Tíminn - 28.09.1965, Qupperneq 7

Tíminn - 28.09.1965, Qupperneq 7
l»RTÐ.rCrDAGT7R 28. september 1965 MINNING Stefán Friðleifsson Síglufirði í dag verður kvaddur hinztu kveðju frá Siglufjarðarkirkju, Stefán Friðleifsson, Eyrargötu 20, Sigulfirði. Hann hné niður árla morguns þ. 22. þ. m. og var þegar öréndur. Þetta óvænta andlát, þessa dug mikla og að manni virtist hrausta manns er mikið harmsefni, ekki aðeins eiginkonu hans og börn um, háaldraðs föður og systkina, heldur og fjölda vina og samstarfs manna og minnir óneitanlega á, hversu „örstutt er bil milli blíðu og éls“. Stefán var Svarfdælingur að ætt og uppruna. Fæddur að Háagerði þ. 26 febrúar árið 1905. Foreldrar hans voru hjónin, sem þar bjuggu, Sigríður Stefánsdóttir frá Háa- gerði og Friðleifur Jóhannsson, kunnur bóndi og útvegsmaður. Þau fluttust síðar að Lækjarbakka og bjuggu þar, en til Sigufjarðar fluttu þau árið 1927 ásamt sex bömum sínum. Þar rak Friðleif ur útgerð í áratugi. Stefán Friðleifsson starfaði á Siglufirði við útgerð föður síns í allmörg ár, en lengst af var hann starfsmaður Síldarverksmiðja rík isins. Á þeim vettvangi sem annars staðar reyndist hann ágætur starfs maður. Hann var hinn árrisuli, dagfarsprúði eljumaður, sem ætíð skilaði sínu dagsverki með prýði. 19. desember 1932 kvæntist Stefán Sigurbjörgu Hjálmarsdótt ur, Kristjánssonar, frá Húsabakka, Suður-Þingeyjarsýslu, hinni ágæt ustu konu. Þau eignuðust 4 börn, sem öll eru hin mannvænlegustu. Þau eru Friðleifur, tannlæknir, kvæntur og búsettur í Reykjavík Hjálmar, gjaldkeri Kaupfélags Siglfirðinga, kvæntur, og búsettur á Siglufirði. Þröstur, ókvæntur, gjaldkeri Samvinnubankans á Akranesi og Sigríður 14 ára sem stundar nám heima á Siglufirði. Það er mikill skaði þegar menn eins og Stefán Friðleifsson falla fyrir aldur fram. Þjóðfélagið sér á bak atorkumanni, sem oft lagði saman dag og nótt til að skapa MINNING Geir B. Filippusson bóndi Digurholti Það var á árunum 1915—1917. Ég var þá bóndi í Holtasetu. Ég kom frá Einholti var að heim- sækja foreldra mína og systkini þar. Það var á kyrru og blíðu haustkvöldi með rökkurbyrjun að ég reið inn með Digurholti að ég heyrði yndælan söng. Ég varð hrifinn af ættjarðar söngnum frá systkinunum í Digurholti. Þau sátu á klettinum á bak við bæj- inn. Ég fyltist unaði söngsins. Þessi' yndæli söngur hefur oft rifjast upp fyrir mér við mörg tækfiæri, og nú síðast er söngur inn hljómaði í Einholtskirkju við jarðarför Geirs í Digurholti. Þessi indæli kvöldsöngur barn- anna í Digurholti rifjaðist oft upp fyrir mér í söngstarfi okkar í ung mennafélaginu „Valur“ og þessi minning endurnýjaðist í huga mér oft er Geir í Digurholti alla tíð af miklum áhuga studdi að söng í Einholtskirkju við messugjörð- ir og önnur hátíðleg tækifæri. Siíkar stundir minntu mig oft á blíðann bamasönginn er ég kynnt ist umtalaða kvöldstund. Árið 1902 fluttu frá vestur- Skaftafellssýslu yfir vötn og sanda hér austur á Mýrar ung- hjón þau Filippus Jónsson og Jóhanna Por- gilsdóttir þau settust að á Digur- holti á Mýrum A-Skaft. Þau bjuggu þar um skeið, ;itlu snorru búi og við ærið sæmilega afkomu eftir því sem þá gjörðist hér. Þau eignuðust 6 börn. Eina dóttur og 6 syni. Einn soninn misstu þau á unga aldri hin börnin komust til þroska. Er segja mátti að börnin vænx að verða uppkomin barst sá harm ur að heimilinu að farðirinn burt kallaðist. En ekkjan hélt áfram biískap á jörðinni með v börnum sínum, um nokkurra ára bil. Á því árabili burtkallaðist annar yngsti sonur þeirra hjóna í Digurholti og dóttirin fiuttist í burtu og þá er dóttirin hafði myndað heimil og gift sig flutti móðirin til henn ar og heimilið í Digurholti sundr aðist enda börnin þá öll uppkom- in. Næst elsti sonurinn Geir Björg- vin fékk jörðina byggða og hefur búið þar einn síðan um 20 ára bil. Geir í Digurholti — svo var hann alltaf kallaður meðal sveit- unga sinna o.fl. — bjó þarna litlu búi við fáar kindur. Hann vann mikið hjá okkur sveitungun- um. Það var oft til hans leitað. Það var oft til hans leitað þegar eitthvað bilaði á heimilunum og þurfti aðgerða við verkfæri og tæki úti eða inni og einnig við húsaaðgerðir eða smíðar og einn- ig þá við allar félagsbyggingar og félagsstarfsemi í sveitinni, alltaf boðinn og búinn til hjálpar, og kom oft sem sjáifboðaliði þegar hann vissi að á hans hjálp þurfti að halda. Hann var snotur og smekkvís í öllum slíkum störfum. Hann vann fyrir okkur alla sveit- ungana og hann var ekki að senda okkur reikninga til greiðslu fyrir unnin störf, þar ríkti ánægja og þakklátssemi á báða bóga með þau viðslýpti. Það var gaman að Framhald á bls. 14. TÍMMNN________________7 Draumar og vitranir meðal 12 Leifturbóka Prentsmiðjan Leiftur lætur ekki á sér standa í bókaútgáfu hausts ins, sendir nú í einu lagi tó]f bæk ur á markaðinn, og eru það mest an part bækur handa börnum og unglingum og þær allar þýddar, nema eiu. Ein þeirra er safn 14 ævintýra frá ýmsum löndum, nefnist Fall egu ævintýrin og hefur Bjarni Jónsson listmálari myndskreytt hana. Þrír fræknir ferðalangar nefnist ein, eftir Frank Lynge. Þá er síðara hefti hinnar sígildu heimsfrægu bókar eftir Mark. Tvvain. Sögurnar af Tuma litla. Tvær bækur aðrar eru eink- þjóðarverðmæti, jafnframt því að auka á hagsæld sína og sinna, og ástvinir syrgja góðan maka, föður , son og hróður, samstarfs menn og vinir góðan félaga. Stefán Friðleifsson er nú ekki lengur á meðal okkar, en allir sem þekktu hann, munu minnast hans sem hins hógværa drengskap armanns, sem alltaf var hægt að treysta. Vinir Stefáns þakka honum nú, þegar vegir skiljast, fyrir sam- starf og samverustundir og senda eftiriifandi eiginkonu hans og börnum þeirra, og fjölskyldunni allri innilegustu samúðarkveðjur. Jón Kjartansson. Hugrún um ætlaðar drengjum, 12. og 13. bækumar í sagn^flokknum um söguhetjuna Kim, og nefnast þær Kim og leðurjakkarnir, og Kim og smyglararnir. Þá eru þrjár bæk ur handa ungum stúlkum, Vigga og vinir hennar, eftir Irene Ravn, Hanna og Tom eftir Brittu Munk, og loks bók eftir vinsælan íslenzk an höfund, Margréti skáldkonu Jónsdóttur, og heitir sú bók Todda í Sunnuhlíð, sem er framhald sög unnar Toddu í Blágarði, og hafa Þá báðar komið út tvívegis. Eina frumsamda íslenzka bókin, sem birtist í fyrsta sinn af þess um tólf, er Draumar og vitranir eftir Hugrúnu skáldkonu, en for- mála ritar Jóhann prófessor Hann esson, sem segir m. a.: „Veröld hins ósýnilega er oft og einattt hrollvekjandi, ekki síður en hinn sýnilegi heimur, þar sem áþreif anleg barátta á sér stað. Þetta veit sérhver sá, sem hefur verið í snertingu við hina ósýnilegu veröld. Nú hafa íslendingar ekki aðeins verið í snertingu við hina ósýnilegu veröld í hundruð ára, heldur jafnvel átt erfitt með að greina á milli veraldanna. Oft virð ast áhrifin frá hinum ósýnilega hafa orkað sterkar á menn en öfl hins sýnilega heims.“ Þá er bók sem nefnist Sjö sög ur eftir Sir Arthur Conan Doyle, sem frægastur hefur orðið fyrir söguhetjuna Sherlock Holmes, en ein bóka hans nefnist Sögur frá liðnum öldum, og eru Sjö sögur úrval úr henni. Gerviaugað nefnist ein þessara bóka Leifturs og fer þar sá magn aði lögfræðingur Perry Mason með aðalhlutverkið, er því höfundur inn enginn annar en Erle Stanley Gardner. Loks er að nefna bók, sem ber nafnið Sofandi kona og er sögð fjalla um ást og dular full afbrotamál, söguhetjur, hjúkr unarkona og leynilögreglumaður. BÆNDUR DCÍIÍÍTÍ í 19 l^M briinatryggið heybirgðir ■ yðar ■ r Heybrunar eru alltíðir og þykir okkur því ástæða til að vekja athygli á mjög hagkvæmum heytryggingum, sem við höfum útbúið. Tryggingar þessar ná m. a. til sjálf - íkveikju. Hafið samband við næsta kaupfélag eða um- boðsmann og gangið frá fullnæjandi brunatryggingu á heybirgðum yðar. SAMVINNUTRYGGINGAR ARÍWÚLA 3, Sím 38500 - UMBOÐ UM LAND ALLT

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.