Morgunblaðið - 30.07.1986, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ; MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 1986
mmm
Snarir í snúningnm — sigurvegarar úr Snarfarakeppnunum.
Morgunblaðið/óli K.
Snarfari siglir um sundin blá
Sjómennska og siglingar eru
ekki aðeins mikilvægir at-
vinnuvegir heldur einnig áhugamál,
sem eiga ört vaxandi vinsældum
að fagna. Sportbátafélagið Snarfari
stóð fyrir mikilli hátíð á dögunum,
í tilefiii tvö hundruð ára afmælis
Reyiqavíkurborgar. Fyrstu tvo dag-
ana var siglt um Sundin með
farþega, síðan keppt í ýmsum
íþróttagreinum, næstu tvo. Meðal
keppnisgreina voru sjóstangaveiði
og hæfnisrall, sem felst í því að
finna baujur eftir vissum staðar-
ákvörðunum. Einnig spreyttu menn
sig á baujusvigi sem líkist mjög því
svigi sem við þekkjum úr skíðaí-
þróttinni. „Þessi hátíð fór afskap-
lega vel frarn," upplýsti Ársæll
Guðsteinsson, er við inntum hann
eftir því hvemig gengið hefði. „Það
var mikið um að vera og áhugi
manna gífurlegur. Með tilkomu
nýju hafnarinnar hefur færst mikið
líf í félagsstarf Snarfara og er nú
svo komið, að um 150 bátar eru
hér í höfn. Fjölbreytileikinn er líka
mikill í þessu, maður getur slappað
af og stundað stangveiðina eða
skroppið á sjóskíði til að hressa sig
við. Stangveiðin er nefnilega af-
skaplega róandi sport og miklu
meira heillandi en laxveiði, fínnst
mér. Kyrrðin er jafnvel enn meiri
úti á sjó en uppi í sveit." Eins og
vera ber lauk þessari vikuhátíð með
verðlaunaafhendingu, bikurum og
peningum var útdeilt til sigurvegar-
anna. „Það var olíufélagið Skelj-
ungur, sem gaf okkur alla
verðlaunagripina," sagði Ársæll,
„og það jók náttúrulega stemmn-
inguna að hafa alvöru verðlaun.
Þetta var í fyrsta skipti, sem svona
hátíð er haldin hér á landi og var
þátttakan svo góð, að við erum jafn-
vel famir að hyggja að annarri, nú
í haust."
Vincente Minnelli látinn
Bandaríski kvikmyndaleikstjór-
inn Vincente Minelli er látinn,
83ja ára að aldri. Hann lést á heim-
ili sínu í Los Angeles eftir langvar-
andi veikindi. Alla ævi hafði hann
þjáðst af asma og öðmm öndunar-
sjúkdómum og hafði, undanfarið
ár, átt við þráláta lungnabólgu að
stríða. Er hann lést hafði hann stýrt
einum 33 myndum, þar á meðal
„Gigi“, sem hlaut ein 10 Óskars-
verðlaun árið 1960.
Minelli fæddist í Chicago, sonur
franskrar leikkonu og ítalsks fiðlu-
leikara. Hann komst því æði
snemma í kynni við hið alræmda
leikhúslíf, tróð sjálfur fyrst upp
aðeins þriggja ára að aldri, er hann
kom fram í skemmtiatriði sem fjöl-
skyldan hafði æft. Ekki hafði hann
þó hugsað sér að gera leiklistina
að ævistarfi, hvað þá heldur leik-
stjóm. Hann hætti í skóla sextán
ára og sneri sér að skiltagerð og
búningahönnun. Ekki leið á löngu
uns augu kvikmyndaframleiðenda
MGM opnuðust fyrir hæfíleikum
hans og ákváðu þeir að greiða götu
hans, gefa honum tækifæri til að
sýna hvað í honum byggi. Fyrstu
mynd sína „Cabin in the Sky“, gerði
Vincent 1942 og var hún byggð á
söngleik, sem sýndur hafði verið á
Broadway. Það má því eiginlega
segja að Minelli hafi komið inn í
kvikmyndaiðnaðinn í gegn um bak-
dymar. Það var hins vegar ekki
fyrr en 1944, sem hjólin fóru að
snúast fyrir alvöru. Þá leikstýrði
hann söngvamyndinni „Meet me in
St. Louis“, þar sem Judy Garland
fór með aðalhlutverkið. Það var
með þeirri mynd, sem stjömu hans
skaut upp á himininn og frama-
brautin blasti við. Minelli gekk að
eiga aðalleikkonuna Judy Garland
og ekki leið á löngu uns frumburð-
ur þeirra leit dagsins ljós —
söngkonan Liza Minelli.
Meðal frægustu verka Minelli era
myndimar „An American in Paris"
með Gene Kelly í aðalhlutverki,
„The Band Wagon“ með Fred Ast-
aire og „Gigi“ með Leslie Caron og
Maurice Chevalier. En þó svo Min-
elli hafi að mestu leyti helgað sig
söngvamyndunum, brá hann af og
til út af vananum, og leikstýrði
myndum, sem ekki tengdust tónlist
á einn eða annan hátt. Frægasta
mynd hans, þeirrar tegundar, var
„Lust for Iife“, þar sem Kirk
Douglas fór með hlutverk málarans
Van Gogh og Anthony Quinn var
í gervi Gauguin.
Dóttir leikstjórans, Liza Minelli,
var hjá föður sínum, er hann lést.
Hún segist ávallt hafa borið mikla
virðingu fyrir báðum foreldram
sínum, hvoru á sinn hátt. „Ég erfði
starfsorkuna og kraftinn frá
mömmu," segir hún, „hugmynda-
flugið og dagdraumana frá pabba.“
Minelli lætur eftir sig eiginkonu,
sem hann kvæntist fyrir sex áram.
Heitir hún Lee Anderson og er
fjórða kona kvikmyndaleikstjórans.
Vincente Minnelli ásamt
dóttur sinni, Lizu.
COSPER
Ef það er konan mín, þá er ég ekki við.
41
Vestmannaeyjar fengo fyrst kaup-
staðarréttindi fyrir 200 árum:
Engin hátíða-
höld fyrirhug-
uð af því tilefni
— segir formaður bæjarráðs
Vestmannaeyjar.
„VIÐ ÆTLUM okkur ekki að halda það hátíðlegt með
neinum hætti að 18. ágúst næstkomandi verða 200 ár liðin,
frá því Vestmannaeyjar fengu fyrst kaupstaðarréttindi.
Vestmannaeyjar voru teknar úr tölu kaupstaða 1807 og
það var ekki fyrr en 1918 sem Vestmannnaeyjar urðu
kaupstaður að lögum,“ sagði Guðmundur Þ.B. Ólafsson
formaður bæjarráðs í samtali við fréttaritara, þegar hann
var inntur eftir því hvort fyrirhuguð væru einhver hátíða-
höld í Eyjum í sumar vegna þessa afmælis.
Sem kunnugt er fengu sex
bæir kaupstaðaréttindi 18. ágúst
1786: Reykjavík, Akureyri, Isa-
fjörður, Eskifjörður, Grundar-
íjörður og Vestipannaeyjar. Öll
þessi sjávarpáss nema Reykjavík
munu hafa misst þessi réttindi
síðar um lengri eða skemmri
tíma.
Guðmundur Þ.B. Ólafsson
sagði að árið 1969 hefði verið
haldið veglega upp á 50 ára af-
mæli kaupstaðarins og bjóst
hann ekki við öðru en áfram
yrði miðað við árið 1919, þegar
minnst verður merkisafmæla í
sögu Vestmannaeyjakaupstaðar.
Vestmannaeyjar fengu sem fyrr
segir kaupstaðarréttindi að lög-
um 1918 en fyrstu kosningamar
til bæjarstjómar voru haldnar
16. janúar 1919. HKj.
Húsavík:
Minkur unninn
í skrúðgarðinum
LÖGREGLAN á Húsavík vann
þijá minka í skrúðagarðinum
á Húsavík síðastliðið föstu-
dagskvöld.
Um kvöldið urðu menn varir við
að styggð var skyndilega komin að
öndunum á stíflunni, sem er í nýju
skrúðgarðinum, en þar er ávallt
fyöldi anda.
Yfirlögregluþjónninn, Þröstur
Brynjólfsson og Daníel Guðjónsson
varðstjóri bragðu skjótt við og urðu
strax varir við að þar vora minkar
á ferð. Eftir stuttan eltingarleik
unnu þeir dýrin, læðu með tvo yrð-
linga.
Álitið er að dýrin hafi ekki verið
búin að vera lengi á þessum slóðum
og frekar er haldið að þeirra heim-
kynni hafi verið ofar í Búðaránni,
sem rennur úr Fossvatni.
Andarlífið við stífluna virðist nú
aftur vera komið í eðlilegt horf svo
ekki er álitið að fleiri dýr hafi þama
verið á ferðinni.
Fréttaritari
>
„Akvarðanir útvarpsráðs
um útvarpsefni endanlegar
HLUTI útvarpsráðs hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna
ummæla Markúsar Arnar Antonssonar útvarpsstjóra í til-
efni nýrrar reglugerðar menntamálaráðherra um Ríkisút-
varpið. Vilja undirritaðir taka fram eftirfarandi:
„Nýútgefin reglugerð breytir í lagaákvæði getur Alþingi eitt
engu stöðu eða hlutverki útvarps-
ráðs frá því sem ákveðið er í 20.
grein útvarpslaga, þar sem segir
m.a.: „Ákvarðanir útvarpsráðs um
útvarpsefni era endanlegar. Þessu
breytt."
Markús Á. Einarsson,
Eiður Guðnason,
Ámi Bjömsson,
Magnús Erlendsson.
ÖÖ NÝTTSÍMANÚMER
mmmoó
Metsölublad á hveijum degi!