Morgunblaðið - 09.11.1985, Síða 12

Morgunblaðið - 09.11.1985, Síða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER1985 " - fW* ■* .**.<*,. : * ♦-*< <v';■__ j ...#'- . * * v; Wíwmmm, í* f . ** » V í p |fíí* 11?'' wl& ' jZP & * J V ^ —MMfcr ^ '^lr pr< •TL.&J** Z/' ’■ —í ’ •■ ‘ ^PS-fx- ■ I- ’ ^7 -srw, ■.. —— ar^LÉl c |»Sfcrr " • •" ^ " *! 5**- * » » _ ** ■■■-■':/ * /zy "ZS"* '** ' ±^Z . *,• ■« á >%.• ■ —’•,**'*- *#? »> — T* *. /" -. —v -sO —• ” - ■ “ TTl’ ;> V ~***: */± Frá Bolungarvík Ljósmynd/Matz Wibe Lund mér eftir að Sigmundur hafði kynnt hnokkann. Eg dáðist að því í huga mínum hversu innilega og ástúðlega hann tók svona litlum strák. Þessi atburður varpaði skærri birtu í huga mínum og gerir ' y enn. Þessa minnist ég nú, er ég bið Morgunblaðið fyrir kveðjuorð mín. Á liðnu vori hitti ég síðast Einar á heimili sinu, þá orðinn þreyttur eftir langan og strangan starfsdag jarðvistaráranna. En allt var ljóst og lifandi fyrir honum er hann rifjaði upp ýmis atvik með móður minni, löngu liðins tíma í Bolunga- vík. Einar kvaddi okkur í útdyrum, veifaði í kveðjuskyni, sterkri hendi, ástúðlegum augum. Einar Guðfinnsson, útgerðar- maður í Bolungavík, var mikil- menni. Einar naut í jarðnesku lífi ástsældar og hylli. Æviferill Ein- ars og frú Elísabetar var ímynd vaxtar og viðgangs bæjarfélags Bolvíkinga. Öll ævi þeirra er ljós og órækur vottiir þess, hve miídu einbeittur vilji og þrautsegja, samfara góðum gáfum, fær afkast- að og kærleiksríkar hugsanir. Einar Guðfinnsson var einn af leiðtogum Bolungavíkur á þessari öld. Hann leiddi Bolvíkinga með þreki sínu, hyggindum og dreng- skap fram á leið til sæmdar og sannra þjóðþrifa. Einar Guðfinnsson rækti allt, sem hann lagði fyrir sig eða átti að gera, með stakri alúð og sam- vizkusemi og gat sér traust og vinsældir hjá öllum mönnum, sem hann átti samskipti við. Móðir mín og ég þökkum fjöl- skyldu Einars og Elísabetar góð og göfug kynni á þessum vegamót- um og samfylgd alla og vottum dýpstu samúð. Helgi Vigfússon Að áliðnu nóni þriðjudaginn 29. október kvaddi Einar, tengdafaðir minn, þennan heim. Hann hafði haft orð á því degin- um áður, að dagar sínir væru nú taldir. Lausnarstundin var honum ljúf. Likaminn orðinn blaktandi skar, en hugsun þó slík, að hann spurði um gang mála fram til síðustu stundar. Lífsljósið slokknaði skyndilega i miðri samræðu. Farsælli lifsgöngu stórbrotins athafnamanns var lokið. Mikil umsvif og annríki fylgdu jafnan lífi Einars og var það vissulega í anda hans, að daginn, sem hann féll frá, barst mikill sjávarafli á land, og þvi mikið að starfa í fyrir- tækjum hans. Það var mikil gæfa Bolvíkingum, að Einar og eiginkona hans, Elísa- bet Hjaltadóttir, numu hér land fyrir meira en sextíu árum. Ver- aldargæði fylgdu þeim ekki, en rík voru þau af athafnaþrá, bjartsýni og áræði til að takast á við störfin hér, þrátt fyrir, að flestu leyti, erfiðar aðstæður. Einar hóf sjóróðra strax í bernsku. Gerðist síðar formaður, útgerðarmaður, fiskverkandi og kaupmaður. Hafði frumkvæði i viðskipta- og athafnalífi og var stofnandi fjölda fyrirtækja í sjáv- arútvegi. Falinn var honum marg- víslegur trúnaður í almannaþágu. í barnæsku átti Einar aðeins kost á tveggja vetra námi. Hugur hans hneigðist þó sannarlega til mennta, en aðstæður leyfðu það ekki, og fann hann oft sárt til þess siðar á lífsleiðinni. Hans hlutskipti varð því, einsog svo margra þeirrar tíðar manna, að ganga í lífsins skóla. Til þess var hann fjölmörgum kostum bú- inn. Hann var eðlisgreindur, heilsu- hraustur, óvenjulega áræðinn, stórhuga bjartsýnismaður. Fljótur að hugsa og að taka ákvarðanir, hugkvæmur, samviskusamur og áreiðanlegur. Heilsteyptur, vilja- sterkur, en geðríkur. Ávallt var hann hvetjandi. Hann hafði til að bera mikla víðsýni og skilning á þörfum samfélagsins í efnalegu og andlegu tilliti, og lá ekki á liði sínu. Einar var árrisull og gekk snemma til starfa sinna. Honum var ljós sú staðreynd, að morgun- stund gefur gull í mund. Miklum athöfnum í áhættusöm- um rekstri fylgja margir, langir vinnudagar og áhyggjur. Víst er, að Einar hefur að jafnaði orðið að beita allri orku sinni við lausn daglegra starfa og vandamála. Þar hafa mannkostir hans komið að góðu haldi. Hann hefur lengi og oft þurft að sækja á marga bratta hjalla, en verið heppinn og farsæll í störf- um, og má með sanni segja, að hann hafi verið sinnar gæfu smið- ur. Einar hefur að sjálfsögðu ekki staðið oinn og óstuddur í athöfnum sínum. Hann naut í ríkum mæli liðsinn- is eiginkonu sinnar, barnanna allra og ótaldra góðra samstarfs- og samferðamanna. í einkalífi sínu var Einar og mikill hamingjumaður. Þau hjónin voru samhuga og samhent. Eign- uðust mannvænleg og ræktarleg börn, sem veittu foreldrum sínum ómælanlega gleði og hafa einnig sett svip sinn mjög á umhverfi sitt og samtíð. Mikil umsvif og gestkvæmt var jafnan á heimili þeirra Elísabetar og Einars, og naut heimilið vin- sælda og virðingar allra þeirra mörgu er því kynntust og nutu þar góðs atlætis, góðra gestgjafa og mikils höfðingsskapar. Á árum áður var það eftirtektar- vert hversu Einar átti gott með að útiloka dagleg störf úr hugan- um þegar hann hvarf inn á heimili sitt. Hann naut þess að vera með fjölskyldunni. Heimilisfaðirinn hlýr og spaugsamur. Móðirin að- sópsmikil og glaðvær. Börnin samstillt og kát. Mikið var sungið og farið í leiki. Einar hafði góða söngrödd á yngri árum og hafði mikið yndi af söng sem og kona hans einnig. Glaðværðin og samheldni fjöl- skyldunnar settu öðru fremur svip á heimilið í Einarshúsi. f mikilli önn dagsins gaf Einar sér tíma til að sinna nauðsynlegum félags- og menningarmálum. Það undirstrikar hug hans og skilning á slíkum málefnum, sem varðar svo mjög allan almenning. Já, hann Einar vann jöfnum höndum að veraldlegum sem andlegum málefnum og var þar venjulega í fyrirsvari. Hann var einlægur trúmaður og trúrækinn. Gerði sér ljósa grein fyrir þýðingu trúarinnar og nauð- synlegu hlutverki kirkjunnar. Þau hjón sýndu oft í verki rækt- arsemi við kirkju og svo var því einnig varið um skóla og störf menningarfélaga í plássinu. Víst er, að stutt var við ótalin framfaramál til að gera staðinn byggilegri. Má með sanni segja um Einar, eins og sagt var um einn athafna- mann þessa byggðarlags, að hugs- anir hans mjökuðust ekki eftir búðarborðunum einum. Líf hans allt hefur verið stórbrotið ævin- týri, næstum ótrúlegir viðburðir. Hingað kemur hann með tómar hendur. Vinnur sig upp úr fátækt- inni. Skilar Bolungarvík og Bolvík- ingum þeim arfi, sem aldrei verður metinntilfjár. Einar hefur stuðlað að meiri framförum í heimabyggðinni en almennt gerist með óvenjulegri atorku og athafnasemi sinni. Hann fylgdist vel með öllum tækninýj- ungum á hverjum tíma og var fljótur að tileinka sér þær. Saga hans er ekki einvörðungu tengd sögu Bolungarvíkur. Hún tengist sögu þjóðarinnar allrar. Einkum er hún samtvinnuð sögu sjávarútvegs landsins. Einar var fyrir löngu orðinn landskunnur athafnamaður og brautryðjandi í störfum. Hann hefur að verðleikum hlotið opin- berar viðurkenningar heima og heiman fyrir störfin öll. Stórbrotnu lífsstarfi er lokið. Margir hafa notið góðs af þvi starfi og hafa því margir mikið að þakka nú, þegar leiðir skilja. Einar hefur vissulega lagt fram krafta sína heila og óskerta til farsældar bol- vískum hagsmunum. Bolvíkingar kveðja nú einn sinn traustasta og mætasta borgara, sem um langan aldur hefur svo mjög sett svip sinn á þetta litla samfélag okkar og þakka ómetan- leg forustustörfin öll. Við Hildur og börnin okkar þökkum dýrmæta samfylgd og alla hans miklu ræktarsemi, sem hann sýndi okkur jafnan sem og kona hans, sem lézt á fyrstu vetrardög- um fyrir fjórum árum. Vegmóður maður hefur lagt frá sér stafinn að loknu löngu, stór- brotnu ævistarfi. Megi hið skærasta ljós lýsa honum á hinni nýju vegferð. Benedikt Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.