Morgunblaðið - 28.09.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.09.1985, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER1985 Zelig með tveimur stórmennum sögunnar, Calvin Coolidge og Herbert Hoover, Bandaríkjaforseta. Maður fjöldans Kvikmyndir Árni Þórarinsson Austurbæjarbíó: Zelig ***Vi Bandarísk. Árgeró 1983. Handrit og leikstjórn: VV'oody Allen. Aðal- hlutverk: Woody Allen, Mia Farrow. Nútímatrúðurinn sem Woody Allen hefur verið að þróa í myndum sínum, allt frá Take the Money and Run árið 1969, er með Zelig kominn á leiðarenda. Með Leonard Zelig hefur Allen leitt þessa persónu til lykta, ef svo má segja. Hinn taugaveiklaði trúður Allens, fullur óöryggis og vanmetakenndar andspænis risavöxnum vandamálum hvers- dagslífsins eins og konum, log- andi hræddur um að geta ekki svarað kröfum nútimans um að vera klár, töff og með allt á hreinu, hefur i Zelig loksins „fundið sjálfan sig“. Þetta tekst honum með því bókstaflega að „týna sjálfum sér“, svo notaðar séu klisjur tískusálfræðinnar. Leonard Zelig er kristöllun allra þeirra karakterþátta sem Allen hefur verið að leika sér með í gamanmyndum sínum sem eng- inn vafi er á að verða sígildar í kvikmyndasögunni ekki síður en myndir Chaplins, fyrirrennara hans fyrr á öldinni. Leonard Zelig er hið „mann- lega kamelljón"; maður sem er svo óöruggur með sjálfan sig að hann breytir sér andlega og lík- amlega í sams konar fólk og er í kringum hann í það og það skiptið. Ef hann er með negrum breytist hann í negra, ef hann er hjá sálfræðingi verður hann sjálfur að sálfræðingi. Hann vill svara kröfum umhverfisins; ef kona er að fæða barn í grennd við hann, breytist Zelig í ljós- móður. Og allt hófst þetta með því að hann sem ungur maður skammaðist sín fyrir að hafa ekki lesið Moby Dick þegar allir aðrir höfðu lesið Moby Dick. í stað hins frjálsa gaman- myndaforms sem Allen hefur mestan part helgað sig með ýms- um hætti nálgast hann Zelig með strangri formrænni alvöru. Hann byggir myndina upp í paródískum heimildamyndastíl þar sem raunverulegum heimild- um frá þriðja áratugnum, frétta- myndum, ljósmyndum og sann- sögulegum persónum, eins og Hearst, Chaplin og Hitler, er með feikilegri og heillandi tækni fléttað saman við tilbúin innslög í sama stíl, ásamt viðtölum úr nútímanum við fóik eins og Saul Bellow og Susan Sontag sem rifja upp „kynni" sín af þessari sögu- frægu persónu sem aldrei var til en er þó alls staðar, Leonard Zelig. Myndin rekur sig eftir heimildum sínum, fölskum sem ekta, og segir þannig sögu Zeligs og geðlæknisins (Mia Farrow) sem tekst að lækna hann af breytingarsýkinni með því að þykja vænt um hann eins og hann er. Sú saga gengur gegnum mörg kaflaskipti. Eftir lækning- una verður Zelig eins konar þjóð- hetja og fjölmiðlastjarna, en þegar upp kemst að hann hafði meðan hann var veikur villt á sér heimildir í ýmsum gervum, margkvænst og óafvitandi leikið á fólk snýr umhverfið aftur við honum bakinu og þá verður hann að hefja ummyndanir sínar aft- ur. Síðasta stig þeirra er í Þýska- landi Hitlers. Allen tekst þannig með afar lúmskum hætti að deila á dýrkun hópsálarinnar og hég- óma fjölmiðlunar. Zelig er í rauninni tákn hins aðþrengda einstaklings í massavæðingu okkar tíma. Zelig vildi passa í kramið. „Ég vil bara að fólki geðjist að mér,“ segir hann. Þetta er furðuleg mynd og heldur manni hugföngnum allan sinn stutta sýningartíma (79 mín.). Hún er ekki drepfyndin, en ævinlega ertandi fyrir skiln- ingarvitin. Woody Allen stendur nú á hátindi síns höfundarferils og með sýningunni á Zelig í Austurbæjarbíói eru „aðeins" fjögur af nýjustu verkum hans ósýnd hérlendis, Stardust Mem- ories, A Midsummer Night’s Sex Comedy, Broadway Danny Rose og The Purple Rose of Cairo. Vonandi þurfa íslenskir bíógestir ekki að bíða lengi eftir því að fá að kannst þroskuðustu verkum þessa merkilega kvikmyndagerð- armanns. Leiðrétting Mér hefur verið bent á að það er ekki rétt sem stóð í mynd- bandapistli mínum um Johan Cassavetes hér í blaðinu í fyrra- dag að aðeins ein mynda hans hafi verið sýnd hér á Kvik- myndahátíð. Þær munu alls vera fjórar. Biðst ég velvirðingar á þessu ranghermi. Ný þjónusta Greiöslukortaviöskipti Frá og meö 1. október nk. geta auglýsendur Morgunblaösins greitt auglýsingar sínar meö greiöslukortum VISA og EUROCARD. Auglýsendur geta hringt inn auglýsingar, gefiö upp kortnúmer sitt og veröur þá reikningurinn sendur korthafa frá VISA og EUROCARD. Um leiö og þessi þjónusta veröur tekin upp þá munum viö jafnframt veita þeim sem staðgreiöa auglýsingar 5% afslátt. Auglýsingadeild Náttúrufræðisafn undir berum himni — Maðurinn og fjaran Frá Áhugahópi um byggingu náttúrufræðisafns Fimmti náttúrufræðidagurinn sem áhugahópur um byggingu náttúrufræðisafns stendur að, verður haldinn sunnudaginn 29. september. Þar sem þá er stór- straumsfjara um hádegisbil, för- um við í fjöruferð að Hjallasandi við Brautarholt á Kjalarnesi. Þar hefur náttúran sjálf útbúið gríð- arstóran „sýningarbás", og þar ætlum við að fræðast um lífríki fjörunnar og hvernig maðurinn hefur nýtt sér gæði hennar fyrr og nú. í „sýningarbásnum verða „safn- verðir" okkur til leiðbeiningar um þaö sem við finnum. Þeir eru: Árni Waag líffræðikennari og forstöðu- maður Náttúrufræðistofu Kópa- vogs, Jón Bogason rannsóknar- maður, sérfróður um skeljar, Vilhjálmur Þorsteinsson fiski- fræðingur á Hafrannsóknastofn- un, Þorvaldur Örn Árnason nám- stjóri í eðlis- og líffræði og Ævar Petersen dýrafræðingur, forstöðu- maður Náttúrufræðistofnunar Is- lands. Líffræðingarnir og frosk- kafararnir Kristinn Guðmundsson og Gunnar Steinn Jónsson kafa eftir ýmsu forvitnilegu handa okkur og einnig verður með okkur leiðbeinandi um nýtingu og mat- reiðslu þörunga, svo eitthvað sé nefnt. Þátttakendur fá í hendur „sýn- ingarskrá" eins og á hverju öðru safni. I henni verða m.a. ýmsir fróðleiksmolar, ásamt nafnalista yfir þau dýr og plöntur sem hægt er að sjá. Þar getum við merkt við þær tegundir sem við kynnumst. Einnig verða í „skránni" þrautir og verkefni, ekki síst fyrir börnin. Gangan úr bílnum í fjöruna er örstutt og greið og er því kjörið fyrir alla fjölskylduna, unga sem aldna, að drífa sig út á sunnu- dagsmorgun og kynnast ýmsu skemmtilegu sem við tökum ekki alltaf eftir, þótt það sé við fætur okkar. Vestfjarðaleið býður upp á ókeypis rútuferð. Farið verður frá Náttúrugripasafninu við Hlemm- torg, Hverfisgötumegin (gegnt lögreglustöðinni) klukkan 9.15 stundvíslega og komið aftur á sama stað um klukkan 12.30. Þeir sem vilja geta að sjálfsögðu farið á eigin bíl. Trjónukrabbi — eitt þeirra dýra sem fundist gæti. Fjaran hefur löngum verið gjöf- ul. Hún hefur gefið mönnum mat, fóður handa skepnum, eldivið, beitu, smíðavið, leikföng og áhöld, svo eitthvð sé nefnt. Og þar mátti áður fyrr stundum sjá sækýr, marbendla, fjörulalla, og einnig seli sem fóru úr hamnum og döns- uðu í sandium. Við „fjörulallar" nútímans sjáum víst ekki margt slíkt á sunnudaginn, en hver veit, kannski getum við horfst í augu við sel og sannreynt hvort hann hefur mannsaugu eins og haldið hefur verið fram. Tilgangurinn með náttúru- fræðidögum og öðru sem áhuga- hópurinn hefur aðhafst, er að vekja athygli ráðamanna og al- mennings á nauðsyn þess, að byggt verði alhliða og nútímalegt náttúrufræðisafn hið snarasta, öllum almenningi til ánægju og fræðslu. Þetta hefur þegar borið þann árangur, að lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um málið, og eru flutningsmenn henn- ar úr öllum flokkum. Einnig hefur Ragnhildur Helgadóttir mennta- málaráðherra ákveðið í kjölfar að- gerða okkar, að skipa nefnd til þess að kanna málið frá ýmsum hliðum og gera tillögur um fram- kvæmdir. Hópurinn fagnar þessu og kann hlutaðeigandi aðilum kærar þakk- ir. Einnig flytjum við þakkir öll- um samstarfsaðilum um náttúru- fræðidagana. Þeir hafa allir fús- lega gefið vinnu sína og látið í té aðstöðu. Á þessu sést, að áhuginn er vissulega fyrir hendi. (Áhugahópur um byggingu náttúrufræðisafns.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.