Morgunblaðið - 09.11.1985, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 09.11.1985, Qupperneq 1
fftnrijiwwMafoiifo D PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS LA UGARDAGUR 9. NÓVEMBER1985 BLAÐ EINAR GUÐFINNSSON Fæddur 17. maí 1898 Diinn 29. október 1985 Mikill maður er að velli lagður, þar sem er Einar Guðfinnsson lát- inn. Ég á mér tvær myndir af Einari Guðfinnssyni og er önnur frá unglingsárum mínum, Kreppuár- unum í Bolungavík, og er það út- litsmynd tekin úr fjarlægð af ungum augum, sem ekki voru farin að skyggnast innúr yfirborði þess, sem fyrir þau bar, en hin myndin er nærmynd fengin í nánum kynn- um af Einari og augu mín þá tekin að rýna í fólk. Á fyrri myndinni sá ég Einar fyrir mér myndarmann og karl- mannlegan, meðalmann á hæð og þrekinn um herðar, andlitið svip- mikið og hann var höfuðstór og hafði fallegt höfuðlag, breiðan koll og hnakka og hátt og breitt enni, andlitið fremur stórskorið en andlitsfallið reglulegt; hann var sérkennilega bjartur í andliti, sól eða veður virtist ekki vinna á húð Einars, hann var aldrei sólbrúnn eða veðurbarinn, augun voru blágrá, stór og björt og einstaklega skýr og lýstu geðbrigðum hans; Einar gekk oft dálítið álútur, eink- um ef honum var þungt í skapi og slúttu þá hattbörðin fram yfir ennið, ef Einar gekk með höfuðfat, var það ævinlega hattur, ég man aldrei eftir honum með húfu; ef hann var að flýta sér og það var Einar oft, þá færðist hann í herð- arnar, og hafði það einkenni ákafa- manna við verk, að hann bar nokk- uð baggana, handleggirnir lftið eitt krepptir og lausir frá síðunum og hnefar oft einnig krepptir, hann átti til að hlaupa við fót, en aldrei neitt æði á honum og aldrei heyrði ég hann skipa fyrir háum rómi og var hann þó stjórnsamastur við verk, og jafnan á vettvangi fyrr á árum, þegar honum þótti mikils við þurfa, svo sem við upp- eða útskipun við slæmar aðstæður. Einar var og á ferli seint sem snemma og allsstaðar átti maður á hættu að hann kæmi að lfta eftir verki. Ekki man ég Einar frá þessum árum neinn málskrafsmann og hann var það ekki, hann hlustaði þegjandi á þann, sem átti við hann erindi og svaraði ekki fleiru en nægði af eða á, og þótti stundum heldur þurr á manninn, jafnvel þumbaralepr. Einar hafði sig heldur ekki mikið í frammi á mál- þingum, helzt í hreppsnefndar- kosningunum að hann gerði grein fyrir skoðunum sínum í hrepps- málunum, og var þá jafnan stutt- orður, og talaði jöfnum rómi um málefnið og ekkert þar útyfir á hverju sem gekk fyrir öðrum ræðumönnum. Engin kynni hafði ég á þessum unglingsárum mínum af öðru at- gervi Einars en við mér blasti úr fjarlægð, og þótt mér væri ekki dulið að Einar Guðfinnsson væri meiri fyrir sér en almenningur í plássinu, þá fannst mér það ekki svo afberandi, að það skýrði af hverju þessi maður var á bak við allt mannlíf á staðnum. Einar var á þessum árum misjafnlega metinn í plássinu, hann var mikilsmetinn af þeim sem næstir honum stóðu, einkum formönnum sínum og ýmsum dugnaðarmönnum, sem hann átti jafnan bezt skap við, og þessir þökkuðu honum það sem gert var til bóta í plássinu, en af mörgum var honum kennt allt baslið, jafn- vel um sjálfa Kreppuna og þótti hann óbilgjarn og ráðríkur. Það var langur vegur frá því, að Bolvík- ingar skyldu almennt, hver hlutur Einars var í raun í lífi plássins á þessum hallæristíma og það gerði ég ekki heldur sem unglingur og hefði kannski aldrei gert, nema af því að ég fluttist brott og gat horft til baka hlutlausari og opnari sjón- um. Bolungavík hefði koðnað niður í 200-300 manna þorp, ef ekki hefði verið Einar. Svo liðu áratugir án þess að leiðir okkar Einars Guðfinnssonar lægju saman en einn dag var ég óvænt inni á gafli hjá þessum manni, sem ég hafði tæpast þorað að yrða á sem unglingur, og ræddi við hann tímum saman, oft dag eftir dag í tvö ár. Þá fékk ég mynd af manninum bak við unglings- mynd mína og á þeirri mynd skýrð- ist til fulls af hverju Einar Guð- finnsson var sá bógur sem hann var í Bolungavík. Manninum var miklu meira gefið þeirra hluta sem gera mikinn mann en mig hafði grunað, þegar ég sá hann tilsýndar sem ungling- ur. Einar Guðfinnsson var maður skarpur í hugsun og minnið frá- bært. Hann gat geymt allan sinn fjölþætta rekstur í minninu og verið hvaðeina tiltækt, þegar hann þurfti þess. Einar var sanngjarn maður og réttsýnn, ef hann reyndist óbil- gjarn og ráðríkur þá var það af nauðsyn. Allt hans lífsstarf var orrusta við erfiðar aðstæður, og ef hann ætlaði að sigra i þeirri lífsbaráttu, þá varð hann að láta sín sjónarmið gilda. Ekki bar Einar óvildarhug til nokkurs manns, en sárnaði oft í stundinni við þá, sem honum fannst höggva ómaklega til sín, því að þessi stillti maður fyrir almenningssjónum var mjög örgeðja, gat snöggreiðst og þá varð honum oft fangaráðið að ganga burt, og einnig var hann mjög viðkvæmur í sér fyrir því sem sorglegt var, mátti oft gæta sin að ekki sæjust tár í augum og réði þó oft ekki við það, en almennt varð fólk þess ekki vart hversu örgeðja Einar var, því að hann hafði jafnan góða stjórn á sér; flestir héldu hann stilltan í skapi, og sálarró hans mikla, en það var ekki, Einar bjó alla tíð við mikil átök með sjálfum sér. Hann gat brotnað um stund í einrúmi, en það varði ekki lengi, og þar hjálp- aði honum guðstrú hans, sem var óbilandi, hann sótti mikinn styrk í trú sína. Hann hafði aldrei uppi neinar ræður um trúmál né guðs- nafn á vörunum, en hann var stað- fastlega trúaður í hjarta sínu og var kirkjurækinn maður, ekki þó af því að hann sækti þangað bein- línis til að hlusta á ræður prest- anna, heldur var honum hvíld í því frá erli sínum að eiga kyrrláta stund í guðshúsi. í líkamlegum hættum var Einar mjög óttalaus maður svo sem í sjóferðum og á ferðalögum, sem oft voru svalksöm, og eins í veik- indum. Einari var gefið mikið vinnu- þrek og var afkastamikill við verk, einnig á skrifstofu sinni, en hann var með afbrigðum reiknings- glöggur. Skólaganga hans var alls 12 mánuðir, tvívegis 3 mánuðir hvorn vetur og 6 mánuðir síðasta vetur- inn fyrir ferminguna. Einar var svo efnilegur námsmaður, að kenn- ari hans síðasta veturinn bauð að hjálpa honum til náms við Gagn- fræðaskólann á Akureyri, en svar Einars lýsir honum: „Mig langaði ákaft til að þiggja þetta boð, en ég var næst elztur barnanna og far- inn að létta undir með foreldrum mínum. Mér fannst það skylda mín að vinna þeim og þáði ekki hjálp- ina,“ segir Einar í sögu sinni. Ég hef aldrei kynnst jafnstarf- sömum manni andlega sem líkam- lega og Einari Guðfinnssyni. Hugur hans var sífellt að fást við einhver verkefni. Hann talaði aldr- ei hugsunarlaust, eins og við ger- um flest, að við snökkum um eitt og annað útí bláinn. Líf Einars var þannig samfellt starf andlega sem líkamlega og þannig nýttust honum til fulls hæfileikar sínir allir. Þegar saman kom, að hæfileikarnir voru miklir og starfið sleitulaust, þá er fengin skýringin á því, sem Einar Guð- finnsson afrekaði um dagana. Ég hef valið þann kostinn, þegar ég hér minnist Einars í blaðagrein og veit ógerning að koma þar fyrir æviferli hans að gagni, að rekja þá sögu stuttlega, sem hann kallaði „baráttusögu" sína, en það er tímabilið 1925 til 1940. Þessa sögu tel ég segja mest um Einar. Ekki nefni ég neina samferðamenn til sögunnar og ég vona, að aðrir sem minnast hans reki ætt hans og uppruna, og tini saman helztu staksteinana í þessum mikla ævi- ferli og geti fjölskyldu hans. Ef til vill lýsir það Einari Guðfinnssyni bezt, hversu farsæll hann var í einkalífi sínu, þessi maður, sem manni gat fundizt að hefði engan tíma til að sinna einkalífi. Hjóna- band Einars og Elísabetar þótti til fyrirmyndar í plássi þeirra, börnin lukkuðust vel og höfðu mikla ást á föður sínum og eins var um tengdabörnin, að þeim þótti ekki minna vænt um Einar. Um þetta efni allt vísast til sögu Einars, sem gefin hefur verið út á bók. Sú er forsagan að baráttusög- km1898/ 1985 unni, að Einar var formaður á sexæringi sem hann átti á vetrar- vertíð 1919 í Bolungavík. Einar þótti kappsamur og harðsækinn formaður og aflasæll, og þessa vertíð býðst honum að kaupa fisk og verka fyrir Hæstakaupstaðar- félagið á ísafirði. Einar bjó þá í Tjaldtanga, útræðisplássi á nesinu milli Hestfjarðar og Skötufjarðar og þar skyldi hann annast fisk- kaupin. Einar hafði sautján ára gamall keypt gamla verbúð í Tjaldtangan- um og endurbætt hana með viðum úr gamalli verbúð, sem hann keypti I öðrum útræðisstað og frá þeirri búð höfðu þeir Litlabæjar- menn róið um skeið. Um áramótin 1919-20 fluttist Einar, þá kvæntur maður, út í Hnífsdal til að kaupa þar fisk og verka fyrir sama félag. I Hnífsdal rak Einar einnig út- gerð, átti hlut í tveimur mótor- bátum með formönnum, en þeirri venju hélt hann lengi að eiga báta sína með formönnum þeirra, og einnig átti Einar í Hnífsdal tvo árabáta. Hann keypti þar og hús ágætt og búnaðist í allan máta vel og efnaðist. Árið 1924 fór Einar að hugsa til meiri driftar, en þótti þröngt um sig í Hnífsdal. Þann 1. nóvembeer 1924 gerði hann kaupsamning um eignir þær á Búðarnesinu í Bolungavík, sem Hæstakaupstaðarfélagið átti þar. Þessar eignir voru verbúð með skúr, fiskhús með skúr og lítil verzlunarbúð og fylgdi henni skemma. Með í kaupunum fylgdi uppsátur fyrir tvo báta og leigu- réttur á einum fiskreit. Við þessi kaup hafði Einar treyst á sölu eigna sinna í Hnífsdal og fyrir hús sitt þar ætlaði hann að kaupa annaö í Bolungavík. En hann keypti hvorki eitt né neitt fyrir eignir sínar í Hnífsdal, hann missti þær allar um veturinn í útgerðartap á bátunum, sem hann gerði út þennan vetur, 1925, sem var aflaleysisvetur við Djúp. Á skírdag, 9. apríl 1925, flutti Einar með fjöðlskyldu sína og bú- slóð út í Bolungavík og átti þá engar eignir aðrar en hann kom með á bátnum. Af orðum Bolvík- ings nokkurs síðar má marka að búslóðin hefur ekki verið ríkmann- leg: „Það grunaði mig ekki, Einar, þegar ég sá búslóð þína á Brjótnum á skírdag 1925, að þú ættir eftir að eignast alla Bolungavík." Annar Bolvíkingur tók á móti Einari með þessum orðum: „Þú ert ekki kjarklaus Einar, að ætla að setja þig hér niður, eins og horf- urnar eru nú í þessu plássi." Einar fluttist með konu sína og tvö börn, sem þeim hjónum voru þá fædd, i gamla verbúð, sem hann keypti í skuld. Það var rétt, sem Bolvíkingurinn hafði sagt. Það þurfti kjark til að setja sig niður í Bolungavík vorið 1925. En Einar hafði reiknað dæmið rétt, eins og flest sín dæmi. í Bolungavik var einmitt á þess- um tíma pláss fyrir ungan, fram- takssaman og áræðinn mann og Einar kom, þegar Bolvikingum reið sem mest á slikum manni. Þessari miklu verstöð, þeirri mestu i landinu á árabátatíman- um, þúsund manns þar um alda- mótin, var tekið að hnigna og fólki fækkað um á þriðja hundrað manns, og þar ekki nema á sjöunda hundrað manns, þegar Einar kom þangað. Bolvíkingar gátu ekki vegna hafnleysis, haft aðra báta en þeir gátu sett upp og ofan brattan kambinn i hverjum róðri. Bátar þeirra voru þvi ekki nema 4-7 lestir, en það var furðuleg leikni og tækni, eindæma hérlend- is, sem Bolvikingar höfðu náð í setningi báta sinna. Ef þeir hefðu ekki náð þessari tækni i upphafi vélbátatimans hefði plássið lagzt í eyði. Þeir settu undir lokin, áður en þeir fengu höfn til skjóls bátum sínum, 9 lesta báta með þung- byggðum vélum, upp og ofan í hyerjum róðri, einn maður með skorðu undir hvorri síðu, og list þeirra lá i að halda bátnum i jafn- vægi, þessum stóru bátum mátti ekkert veita, þá réðst ekki við þá. Formaðurinn lagði fyrir hlunna, en annar hluti skipshafnar hifði á gangspili. Einar sagði, að það hefði ýtt undir sig að flytja til Bolungavík- ur, að hann vissi þar úrvalssjó- menn og úrvals fiskverkunarfólk. Vegna þess, að ekki var hægt að hafa nema litla báta í Bolunga- vík höfðu margir öflugir menn flutt úr plássinu snemma á vél- bátatímanum og þangað, sem hægt var að hafa stærri báta, einkum til ísafjarðar, þar sem útilegubáta- tíminn hófst á öðrum áratug aldar- innar. Pétur Oddsson var tekinn að gamlast, þegar Einar kom, og hafði aldrei borið sitt barr í rekstri eftir verðfallið 1920 og svo skall á hann þetta fádæma aflaieysi 1925. Auk þessa hafði Pétur þolað miklar raunir í einkalífi og var af því einnig tekinn að láta sig. En þótt bátar Bolvíkinga væru litlir voru þeir margir og þar barst mikill fiskur á land, ef vel áraði um afla, og Einar hugði gott til fiskkaupa og fiskverkunar í pláss- inu. Fiskkaup og fiskverkun var eina driftin á þessum tíma, sem gat komið mönnum í efni. En þau voru áhættusöm. Menn gátu lítið sem ekki fylgzt með þróun og

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.