Morgunblaðið - 25.03.1986, Page 60

Morgunblaðið - 25.03.1986, Page 60
Unglingarnir 17, sem höfðu framsögu á fundinum um þrettándann á Selfossi. Ákveð- ið var að stefna að „friðarþrettánda** á næsta ári. Fulitrúar bæjarfélagsins, lögreglunnar og ungmennafélagsins. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson -MH&tóLÁÐIfi. ÞRIÐÍÍlD AGUR ^l^ AÍlZ 1^6 - - - - ca Hom hi fDSSVÖASftf Selfoss: Þrettándinn í brennidepli - á fundi þar sem unglingar höfðu framsögu Selfossi. NÝLEGA var haldinn fjölsóttur fundur í íþróttahúsinu á Selfossi þar sem umræðuefnið var þrettándinn og atvik þau sem þá áttu sér stað. Fundurinn var haldinn að frumkvæði JC-Selfoss og var liður í verkefni tengdu æskunni og umhverfinu. 17 unglingar úr 6.-9. bekk grunnskólans á Selfossi höfðu framsögu á fundinum og töluðu fyrir hönd sinna bekkjardeilda, sem fjallað hafa um málið og komist að sameiginlegri niðurstöðu sem framsögumenn skýrðu frá. Auk þeirra töluðu á fundinum bæjarfulltrúar, fulltrúar frá lögreglunni og ungmennafélaginu. Frá því á þrettándanum 1977 hefur ungmennafélagið staðið fyrir dagskrá þetta kvöld, blysfor og álfabrennu með flugendasýningu á íþróttavellinum. Síðar um kvöldið hefur svo verið haldinn unglinga- dansleikur að frumkvæði tóm- stundaráðs bæjarins. Þrátt fyrir þetta hafa óspektir farið vaxandi og úr hófi keyrði á síðasta þrettánda þegar 40 rúður voru brotnar í kaupstaðnum, tólf teknir úr umferð og fímm lögreglumenn meiddir eftir afskipti af óspektunum. Unglingamir sem töluðu á fund- inum áttu það sameiginlegt að mæla eindregið gegn því ástandi sem ríkti í kaupstaðnum á síðasta þrettándakvöldi. Þeir bentu á ýmsar leiðir til úrbóta sem voru þær helst- ar að haldinn yrði dansleikur þrett- ándavöldið með góðri nljómsveit þar sem lítill aðgangseyrir væri, fjöl- skylduskemmtun mætti halda í íþróttahúsinu. Einn ræðumanna benti á að aukna félagsaðstöðu vantaði, nokkrir komu inn á það atriði að nauðsynlegt væri fyrir unglingana og foreldra þeirra að ræða þetta tiltekna vandamál á þrettándanum og íhuga hvað mætti gera til úrbóta. Á öllum var að heyra að þeim þætti það illt að Selfossbúar og þá sérstaklega unglingar frá Selfossi væru stimplaðir einhveijir óeirða- unglingar og annars flokks fólk vegna þessara atburða. „Það bar mikið á L- og R-bílum þetta kvöld," sagði einn ræðumaðurinn og benti á það ásamt fleirum að mikið hefði verið um utanbæjarmenn sem stóðu í og jafnvel fyrir óspektum þetta kvöld. Framsögumaður úr 6. bekk benti á það að fjölskyldur færu gjaman á rúntinn þetta kvöld til að fylgjast með hvað væri að gerast og það ætti sinn þátt í að skapa æsingu meðal krakkanna. Undir þetta tóku aðrir ræðumenn og einn þeirra tók þannig til orða að það þýddi ekkert að tala um að koma í veg fyrir læti á þrettándanum ef unglingam- ir væru ekki hafðir með í ráðum. Ekki var annað á unglingunum að heyra en að þeir væru á einu máli um það að breyting þyrfti að verða á þrettándanum til batnaðar og virtust tilbúnir að taka á í því efni og undirtektimar sem ræðu- menn fengu hjá áheyrendum gáfu ekki annað til kynna en þar væri fullur stuðningur við að breyta til batnaðar. Ein stúlkan sem flutti framsöguræðu hvatti fólk til að snúa ærlega á utanbæjarfólk sem hingað flykktist til að „skemmta" sér og sagði: „Því ekki bara að slá til og láta þetta fólk og blöðin verða fyrir vonbrigðum næst með því að halda þann skemmtilegasta og ró- legasta þrettánda sem sögur fara af?“ í máli annarra sem töluðu á fundinum kom fram eindreginn vilji til þess að halda þeirri dagskrá sem verið hefur á þrettándanum og láta ekki í minni pokann fyrir nokkrum óeirðaseggjum og vandræðpmönn- um. Fram kom á fundinum að ungmennafélagið hefði tilkjmnt bæjarstjóminni að það hyggist ekki hafa frumkvæðið að dagskrárhaldi á næsta þrettánda. Allir hvöttu ræðumenn unglingana og fullorðna til þess að taka höndum saman um að koma í veg fyrir ólæti og óspekt- ir á næsta þrettánda með því að ræða málið og gera sér grein fyrir því hversu alvarlegt það væri og hvert það stefndi í raun ef þessir atburðir endurtækju sig. í máli lögreglumannanna kom fram að 40 rúður hefðu verið brotn- ar í kaupstaðnum þessa þrettánda- nótt, tólf manns voru teknir úr umferð. Þar af voru 3 frá Selfossi, 5 úr Ámessýslu, 1 úr Hafnarfírði og 3 úr Rangárvallasýslu. Sá yngsti var Í4 ára og þeir elstu 20 ára. „Við getum átt von á manntjóni ef þessu heldur áfram," sagði Sigurð- ur Jónsson aðstoðaryfírlögreglu- þjónn. Jón I. Guðmundsson yfírlög- regluþjónn sagði að 5 lögreglumenn hefðu orðið fyrir meiðslum þetta kvöld og hjálmur eins þeirra hefði sprungið þegar gijót lenti í honum. „Við getum ekki komið í veg fyrir þetta nema allir hjálpist að,“ sagði Sigurður lögregluþjónn og lýsti eins og aðrir ánægju sinni með fram- söguræður unglinganna. Einn ræðumanna kvaðst vonast til þess að fundurinn yrði að stærri hreyfíngu sem ynni áfram að því að uppræta óspektir á þrettándan- um. í lok fundarins var samþykkt áskoran til allra bæjarbúa að vinna að því að halda friðarþrettánda 1987. í lok fundarins fengu þátttakend- ur viðurkenningu frá JC-Selfossi. Sig. Jóns. í snjónum á Egilsstöðum. Morgunblaðið/Ólafur Egilsstaðir: Alhvítjörð Egilsstöðum, 23. mars. EINS OG viðast hvar á landinu hefur veðurfar verið heldur rysjótt og umhleypingasamt hér á Héraði undanfamar vikur. Langt er siðan snjóa leysti í byggð og vom skíðagöngugarp- ar jafnvel farnir að huga að því að koma búnaði sínum fyrir í geymslu til næsta vetrar. En þeir get nú frestað þeim verknaði um sinn þvi að síðasta sólarhring hefur snjóað talsvert á Héraði og er jafnfallinn snjór hér á Egilsstöðum, nú um 12 sm — og enn snjóar. Ef að líkum lætur geta nemendur nú unað glaðir við sitt í snjónum í páskafríinu — og skíðaáhugamenn tekið gleði sína að nýju. Skíðaráð Hattar rekur skíðalyftur í hlíðum Fjarðaheiðar og þar má búast við margmenni nú um páskana — ef veðurguðimir grípa ekki enn frekar í taumana. Ólafur X létu sér ekki leiðast á kvöldin í Sviss. Þeir spiluðu JJ Fæst í bóka- og lcikfangaverslunum um land allt. 6ooo spurningar og svör. Skemmtun, fróðleikur og spennandi keppni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.