Morgunblaðið - 02.09.1986, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 02.09.1986, Qupperneq 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1986 — Selfyssingar fundu það er þeir töpuðu fyrir Þrótti ÞRÁTT fyrir áköf hvatningarhróp fjölmargra Selfyssinga tókst knattspyrnuliði staðarins ekki að sigra Þrótt á Laugardaisvelli er liðin mœttust í 2. deildinni. Sigfús Kárason skoraði tvívegis í síðari hálfleik en Selfyssingum tókst aðeins að skora eitt mark þrátt fyrir að eiga mýmörg tœkifœri. Spútnikarnir frá Selfossi byrjuðu leikinn vel og átti Jón G. Bergs gott skot strax á 3. mínútu en yfir. Áfram hélt sókn þeirra og nokkur færi litu dagsins Ijós en ekki vildi boltinn í netið. Þróttarar fengu þrjú umtalsverð færi í fyrri hálfleik en tókst ekki að skora. Þegar skammt var til leikhlés skoraði Sveinn Jónsson fyrir Sel- foss. Þórarinn Ingólfsson tók þá aukaspyrnu og varnarmönnum Þróttar mistókst að spyrna frá marki. Boltinn fór til Sveins sem skoraði af stuttu færi. Maður bjóst við að í síðari hálf- leik myndu Selfyssingar halda uppteknum hætti og sækja en það gerðu þeir ekki og það varð þeirra banabiti. Leikmenn drógu sig aftar á völlinn og Þróttarar komust meira inn í leikinn og sérstaklega voru þeir Sigurður Hallvarðsson, Sverrir Brynjólfsson og Sigfús skeinuhættir í sókn Þróttar. Mörkin létu samt á sér standa og það var ekki fyrr en á 78. mínútu sem Sigfús skoraði fyrra markið eftir aö hafa leikið á markvöröinn. Seinna mark hans kom á 85. mínútu. Sverrir braust þá upp að endamörkum, gaf fyrir þar sem Anton markvörður náði að snerta knöttinn en hann fór til Sigfúsar sem afgreiddi hann í netið. Það sannaðist í þessum leik að það er ekki alltaf nóg að vera betri aðilinn. Selfoss var betra liðið en þeir töpuðu samt. Hjá þeim var Stærsti sigur sumarsins — Tryggvi skoraði 6 í 13:0 sigri KA á Skallagrími Akuroyri. STÆRSTI sigur sumarsins í 2. deild leit dagsins Ijós á Akur- eyrarvelli á laugardag er Skalla- grímur sótti KA heim. KA-menn gjörsigruðu Borgnesinga 13:0 eftir að hafa verið 8:0 yfir f leik- hléi. Markakóngurinn Tryggvi Gunnarsson skoraði sex mörk í leiknum þrátt fyrir að veita sér þann munað að brenna af vfta- spyrnu! Tryggvi er nú langmarka- hæstur í 2. deild með 25 mörk. Fyrsta markið kom strax á 8. mín. Árni Freysteinsson hugðist gefa fyrir markið langt utan af velli, markvörður Borgnesinga misreiknaði knöttinn og hann lenti í netinu. Eftir það komu mörkin á færibandi fram að leikhléi - Bjarni Jónsson skoraði annað markið af stuttu færi, Tryggvi skoraði sitt fyrsta og þriðja mark KA og fjórða markið gerði svo Guðlaugur Þórð- arson - og var það fallegasta mark leiksins. Því miður fyrir hann fór knötturinn í hans eigið mark, þrumuskot utan úr teig eftir góða fyrirgjöf KA-manns. Fimmta markið gerði Haraldur Haraldsson, sjötta Steingrímur Birgisson, sjöunda Tryggvi og síðan átti Hinrik Þórhallsson síðasta orðiö fyrir hlé er hann skor- aði af stuttu færi, en hann var nýkominn inn á sem varamaöur fyrir Steingrím sem meiddist. Tryggvi Gunnarsson skoraði 9. markið og einnig það 10. - bæði með skalla, 11. markið skoraði Bjarni Jónsson, 12. gerði Tryggvi og einnig það 13. og síðasta. Varla þarf að taka fram að hér var um algera einstefnu að ræða og engin ástæða er til að telja upp öll marktækifæri KA í leiknum. Lið- ið lék mjög vel enda mótstaöan ekki mikil. Leikmenn Skallagríms mega þó eiga það að þeir gáfust aldrei upp - reyndu alltaf að spyrna við fótum, en áttu einfaldlega við algjört ofurefli að etja. Látlaus sókn er KS vann sinn fimmta sigur í röð fyrirliði þeirra, Þórarinn Ingólfsson, bestur. Hann er skemmtilegur spil- ari sem vinnur vel fyrir liðsheildina. Mágur hans, Páll Guömundsson, átti einnig góðan dag svo og Sveinn Jónsson. Stóru mennirnir í liðinu voru óöruggir og lélegir í þessum leik. Hjá Þrótti voru þeir Daði, Sverr- ir, Sigurður og Sigfús bestir auk Ottós sem stóð sig vel í vörninni. Draumur Selfoss um sæti í 1. deild er þar með að engu orðinn en það þýðir þó ekki að gefast upp því það kemur ár á eftir þessu ári og ef sami mannskapur verður hjá liöinu næsta ár þurfa þeir engu að kvíða. Morgunblaöið/Skapti • Tryggvi Gunnarsson fagnar hér einu af sex mörkum si'num um helgina en alls skoraði Tryggvi 11 mörk gegn Skallagrími í deildinni f sumar. Ekki nóg að vera betri 4. deild: Sindri í 3. deild ÚRSLITAKEPPNI 4. deildar er nú lokið nema hvað eftir er að leika úrslftaleikinn sjálfan en hann verður 6. september næstkom- andi. Þau lið sem þar eigast við verða Afturelding og HSÞ-b eða Hraðmót KSÍ: Fram vann Akureyri. FRAMMARAR sigruðu á hrað- móti unglinganefndar Knatt- spyrnusambandsins sem fram fór á Akureyri. Þeir sigruðu Víking 2:1 í úrslitaleik mótsins sem fram fór á aðalleikvangi bæjarins á sunnudagsmorgun. Eysteinn Jó- hannsson og Jóhann Örn Krist- jánsson skoruðu fyrir Fram en Jörgen Magnússon fyrir Víking. Þórsarar frá Akureyri urðu í þriöja sæti á mótinu eftir að hafa sigrað KR-inga 3:1 í leik um þriðja sætið. KA-menn urðu í 5. sæti. Þeir gjörsigruðu Leikni Fáskrúðs- firði 7:1 í leik um 5. sætið. Þess má geta að þrátt fyrir að mótið hafi verið kallað „hraðmót" var leikið í 2 sinnum 35 mínútur - en fullur leiktími í 3. flokki eru 40 mínútur. Mót þetta er hugsað sem árlegur viðburður til að fjölga leikj- um í 3. flokki. Sindri en samkvæmt okkar kokkabókum eru þessi lið nú jöfn að stigum og með sömu marka- tölu, 7:7, og þvf verður væntan- lega dregið um hvort liðið leikur við Aftureldingu um sigur f deild- inni. Einnig verður dregið um hvort sá leikur verður hér syðra eða annars staðar á landinu. Sindri sigraði Hvöt 2:0 á Höfn á laugardaginn og það var Guð- mundur Óskarsson sem gerði bæði mörk heimamanna í leiknum og tryggði þeim þar með sæti í 3. deild að ári en áður höfðu HSÞ- b, Afturelding og Haukar tryggt sér sæti í þeirri deild. STEFÁN Guðmundsson skoraði eina mark leiks Einherja og Vfkinga á Vopnafirði á laugardag- inn og þar með skutust þeir upp að hlið Víkinga á stigatöflunni en eru með óhagstæðara marka- hlutfall. Það gekk ekki áfallalaust fyrir Víkinga að komast austur því ein vélanna sem fljúga átti með bilaði á síðustu stundu og því varð að fresta leiknum nokkuð. Leikurinn fór þó fram og varð mikill baráttu- leikur. Sigur heimamanna var þó í síðustu viku voru þrír leikir og þá vann Hvöt HSÞ-b með þremur mörkum gegn einu, Afturelding vann Bolungarvík 4:2 og Leiknir vann Hauka 3:1. sanngjarn en eina markið gerði Stefán eftir langt innkast þegar um 15 mínútur lifðu af leiknum. Vörn Einherja var sterk í þess- um leik en liðið annars jafnt. Hjá Víkingum var Andri Marteinsson sá eini sem eitthvað kvað að. Með þessum sigri eygja riú Vopnfirðingar sæti í 1. deild en til þess þurfa þeir helst að leggja Völsung að velli á Vopnafirði um næstu helgi og síðan leika þeir á Siglufirði þannig að leikirnir tveir verða erfiöir en möguleikinn er engu að síöur fyrir hendi. SIGLFIRÐINGUM þótti Njarðvík- ingar daufir í leiknum gegn KS er þeir unnu þá 3:0 á laugardag- inn, sérstaklega þegar haft er í huga að liðið er að berjast fyrir tilverurétti sínum í 2. deildinni. Þetta var fimmti sigur KS-manna f röð í deildinni og virðast þeir nú komnir á gott skrið. Siglfirðingar voru í látlausri sókn svo til allan leikinn en það var þó ekki fyrr en á 43. mínútu að Jón Kr. Gíslason fann réttu leiðina í net mótherjanna. VÖLSUNGUR á mikla möguleika á sæti f 1. deild að ári því liðið vann ísfirðinga er þeir komu f heimsókn á Húsavík á laugardag- inn. Sigurinn var að vfsu naumur, 1:0, en þrjú stig engu að síður. Þó svo sigurinn virðist lítill er litið er á skorið þá hafði Völsungur mikla yfirburði allan leikinn og sótti meira og minna allan leikinn, en ísfirðingar beittu einni og einni skyndisókn inn á milli. Húsvíkingum tókst illa að nýta þau marktækifæri sem þeir fengu en samt sem áður byrjuðu þeir vel því strax á 2. mínútu skorai Birgir Skúlason eina mark leiksins. Leik- urinn var þófkennur, daufur og grófur. -JS Þrátt fyrir mýgrút marktækifæra tókst þeim ekki að skora nema tvö mörk í síðari hálfleik og þar voru þeir Hafþór Kolbeinsson og Jakob Kárason á ferðinni. Hafþór með skalla eftir horn en Jakob eftir að markvörður Njarðvíkinga hafði misst frá sér skot Baldurs Ben- óníssonar. -RÞ 2. deild Staðan í 2. deild eftir leiki helgarinn- ar og þegar tvœr umferðir eru eftir í deildinni er þessi: KA 16 10 4 2 48:13 34 Völsungur 16 10 2 4 35:14 32 Víkingur 16 9 3 4 45:19 30 Einherji 16 9 2 5 24:20 29 Selfoss 16 8 4 4 29:13 28 KS 16 7 3 6 29:31 24 Þróttur 16 6 2 8 30:28 20 ÍBÍ 16 3 6 7 26:32 15 Njarðvík 16 4 2 10 27:43 14 Skallagrfmur 16 0 0 16 4:94 0 Markahæstu menn eru: Markahæstu menn eru: Tryggvi Gunnarsson, KA 25 Andri Marteinsson, Víkingi 18’ Jón Gunnar Bergs, Selfossi 11 Elías Guðmundsson, Víkingi 10 Kristján Olgeirsson, Völsungi 10 mioijaii Uiyuuaauil, VUISUIigi II 3. deild A-riðill: ÍR 12 8 2 : 2 31:9 26 Fylkir 12 7 1 4 26:13 22 ÍK 12 7 1 4 18:17 22 Stjarnan 12 6 2 4 17:15 20 Grindavík 12 5 0 7 17:19 15 Reynir S. 12 2 4 6 14:19 10 Ármann 12 0 4 8 11:34 4 B-riðill: Leiftur 14 11 2 1 36:10 35 Tindastóll 14 9 4 1 37:14 31 Þróttur N. 14 7 6 1 31:15 27 ReynirÁ. 14 6 3 5 18:16 21 Austri 14 5 3 6 20:20 18 Magni 14 3 4 7 20:25 13 Valur 14 3 2 9 18:32 11 Leiknir 14 0 0 14 6:54 0 Gekk treglega að skora mörk Einherji á möguleika

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.