Morgunblaðið - 25.03.1986, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 25.03.1986, Qupperneq 48
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ1986 Keykjavíkur Kópavog-sdaJ ui* fnW Fossvogsdalur. F ossvog-sdalurmn og fólkið eftir Snorra S, Konráðsson Oft láta menn í veðri vaka að ýmsir ókostir fylgi búsetu í borgum. Margir meta borgarlífið út frá eigin reynslu af sveitadvöl. Annars vegar víðáttan og hins vegar þröngbýlið sem krefst tillits í umgengni við nágrannann. Vitanlega gilda önnur lögmál í sambýli borgarinnar en í strjálbýli sveitanna. Samt er ekki nauðsyn- legt fyrir borgarbúa að kalla yfir sig fleiri hnökra þéttbýlisins en þarf. Slíkt er klaufalegt og skamm- sýnt, Lagning hraðbrautar í Fossvogs- dal yrði minnisvarði um klaufa og skammsýnt fólk — fólk sem fremur væri lagið að kalla fram ókosti borgarlífsins en gæðin. Fossvogsdalurinn er óvenjulegur og dýrmætur. Ekkert annað svæði er til á höfuðborgarsvæðinu sem býður upp á jafn marga möguleika til útivistar og þessi vin borgar- búans. Þar skiptir mestu lega dals- ins, veðursæld og nálægðin við fólk- ið. í Fossvogsdal er kjörið fyrir borgarbúann að sameina í eitt kosti þéttbýlisins oggæði víðáttunnar. Hraðbraut er eydileggfing Tvær meginhugmyndir hafa ver- ið kynntar um nýtingu Fossvogs- dalsins. annars vegar eru í hópi nokkrir Reykvíkingar með reglu- striku og reikniformúlur, sem eru þeirra guð, og sá hópur vill leggja hraðbraut eftir dalnum. Hraðbraut yfír myndarlegan og ómetanlegan skóg, yfir ieiksvæði barnanna, yfir besta útivistarsvæðið. Þessi fá- menni hópur ætlar að leggja veg þar sem fjarlægð frá gluggum íbú- anna beggja vegna dalsins að veg- arbrún verður styst aðeins um 50 metrar. Þessi hópur ætlar að ijúfa kyrrðina með 28 þúsund bílum á j dag, eitra loftið í lognkyrrum dal með útblæstri og reyk. Óloftið frá umferðinni mun, samkvæmt athugunum staðkunn- ugra manna, valda því að ekki verði bærilegt að dvelja í neðstu húsunum í dalnum þegar kyrrðin er mest og hávaðinn mun hafa slík áhrif að um verulega verðlækkun verður að ræða á húsum í næsta nágrenni hraðbrautarinnar. Niðurgrafinn vegur eða yfírbyggður á köfium breytir litlu hvað varðar mengun og hávaða, vandamálin færast ein- ungis ofar í brekkumar í dalnum. í stað hraðbrautar í Fossvogsdal á að breikka nálægar umferðargötur og byggja biýr að gatnamótum. Embættismenn í Reykjavík verða að átta sig á að óhófleg umferð til gamla miðbæjarins og næsta ná- grennis er óviturleg. Líf í miðbæ Reykjavíkur verður að tryggja á annan hátt en með eyðileggingu Fossvogsdalsins. Þjónustuna á að færa til íbúa úthverfanna og vanda þarf betur til skipulags þeirra hverfa. Samfylking um útivistarsvæði Hin hugmyndin er um útivistar- svæði í Fossvogsdal og hana að- hyilast Qölmargir Reykvíkingar, margir fleiri en íbúamir í Fossvogi, og Kópavogsbúar sem eru í sam- fylkingu um útivistarsvæði. Grundvöllur í áætlunum um úti- vistarsvæði í Fossvogsdal er að veðursæld ríkir í dalnum, frá honum liggja greiðir leiðir til annarra op- inna svæða og síðast og ekki síst, Fossvogsdalurinn er alltaf leið. Dalurinn er þegar í notkun sem útivistarsvæði. Þar má neftia Skóg- ræktarfélag Reykjavíkur, bömin sem stunda ótal leiki í dalnum og síðan er íþróttasvæði í uppbyggingu inn við Blesugiófína. Til vesturs tengist dalurínn ann- ars vegar Öskjuhlíðinni,, þó enn vanti göng undir Kringlumýrar- brautina, og hins vegar Rútstúni við Borgarholtsbrautina, en þar er að heflast bygging 50 metra sund- „Fyrsta skref ið að skipulögðu útivistar- svæði í Fossvogsdal er, að litli áhugahópurinn um hraðbraut í dalnum leggi niður þetta áhugamál sitt og fái sér annað.“ laugar. Síðan liggur leiðin að íþróttasvæðinu í Kópavogsdal. Þaðan eru svo margar leiðir m.a. í Heiðmörkina. Til austurs tengist Fossvogs- dalurinn við Elliðaárdalinn og áfram t.d. í Víðidalinn. Þaðan liggja vegir til allra átta. Dalur tómstundanna En hvers konar starfsemi og aðstöðu á að leggja til grundvallar þegar Fossvogsdalurinn hlýtur þann verðuga sess sem honum ber og hann hentar best til? Stórt land tilheyrir jörðinni Lundi vestarlega meðfram Nýbýlavegin- um. Þar er húsakostur ýmiss konar sem nota má í tengslum við dýra- garð. Þar er einnig kjörið svæði fyrir skemmtigarð (tívoli") og útileikhús, en fyrirmynd að því má sækja til eins vinabæja Kópavogs, Norrköp- ing í Svíþjóð. Leikhúsið er þeirrar gerðar að leiksviðin eru þijú og vísa þau hvort til sinnar áttar og er þá ætíð skjól á einhveiju leiksviðanna. í myndarlegum skógi skógrækt- arfélagsins má koma upp aðstöðu m.a. fyrir veitingastað utan dyra og öðru sem fer vel í skjóli tijá t.d. hluta úr dýragarði og svokölluðu mini-golfí. Skólamir tveir, Fossvogsskóli og Snælandsskóli, gætu tengst útivist- arsvæðinu með ýmsum hætti, þó einkum hvað varðar íþrótta- og baðaðstöðu. Skíðabrekkur eru nokkrar í daln- um en verið getur að aðstöðuna megi bæta með vélfrystingu. Það á einnig við um skautasvell. Leggja þarf skokkbrautir um svæðið, skíðagöngubrautir og hjólreiða- brautir. Koma þarf fyrir sparkvöll- um, tennis- og handboltavöllum. Gera þarf ráð fyrir reiðgötum fyrir hestamenn sem jafnframt gætu stundað heilsurækt og böð í skólun- um og glætt dalinn fjölbreyttara lífí með ferðum sínum um hann. Ekki má hlutur eldra fólksins gleymast og þar gæti skógræktin veitt lið meðal annarra. Hluti dals- ins, þrátt fyrir skipulag og breyting- ar, á að vera áfram óhreyfður því móar og skurðir eru líka aðstaða til leikja og útiveru. Skyldur yfirvalda Hér hafa ýmis atriði verði nefnd sem koma til athugunar þegar ráð- ist verður í skipulagningu Foss- vogsdalsins. Áríðandi er að sem flestar hugmyndir komi fram þann- ig að tekið verði tillit til sem flestra sjónarmiða þegar til framkvæmda kemur. Yfírvöld í Kópavogi og Reykjavík þurfa að sameinast um gerð útivistarsvæðisins og þeirri vinnu er sjálfsagt að tengja Skóg- ræktarfélagi Reykjavíkur og Knatt- spymufélaginu Víkingi, sem nú þegar hafa haslað sér völl í dalnum. Ennfremur þurfa foreldrafélög skólanna að tengjast skipulagi og framkvæmdum, íþróttafélögin í Kópavogi, íbúar í dalnum og land- eigendur. Skemmtilegt væri til þess að vita að nemendur skólanna gætu tengst skipulagsvinnunni. Það gætu þeir gert ósköp vel eins og t.d. þátt- ur nemenda í sýningu í Fossvogs- skóla vegna afmælis Reykjavíkur sýnir. Annað áhugamál Fyrsta skrefíð að skipulögðu úti- vistarsvæði í Fossvogsdal er að litli áhugahópurinn um hraðbraut í dalnum leggi niður þetta áhugamál sitt og fái sér annað. Farsæiast yrði, beitti hann sér fyrir gerð úti- vistarsvæðisins í dalnum, ynni með íbúunum en ekki á móti þeim. Fyrir fagfólk og almenning yrði samkeppni um skipulag Fossvogs- dalsins eftirsóknarverð og um leið mjmdi áhugi fyrir útiveru aukast og skilningur á umhverfismálum glæðast. Félagsskapur áhugafólks Myndun félags áhugafólks um útivistarsvæði í Fossvogsdal er löngu tímabær og þeirri áskorun er hér með beint til íbúasamtaka og foreldrafélaga meðal annarra, að heQast handa í þeim efnum. Það er eðlilegt að fóikið sem hrað- brautarumferðin bitnaði harðast á hafí frumkvæði í málinu. Fýrir fólkið í þéttbýlinu er kostur að hafa víðáttuna við húsdymar. Að geta í einu skrefí stigið af malbikinu inn í náttúruna eru ómet- anleg hlunnindi. Fossvogdalurinn er óvenjulegur og dýrmætur. Hann má ekki skemma. Dalurinn er fyrir fólkið í Reykjavík og Kópavogi. Höfundur er Kópa vogabúi og var formaður Tómstundaráðs Kópa- vogs 1982 til 1984.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.