Tíminn - 24.09.1965, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.09.1965, Blaðsíða 14
14 IÞRÓTTIR Framhald af bls. 13 sem þau fá', nægja tæplega til hins daglega reksturs. Hvaðan eiga félögin að fá peninga til að hefja framkvæmdir? Félög eins og KR og Valur nutu þeirrar sérstöðu að byggja at- hafnasvæði sín upp á hentugri tíma, þegar yfirvinna var ekki eins algeng og hún er núna, og fengu þar af leiðandi marga göða sjálfboðaliða. Þar að auki hafa fjársterkir menn jafnan staðið á bak við þessi félög. En öldin er önnur í dag. Dýr- tíð hefur magnazt frá ári til árs og yfirvinna aukizt þannig að erfitt er að fá menn til að vinna sjálfboðavinnu. Það er lífsspursmál fyrir fé lög eins og Fram og Þrótt að koma upp viðunandi fél.svæð- um. íþróttafél. gegna mikils- verðu hlutverki í uppeldismál um og þeim má ekki fækka. Þúsundir unglinga streyma til íþróttafélaganna til að taka þátt í íþróttastarfinu og verða félögin sjálf að bera allan kostnað af því starfi. Sem bet ur fer, hefur skilningur hins opinbera á starfi íþróttafélag- anna aukizt nokkuð, en sá skilningur þarf enn að aukast. Það verður að koma enn frek- ar til móts við félögin með styrkveitingum og aðstoða þau við byggingu athafnasvæða, sem þau geta síðan séð um rekstur á. Og í því sambandi ber að stefna í auknum mæli að því að íþróttah. skóla verði byggð með þeim hætti, að þau henti íþróttafélögunum og þau hafi greiðan aðgang að þeim á þeim tíma-sem skólinn starf ar ekki, t.d. á kvöldin. Ánægju legt dæmi um slíka samvinnu er nýtt íþróttahús við Réttar- holtsskóla, sem Víkingur fær afnot af, En samvinna milli borgar- yfirvalda og íþróttafélaganna virðist tilviljunarkennd. Á næsta leiti við hið nýja félags- svæði Fram, er nýr skóli, Álfta mýrarskóli. í ráði er að við hliðina á honum verði byggt íþróttahús skólans. Forráða- menn Fram hafa farið þess á leit við borgaryfirvöldin að hið nýja íþróttahús verði byggt í samráði við félagið og þá nokkuð stærra en skólinn hef ur not fyrir. Ekki hafa borgar yfivöldin viljað fallast á þessa hugmynd, svo að líklega verða tvö íþróttahús byggð hlið við hlið, íþróttahús skólans og í- þróttahús Fram. Slík vinnu- brögð bera ekki vott um mikla skynsemi eða raunsæi. —alf. ÞÖGULT HVERFI Kramhalfl ai lb siðu þar sem ég bý, það er komið bíiaverkstæði við hliðina á manni áður en maður veit af. Stór farartæki, vinnu- maskínur_ og dráttarvélar bruna um þessar gömlu ró- iegu götur og maður verður að hafa það, að jarðýtum og trakt orum sé stillt upp á gangstétt inni framan við íbúðarhúsin. Eg held maður hafi fengið að kenna á því. Og það er víðar í íbúðarhverfum borgarinnar, það er varla til fallegur staður í nýju hverfunum, að fólk geti verið þar óhult fyrir allsfconar verkstæðum, sem þjóta upp á ólíklegustu stöðum eins og gorkúlur. Slíkt er ekki liðið 1 öðrum borgum neitt í þvílík um mæli sem hér. Nú er verið að skipuleggja ný hverfi eitt af öðru, t. d. fyrir ofan Árbæ, og uppi undir Rjúpna hæð á víst að koma fyrir nýj um kirkjugarði. Og þá er eftir svæðið fyrir vestan Vatns endahæðina, Breiðholtshverfið. Mér lízt vel á það. Væri nú ekki hægt að fá griðland þar handa þeim, sem þurfa algert næði til að starfa, skáld og listamenn og vísindamenn? Eg gæti vel hugsað mér að setjast þar að, ef tryggt væri að frið ur fengist fyrir erii borgarinn ar, traktorum og jarðýtum og háværu fðlki. Og hef áður reynt að fá samastað utan borg arinnar, sótti tvisvar um þjóð garðsvarðarstöðuna á Þing- völlum, bauðst til að taka að mér organistastarfið í Þing vallaikirkju, en því var ekki sinnt, þeir vilja heldur presta en tónskáld til að passa þjóð garðinn. Það verður gaman að sjá, hvemig þeir snúa sér með Breiðholtshverfið. Suður í París hafa verið skipulögð ró- leg húsahverfi á svæðum á bak við húsaraðirnar við um- ferðargöturnar og búlivarðana, þar sem listamenn geta búið og unnið án ónæðis frá um- ferðarskarkala götunnar. Aust ur i Helsinki hefur verið byggt margra hæða hús við Appologatan 13, sem ein- göngu er ætlað skáldum og listamönnum, svo þeir geti lif að og starfað í næði. Og gott væri ef hér kæmist eitthvert slíkt skipulag á í Reykjavík, og séð yrði fyrir því, að lista menn ærist ekki í vélaskrölti. VITNI Frarohald af 16 sfðu Verkfærin eru af gerðinni Thorg an. Talið er að þjófnaðurinn hafi verið framinn á tímanum frá mið nætti til klukkan 7.20 að morgni. Þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar um þessa þjófnaði eru beðnir að hafa strax samband við Hafnarfjarðarlögregluna. HAFNFIRÐINGAR Framhald af bls. 16. Síðastliðin laugardag hófst bor un eftir vatni en sú borun hefur gengið illa. ítrekaðar bilanir hafa orðið á tækjum, sagði Jón og auk þess hefur jarðlagi verið þannig háttað, að stöðugt hefur hrunið í holuna- Nú hefur verið fengin djúpvatns dæla frá Keflavíkurvelli, en með henni á að freista að ná vatni úr borholu, sem gerð var í sam- bandi við heitavatnsleit í Kaldár- seli árið 1963. Hola þessi er 960— 70 m. djúp, og er það fjórða til- raunin til að leysa vandann. Kalt vatn kemur úr holunni, þótt hún sé svona djúp og um fimmtíu stiga hiti ætti að vera i botni | hennar. Þar er vatnið sjö stiga : heitt, sem stafar af því að jarðlög i þarna eru laus í sér og vatn sígur jhratt niður. Sagði Jón Pálmason að lokum, að íbúar Hafnarfjarðar j væru að vona að í þetta sinn tæk ■ ist að koma vatni á kerfið. Við andlát og útför í Andrésar Johnson Ásbúð flyt ég hugheilar þakkir öllum, sem voru honum vel og minntust hans með virðingu og vinarhug. Sigurlín Davfðsdóttir TÍMINN FÖSTUDAGUR 24. september 1961 NÁMSKEIÐ FYRIR STARFS- FRÆÐSLUKENNARA HALDIN KJ-Reykjavík, fimmtudag. Núna stendur yfir hér í Reykja vík námskeið fyrir starfsfræðslu kennara og eru þátttakendur um þrjátíu. Er þetta í annað sinn sem slíkt námskeið er haldið hér, en með auglýsingu Menntamála- ráðuneytisins frá 1. september er starfsfræðsla og leiðbeiningar u.m náms og stöðuval komið inn á náms METAFLI Framhalú af bls. 1 Eftirfarandi skip fengu 95.914 mál og tunnur s. hring: Óskar Halldórss. RE Þorsteinn RE Sigfús Bergmann GK Æskan SI Arnarnes GK Hrafn Sveinbj. III GK Jón Finnsson GK Jörundur II RE Heimir su Guðbjartur Kristján ÍS Skarðsvík SH Árni Magnússon GK Ingvar Guðjónsson GK Faxi GK Einir SU ísleifur IV VE Sigurborg SI Vigri GK Ögri RE Björgúlfur EA Höfrungur II AK Sólfari AK Höfrungur III AK Engey RE Pétur Sigurðsson RE Gísli lóðs GK Lómur KE Hilmir II ÍS Fákur GK Bjartur NK Reykjaborg RE Árni Geir KE Skagfirðingur OF Akraborg EA Krossanes SU Sunnutindur SU Loftur Baldvinsson EA Guðmundur Þórðarson RE Garðar GK Sæþór OF Héðinn ÞH Eldey KE Jón á Stapa SH Húni II HU Framnes ÍS Haraldur AK Margrét SI Hamravík KE Baldur EA Bára SU Halldór Jónsson SH Hólmanes SU Ásþór RE Fróðaklettur GK Gullberg NS Gullver NS Sæúlfur BA Reykjanes GK Hugrún ÍS Stjarnan RE Asbjörn RE Ó1 Friðbertsson ÍS Dagfari ÞH Ólafur bekkur OF Elliði GK Víðir II GK Arnfirðingur RE Ó) Ma®núc=on EA Helga Ouðmundsd BA Súlan EA Huginn II VE Björgvir EA Sigurpáll GK Guðrún GK 2087 mái og samtals 1. sólar tn. 1800 1200 800 400 400 1500 2400 2200 2000 1300 1400 2000 2500 1600 900 1500 2000 1900 800 1600 1300 1200 1300 1200 400 550 700 1400 600 1500 1700 250 1000 1650 m. mál- 1300 1100 1250 tn. 1000 450 800 1300 1600 1000 1200 1400 1300 1400 800 1200 1300 1300 1500 1900 700 1500 2500 1300 1100 2000 900 mál 900 1000 1500 1300 1300 1250 1860 1700 900 1100 667 140' 900 tunnur. skrá fyrir 1. og 2. bekk g^gn- fræðastigsins. Helgi Elíasson fræðslumálastjóri skýrði frá þessari nýju tilhögun á fundi með fréttamönnum í dag, en auk hans sagði Stefán Ólafur Jóns son nýskipaður námsstjóri starfs fræðslu frá starfsfræðslunámsskeið inu sem lýkur á morgun og Thorst en Ness norskur sérfræðingur í starfsfræðslu skýrði frá fyrirkomu lagi hennar í Noregi. Helgi Elíasson sagði að Þetta væri í annað sinn sem starfs- fræðslunámskeið fyrir kennara er haldið hér, hið fyrra var haldið árið 1963 og þá voru til aðstoðar tveir danskir menn, en að þessu sinni var fenginn hingað norskur maður Thorsten Ness. Er nám- skeiðið haldið á vegum Mennta- málaráðuneytisins og fræðslu- málastjórnarinnar sem á undan- förnum árum hafa unnið að þess um málum í sameiningu. Nú hef ur í fyrsta skipti verið skipaður sérstakur námsstjóri til þess að hafa umsjón með starfsfræðslunni í landinu, og er það Stefán Ólaf ur Jónsson. Thorstein Ness skýrði frá til- högun starfsfræðslunnar í Nor- egi, en þar er hún fyrir nokkru orðin föst námsgrein, sem byrj að er að kenna 6. skólaár nemand ans. Er þá byrjað á því að gefa nemandanum yfirlit yfir atvinnu lifið, og reynt að segja frá sem flestum atvinnugreinum sem fyrir finnast í landinu. Seinna er nem- endum ’svo skipt í flokka eftir því á hvaða greinum atvinnulífsins þeir hafa mestan áhuga, og enn síðar fá þeir verkefni til úrlausn ar varðandi starfsvalið. Þá er mikil áherzla lögð á að kenna nem endum að sækja um starf, gefa upplýsingar um sjálfa sig við starfsmannastjóra fyrirtækja og fleira í því sambandi. Thorsten sagði, að 10% af skólanemendum í Noregi leituðu til sálfræðinga varðandi starfsval sitt. Stefán Ólafur skýrði frá starfs fræðslunámskeiðinu sem lýkur á morgun. Þátttakendur á því hafa verið um 30 kennarar viðsvegar að af landinu og fyririesarar hafa verið 22. Hafa framámenn ís- lenzkra atvinnuvega flutt þar erindi, um aðalatvinnuvegina, erindi hafa verið ýmiskonar starfs fræðsla, og hin sálfræðilega hlið starfsfræðslunnar hefur verið rædd. Miklar umræður og fyrir- spurnir hafa spunnizt út frá erind unum, og, áhugi verið mikill með al þátttakendanna á námskeiðinu. Þrátt fyrir það að nú sé starfs fræðsla komin á námsskrá 1. og 2. bekkjar gagnfræðastigsins, er ekki þar með sagt að Þessi námsgrein verði kennd ví öllum skólum í vetur og veldur því skortur á kennurum með sérþekkingu á þessum mál um. En víða mun starfsfræðsla verða á stundatöflunum, og ann- arsstaðar mun verða efnt til sér- 'Stakra námskeiða um starfs- fræðslu. VILJA SPRENGJU Framhaid af bls i frá pakistanska hlutanum. Telja Indverjar að skæruliðarnir verði, samkvæmt vopnahléssáttmálanum, að hætta bardögum og fara yfir til Pakistans. Ef þeir geri þetta ekki, þá muni Indverjar halda á- fram bardögum við þá, og það, að eigin áliti, með fullum rétti. Muni því þurfa kunnáttusaman sátta- semjara til þess að leysa þetta vandamál án bardaga. Vopnahléð hefur mikið verið rætt í indverskum blöðum, og meðal stjórnmálamanna þar í landi. Blöðin eru sammála um, að það komi ekki til mála að Ind land fallis. á þjóðaratkvæða- greiðslu í Kasmír. Einnig hefar mikið vei;ið rætt um afstöðu Vest urveldanna til Indlands og um það, hvort Indland þurfi nú að fá sér kjarnorkuvopn. Þá eru blöð in hlynnt því, að þjóðarleiðtogarn ir hittist í Sovétríkjunum, og eru á því, að hið bezta, sem vestur veldin geti gert, sé að koma þar hvergi nálægt. Meðal Indverja er reiði al- menn vegna þess, að þeir telja að Bretland hafi frekar stuti I"i« istan í deilunni. Og á mo’SU" verða umræður í inclverska h' inu um tillögu þess efnis. a? ,■ land eigi að hefja Fram •>• kjarnorkuvopna. Segir i g p gerð tillögunnar, að atbu "ði ustu daga hafi sýnt, að örvp lands sé ekki lengur borgif aðstoð „hinna svokölluðu u veittu ríkja.“ Sex kýr dauðar úr miltisbrandi i j FB—Reykjavík, fimmtudag. I Miltisbrandur kom upp fyrir nokkrum dögum á Þórustöðum í j Ölfusi, og hafa nú sex kýr drepizt ! eða verið drepnar, eftir að þær tóku sjúkdóminn. Sjúkdómsins varð vart fyrir fimm. dögum, og drápust þrjár kýrnar fljótlega, og voru þá sýnishorn úr innyflum þeirra send til rannsóknar á Keld SÝNING "'"-roiiaio af 16 siðu Washington Hann mun halda sýningu hér á eigin verkum, þegar pau koma til landsins með Dettifossi. Svavar vinnur nú að þvi að mála hina vmsu fexta a geimsýníngunni á ís- lenzku. en beir voru upphaf- iega á ensku, Þessi geimvisindasýning verð ir eflaust mjöe athyglisverð og vel sótt. enda sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. um, og við rannsókn kom í ljós, að hér var um miltisbrand að ræða. Sjúkdómur þessi var kunnur hér á landi áður fyrr, sérstaklega þegar leyfður var innflutningur á hráum húðum. Var sjúkdómurinn algengur í kúm, kindum og hross um og kom þá einnig fyrir, að menn fengu hann. Með tilkomu nýrra lyfja hefur verið hægt að halda þessum sjúkdómi í skefjum og mun ástæðulaust, að óttast, að hann breiðist út. MERKJASALA Kramhald af 2. síðu lög sjá velunnarar samtakanna um söluna í Reykjavík, Kópavogi, Garða hreppi og Hafnarfirði verða merk in og blöðin afhent í barnaskólun um. Einnig verða sölubörn af- greidd á skrifstofu Sjálfsbjargar, Bræðraborgarstig 9, Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.