Morgunblaðið - 09.11.1985, Page 9

Morgunblaðið - 09.11.1985, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER1985 B 9 segja. Heimili Einars og Elísabet- ar var í rauninni eins og hótel, munurinn aðeins sá, að viðurgern- ingur allur var ókeypis. Þar stóð óslitið gestaboð dag og nótt í hálfa öld. Starfsfólk, í verslun sem á kontór, drakk þannig árum saman kaffi í eldhúsinu hjá Elísabetu tvisvar á dag, og þótti ekki tiltöku- mál. Þær máltíðir voru og færri, að ekki væru matargestir við borð hennar, fleiri en taldir yrðu á fingrum annarrar handar. „Hvað ertu búinn að reka þetta hótel lengi, Einar?“ spurði hugsunarlít- ill matargestur að sunnan. Og þegar Einar ámálgaði það að reisa þeim hjónum nýtt íbúðarhús sem nú stendur á fegursta stað í Bol- ungarvík, setti Elísabet það skil- yrði eitt, að í borðstofu nýja húss- ins yrði án vafninga hægt að drekka fyrir átján. Mikið hafði hún hlakkað til, þegar aldur færðist yfir, að flytja í nýja húsið í hinu kyrrlátara umhverfi, en þegar til kom urðu það henni nokkur við- brigði að missa af þeirri síekju hversdagsins, sem mörgu dugnað- arfólki er nauðsynlegt til þess að geta andað eðlilega. Eins og allir gáfaðir athafna- menn var Einar Guðfinnsson mikill snillingur í umgengni við fólk. Þess vegna hlutu allir sæmd af samskiptum við hann, en enginn skömm. Einhverju sinni var það um morguntíma í Bolungarvík, að mér varð gengið með Einari niður á brimbrjót. Þar var þá fyrir einn af stafnbúum Einars, fyrirliði í atvinnurekstri hans. Sá var geð- ríkur í góðu meðallagi eins og margir Vestfirðingar. Maður sá gekk að Einari og las honum reiði- lestur vegna einhverra atvika, er gerst höfðu fyrr um morguninn. I Bolungarvík verða fagrir vetrar- morgnar með stóru tungli, er stafar hvítri birtu á dal og hól. Einar hlýddi á sinn kæra sam- starfsmann flytja ræðuna til enda. Síðan setti hann í brýrnar, lagði hendur á bak sér og gekk burt. En þegar hann var kominn stein- snar upp á Malirnar, hóf hann lág- um rómi að svara verkstjóra sín- um, ávarpaði hann fjarstaddan nokkrum velvöldum orðum, efnis- lega á þá leið, að vera kynni að eigi væri eins sök, er tveir deildu, að sumir skyldu líka passa sjálfa sig og enginn væri nú fullkominn og þannig áfram í sama dúr nokkra hríð. Kosturinn við þessa aðferð Einars var sá, að viðmælandinn var löngu úr kallfæri og heyrði auðvitað ekki eitt einasta orð, sem Einar Guðfinnsson sagði þennan vetrarmorgun á Mölunum í henni Bolungarvík. Enda eins gott. Nið- urstaðan varð sú, að enginn varð móðgaður, það urðu engin vinslit, allt var jafngott og áður og stafn- búinn löngu kominn í sólskinsskap í tíukaffinu þann sama morgun. Ég hefi oft hugsað um það síðan, að þetta er líklega fyrsta grund- vallarreglan í þeirri sálgæslu, sem allir kristnir menn eiga að hafa í frammi hverjir við aðra. I krafti afburða gáfna sinna, kjarks og heilinda, bar Einar Guðfinnsson höfuð og herðar yfir samferðamenn sína í mörgu tilliti. Vinsældir hans og ekki síst sú umhyggja, sem hann bar í brjósti fyrir Víkinni sinnu kæru, urðu til þess, að margir ágætir menn lögð- ust á eitt um það verkefni að breyta þessari elstu verstöð á Is- landi úr svolítilli húsaþyrpingu á malarkambi í fallegasta kaupstað landsins. Og allir vissu, hve ágæt- an foringja Bolvíkingar áttu í Einari. Kristján heitinn fræðslu- stjóri á Reyðarfirði sagði þá sögu á kennaraþingi í Bolungarvík, að kerling ein á Austfjörðum hefði átt að segja, þegar Karvel Pálma- son var kjörinn á þing: „Hvernig stendur á því að hann Einar leyfir þetta?“ Guðstrú Einars var þannig vax- in, að hann vissi, að heimurinn er einn og maðurinn er í heiminum. Efasemdir gátu á stundum átt aðgang að honum eins og öllum sönnum trúmönnum. Trú hans var þeirrar gerðar, að hún var sprottin af hlýðni við skikkan skaparans, sem Einari var innborin og þjálf- ast hafði á löngum og reynslufull- um æviferli hans. Hann var kirkjuræknasti maður, sem ég hefi kynnst. Þegar ég fór frá Bolungar- vík haustið 1982, var ég enn ekki farinn að syngja svo messu, að Einar Guðfinnsson væri þar ekki nær. Og hann sótti ekki síður barnamessurnar en þær guðsþjón- ustur, sem ætlaðar voru fullorðn- um. Hann var mjög tilfinninga- næmur, eins og allir gáfaðir menn, og á viðkvæmum stöðum í messu- gjörðinni viknaði hann. Slíkt mun líklega ekki algengt nú á dögum, en mér virðist þetta dæmi sýna, hve andlegt atgervi Einars var næmt og búið fullkomnum mót- tökueiginleikum. Guðsorðið vakti hjá honum nærgöngular hugsanir, enda mun það vera hlutverk þess frá öndverðu. Þessar hugsanir fékk Einar ekki dulið og þess vegna sáust þær í andliti hans og fram- göngu. Aðeins maður með þvílíkar andagáfur verður slíkur höfðingi bræðra sinna og heiður þjóðar, sem valmennið og öðlingurinn Einar Guðfinnsson var. Gunnar Björnsson Hafið út af Vestfjarðakjálkan- um hefur jafnan verið talið eitt hið gjöfulasta á íslandsmiðum. Þar mætast hlýir straumar Golf- straumsins og kaldir íshafs- straumar, sem skapa hin ákjósan- legustu skilyrði fyrir það plöntu- og dýralíf, sem þar dafnar. Landið á Vestfjarðakjálkanum býður hins vegar ekki upp á mikla kosti til landbúnaðar, sem gæti verið grundvöllur fjölmennra byggða, undirlendi lítið, að kreppt af háum fjöllum og sumrin stutt. Það má því segja, að landkostirnir séu í hafinu og þangað hafi kynslóðirn- ar sótt sér björg, sem einmitt á þessari öld hefur verið sá grund- völlur, sem byggðin í þessum landshluta hefur vaxið upp á. Það lætur að líkum, að við þessar aðstæður hafi komið fram af- burðamenn, einmitt á sviði sjó- sóknar og sjávarútvegs. Ég minnist margra vestfirskra sjósóknara, sem ég hefi kynnst eða heyrt af og með fjölbreyttari vinnslu sjávaraflans og vaxandi þýðingu þess háttar hafa komið fram menn einnig á því sviði, sem skarað hafa fram úr svo eftir hefur verið tekið. Einn úr þessum hópi, Einar Guðfinnsson, útgerðarmaður og kaupmaður í Bolungarvík, er nú látinn, 87 ára að aldri. Lífshlaup Einars var með svip- uðu mynstri og flestra þeirra, sem skarað hafa fram úr í sjávarútvegi á Vestfjörðum á þessari öld. Hann hóf kornungur sjósókn, fór siðan að gera út eigin skip og loks að stunda fiskvinnslu og verslun. Áður en hann hóf vélbátaútgerð í Hnifsdal 1921 hafði hann verið formaður á bátum við ísafjarðar- djúp i nokkur ár. Ekki staldraði hann lengi við þar með útgerð sína því þremur árum síðar flutti hann til Bolungarvíkur, þá aðeins 26 ára gamall. Þá hófst saga Einars i Bolungarvík, en þar var vettvang- ur ævistarfs hans æ síðan. Ef frá er talin Skálavík, sem lengi var útróðrarstöð og yzt á skaganum sunnan við ísafjarðar- djúp, en er nú komin i eyði fyrir alllöngu, er Bolungarvík yzta ver- stöðin sunnan Djúpsins. Fengsæl fiskimið skammt undan i djúpinu og þar fyrir utan hafa löngum laðað menn að þessum stað. Fræg er sagan af Þuríði sundafylli, sem nam land i Bolungarvik. Hún kom, ásamt Völu-Steini syni sinum, frá Hálogalandi til íslands. Svo segir í Landnámu: „Hon var því kölluð sundafyllir, at hún seiddi til þess i hallæri á Hálogalandi, at hvert sund var fullt af fiskum. Hon setti ok Kviarmið á ísafjarðardjúpi ok tók til á kollótta af hverjum bónda í ísafirði." Það mundu menn kalla auðlindaskatt nú á timum svo segja má, að fátt sé nýtt undir sólinni. Kvíarmið er út af Stigahlið en Kviin sem miðið er heitið eftir er f skál i Straumnesfjalli og er miðið, þar sem hana ber fram undan Ritnum, sem er fjall fremst á Grænuhlíð yzt norðan Djúpsins. Enda þótt Þuríður hafi byggt bæ sinn við vatn, sem er upp í Syðridal um tvo km frá víkinni, er auðséð af þessu, að hún hefur byggt land- nám sitt ekki síður á sjávarfangi en á landnytjum og svo hafa allir bændur í ísafjarðardjúpi gert eins og skattlagning hennar bendir til. Nærri ellefu hundruð árum síðar hefst svo uppbygging Bolungarvík- ur og hygg ég, að á engan sé hallað þó sagt sé, að við hana er tengt nafn Einars Guðfinnssonar meira en nokkurs annars manns. Með þróun fiskveiðanna fóru fiskiskipin stækkandi en þá komu fljótt i ljós vankantar Bolungar- víkur. Hún er opin til norðurs til úthafsins og hafnarskilyrði voru þar nánast engin frá hendi náttúr- unnar. Á meðan bátarnir voru litlir voru þeir dregnir á land, ef forða þurfti þeim undan sjó, en stærri skip leyfðu ekki slíkt. Þá hófst baráttan fyrir byggingu hafnar og tók það áratugi þar til tekist hafði að fá stjórnvöld til að byggja höfn, sem fullnægði þörfum hinna stækkandi fiskiskipa, sem voru forsenda fyrir áframhaldandi þróun útgerðar frá Bolungarvík. í þessari baráttu hafði Einar foryst- una og barðist þar ótrauður þar til komin var örugg höfn fyrir þá stærð fiskiskipa, sem talið er að henta muni til veiða hér við land enn um langa framtíð. Raunar var þetta ekki aðeins barátta við stjórnvöld. Höfuðskepnan hafið var oft óvægin og stundum mun mönnum hafa sýnst sú barátta tvísýn, en hér gilti það að gefast ekki upp og þannig var skapferli Einars. En hér gerðist allt í senn skipin stækkuðu, einnig höfnin og varð öruggari, fiskvinnslan þróað- ist eftir kröfum tímans og sem einn lið í uppbyggingunni hafði Einar strax í upphafi hafið versl- unarrekstur. Ekki ætla ég að rekja sögu þess- arar miklu atvinnuuppbyggingar, það hefur verið gert á verðugan hátt í ævisögu Einars ritaðri af Ásgeiri Jakobssyni. Til þess að átta sig á hverju Einar hefur áork- að í þau rúm sextíu ár, sem liðin eru frá því hann flutti til Bolung- arvíkur, er nóg að sjá þann bæ eins og hann lítur út I dag. Undir- staða þess blómlega lífs, sem þar er lifað, er atvinnulífið á staðnum. En Einar hefur ekki alltaf siglt sléttan sjó í atvinnurekstri sínum, fjarri fer því. Hann hefur orðið að yfirvinna margskonar erfið- leika. Þar hafa honum komið að góðu haldi þeir eiginleikar, sem hann var gæddur og eru aðals- merki hvers góðs atvinnurekanda, en ég læt þó nægja að nefna aðeins tvo, en það eru góð undirstöðu- þekking á því sem hann er að fást við og virða þau takmörk, sem aðstæðurnar setja honum á hverj- um tíma. Þetta hvorttveggja var ríkt í fari Einars. Ekki er það ætlun mín að halda því fram, að uppbygging þeirra atvinnufyrir- tækja, sem Einar hefur staðið að, eða atvinnulífs I Bolungarvík og bæjarfélagsins yfirleitt hafi allt verið verk eins manns. Þar hafa auðvitað margir lagt hönd á plóg- inn bæði í atvinnurekstri og í bæjarlífinu, en sá veldur miklu, sem upphafinu veldur, og forystu- maður hefur Einar verið óum- deildur í 60 ár. Það var ekki byrjað stórt í upphafi, en það óx stöðugt og eitt bættist við af öðru. En samhliða því sem atvinnurekstur- inn gerðist fjölþættari stækkaði líka fjölskyldan. Elísabet kona hans ól honum mannvænleg börn, sem öll hafa meira og minna tekið þátt I þeim atvinnurekstri, sem Einar hafði ýtt úr vör eða óx upp í kringum hann. Á seinni áratug- um þegar Einar tók að lýjast, hafa svo synir og sonarsonur tekið við rekstri fyrirtækjanna. Ég kynntist Einari fyrir 43 árum þegar hann kom fyrst á fiskiþing og seinna sátum við saman I stjórn Fiskifélagsins. Innan Fiskifélags- ins áttum við samstarf í 25 ár. Á þeim vattvangi kom sér einnig vel hversu góða þekkingu Einar hafði á málefnum sjávarútvegsins og gat þvi lagt mikið til mála og miðlað af þekkingu sinni. Þetta samstarf okkar leiddi til vináttu, sem hefur enst síðan og hefur orðið mér mikils virði bæði á meðan við unnum að sameiginlegum áhuga- málum og einnig síðar. Fyrir allt þetta minnist ég nú Einars Guð- finnssonar með miklu þakklæti. Við Ágústa sendum ættingjum Einars okkar samúðarkveðju. Davíð Ólafsson Örfá kveðjuorð til vinar Góður vinur okkar í Bolungavík er látinn. Einar Guðfinnssdon út- gerðarmaður og kaupmaður lést háaldraður í síðustu viku. Á 10 ára tíma okkar hjónanna í Bolungavík á árunum 1953 til 1963, var Einar Guðfinnsson og fjölskylda hans öll meðal okkar beztu vina, og sú vinátta hefur haldist fram á þennan dag. Þess vegna langar okkur til að senda eftirlifandi fjölskyldu Ein- ars innilegustu samúðarkveðjur í tilefni af fráfalli hans. Einar Guðfinnsson var á flestan veg einstæður maður, sem átti tæpast nokkurn sinn líkan. Skap- gerð hans var heið og tær, dugnað- ur hans einstakur og þjóðkunnur. Þótt hann væri sjálfsagt vel stæður þegar á ævina leið sem svo var kallað, þá hófst hann í byrjun af sjálfum sér úr fátækt en með dugnaði og ráðdeild, þá hlaut hann á stundum nafnið kóngur I byggð- arlagi sínu, og margur borið slíkt nafn af minna tilefni. En samt varð það séð, þar sem hann gekk um götur meðal fólksins síns heima, að þar fór maður sem var hógvær og af hjarta lítillátur. Hann var fremstur meðal jafn- ingja. Gaman væri að rifja upp sögur um sameiginlegar minningar, svo sem eins og gönguferð okkar tveggja yfir mörg snjóflóð á ós- hlíð, á þeim tíma þegar Einar keypti 40 togarafarma á stuttum tíma meðan löndunarbann var í Englandi, og lífsnauðsyn var á að halda óshliðarvegi opnum, svo að hægt væri að vinna aflann, en vegagerðin var ekki alltaf jafn greiðug með jarðýtur, þrátt fyrir samþykktir hreppsnefndar Hóls- hrepps um nauðsyn þessa. Og þær eru fleiri sögurnar sem gleymast ekki, enda sýndu þær oftast í raun fullhugann Einar Guðfinnsson. En við látum vera að týna þær til að sinni. Þetta áttu einungis að vera örfá þakkarorð til Einars Guðfinnssonar sáluga fyrir fram- úrskarandi vináttu hans og Elísa- betar, sem látin er fyrir ekki all- löngu, við okkur hjón þegar við áttum heima fyrir vestan. Það var ánægjulegur tími, og fólkið i Bol- ungavík var á margan hátt ein- stakt, jafnvel sérstakt, valinn maður í hverju rúmi, samheldnin með ólikindum, svo í atvinnumál- um sem og í menningarmálum. Og ekki spillti Einar, höfðinginn sjálfur, sem leiddi sveitunga sína til sjálfsbjargar. Hafi hann beztu þakkir fyrir órofa vináttu og góð kynni. Minningin um góðan og sannan mann vermir bæði hug og hjarta. Börnum hans og öðrum niðjum vottum við innilegustu samúð. Fari svo öndvegismaðurinn Einar Guðfinnsson I friði til meiri starfa í nýjum guðs heimi. Halldóra Helgadóttir, Friðrik Sigurbjörnsson KVEÐJA í dag verður jarðsunginn Einar Guðfinnsson frá Bolungarvík, sem um áratugaskeið var í fararbroddi í sjávarútvegi. Einar var farsæll athafnamaður og naut mikillar virðingar allra sem kynntust hon- um og störfum hans. Sölusamband íslenskra fisk- framleiðenda átti því láni að fagna að njóta samstarfs við hann um áratuga skeið, allt frá fyrstu starfsdögum SIF. SÍF minnist látins heiðurs- manns með virðingu og þðkk. 29. október sl. lauk Einar Krist- inn Guðfinnsson, útgerðarmaður í Bolungarvík, langri og farsælli göngu sinni hér á jörð. Hann hefur sem fyrr ýtt úr vör, og fley hans tekið stefnuna yfir landamflpri móðunnar miklu. Við Bolvíkingar söknum svipmikils og hjartahlýs samferðamanns, er markaði djúp spor við hvert eitt fótmál, byggð sinni til heilla. Guðs blessun fylgi honum í þessari ferð. Með Einari Guðfinnssyni er genginn einn mesti athafnamaður þessa lands. Saga Einars Guð- finnssonar er ekki aðeins saga Bolungarvíkur, heldur og um leið saga þjóðar er með dugnaði og elju reis úr sárustu fátækt í alsnægtir nútímaþj óðfél ags. Einar Guðfinnsson var alla ftíi mikill gæfumaður. Gæfa hans fólst ekki í málmum er ryð fær grandað, ekki í skipum né fasteign- um, heldur í hamingjusömu og einstaklega farsælu fjölskyldulífi. Árið 1919 kynntist Einar Elísabetu Hjaltadóttur frá Bolungarvík og kvæntist hann henni 21. nóvember sama ár. Með henni átti hann átta börn er komust til fullorðinsára. Elísabet var mikil sæmdarkona, félagslynd mjög, gestrisin og góð heim að sækja. Þurfti oft að fjölga diskum á borðum þeirra hjóna er Einar kom óvænt með viðskipta- vini, kunningja eða gestkomandi í mat. Það dylst engum, að Einar með svo mikil umsvif sem þekAt er, naut stuðnings og hvatningar sinnar konu í hvívetna, og því ljóst að hún hefur verið honum góður og traustur bakhjarl. Fjölskyldan hefur ávallt verið samheldin, trú- rækin og söngelsk. Til marks um þann anda er ríkti á heimilinu hefur einn aldinn góður vinur minn, er þekkti þau Einar og Elísa- betu frá fyrstu tíð, sagt mér að aldrei hefði á því heimili neinum manni verið hallmælt. Tel ég vart þurfa að lýsa hugarþeli þeirra hjóna sem uppalendum frekar. Elísabet Hjaltadóttir lést 5. nóv- ember 1981. Einar Guðfinnson var meðal- maður á hæð, nokkuð þrekvaxinn á sínum bestu árum, hárið gránaði snemma, og yfir honum var höfð- inglegt yfirbragð. Ávallt kom hann til dyranna eins og hann var klæddur, og hafði andúð á sýndar- mennsku og smjaðri. Dagsdaglega var hann hæglátur og alvarlegur í fasi, staðfastur og viljasterkur, réttsýnn og raungóður. Marga hefi ég fyrirhitt er þurftu einhvern tíma á lífsleiðinni að leita bónar hjá Einari og veit ég engan er ekki fékk einhverja úrlausn sinna mála. Mörgum kom Einar Svo fyrir, að hann bæri skel utan á sér, sem erfitt væri að komast inn fyrir. Munu það frekar vera þeir er þekktu hann lítt. Innst inni var Einar viðkvæmur og blíðlyndur og hef ég grun um, að hann hafi oft leynt tilfinningum sínum jafnt á sorgar- og gleðistundum. Einar hafði mikið jafnaðargeð og skipti sjaldan skapi, var það helst hattur hans er kom upp um hann. Væri hatturinn aftarlega á höfði og hattbarðið reist var víst, að bátar höfðu aflað vel, og markaðshorfur góðar. Væri hatturinn hins vegar dreginn neðarlega fram á enni vissu allir I Bolungarvík, að nú hefðu aflabrögð verið léleg og sölú- horfur slæmar. Ég átti því láni að fagna að kynnast Einari fyrir u.þ.b. 30 árum. Varð mér snemma ljóst að hann var kröfuharður en sann- gjarn og góður í viðskiptum, og gerði jafnan sömu kröfur til sjálfs sins sem annarra. Á góðum stund- um var Einar skemmtilegur í við- ræðum, mjög náttúrugreindur og fróður. Hafði hann frá mörgu að segja svo sem hin ágæta „Einars saga Guðfinnssonar" ber með sér. Græskulaust gaman kunni hann vel að meta og kom manni oft á óvart með hnittnum tilsvörum. Eitt sinn er ég var að mála fyrir hann „Nýja húsið“ bað hann mig að máía gamla hjónarúmið svo það „skammaði ekki uppá“ eins og hann orðaði það. Fannst mér þá réttara að hann keypti nýtt og betra hjónarúm, en hann svarRði l|

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.