega sterkur skallamaöur, og Daöi Haröarson átti góöan dag, reyndi alltaf aö leika af skynsemi. Þeir Atli og Sverrir sem voru frammi börö- ust vel framan af leiknum en þegar líöa tók á hurfu þeir alveg, enda boltinn lítiö í námunda viö þá. Nikulás Jónsson fékk þaö erfiöa hlutverk aö gæta Guömundar Steinssonar hjá Fram. Honum tókst þaö ekki sem skyldi, braut mikiö á Guðmundi, þó sjaldan illa, en fékk fyrir bragöiö aö líta gula spjaldiö. Guömundur er eldfljótur og ef Nikulás gaf honum einhvern tíma til athafna þá réð hann ekkert viö Guömund. I ituttu máli: Valbjarnarvöllur 1. deild. Fram — Þróttur 1:1 (1:1) Mark Fram: Guömundur Steinsson á 43. min. Marfc Þróttar: Sjálfsmark Asgeirs Eliassonar á 1. mínútu Gul spjöld: Pétur Ormslev, Fram, og Nikulás Jónsson, Þrótti. Dómari: Friögeir Hallgrimsson og dæmdi hann þokkalega. Áhorfendur: 721 Einkunnagiöfin: Fram: Frlörik Friöriksson 2, Þorsteinn Þor- steinsson 3. Sverrir Einarsson 3, Kristinn Jónsson 3, Guömundur Steinsson 3, Ómar Torfason 2, Guömundur Torfason 2, Asgeir Eliasson 2, Pétur Ormslev 3, Viöar Þorkelsson 3, örn Valdimarsson 2. Þróttur: Guömundur Erlingsson 3, Kristján Jónsson 3, Loftur Ólafsson 3, Arsæll Krist- jánsson 4, Pétur Arnþórsson 3, Sverrir Pét- ursson 2, Daöi Haröarson 3, Atli Helgason 2, Björgvin Björgvinsson 2, Nikulás Jónsson 2, Arnar Friöriksson 1. Svekkjandi aö skora ekki meira — sagöi Guömundur Steinsson, fyrirliöi Fram „UFF ... ég veit ekki hvaö ég i aó segja um svona leik. Það var mjög svekkjandi aö skora ekki meira í leiknum. Viö vorum meö boltann svona 70—80% af leiknum en tókst ekki aö skora nema eitt mark, þaó er ekki nógu gott,“ sagöi Guömundur Steinsson, fyrirliói Fram, eftir leikinn vió Þrótt. „Maöur veröur Para aö vona hiö besta úr þessu. Viö eigum tvo leiki eftir og þaö dugar ekkert annaö en aö vinna þá báöa, hin liöin geta vel tapaö stigum í þeim leikjum sem eftir eru. Viö veröum aö vinna þetta sjálfir og úr því sem komiö er veröum viö líka aö treysta á aö önnur liö taki stig af þeim liöum sem eru í toppbaráttunni, fyrst viö náum bara einu stigi hérna í dag,“ sagöi Guömundur. Valsmenn á toppinn — sigruðu Víði í skemmtilegum leik VALUR sigraði Víði frá Garöi með nokkrum yfirburöum á velli fé- lagsins aö Hlíöarenda þegar liöin mættust þar á laugardaginn í 1. deildínni í knattspyrnu. Vals- menn skoruðu þrjú mörk hjá Víói og eitt hjá sjálfum sér. Valur haföi mikla yfirburöi í leiknum og heföu getað unnið mun stærra en þeim gekk erfiðlega aö nýta þau fjölmörgu marktækifæri sem þeir fengu. Viöismenn sóttu nokkuö fyrstu minútur leiksins, og á 14. mínútu skoruöu Valsmenn sjálfsmark eftir eina sókn Víöis. Boltinn barst þá inn i vítateiginn, Guöni Bergsson ætlaöi aö skalla frá en Stefán Arn- arson kallar til hans þannig aö Guóni skallar til baka og ætlaði Stefáni knöttinn, en ekki vildi betur til en svo að boltinn fór í markiö og Víöir haföi þar meö tekiö forustuna í leiknum. Eftir þetta var leikurinn Vals- manna og þaö leið varla svo mín- úta í fyrri hálfleiknum aö ekki gæf- ist tækifæri aö grípa til minnisbók- arinnar. Þaö voru Valsmenn sem áttu hvert marktækifæriö af ööru og aðeins fjórum mínútum eftir aö Guöni skoraði í eigið mark jafnaöi Heimir Karlsson metin fyrir Val. Grimur Sæmundsen átti þá góöa sendingu fram völlinn, Siguröur Magnússon ætlaöi aö spyrna hon- um fram en hitti ekki og Heimir var fljótur aö átta sig, stakk sér inn fyrir vörnina og skoraöi af öryggi framhjá Gísla Heiöarssyni mark- veröi Viðis. Valsmenn áttu fjögur næstu marktækifæri. Hllmar Haröarsson skaut laust framhjá úr góöu færi, Valur Valsson skallaöi laust í fang Gísla úr mjög góöu færi, Þorgrímur Þráinsson skallaöi síöan rétf yfir eftir aö Guömundur Þorbjörnsson haföi nikkaö knettinum fallega til hans og Sævar Jónsson átti skalla rétt framhjá eftir fallegan samleik hans og Ingvars Guömundssonar. Næstu tvö marktækifæri áttu Viöismenn. Vilberg Þorvaldsson skaut lúmsku skoti aö marki Vals frá vítateigshorninu en Stefán var vel á veröi og varöi fallega i horn. Úr horninu var Gísli Eyjólfsson ná- lægt því aö skora en Stefán var fyrri til og handsamaöi knöttinn. Stefán spyrnti frá marki sinu og til Guömundar Þorbjörnssonar og sendi gullfallega sendingu á Ingvar • Heimir Karlsson skorar hér jöfnunarmark Vals (Mknum gagn V(öi að HKöarenda á laugardaginn. Heimir komst inn fyrir vörn Víöis eftir varnarmistök og skoraöi framhjá Gísla Heióarssyni, markveröi Vtöis, sem reyndi aö stööva hann meö því aö koma út é móti honum. Valsmenn eru nú einir í efsta sæti deildarinnar þegar tvær umferöir eru eftir. Valur — Víöir 3:1 Ciimauiiiua^——^ Texti: J Skúli Sveinsson Mynd: Júlíus Sigurjónsson Guömundsson. Ingvar tók vel á móti sendingunni og skaut góöu skoti sem Gisli rétt náöi aö verja í horn. Eftir hornspyrnuna fékk Valur Valsson knöttinn, gaf fyrir markiö þar sem Guömundur Þorbjörnsson kom á móts viö nærstöngina og sneiddi knöttinn fallega meö höfö- inu í hliðarnetiö fjær. Valsmenn höföu þó ekki sagt sitt síöasta í fyrri hálfleik. Ingvar átti gott skot rétt framhjá markinu, Heimir komst í mjög gott færi en skaut yfir og rétt undir lok fyrri hálfleiks gaf Valur fyrir markiö og Guömundur skallaöi rétt yfir. Þar meö lauk einum fjörugasta fyrri hálfleik sem um getur i sumar. Síöari hálfleikurinn var öllu ró- legri, enda ef til vill eins gott því annars heföu skriffærin ekki dug- aö. Gísli, markvöröur Viöis, varö tvívegis aö taka á honum stóra sín- um til að forða marki strax á fyrstu mínútum síöari hálfleiksins. Fyrst skalla frá Guðmundi Þorbjörnssyni og siöan þegar Heimir komst einn í gegnum vörnina. Guömundur Þorbjörnsson, besti maöur leiksins, skoraöi þriöja mark Vals á 65. mínútu. Hilmar gaf þá góöa sendingu á Heimi, sem lék á Gisla Eyjólfsson og gaf fyrir markið. Guömundur haföi nægan tíma í vítateig Víöis, tók knöttinn niöur og skoraöi með föstu skoti. Níunda mark Guömundar í sumar og er hann nú meö markahæstu mönnum deildarinnar. Fimm minútum siöar geröist skringilegt atvik. Guömundur fékk knöttinn út viö endamörk, innan vítateigs Víöís. Hann snéri baki i markiö og vippaði knettinum yfir Guöjón Guðmundsson og var þar meö kominn í gegn. Dómarinn flautaði og dæmdi aö knötturinn heföi snert hönd Guöjóns og benti á vítapunktinn. Viöismenn mót- mæltu ákaft og eftir aö dómarinn haföi rætt viö línuvörð ákvaö hann aö falla frá fyrri ákvöróun sinni og dæmdi Víöi boltann. Skynsamleg ákvöröun þvi hitt var tóm vitleysa. Þaö sem eftir var leiksins fengu Valsmenn ein fjögur marktækifæri sem þeim tókst ekki aö nýta. Magni átti gott langskot rétt fram- hjá, Guðmundur átti tvö góö færi en honum mistókst aö skora sitt þriója mark í leiknum og Heimir fékk gulliö tækifæri undir lok leiks- ins en var óviðbúinn því aö fá knöttinn og skallaöi laust í jöröina og þaöan fór boltinn til Gísla í markinu. Eins og fyrr segir var fyrri hálf- leikur þessa leiks sá fjörugasti sem undirritaöur hefur séð lengi. Siöari hálfleikurinn var ekki eins haröur og skemmtilegur en engu aö síöur leiddist engum aö horfa á hann. Guömundur Þorbjörnsson átti mjög góöan leik og þaö sama má segja um Grim Sæmundsen, sem nú er fyrir alvöru kominn í gott form, og Ingvar Guömundsson. Valsmenn voru einfaldlega mun betri aðilinn i þessum leik og þeir heföu getaö skoraö miklu fleiri mörk. Viðisliöiö var óvenju dauft og virtist sætta sig viö aö vera lak- ari aðilinn. Baráttan, sem veriö hefur aöal liðsins ásamt leikgleöi, sást varla eöa aö minnsta kosti mun minna en venjulega. Gísli stóö fyrir sinu í markinu, Rúnar Georgsson og Gisli Eyjólfsson voru traustir í vörninni og Guöjón baröist vel og það er alltaf eitthvað spil í kringum hann. Í STUTTU MÁLI: Hliðarendavöllur 1. deild. Valur — Viöir 3:1 (2:1) Mörfc Val»: Heimir Karlsson á 18. min. og Guömundur Þorb(örnsson á 31. og 65. minutu Marfc Víöis: Sjálfsmark Guöna Bergssonar a 14. min. Dómari: Þoroddur Hjaltalin og dæmdi hann auödæmdan leik vel. Áhorfendur: 490 EINKUNNAGJÖFIN: Valur: Stefán Arnarson 2, Þorgrimur Þráins- son 3, Guöni Bergsson 3. Sævar Jónsson 3, Guömundur Þorbjörnsson 4, Valur Valsson 3, Ingvar Guömundsson 4, Hilmar Haröarson 3, Magni Pétursson 3, Grimur Sæmundsen 4, Heimir Karlsson 2. Víöir Gísli Heiöarsson 3, Rúnar Georgsson 3, Ólafur Róbertsson 2, Siguröur Magnusson 1, Guöjón Guömundsson 3, Vilberg Þorvaldsson 2, Guömundur Knútsson 1. Grétar Einarsson 2. Gisli Eyjólfsson 3, Klemens Sæmundsson 2, Daniel Einarsson 2, Hjörtur Daviösson (vm. á 74. min.) 1.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.