Morgunblaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER1985 4 B getur leitt til minnkunar ríkisút- gjalda um meira en 150 milljúnir króna. Hér skal aðeins bent á nokkr- ar leiðir sem fyrir hendi eru til aukinnar hagræðingar. Mikilvægt er að stof nanirnar f Ai sjálf ar að njóta hagræðingar i rekstri og þannig skapist hvati til enn frekara aðhalds. 1. Eölilegt þykir að áskrifendur taki aukinn þátt í útgáfukostnaöi Alþingistíöinda. Hið sama gildir um Stjórnartíöindi, Hæstarréttardóma og annaö útgáfustarf á vegum hins opinbera 2. f þjóögaröinum á Þingvöllum er vel unnt aö taka gjöld af sumar- húsaeigendum, tjaldstæöum og gestum, sem staöiö gætu undir kostnaöi viö rekstur og viöhald. 3. Ein af þeim leiöum sem Há- skóla íslands er fær til aó auka sértekjur er innritunargjöld nem- enda. Raunar mætti kanna hvort þessa leiö megi ekki fara einnig í fjölbrauta- og menntaskólum. Þessi gjöld eiga ekki að vera svo há aö þeir sem áhuga hafa á framhalds- námi veröi ókleift aö stunda nám af fjárhagslegum ástæðum. Á hinn bóginn eiga gjöldin aö vera þaö há aö fólk fari ekki í skóla nema þaö hyggist stunda nám af alvöru. Þetta á einnig viö um tónlistarfræöslu og fulloróinsfræöslu. Ekki er óeölilegt aö þeir sem njóti fræöslunnar taki meiri þátt í kostnaöinum viö hana en nú er. Svipaö má segja um Náms- gagnastofnun, þar á aö láta selja námsgögnin til aö standa undir rekstrinum. 4. Hvaö Þjóöleikhúsiö og Sin- fóníuhljómsveitina varöar liggur beinast viö aö hækka miöaverö. Hér þarf líkast til aö breyta lögum nr. 36/1982 um Sinfóníuhljómsveitina þar sem eru ákvæöi um kostnaöar- skiptingu vegna reksturs hennar. Þá er varpaö fram hér þeirri hug- mynd varöandi Þjóöleikhúsiö aö ríkiö, sem eigandi sjálfs hússins, sjái um viöhald þess, en reksturinn veröi aö ööru leyti boöinn út til einkaaöila. 5. Um rannsóknarstofnanir gildir þaö almenna sjónarmiö aö þær geti flestar aukió kostnaöarþátttöku þeirra sem notfæra sér þjónustuna. En aðrar leiöir eru til. Svo dæmi sé tekið þá má úthluta Hafrannsókn- arstofnun aflakvóta sem stofnunin gæti sióan selt á almennum markaöi. E. i fimmta hluta tillagnanna er lagt til að seld verði nokkur fyrirtæki í eigu ríkisins eða að rekstrinum verði hagað með öðrum hætti en nú er gert. Dómur reynslunnar virö- ist ótvírætt vera sá að fyrirtæki í einkarekstri standi sig jafnaöarlega betur en fyrirtæki í ríkisrekstri. f ríkisfyrirtækjum virðist mun meiri hætta á því að önnur sjónarmið en almenn rekstrar- og viðskiptasjón- armið ráði feröinni. Um þetta er tæpast deilt en svo virðist sem tregðulögmálið sé ótrúlega sterkt á þessum sviöum og því hefur orðið minna úr athöfnum en vilji hefur staðið til. 1. Þeim fyrirtækjum sem lagt er til aö seld veröi má skipta í nokkra flokka. í fyrsta lagi eru þaö ríkisverk- smiójurnar tvær, Sementsverksmiöj- an og Áburöarverksmiðjan. Þau rök sem upphaflega kunna að hafa verið fyrir því aö rikiö kæmi þessari starf- semi á fót eiga alls ekki viö lengur. f umræóum meöal bænda hafa oft heyrst þau sjónarmió aö áburöur sé dýr frá Áburöarverksmiöjunni þrátt fyrir lágt orkuverð og aö opna eigi áburðarviðskiptin. 2. Þá er lagt til aö grænfóðurverk- smiöjur í eigu ríkisins veröi seldar. Þessar verksmiðjur hafa aö mörgu leyti veriö hrein fjárfestingarmistök og viróast alltaf ætla aö veröa í fjár- hagskröggum. Réttast væri aö selja þær á veröi sem tekur mið af þvi sem reksturinn getur staðiö undir, þannig að endir veröi bundinn á taprekstur og skuldasöfnun verk- smiöjanna. 3. í hópi fyrirtækjanna eru siöan Lyfjabúö háskólans, Lyfjaverslun ríkiksins, Umferöarmiðstöðin, Ferða- skrifstofa rikisins, Ríkisprentsmiójan Gutenberg og Jaröboranir ríkisins. Þessi fyrirtæki eru ríkisrekin á mjög misjöfnum forsendum, en eiga það sammerkt aó geta allt eins veriö í einkarekstri. Eölileg viöskiptasjónar- miö hljóta aö vera ráöandi í rekstri þessara fyrirtækja og þvi engin ástæöa til þess aó ríkiö sé aó vasast í rekstri þeirra. 4. Lagt er til aö rekstur Fríhafnar á Keflavíkurflugvelli veröi boöinn út til einkaaóila, en aö ríkiö sinni þeim rekstri ekki sjálft. 5. Lagt er til aö simarekstur Pósts og síma verði smám saman færöur til einkaaöila eftir því sem símatækn- inni fleygir fram og eftir því sem hægt er aö koma viö samkeppni og venjulegum viöskiptaháttum á því sviði. 6. Ennfremur er gerö tillaga um aö Rafmagnsveitur ríkisins komist í hendur þeirra sveitarfélaga sem skipta viö veiturnar. Meö því eru meiri líkur til þess aó eftirspurn eftir rafmagni og framkvæmdum taki meira miö af kostnaói en verið hefur. Þá er lagt til aö ríkisviöskipta- bankarnir veröi seldir. Hvergi í þeim löndum sem viö berum okkur oftast saman við er ríkið jafn umfangsmikiö í bankastarfsemi og hér. Þaö yröi án efa til þess aö bankastarfsemin byggöi á viöurkenndum viöskipta- sjónarmiöum í ríkari mæli en nú er aó selja þá til einkaaðila. IV. Kerfisbreytingar Ný vinnubrögð við gerö f járlaga Reynsla undanfarinna ára hefur leitt í Ijós aö úrbóta er þörf í vinnu- brögöum viö gerð fjárlaga og stjórn- un ríkisfjármálanna. Nýjar aöferöir á þessu sviöi eru samhliöa öörum aögeröum, nauösynlegar til þess aö ná þeim árangri á sviöi ríkisfjármál- anna sem stefna ber aö. Meö hliðsjón af þessu hvetja ungir sjálfstæöismenn til þess aö ný vinnu- brögð verði tekin upp viö gerö fjár- laga í framtióinni um leiö og þeir hvetja til aukins aöhalds í fjármálum ríkisins og koma meö tillögur þar aö lútandi. I því sambandi benda ungir sjálfstæöismenn á kosti svo- nefndra „ramma-fjárlaga" þar sem fyrst er settur heiidarrammi um út- gjöld ríkisins og síöan um útgjöld hvers ráöuneytis. Þess má geta aö sú leiö sem hér er kynnt hefur veriö farin meö góöum árangri í Danmörku í tíö ríkisstjórnar ihaldsflokksins. Heildarramminn felur í sér að ríkisstjórnin ákveöur útgjöld fjárlaga með hliösjón af markmiöum sínum í efnahagsmálum. Þá er settur rammi um útgjöld hvers ráðuneytis og bera ráöherrar ábyrgó á aö ekki sé fariö út fyrir þær skoröur sem þeim eru settar. Á þaó jafnt viö um útgjöld sem þegar hafa verið ákveöin svo og ný útgjöld. Einn helsti kostur rammafjárlaga er minni miöstýring svo og aukiö svigrúm ráöherra viö ráöstöfun þess fjár er ráóuneytum er úthlutaó. Þá er eftirlit með ráóstöfun fjárins fært frá fjármálaráöuneytinu tll fagráðu- neytanna. Þetta hefur í för meö sér aö ráöherrunum er gert kleift aö hafa meiri áhrif á þróun þeirra mála- flokka er þeir stjórna miðaö viö það sem nú er. Ætla má aö slíkt fyrir- komulag muni þegar litiö er til lengri tíma auka ábyrgöartilfinningu í ein- stökum ráöuneytum og stofnunum. Þá má einnig setja heildarramma um fjölda opinberra starfsmanna eöa launagareiöslur til þeirra og gefa siöan ráðherrum frjálsar hendur um tilfærslur innan síns ráóuneytis í samræmi við þann ramma sem þeim er settur hverju sinni. Þeir gætu þá lagt nióur stöóur og skapað nýjar eftir þörfum, eöa bætt launa- kjör þeirra starfsmanna sem eftir eru í samræmi vió þá stefnu er mörkuö hefur veriö hverju sinni í ráóuneytum þeirra. Þetta gæti þó tæpast átt viö um æöri embættis- menn sem væntanlega yröu „friöaö- ir“ eftir sem áður. Heilbrígðismál Ungir sjálfstæöismenn leggja til ákveönar kerfisbreytingar í heil- brigóismálum í þvi skyni aö draga úr kostnaöi og auka ráðdeild án þess að rýra gæði veittrar þjónustu. Kerfisbreytingarnar miöi aö því aó auka hagkvæmni í rekstri heil- brigöisstofnana, aö tryggja framboö á nauðsynlegri þjónustu í heilbrigöi- skerfinu, svo og aö tengja saman greiðslur og rekstrarábyrgö. Hlut- verk og greióslur einstaklinga, sveit- arfélaga og ríkisins í heilbrigðis- kerfinu verði tekiö til endurskoðunar. Sérstaklega skal bent á eftirfar- andi í þessu sambandi: 1. Verðlagning lyfja og lyfjanotkun veröi athuguö sérstaklega. Meö hliósjón af breyttum forsendum verói rúmlega 70% álagning lyfja felld niður, en tekió upp fast afgreiöslugjald og áiagning, er lækki hiutfallslega meó hærra veröi lyfja. Leitaö veröi leiða er hvetja til nctkunar ódýrustu lyfja af hverri tegund svonefndra „samheita-lyfja“. Sérstaka áherslu ber aö leggja á aö einok- unarfyrirkomulagi því er ríkt hefur í lyfsölu veröi breytt og frjálsræöi aukiö á því sviði. 2. Endurskoðuö veröi skipulagning og framiög til tannlækninga og tannréttinga í Ijósi þeirrar reynslu sem þegar er fengin. Þrátt fyrir mikinn kostnaö viö skólatann- lækningar viröist sem þær skili ekki tilætluöum árangri. Fyrir- komulag greiöslna vegna tann- réttinga er meö þeim hætti aö hvetur til ofnotkunar. Fjöldi sér- fræöinga í tannréttingum hér á landi bendir einnig til þess aö svo sé. Aukin áhersla veröi lögö á forvarnarstarf og tannvernd. 3. Stjómvöld láti fara fram endur- mat á nauðsyn framkvæmda í heilbrigöiskerfinu meö hliösjón af raunverulegri þörf. Einnig meö hliösjón af framboöi stafsfólks í einstökum stéttum heilbrigóis- kerfisins. Hugaö veröi aö rekstri hjúkrunardeilda er bætt geti nýt- ingu bráöadeilda sjúkrahúsanna. 4. Sérstök áhersla verið lögð á að aldraöir geti sem lengst dvalist í eigin húsnæöi. I því skyni verði bygging þjónustuíbúöa fyrir aldr- aöa (eiga og leiga) aukin og heimahjúkrun og heimilishjálp efld verulega. Á þann hátt má draga úr innlögnum á sjúkrahús (öldrunardeildir) svo og vistun á stofnanir. 5. Stuölað veröi aö einkarekstri í heilbrigöiskerfinu á öllum þeim sviöum sem hagkvæmt getur talist. Sjálfstæöi og fjárhagsleg ábyrgö sjúkrastofnana veröi aukin. 6. Veröskyn starfsfólks heilbrigöis- stofnana og opinberra aðila veröi eflt. i því skyni veröi tekiö upp kostnaöarbókhald á sjúkrahúsum er skrái kostnaö við hvern sjúkl- ing sérstaklega. Kostnaöur viö rannsóknir veröi gjaldfærður hjá þeim deildum sem panta þær. 7. Verðskyn sveitarfélaga veröi eflt. i því skyni veröi kostnaöarhlut- deild þeirra í heilbrigöisþjónustu aukin og jafnframt veröi færöir til þeirra tekjustofnar frá ríkinu. 8. Veröskyn einstaklinga veröi eflt. i því skyni fái þeir upplýsingar um heildarkostnaö þeirrar þjón- ustu sem þeim er látin í té. Jafn- framt veröi kostnaöarhlutdeild einstaklinga í þjónustu á heil- brigöisstofnunum svo og vegna lyfjanotkunar aukin eftir því sem efni og ástæöur þeirra leyfa. 9. Val í heilbrigöiskerfinu verði aukiö, t.d. með því aö einstakling- um verði gefinn kostur á að kaupa sjúkratryggingar hjá einka- reknum tryggingafélögum í staö þess aó vera í hinu opinbera sjúkratryggingakerfi. Húsnæöismál Ungir sjálfstæöismenn hafa hús- næöismál nú til sérstakra umfjöllun- ar og vilja aö mótuó sé framtíöar- stefna í þeim málaflokki sem í senn er raunhæf fjárhagslega og kemur aö gagni þeim sem þurfa á aöstoö aó halda. i fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir aö 1600 milljónir renni til byggingasjóöanna úr ríkissjóöi á næsta ári. Þaö er bjargföst skoöun ungra sjálfstæðismanna aö ódýrari leiöir hljóti aö vera til sem jafnframt nýtast húsbyggjendum. Sá hópur sem frekast þarf aöstoð er þaö fólk sem er aö koma sér þaki yfir höfuö- iö í fyrsta Sinn. Ennfremur er vandi þess fólks mikill sem seldi ibúöir sínar á föstu verði meöan verð- bólgan æddi upp úr öllu valdi. Til aö ná fram þeirri ráðdeild sem ungir sjálfstæöismenn vilja innleiöa í húsnæöismálin leggja þeir til aö eftirgreind atriði verði höfð til hliö- sjónar viö lánveitingar: 1. Lán til þeirra sem eru aö koma sér þaki yfir höfuöiö í fyrsta sinn verði hærri en önnur lán og aö ekki sé gerður greinarmunur á lánum til kaupa á eldra og nýju húsnæói hjá þeim hópi. 2. Lífeyrissjóöir komi meö mark- vissari hætti en nú er inn i fjármögn- un húsnæöiskerfisins. 3. Niöurgreiöslur ríkisins á fjár- magnskostnaöi húsbyggjenda veröi meö skipulegum hætti en ekki handahófskenndar eins og nú er. 4. Gerö veröi sérstök úttekt á þvi hversu mikíum upphæóum þaó fóik tapaói sem seldi ibúöir á óverö- tryggöum kjörum á árunum 1982 og 1983 þegar verðbólgan snögg- hækkaöi í 130%. i framhaldi af því verðl geröar sérstakar skattalegar aógeröir til þess aö aöstoöa þetta fólk sem tapaöi hluta eigna sinna í óöaveröbólgunni. Þá vilja margir sjálfstæðismenn senda á eftirfarandi hugmyndir sem gætu e.t.v. orðið grundvöllur aö framtíöarlausn. f fyrsta lagi aö lán séu aöeins veitt einstaklingum til ibúöarkaupa. í ööru lagi skuli lánsfjárhæöin miöuð viö tiltekiö hlutfall kostnaöarverös þriggja herbergja íbúöar. Fjárhæöin skal vera óháö því hvernig íbúö einstaklingurinn kaupir, þ.e. óháö aldri hennar eöa stærö. i þriöja lagi má hugsa sér að lán til húsnæöis- kaupa fylgi lántakanda en ekki tbúö- inni á líkan hátt og gildir um lífeyris- lán. Þá veröi einstaklingum heimilað að geyma sér lántökurétt og einnig skal honum heimilt að endurgreiða eftirstöövar fengins láns í einu lagi, t.d. ef hann selur íbúö án þess aö kaupa aöra íbúð. En þá öðlist hann nýjan lántökurétt. í fjórða lagi skal til tryggingar lánum veita forgangs- veðrétt í fasteign. í fimmta lagi skulu lán úr sjóðnum verötryggö til 30—40 ára með jákvæöum raunvöxtum. Menntamál Ungir sjálfstæðismenn leggja áherslu á aö eftirgreind atriöi veröi höfö til hliösjónar til aö ná fram auknu kostnaöaraöhaldi og sparnaöi í menntamálum: 1. Kanna veröur hvort ekki sé rétt að sveitarfélög taki aö sér aö meira eöa minna leyti rekstur grunnskóla landsins. Þá veröi öðrum aöilum en hinu opinbera gert auöveldara aö stofna og reka skóla. f þessu sambandi má benda á þá leiö aó ríkið greiði fyrir skólakostnaói með ákveönu viömiöunargjaldi á hvern nemanda, óháö eignar- eöa rekstraformi skólans. Um leiö og þessar breytingar eiga sér staö veröi skólum fengiö meira sjál- fræöi um val á námsefni og kennsluaðferðum innan ramma almennrar fræðslulöggjafar. Til- koma einkaskóla ætti aö auka fjölbreytni innan skólakerfisins og auövelda foreldrum að hafa áhrif á þá fræóslu sem börnum þeirra er boðiö uppá. Eitt aöalverkefniö í skólamálum er að nýta betur fyrstu skóiaárin. islenska skólakerfiö útskrifar stúdenta tveim árum á eftir því sem þekkist hjá ýmsum ná- grannaþjóðum okkar. Ein aöal- ástæöa þess er aö fyrstu skólaár- in eru mjög vannýtt. Væri börnum kennt meira á þessum árum heföi þaö mikla þýöingu. Nemendur kæmu fyrr út á vinnumarkaöinn. Foreldrar gætu aölagaö vinnu betur aö skólagöngu barnanna. Ennfremur myndi vera auðveld- ara að koma í veg fyrir aö fram- haldsmenntun útvatnist vegna þess aö geröar eru of litlar kröfur í skólakerfinu en þróunin viröist stefna í þaö. 2. Tekin veröi upp innritunargjöld í eftirgreindum stofnunum: Háskóla íslands, Kennaraháskóla Islands, íþróttakennaraskóla ís- lands, Hússtjórnarkennaraskóla islands, Tækniskóla islands, Vél- skóla islands, Stýrimannaskólan- um í Reykjavtk, Hótel- og veit- ingaskóla islands, Fiskvinnslu- skólanum, Hjúkrunarskóla is- lands, Nýja hjúkrunarskólanum, Fósturskólanum, Hússtjórnar- skólanum, Myndlista- og hand- íöaskólanum, Leiklistarskóla is- lands. Þessi gjöld þurfa ekki aö vera veruleg en þó nægileg til þess aö þeir einir leiti þangaö sem fullan hug hafa á því að leita sér framhaldsmenntunar. Jafnframt má hugsa sér aö komi verði á fót námsstyrkjakerfi á vegum einkaaöila og opinberra aöila til stuönings námsmönnum og aö slikt yröi auöveldaö t.d. meö skattaívilnunum. Með ofannefndum aöferöum mætti auka á hæfni skólakerfisins til þess aö mæta ólíkum óskum mismunandi aöila, auka áhrif for- eldra á menntun og uppeldi barna sinna og stuðla aö því aö fram- haldsnám einstaklinga veröi mark- vissara og nýtist þjóöfélaginu betur. Lánasjóður íslenskra námsmanna Ungir sjálfstæöismenn leggja til gagngert endurskipulag á sjóönum sem er forsenda þess aö unnt reyn- ist að koma málefnum hans í skyn- samlegt horf. ( þessu skyni er eftir- farandi lagt til: 1. Skilja veröur á milli lána og styrkja. Lánin veröi verötryggð og endurgreiöist á 20 árum. Hér er lagt til að horfið veröi frá núverandi tilhögun sem mælir svo fyrir aö lánin endurgreiöist í hlut- falli viö tekjur á u.þ.b. 40 árum og það sem eftir kann að standa af lánunum þá afskrifast. Þá veröi tekin upp sú verklagsregla aö framlag til námsstyrkja, t.d. vegna skólagjalda í erlendum menntastofnunum veröi ákveöið sérstaklega á fjárlögum hverju sinni. 2. Tekin veröi upp sérstök lántöku- gjöld er standi undir rekstri sjóösins. Þessi gjöld taki miö af rekstrarkostnaöi sjóösins og verður þarna til aöhald meö rekstrinum af hálfu námsmanna sem nytu þess meö lægri gjöldum aö reksturinn sé hagkvæmur. Þá má i þessu sambandi benda á þá hugmynd að breyta LIN í ábyrgöarlánasjóö þar sem banka- kerfiö létti þjónustunni aö mestu af sjóönum. 3. Lánveitingar sjóösins markist af þeim fjarveitingum sem honum er ætlaö á fjárlögum hverju sinni. Þannig yröi dregiö úr þeirri sjálf- virkni sem nú er og lýsir sór í því aö stjórn LÍN ákveöur fjárþörf námsmanna og í lögum um LÍN segir aö fjárþörfinni skuli mætt meö námslánum. Afleiöingin er sú aö sjóðurinn hefur lánaö án tillits til þess fjár sem honum er veitt á fjárlögum. 4. Kjör námsmanna taki ávallt miö af kjörum launafólks í landinu. Það getur vart talist eðlilegt aö kjör námsmanna batni á sama tíma og kaupmáttur tekna skatt- greiöenda rýrnar. Þetta er þó einmitt þaö sem gerst hefur og nú er svo komið aö hjón með eitt barn, sem bæði eru í námi, hafa um 50 þúsund krónur i ráö- stöfunartekjur á mánuði. Þetta er meira en margt launafólk hefur til ráöstöfunar eftir aö opinber gjöld hafa verið dregin frá tekjum þess. Ungir sjálfstæöismenn hvetja til þess aö lögum nr. 72/1982 um Lána- sjóð íslenskra námsmanna verði breytt til samræmis viö þær hug- myndir sem hér hefur veriö lýst og telja aö með þeim hætti sé unnt aö ná þeirri lækkun framlags til LlN sem lögð er til hér aö framan og hljóöar upp á 112 milljónir og 500 þúsund krónur. Lokaorð Hugmyndir þær og tillögur sem hér hafa veriö settar fram um ráð- deild í ríkisrekstri myndu geta leitt til um 2600 millj. kr. lækkunar ríkis- útgjalda. Þaö gæfi svigrúm fyrir samsvarandi tilfærslu til heimilanna í landinu beint eða óbeint. Fjárhæöin sem hér um ræöir nemur milli 3% og 4% af ráöstöfunartekjum heimil- anna. Ýmsar þessara tillagna myndu leiöa til hækkunar á verðlagi ef þær yrðu framkvæmdar en hyggileg nýt- ing á fjárhæöinni sem sparast myndi tvímælalaust vega þá hækkun upp og meira til. Sérstaklega væri unnt að nota þetta fé til að hækka kaup- mátt almennra launþega. I fjárlagafrumvarpinu er reiknaö með þvi að innheimtur tekjuskattur einstaklinga brúttó nemi 3800 millj. kr. á næsta ári. með því að nýta alla fjárhæöina sem fæst meö ráö- deildartillögum ungra sjálfstæðis- manna til tekjuskattslækkunar stæöu aöeins um 1200 millj. kr. eftir af innheimtum tekjuskatti. Myndi hann þá einvöröungu leggjast a raunverulegt hátekjufólk. Enn má geta þess að 2600 millj- króna er fjárhæó sem svarar nær 5 söluskattsstigum. Lækkun sölu- skatts myndi lækka vöruverð og hækka kaupmátt og reyndar væri unnt aö lækka söluskattshlutfallió um nokkuö meira en 5% vegna þess aö ríkið greiöir sjálfu sér sölu- skatt í mörgum tilfellum. Miklar breytingar á stjórnarháttum gerast ekki nema örsjaldan. Um- skipti uröu þó t.d. viö valdatöku Viðreisnarstjórnarinnar og einnig viö upphaf stjórnarferils núverandi ríkis- stjórnar. Meö þeim tillögum sem ungir sjálfstæðimenn setja hér fram er veriö að leggja grunn aö róttæk- um breytingum sem myndu marka upphaf nýs framfaraskeiös á íslandi et þær kæmust til framkvæmda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.