Morgunblaðið - 09.11.1985, Side 3

Morgunblaðið - 09.11.1985, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER1985 B 3 “ Foreldrar hennar voru Ingibjörg Guðmundsdóttir og Jóhann Þor- valdsson. Þau hjón voru bæði af skagfirskum ættum; hún dóttir Guðmundar bónda Finnssonar í Finnstungu Hermannssonar, en hann sonur Þorvalds bónda á Frostastöðum. I móðurætt var Ingibjörg af Skeggstaðaætt í Húnaþingi. Faðir Einars var Guð- finnur Einarsson, sem var sonur Einars Hálfdánarsonar, Einars- sonar prófasts á Eyri í Skutuls- firði, en Einar faðir Guðfinns bjó í Hvítanesi í þrjá áratugi. Ættir sr. Hálfdánar og konu hans, Álfheiðar, eru kunnar við Djúp og víðar, en kona Einars var Kristín Ólafsdóttir, prests, Thor- bergs Hjaltasonar, prests, Þor- steinssonar, prests á Eyri við Skutulsfjörð. Einar og Kristín hófu búskap hjá sr. Hálfdáni á Eyri og síðan bjuggu þau nokkur ár í Fremri-Hnífsdal, en fluttu búferlum að Hvítanesi um 1870, og þar bjó Einar áfram til ársins 1901 er hann brá búi, en dvaldi áfram á Hvítanesi og var dóttir hans fyrir framan hjá honum þar til hann andaðist á árinu 1913. Fjórir bræðra Guðfinns bjuggu um langt árabil við Djúp, þar af þrír við Skötufjörð og einn við Hestfjörð. Mikill ættbogi er kom- inn af þessu fólki, bæði hér við Djúp og raunar um allt land. Eins og títt var á barnmörgum heimilum áttu börn ekki kost á langri skólagöngu. Einar Guð- finnsson var einn þessara barna, enda var ómegð foreldra hans mikil, því þau áttu 15 börn og komust 9 til fullorðinsára, en nú eru á lífi þrjár systur hans. Það var því ekki um aðra mennt- un að ræða en hina venjulegu farskólamenntun, en skóli Einars Guðfinnssonar hefur verið með öðrum hætti; hann hefur verið skóli lífsins og þar fór maður sem kunni að nema á hverjum tima það sem honum var gagnlegast. Einar byrjaði sjóróðra barn að aldri og síðar gerðist hann formaður. Hann flutti frá Litlabæ að Tjaldtanga, sem er á nesinu milli Hestfjarðar og Seyðisfjarðar og heitir einu nafni Folafótur. Þar var mikið útræði á þessum árum og nokkuð fram á fjórða tug þessarar aldar að byggð þarna féll niður með öllu. Fyrsta húsið sem Einar Guð- finnsson kaupir var í Tjaldtanga, en þá var hann 17 ára gamall, árið 1915. Það var gamalt timburhús, einlyft með portbyggðu risi. Hann kaupir fyrsta bátinn, á móti öðr- um, árið 1918. Eftir þetta er ten- ingnum kastað og athafnaþrá hans heldur áfram. Hann flytur úr Tjaldtanga til Hnífsdals og er þar í fá ár. Þar annast hann fiskverkun og útgerð. Frá Hnífsdal flytur hann til Bolungarvíkur og kaupir þar eign- ir og hefur fiskverkun og útgerð þar. Hann stofnaði sitt eigið út- gerðar-, fiskverkunar- og verslun- arfyrirtæki í Bolungarvík árið 1924. Á síðastliðnu ári minntist þetta fyrirtæki 60 ára afmælis síns. Þá var saga fyrirtækisins og uppbygging rifjuð upp, sem er í rauninni saga Einars Guðfinns- sonar, samtvinnuð sögu Bolungar- víkurkaupstaðar. Bolungarvík liggur að heita má fyrir opnu hafi og var brimasamt þar og illt til lendingar þar til hafnarmannvirki komu til sögunn- ar. En vegna-þess að Bolungarvík hefur legið vel við fengsælustu og bestu fiskimiðum hefur þar verið mikil verstöð í aldaraðir. Landeig- endur og auðmenn fyrri tíma sáu fljótt og fundu að það var hægt að leggja skatt á þá sem ynnu þessi verk og var fljótlega fundinn upp hinn svokallaði skreiðartollur eftir að skreiðin varð útflutning- svara. Höfðingjar deildu oft um þessar góðu verstöðvar og eignað- ist margur höfðinginn þar aðstöðu með vafasömum hætti. Sagt er að Björn Jórsalafari hafi kosið sér legstað í forkirkjunni í Vatnsfirði og gefið til kirkjunnar hálfan allan skreiðartoll í Bolungarvík og þriðj- ung í Drangareka öllum og sjött- ung í öllum reka í Rekavík á bak _ Látur. Þrátt fyrir þetta var Björn ekki grafinn í Vatnsfjarðarkirkju, heldur i Skálholti, enda andaðist hann suður í Hvalfirði. Það má segja að skreiðartollur- inn sé forveri hins svonefnda auðlindaskatts sem sumum mönn- um gerist tíðrætt um. Með breytt- um skipum og veiðitækjum og stóraukinni hafnargerð hefur Bol- ungarvík breyst úr verstöð í blóm- legan kaupstað. Áður en hafnargerð kom til sögunnar voru ruddar varir í stór- grýtta fjöruna fyrir skip og þar voru bátar settir á hverjum degi þegar þannig var í sjóinn. Það var mikill þrældómur að stunda sjó- róðra við þau skilyrði. Byggðin í Bolungarvík, áður en vélbátar komu til sögunnar, ein- kenndist fyrst og fremst af ver- búðum. Þangað kom fjöldi manna; bændur innan úr ísafjarðardjúpi áttu þar verbúðir og þaðan var róið á vetrar- og vorvertíðir. Þessi út- gerðarháttur mun hafa haldist allt framundir 1920. Eins og flestum íslenskum sjáv- arþorpum voru hús óskipulega sett niður, götur voru lélegar og litlu fé til þeirra kostað og má segja að frumbýlingsbragur hafi verið við mótun slíks kauptúns. En með fastri búsetu í Bolungarvík skipti hér snögglega um. Um og eftir síðustu styrjöld hefst stórfelld umbreyting í Bolungarvík og segja má að kaupstaðurinn sé nýrri en flestir aðrir hér á landi. Þar er betur byggt og betur búið en víða annars staðar. Mest var þó þróunin í skipunum með tilkomu hafnar- innar, en á árabili mátti litlu muna að Bolungarvík fengi staðist sam- keppnina við næsta stað sem var Isafjörður, eins og á milli annars og þriðja áratugar þessarar aldar. Isafjörður hafði það fram yfir að þar var góð höfn og rótgróinn verslunarstaður og stóð með fremstu byggðarlögum í menning- arlegu tilliti. Þangað sóttu ungir og framsæknir menn úr Bolungar- vík og annars staðar en þar kom einnig afturkippur sem varð til þess að margur fór þá burtu af þeim stað og lá leiðin jafnan suður. En fyrir framsækni og áræðni einstaklinga i Bolungarvík tókst jafnan að halda velli. Á undan Einari Guðfinnssyni var mikill framfara- og dugnaðarmaður að mestu ráðandi í Bolungarvík, en það var Pétur Oddsson, ættaður frá Hafrafelli í Skutulsfirði. Hann var einn af fremstu útgerðarmönn- um sinnar tíðar. í lífi hans skiptust á skin og skúrir. Hann byggði stórt og glæsilegt íbúðarhús í Bolungar- vík, en ‘ hann varð, eins og svo margur annar, fyrir miklum áföll- um í útgerð og þó sérstaklega í markaðsmálum. Efnahagur hans hrundi samhliða því að heimilis- sorgir steðjuðu að og sennilega hafa fáir menn þurft að mæta jafnmiklu andstreymi í lífinu og þessi glæsilegi maður varð að þola. Litlu eftir að Einar Guðfinnsson flytur til Bolungarvíkur og eftir lát Péturs Oddssonar, kaupir Ein- ar eignir fyrirtækisins og flytur síðan í það hús sem Pétur Oddsson byggði 1924. Frá þessu öllu er mjög vel skýrt í sögu Einars Guðfinns- sonar, sem Ásgeir Jakobsson, rit- höfundur, skráði. í byrjun fjórða áratugar þessar- ar aldar gekk heimskreppan mikla yfir. Þá fór margur útgerðarmað- urinn og atvinnurekandinn á höf- uðið. Þá voru engir sjóðir né heldur talið sjálfsagt að ríkisvaldið kæmi einstaklingnum til bjargar. En þrátt fyrir að erfiðleikar voru i sölu sjávarafla og verðfall varð, þá sá Einar Guðfinnsson það að ekki dugði að leggja árar í bát. Hann byggði á þessum kreppu- arum báta til að fylla i skörðin og auka við flota sinn, þó enginn horfði þá björtum aufjum til fram- tíðarinnar. Hann var hinn bjart- sýni maður sem sá og skildi að þótt syrti í álinn þá lifði þessi þjóð áfram á því að draga björg úr sjó, verka hana og selja úr landi. Á mestu harmkvælaárum kreppunnar byggir hann fjóra til fimm báta. Þeim sem nú tala mest um að draga úr öllum framkvæmd- um væri hollt að lesa frásögn af þessum tíma í ævisögu þessa látna athafnamanns. Ein þjóð lifir ekki á því að leggja árar í bát þótt móti blási. Hún verður að halda áfram og Einar Guðfinnsson spurði eng- an hvort hann fengi lán til að halda áfram og byggja upp þann stað þar sem hann átti heima og var samofinn lífi hans. Þetta tókst allt saman miklu giftusamlegar en margur vildi halda fram á þeim tíma. Einar Guðfinnsson lifði það að sjá tímana tvenna eða jafnvel þrenna eða ferna. Hann sá ein- hverjar mestu umbætur sem orðið hafa hjá þessari þjóð og lifði það að sjá öllu þessu fleygja fram. Hann byggði fyrirtæki sitt upp af fyrirhyggju og myndarskap og naut til þess dugnaðar og áræðni sona sinna, en hann hafði annað sem margur ætti að læra. Hann kunni að meta samstarfsmenn sína og samverkamenn. Hann hafði lengi þann háttinn á við út- gerð að eiga bát ásamt formanni sínum. Hann batt þar saman tryggð, vináttu og dugnað og það er eftirtektarvert þegar lesin er ævisaga hans, hvað hann ber samferðamönnum sínum vel sög- una og hvað hann kunni að meta þá sem með honum störfuðu, þá sem unnu á sjónum og lögðu líf sitt í hættu. Allt þetta ber að meta nú að leiðarlokum. Ég kynntist Einari Guðfinns- syni ungur að árum og þá fyrst þegar ég stóð í því að vigta fisk í Bolungarvíkinni úr litlu bátunum sem þá sóttu björg í greipar Ægis og í skip sem sigldu með aflann til Bretlands í byrjun síðasta stríðs. Ég man sem það væri í dag eftir mörgum formanninum og sjó- manninum sem komu að síðunni á fisktökuskipunum til að leggja aflann á land. Sumir þessara manna eru horfnir. Nokkrir þeirra hafa hlotið hina votu gröf, en margir þeirra létust að loknu löngu lífsstarfi. Þó nokkuð margir þeirra lifa enn og þeir standa mér alltaf fyrir hugskotssjónum. Einar Guðfinnsson var einn af karlmönnum þessarar aldar. Hann var maður sem vissi hvað hann vildi og hann hugsaði ekki ein- göngu um sjálfan sig, heldur ekki síður um það byggðarlag sem hann starfaði í og starfaði fyrir. Bolung- arvík var honum hjartfólgnari en allt annað að undantekinni fjöl- skyldu hans. Þar vildi hann lifa, starfa og deyja. Þetta auðnaðist honum allt. Þrátt fyrir miklar annir við atvinnureksturinn lét Einar Guð- finnsson félagsmál allmikið til sin taka. Hann átti sæti í hreppsnefnd Hólahrepps frá árinu 1927 til 1958. I sýslunefnd Norður-ísafjarðar- sýslu sat hann frá 1937 til 1974. Hann sat á Alþingi nokkra mánuði á árinu 1964 sem varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarða- kjördæmi. Hann var formaður Fiskideild- anna á Vestfjörðum um langt ára- bil og fulltrúi á Fiskiþingi í 35 ár. Hann átti sæti í stjórn Fiskifé- lags íslands í mörg ár. Hann var einnig í stjórn Vinnuveitendasam- bands Vestfjarða um langt árabil og fulltrúi á fjórðungsþingum Fjórðungssambands Vestfirðinga frá stofnun þess 1949 til 1970. Einar var í mörg ár formaður sóknarnefndar Hólssóknar og unni mjög kirkju sinni, enda kirkjuræk- inn maður. Þá var hann í skóla- nefnd Bolungarvíkur. Utan Bolungarvíkur átti Einar sæti í stjórn Olíufélagsins Skelj- ungs frá stofnun þess 1976 um nokkur ár og í stjórn Hafskips hf. til ársins 1979. Einar var gerður heiðursborgari Bolungarvíkurkaupstaðar fyrir nokkrum árum og sá eini sem hlotið hefur þann heiður. Hann var sæmdur stórkrossi íslensku fálka- orðunnar fyrir nokkrum árum. Einar kvæntist Elísabetu Hjaltadóttur 21. nóvember 1919. Hún var dóttir Hjalta Jónssonar í Bolungarvík og Hildar Elías- dóttur. Elísabet lést 5. nóvember 1981. Einar Guðfinnsson var lánsmað- ur um ævina, en stærsta lán hans hefur vafalaust verið að eignast Elísabetu að lífsförunaut. Hún var mikil dugnaðar- og mannkosta- kona og stóð við hlið manns síns á annasömum lífsferli. Hún stóð fyrir mannmörgu heimili, einu því mannflesta sem þekktist á Vest- fjörðum og þótt víðar væri leitað. Þar var rausn og skörungsskap að finna. Hún átti þá mannkosti að vera góð kona og vera tilbúin til að leggja öllum góðum málum lið og leggja gott til allra manna. Þeim hjónum varð 9 barna auð- ið. Elsta barnið misstu þau korn- ungt, en hin komust öll til mann- dóms og þroska og eru öll á lífi í þessari aldursröð: Guðfinnur, for- stjóri, kvæntur Maríu Haralds- dóttur frá Sauðárkróki, Halldóra, gift Haraldi Ásgeirssyni, fyrrv. forstjóra og verkfræðingi, Hjalti, forstjóri, kvæntur Halldóru Jóns- dóttur frá Bolungarvík, Hildur, gift Benedikt Bjarnasyni, kaup- manni og útgerðarmanni, Jónatan, forstjóri, kvæntur Höllu P. Krist- jánsdóttur frá ísafirði, Guðmund- ur Páll, yfirverkstjóri, kvæntur Kristínu Marselíusdóttur frá ísafirði, Jón Friðgeir, bygginga- meistari, kvæntur Margréti Kristjánsdóttur frá Reykjavík, hann var áður kvæntur Ásgerði Hauksdóttur, sem lést fyrir nokkr- um og árum, og yngstur er Pétur Guðni, bifreiðastjóri, kvæntur Helgu Aspelund frá Isafirði. Öll börnin búa í Bolungarvík að tveimur undanskildum, Halldóru ogHjalta. Einar Guðfinnsson fór ekki allt- af troðnar slóðir. Hann gat oft verið stuttur í spuna og var ekkl orðmargur um hlutina. Sumum fannst hann vera fráhrindandi fyrir þetta, en þegar maður kynnt- ist honum betur þá fann maður að innra bjó viðkvæmur maður, drengur góður sem alltaf mátti treysta. Ég tel mér það til láns að hafa kynnst manni eins og Einari Guðfinnssyni og Elísabetu Hjaltadóttur, konu hans. Þetta voru mikil sæmdarhjón sem var heiður að hafa kynnst og ánægja að hafa átt vináttu þeirra í fjölda- mörg ár. Löngum starfsdegi er lokið. Gömlum og slitnum manni er hvíldin kærkomin, en eftir stendur minningin um merkan athafna- mann, ótal minnismerki um störf hans. I hjörtum allra þeirra sem kynntust honum best eru bjartar minningar um góðan dreng og mikinn mann. Ég og kona mín sendum samúð- arkveðjur til barna og annarra skyldmenna Einars Guðfinnsson- ar og bið öllum þeim blessunar um alla f ramtíð. Hvíli vinur 1 friði og friður Guðs blessi hann. Matthías Bjarnason Einar Guðfinnsson í Bolungar- vík er látinn. Með honum er geng- inn einn þeirra manna sem hafa markað samtíð sína og sögu. Hann var einn af forystumönnunum, sem mótuðu og þróuðu undirstöðu- atvinnuveg þjóðarinnar frá ára- bátum til skuttogara. Hann var forystumaður í sinni heimabyggð, hann var aflið og meginstoðin í þeirri byltingu sem breytti fátæku sjávarþorpi í velmegandi bæjarfé- lag. Hann var talandi tákn þess, sem einkaframtakið fær áorkað, þegar menn skilja vitjunartíma sinn og hlutverk. Það fer ekki hjá því að slíkur maður var mikillar gerðar. Það þarf mikla hæfileika og sterka skapgerð til að skila slíku dags- verki. Þetta mátti öllum vera Ijóst, sem áttu því láni að fagna að kynnast Einar Guðfinnssyni. Er þá margs að minnast. Það stendur mér fyrir hugskots- sjónum sem það hefði skeð í gær. Það var í bíti á sólbjörtum júní- degi, blæjalogn og spegilsléttur sjor á Víkinni. Ég hafði drifið mig á fætur fyrir allar aldir og reikaði einsamall um götur Bolungarvík- ur. Engan var að sjá á gangi, ekkert mannlíf á götunni. Ég hafði notið dýrðar þessarar morgun- stundar um hríð, þá birtist mér maður á götunni. Þegar dró saman með okkur sá ég að þar var kominn sjálfur Einar Guðfinnsson. Gakktu með mér, sagði Einar. Ég er á venjulegri morgungöngu í húsin áður en vinnan hefst. Við héldum sem leið lá í frystihúsið, fiskimjölsverksmiðjuna og önnur fiskverkunarhús hvert af öðru. Það var lærdómsríkt að fylgjast með tilburðum Einars á þessari venju- bundinni eftirlitsferð, sjá augna- tillitið og handatilburði. Þá var mér ljós leyndardómurinn að hagsæld athafrtamannsins. En farsæld Einars Guðfinnsson- ar var ekki einungis að þakka góðri umhirðu og rekstrarstjórn, þar kom fleira til. Hann taldi sig ábyrgan fyrir atvinnuástandi stað- arins. Hver vinnandi hönd þurfti að hafa eitthvað fyrir stafni. Og fyrirtækið færði út kvíarnar og fleira fólk þurfti til. Þá undu heimamenn glaðir við sitt og að- komufólk leitaði til staðarins. Þannig óx byggðarlaginu ásmeg- in, hin nýja Bolungarvík varð til. Verkin sýna merkin. Þannig voru athafnir Einars Guðfinnssonar. En sjálfur sagði hann: Þetta eru verk sjómannanna og verkafólks- ins. Slík tilsvör voru honum töm. Það út af fyrir sig varpar ljósi á hvers eðlis forystuhæfileikar hans voru. Hann var héraðshöfðingi af gamla skólanum. Hann var gædd- ur hæfileika til að leiða fólk til samstarfs um það sem til heilla horfir. Hann var gæddur þeim hæfileika sem mest prýða forystu- mann. Margs þarf búið við. Það var að mörgu að hyggja við uppbyggingu Bolungarvíkur. Ekki var nóg að byggja upp atvinnulífið, huga varð jafnframt að sveitarstjórnarmál- um staðarins. Raunar hvort öðru háð svo ekki var sundur skilið. Þetta var Einari Guðfinnssyni allra manna bezt ljóst. Hann lét því einnig til sín taka sveitar- stjórnarmálin, var í hreppsnefnd um áratuga skeið og um hríð oddviti, þegar honum þótti mikið þurf a við. Þó að Einar Guðfinnsson léti sér ekkert óviðkomandi, sem varðaði hag sveitarlagsins stóðu hafnar- málin huga hans næst. Elzta ver- stöð landsins hafði alltaf búið við hafnleysi allt frá dögum Þuríðar sundafyllis fram til daga þeirra er nú lifa. En þá var svo komið vegna tækniþróunar í skipakosti og fiskveiðum, að um tvennt var aðeins að velja, leggja hina fornu verstöð af eða koma upp fullnægj- andi hafnaraðstöðu. I huga Einars Guðfinnssonar var engin uppgjöf og því setti hann hafnarmálin á oddinn. Höfnin var lífæð Bolung- arvíkur. Höfnin varð að koma, svo að hin gjöfula verstöð nýttist þjóð- arbúinu. En þó að Bolungarvík væri vett- vangur Einars Guðfinnssonar náðu áhugamál langt út fyrir heimabyggðina. Hann var áhuga- maður um þjóðmál og skipaði sér undir merki Sjálfstæðisflokksins. Hann var á framboðslista flokks- ins í Vestfjarðakjördæmi og tók sæti sem varamaður á Alþingi. Þó að hann væri góður sjálf- stæðismaður, þurfti hann ekki ávallt að leggja blessun sína yfir allt úr þeirri átt. Skoðanir hans voru sjálfstæðar og hann gat verið ómyrkur í máli um það sem honum þótti miður fara. Var það ekki sízt, þegar undirstöðuatvinnuvegurinn átti hlut að máli. Stöðu og rekstur sjávarútvegsins varð umfram allt að tryggja, ekki með bónbjörgum frá hinu opinbera, heldur með stjórnvaldsráðstöfunum sem veittu útgerð og fiskvinnslu skil- yrði og olnbogarými til að bjarga sér sjálf. Það fór hvarvetna mikið orð af Einari Guðfinnssyni þar sem hann kom við sögu. En hann var bundinn órjúfanlegum böndum við Bolung- arvík. Væri Bölungarvík nefnd skaut fram í hugann nafni Einars Guðfinnssonar. Þegar ég á Alþingi mælti fyrir nefndaráliti um að Bolungarvík yrði veitt kaupstaðar- réttindi, nefndi ég m.a. tvær ástæður því til stuðnings. Önnur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.