Morgunblaðið - 09.11.1985, Side 6

Morgunblaðið - 09.11.1985, Side 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 9. NÓVEMBER1985 var sú að í Bolungarvík hefði Völu- spá verið ort. Hin ástæðan var sú að Einar Guðfinnsson ætti heimil- isfesti í Bolungarvík. Ef til vill er ekki fullsannað um höfund Völu- spár, þótt byggt sé á skoðun hins mesta fræðimanns í því efni. Hins vegar orkar ekki tvímælis að Bol- ungarvík væri ekki með kaupstað- arréttindi í dag, ef Einars Guð- finnssonar hefði ekki notið við. Engum er þetta ljósara en Bolvík- ingum sjálfum. Þeir gerðu hann að heiðursborgara kaupstaðarins. Það er ekki nóg með að Einar Guðfinnsson hafi átt því láni að fagna að sjá árangur verka sinna í ríkari mæli en flestum er gefið, hann var mikill hamingjumaður í einkalifi. Hann stóð ekki óstuddur. Hann átti mikla ágætiskonu fyrir lifsförunaut, Elísabetu Hjalta- dóttur, eiginkonuna sem stóð hon- um við hlið i bliðu og striðu. Og þeim hjónum varð átta barna auðið, sem öll eru á lifi og allt mikið merkisfólk. Af þeim hjónum er svo mikill ættbogi yngri kyn- slóða. Með Einari Guðfinnssyni er genginn athafnamaður þeirrar gerðar sem nú er að hverfa af sjón- arsviðinu. Hann var einn þeirra manna sem unnu sig frá fátækt til bjargálna við aðstæður og þjóð- lifshætti sem nú eru liðnir undir lok og aldrei koma til baka. Hann var einn þeirra manna sem i senn héldu i heiðri hinar fornu dyggðir og voru mestu framúrstefnumenn i atvinnuháttum sem land okkar hefir alið. Með honum er nú horf- inn einn hinna síðustu og mikil- hæfustu þeirra dæmigerðu at- hafnamanna, sem breyttu frum- stæðu atvinnulifi til þeirra nú- tímahátta, sem er grundvöllur þeirrar velferðar, sem þjóðin býr nú við. Þorvaldur Garðar Kristjánason Kveðja frá titvegsmanna- félagi Vestfjarða Einar Kr. Guðfinnsson, útgerð- armaður i Bolungarvik, lést 22. október. Hann fæddist að Litlabæ i Ögurhreppi 17. mai 1898. Foreldr- ar hans voru Guðfinnur Einarsson útvegsbóndi frá Hvitanesi og Halldóra Jóhannsdóttir, ættuð úr Skagafirði. Þar með er lokið lífsstarfi mikils athafnamanns sem ungur að árum hóf afskipti af útgerð, fiskvinnslu og verslun. Æviferill Einars er öllum kunnur er lesið hafa ævisögu hans er kom út 1978 og skráð var af Bolvíkingnum Ásgeiri Jakobs- syni. Hér verður aðeins getið nokk- urra atburða og kveðjur fluttar frá samstarfsmönnum i Otvegs- mannafélagi Vestfjarða. Margir þeirra manna sem hafa verið i fararbroddi i atvinnusögu landsins og fæddir voru fyrir og um síðustu aldamót hafa orðið að láta sér nægja þann lærdóm sem hin dag- legu störf lögðu þeim i hendur og úrlausn viðfangsefnanna kröfðust. í ævisögu sinni segir Einar frá þvi að hann hafi verið i skóla tvo vetur og var þá aðeins kennt 3 mánuði á vetri. „Kennari minn þennan vetur hét Þorsteinn. Hann var mér góður og bauðst til að hjálpa mér til náms, jafnvel kosta mig alveg til náms í gagnfræða- skóla á Akureyri. Mig langaði ákaft til að þiggja þetta boð, en ég var næstelstur barnanna og farinn að létta undir með foreldrum mínum. Mér fannst það skylda min að vinna þeim og þáði ekki hjálp- ina.“ Það var alsiða á þeim árum að bændur við Djúp stunduðu sjó- sókn með búskapnum, ýmist frá heimaslóöum eða f verstöðvum við Djúp, Hnífsdal og Bolungarvík. Árið 1911, þá 13 ára, fór Einar með föður sfnum til róðra í Bolung- arvik i fyrsta sinn. í ævisögu sinni segir Einar: „Ekki er mér nú neitt sérstakt minnisstætt frá komu minni í þetta rómaða útróðrar- pláss og því fór vissulega fjarri að mér biði hinn minnsta grun í, að þar ætti ég eftir að heyja harða baráttu í 50 ár og þó nokkuð betur og eiga þennan kamb og þessar búðir sem þar stóðu." Athafnasaga Einars hófst er foreldrar hans fluttust frá Litlabæ að Tjaldtanga á Folafæti. 17 ára hófst hann handa um að koma sér upp aðstöðu til fiskverkunar og sjóróðra i Tjaldtanganum. Hann festi kaup á tveggja manna fari. Var það minnsti báturinn sem róið var út á úr Tjaldtanganum, keypti hús er þar voru til fiskverkunar og verbúð út i Seljadal og flutti hana í Tjaldtanga. Einar var formaður á þessu tveggja manna fari og farnaðist vel. Ekki var nú verðið hátt á afurðunum, 7 aurar fyrir þorskinn og 5 aurar fyrir ýsuna, hvort tveggja miðað við fullsaltað- an fisk. Þá var inndjúpið fullt af fiski oft á tíðum og þvi stutt á miðin. Árið 1918, frostaveturinn mikla, segir i sögu Einars: „Það var þó þennan vetur sem ég keypti mina happafleytu, Svarta-Tóta af Þórði Kristjánssyni á Uppsölum. Þetta var gamali sexæringur sem legið hafði á hvolfi lengi og ekki talinn nothæfur. Ég keypti bátinn fyrir eitt hundrað og fimmtíu krónur án farviða. Jón Bjarnason bátasmiður á Langeyri gerði bátinn upp fyrir mig og ég reri honum úr Tjald- tanganum um vorið. Jón var mikill völundur í smiði báta.“ Bátnum reri Einar frá Tjald- tanga þar til haustið 1918 að hann ákvað að fara til Bolungarvikur og róa honum þar á vetrarvertið- inni 1919. Einar telur að þessi út- gerð sín í Bolungarvik á vetrarver- tiðinni 1919 hafi verið sú síðasta á opnum bát i þeirri verstöð. Þessi vetrarvertið Einars i Bolungarvík varð honum til mikillar gæfu. Til hans réðist fanggæsla Elísabet Hjaltadóttir, ættuð úr Bolungar- vík og gengu þau í hjónaband 21. nóvember 1919 og stóð þeirra sambúð til 5. nóvember 1981 er Elísabet lést. Þau eignuðust 8 börn er komust til fullorðinsára. Hinn ungi athafnamaður hafði fullan hug á þvi aö takast á við stærri verkefni og þar kom að um áramótin 1919-20 fluttu þau hjónin til Hnífsdals. í Hnifsdal var á þeim tima blómlegt athafnalíf. Þar stóðu að útgerð og fiskverkun Hálfdán f Búð, Heimabæjarmenn- irnir Páll og Halldór Pálssynir og Hjörtur Guðmundsson. Bræðurnir Valdemar, Sigurður og Jónas Þor- varðarson, er ráku bæði útgerð og verslun, þá Guðmundur Sveinsson kaupmaður og útgerðarmaður. Þegar Einar fluttist til Hnífs- dals festi hann kaup á ibúðarhúsi, sem selt var á uppboði og fór á kr. 7.000 sem þótti mikið verð þá. ólafur Andrésson skipasmiður hafði smiðaverkstæði þarna rétt hjá húsi Einars og hafði á verk- stæðinu litla rafstöð og lét hann Einar hafa rafmagn f húsið til ljósa. Lampastæðið kostaði kr. 1,50. Var þetta löngu áður en raf- magn kom almennt i hús i Hnifs- dal. Einar hafði samráð um það við Hæstakaupstaðarmenn á Isafirði að þeir aðstoðuðu hann við húsa- kaupin og gerði jafnframt samn- ing um að hann tæki á móti fiski fyrir Hæstakaupstað og verkaði hann í salt. Um aðra fiskverkun var ekki að ræða á þeim tíma. Fékk hann tiu krónur á tonnið af þeim fiski sem hann tók á móti. Fiskurinn var siðan fullverkað- ur á ísafirði. I Hnifsdal sinnti Einar ýmsum störfum fyrir utan fiskverkun fyrir Hæstakaupstað. Hann tók að sér rekstur ishússins þar sem útgerðarmenn geymdu sfldina og smokkinn sem notað var til beitu. Til þess að halda uppi fro8ti í húsinu varð að safna birgð- um af is, sem tekinn var af Hnifs- dalsánni á veturna, og geymdur var í sérstakri fsgeymslu. Hann var síðan mulinn i smátt með stór- um tréhnalli og látinn í hólfin milli geymsluklefanna blandaður salti. Á þessum árum kynntist ég Einari fyrst, þvf þegar hann flutt- ist til Bolungarvfkur tók faðir minn við störfum hans við íshúsið um tíma, og hjálpaði ég honum við störfin. Einar hóf fljótlega útgerð f Hnifsdal og gerði út um tima tvær skektur og tvo vélbáta. Það hafði komið til orða milli hans og Guðmundar Sveinssonar, sem var aðalkaupmaðurinn i Hnífsdal, að Guðmundur hætti sfnum rekstri þar sem hann væri orðinn aldrað- ur. Þessi áform Guðmundar runnu út f sandinn og varð ekkert af kaupunum. Einar sá nú fram á það að hann fengi ekki það olnboga- rými sem hann taldi sig þurfa i Hnífsdal. Þar var þegar allt at- hafnasvæðið fullsetið. Hæstikaup- staður hf. átti eignir í Bolungarvík er áður voru eignir Tangsverslunar á ísafirði. Þessar eignir voru til sölu. Eftir að Einar sá enga mögu- leika til útgerðarreksturs í Hnifs- dal leitaði hann til Bolungarvíkur og ákvað að reyna að komast yfir eignir Hæstakaupstaðar hf., þótt honum væri ekki ljúft að yfirgefa Hnífsdal, þvf þar hafði hann eign- ast marga góða vini. Það verður þvf úr að Einar fer að athuga möguleika á kaupum á eignum Hæstakaupstaðar hf. f Bolungarvik og enduðu þau mál þannig að kaupsamningur var dagsettur 1. nóvember 1924, fyrir 61 ári. Þeirra timamóta var veg- lega minnst af Einari og sonum hans á síðastliðnu ári, með þátt- töku allra Bolvíkinga og fleiri. Einar hafði hægt um sig f fyrstu f Bolungarvík, aðeins fiskkaup af einum bát um veturinn 1925. Eign- irnir, verbúð, fiskhús og lítið versl- unarhús uppsátur fyrir tvo báta og fleira keypti Einar á átján þús- und krónur. „Og allt keypt i skuld,“ segir hann i sögu sinni. Einari tókst með aðstoð góðra manna að standa við allar skuld- bindingar i sambandi við þessi kaup. „Ég hef ekki verið f svo miklum kröggum að ég hafi látið pina út úr mér loforð gegn betri vitund um möguleika á efndum. Það hefði mér ekki þótt góð byrjun á athafnaferli minum að efna ekki samninginn." Siðasta árið sem Einar var i Hnífsdal gerði hann út tvo vélbáta, Styrkár og Elliða, 6 tonna báta sem hann átti að hálfu á móti formönnum bátanna. „Þannig tók ég þennan hátt upp strax á út- gerðarferli mínum og hélt honum meðan tök voru á þvi að láta for- mennina eiga bátana með mér.“ Það var mikið gæfta- og aflaleysi þetta ár. „Þegar aflinn brást mér um veturinn var ég orðinn stór- skuldugur. Húsið mitt, sem ég hafði næstum verið búinn að borga upp, missti ég upp i þessa skuld, en andvirði hússins, þegar ég flutt- ist til Bolungarvfkur, ætlaði ég einmitt að nota til að greiða með húsið sem ég keypti þar. Svona fór um sjóferð þá. Fyrsta vélbátaút- gerð mín rúði mig inn að skyrtunni strax fyrstu vertiðina. Ég fór þvf slyppur og snauður frá Hnifsdal." Eftir að Einar fluttist til Bol- ungarvikur hafði hann skapað sér skilyrði til þess að fá athafna- þránni fullnægt. Vandamálin voru margvísleg sem við blöstu en þeirra stærst var að koma upp viðunandi hafnarskilyrðum með stækkun brimbrjótsins. Þær fram- kvæmdir hvíldu mikið á herðum Einars, enda var hann formaður hafnarnefndar i 30 ár, þar til Jón- atan sonur hans tók við forystunni oggegndi því starfi. Fyrstu framkvæmdir við brim- brjótinn hófust 1911 og eftir þrot- lausa baráttu alla tið síðan hefir hann nú um hrið staðiö af sér hafrótið sem oftlega gengur á hann i vetrarveðrum. Einar segir frá þvi i ævisögu sinni að sumarið 1946 var talsvert unnið við brjót- inn en verkið dróst á langinn. Síðast i ágúst gerði stórbrim og sópaðist allt i burtu sem unnið hafði verið um sumarið. Það hittist svo á að ég fór með Sigurð Bjarnason er þá var al- þingismaður Norður-Isafjarðar- sýslu til Bolungarvikur til þess að skoða verksummerkin, eftir að veðrið gekk niður. AÖkoman var ömurleg, öll sumarvinnan eyðilögð og steypa og grjót lá á botninum innan við brjótinn. Það er ævintýri likast hvernig Einari Guðfinnssyni tókst að byggja upp fyrirtæki einn í Bol- ungarvík, eftir Hnífsdalsveruna, snauður af fjármunum. Þetta tókst honum með aðstoð góðra manna er fjármál höfðu með höndum og með vináttu verkamanna og sjó- manna á staðnum. Áþreifanlegt dæmi um athafnamanninn sem trúði á einstaklingsframtakið. Um allt þetta má lesa i ævisögu hans. Hann var eipstaklega heppinn með sameignarmenn að fyrstu bátun- um og starfsmenn alla. Fyrirtækið Einar Guðfinnsson hf. ásamt dótt- urfyrirtækjum er stórt i sniðum og hefur um árabil verið einn stærsti útflytjandi sjávarafurða á íslandi. Sveitadrengurinn frá Litlabæ i Skötufirði ávaxtaði vel sitt pund og hafði kjark til þess að láta að sér kveða á atvinnusvið- inu aðeins 17 ára að aldri. Hann ólst upp í stórum systkinahópi og þurfti snemma að taka til hendi. Hann lét skylduna við foreldra og systkini ganga fyrir því að taka góðu tilboði um að ganga mennta- veginn. Ásýnd Bolungarvikur gæti verið önnur en hún er i dag ef Einar hefði ekki tekið þessa ör- lagaríku ákvörðun. Hann hafði að lifsförunaut sérstaklega trygga og elskulega konu er ól honum mann- vænleg börn. Barnalán þeirra hef- ur verið einstakt, svo sem best má verða. Synir þeirra, Guðfinnur, Jónatan og Guðmundur Páll, komu til starfa við stjórn fyrirtækisins er þeir höfðu lokið sinni menntun. Þeir fegðar hafa á mörgum sviðum verið brautryðjendur varðandi út- gerð og vinnslu aflans og aðrir hafa notið góðs af þeirra framtaks- semi. Nú eru sonarsynirnir komnir til starfa hjá fyrirtækinu og hafa aflað sér góðrar menntunar. Ég veit að arfurinn frá afanum, sem aðeins naut skólagöngu í sex mán- uði, verður þessum ungu mönnum leiðarljós til þess að halda i horf- inu. Þeir hafa ríka ábyrgðartil- finningu fyrir því hlutverki sem þeir hafa valið sér og þekki ég það af góðu samstarfi við þá. Það má segja að Einar Guð- finnsson hafi gengið á fund feðra sinna, sáttur við lifið og vitandi að hans langa lífsstarf mundi enn bera ávöxt og verða i góðum hönd- um afkomenda. Tryggð þessarar ættar við Bolungarvik og fólkið sem þar býr er svo einstök að það á vart sinn líka annars staðar. Fyrirtæki Einars Guðfinnssonar hafa alla tið verið einn sterkasti stofninn i samtökum útvegsmanna á Vestfjörðum. Það var okkur yngri mönnunum góður skóli að ræða við Einar og fylgjast með athöfnum hans. Aö leiðarlokum skal þökkuð samfylgdin og fjölskyldunni færð- ar einlægar samúðarkveðjur. Guðmundur Guðmundsson Kveðja frá stjórn Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna í dag, laugardaginn 9. nóvember, verður gerð frá Hólskirkju í Bol- ungarvík, útför Einars Guðfinns- sonar, útgerðarmanns, en hann lést á 88. aldursári 29. október sl. Með Einari Guðfinnssyni er genginn einn af merkustu athafna- mönnum þessa lands. Hann er einn þeirra atorkumanna, sem með hóg- værð en mikilli elju og ósérhlífni lögðu grunninn að íslenskum sjáv- arútvegi, og þar með þeirri velsæld er íslendingar hafa búið við á þessari öld. Störf þessara braut- ryðjenda verða seint fullþökkuð. Það hefur ekki verið heiglum hent að ráðast í útgerð og fisk- vinnslu í nyrstu byggðum landsins á fyrstu áratugum þessarar aldar. Hafnleysi háði allri útgerð, vega- kerfið milli byggðarlaga var ófull- komið og hvers kyns þjónusta af skornum skammti. Opinber stuðn- ingur eða fyrirgreiðsla við áhættu- sama atvinnustarfsemi var þá óþekkt. Nútímamenn eiga erfitt með að setja sig inn í þær aðstæð- ur, sem ríktu er Einar Guðfinnsson hóf sitt lffsstarf ( útgerð í Bolung- arvík. Með markvissu starfi og frábær- um dugnaði byggir Einar upp eitt öflugasta útgerðar- og fiskvinnslu- fyrirtæki landsins, jafnframt því sem hann hefur forystu um alhliða uppbyggingu Bolungarvíkur sem nú er eitt af blómlegustu byggðar- lögum á íslandi; staður sem tekið er eftir og vísað til, er fjallað er um myndarlegan rekstur í útgerð, fiskvinnslu og verslun. En Einar Guðfinnsson var þar ekki einn að verki. Við hlið hans stóð tryggur lífsförunautur, Elísa- bet Hjaltadóttir, húsfreyja, sem var manni sínum stoð og stytta. Hún lést árið 1981. Einar og Hall- dóra áttu miklu barnaláni að fagna. Fjölskyldan tók öll þátt ( hinum miklu umsvifum Éinars Guðfinnssonar í Bolungarvík, og koma synir hans og nú sonarsynir mjög við sögu ( hinum umfangs- mikla og fjölbreytilega rekstri. Landsþekkt er, hversu farsæl stjórn er á fyrirtækjum Einars. Samheldni og samhugur ráða þar ríkjum. Éinar Guðfinnsson var einn af brautryðjendum í (slenskum hrað- frystiiðnaði. Hann stofnaði árið 1929 íshúsfélag Bolungarvíkur hf., og var því breytt í hraðfrystihús árið 1941. Þegar í upphafi var byggt af stórhug og var frystihúsið meðal hinna stærstu og afkasta- mestu í landinu. Hefur svo verið ætíð síðan undir forystu Einars og sona hans. Einar var einn af stofnendum Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna árið 1942. Var hann ætíð einn af traustustu máttar- stólpum samtakanna i hinni merku markaðsuppbyggingu S.H. Elsti sonur Einars, Guðfinnur, hefur í fjölda ára verið formaður stjórnar Coldwater Seafood Corp- oration, dótturfyrirtækis S.H. í Bandaríkjunum. Stjórn S.H. þakkar Einari Guð- finnssyni farsæl störf í þágu ís- lensks hraðfrystiiðnaðar og vottar aðstandendum innilegar samúðar- kveðjur. Er ég ( dag kveð frænda minn, Einar Guðfinnsson, hinstu kveðju er mér fyrst og fremst þakklæti í huga. Þakklæti fyrir ógleymanleg ár i starfi, i gleði, i sorg og siðast en ekki sist þakklæti fyrir gagn- kvæmt traust og vináttu. Vinátta okkar hefur haldist frá þvi ég sem barn dvaldi langdvölum á heimili þeirra Elísabetar Hjaltadóttur og naut þar öryggis og ástríkis. Ómetanleg er sú lífs- reynsla að hafa átt samleið með svo stórri og samheldinni fjöl- skyldu, sem fjölskyldan ( „Einars- húsi“ var. Heimilisbragur var mjðg léttur og glaðvær, en jafn- ramt stjórnsemi og reglusemi til fyrirmyndar og aldrei heyrði ég illa talað um nokkurn mann. Mér finnst ég aldrei geta þakkað eins og vert er fyrir þessi ár og alla þá vináttu, er þau hjónin og börn þeirra hafa sýnt mér og fjölskyldu minni æ síðan. Vinátta okkar Einars efldist með árunum og má það kannski rekja til þess, að bæði höfðum við gaman af að rifja upp gamla tim- ann og ekki sist að tala um sameig- inlega ættingja. Einar var mjög ættrækinn maður og með ólíkind- um, hvað hann fylgdist vel með öllu skyldfólki sinu. Ekki aðeins með afkomendum sínum og systk- inum heldur einnig með systkina- börnunum og þeirra fjölskyldum og vildi hann velferð þeirra sem mesta. Það sem ég tel að hafi einkennt Einar mest var heiðarleiki og trú- mennska og jafnframt þeir eigin- leikar ásamt vinnusemi, sem hann setti hæst hjá samferðamönnum sinum. Ósjaldan sagði hann, er samferðafólk bar á góma: „Hann er traustur maður og duglegur”, og það eru þau eftirmæli, er ég tel að hæfi honum sjálfum best. Kyndil sinn bar Einar Guðfinns- son hátt og minning hans mun lýsa ættingjum hans og Bolvíkingum um ókomin ár. Ég og fjölskyldan min sendum ástvinunum öllum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Una H. Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.