Morgunblaðið - 16.01.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.01.1987, Blaðsíða 11
B 11 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1987 HLÉ ritið um Kamelíufrúna hafi komið við Verdi og Giuseppinu, en sagan kom út um það leyti, sem þau hófu búskap 1848. Þar segir frá ungri og fallegri konu, Violettu, sem hefur viðurværi sitt af fylgilagi við ýmsa auðmenn í París samtímans. Svo verður hún ástfangin, en foður elsk- hugans fínnst Violetta ekki samboð- in honum, og hann fær hana til að segja skilið við soninn til að varpa ekki skugga á fjölskylduna. Leiknum lýkur þannig, að Violetta fyrirgefur föður og syni, og hún deyr, buguð af harmi og berklum. Efni óperunn- ar er eins. Violettu og' Giuseppinu svipaði saman, því að ýmsir töldu Giusepp- inu hafa notið óviðeigandi fjárstuðn- ings nokkurra óperustjóra og umboðsmanna (að ekki væri talað um óskilgetnu bömin tvö, sem áður voru nefnd), og um þetta var hvískrað í sífellu. Auk þess hafði Barezzi, tengdafaðir Verdis og vel- gerðarmaður, sem hafði gengið honum í föður stað (jafnvel þótt fað- ir Verdis væri enn í fullu fjöri), skrifað Verdi vandlætingarbréf um sambúð hans og Giuseppinu um svip- að leyti. Þetta bréf er týnt, en það særði Verdi djúpt svo sem sjá má af svarbréfí hans, sem er til enn. Giuseppinu var næstum ólíft í Buss- eto, enda var henni og þeim báðum útskúfað eða því sem næst úr sam- félaginu þar. Þannig átti söguþráð- urinn í La Traviata sér greinilegar hliðstæður í lífí Verdis og Giusepp- inu. Fyrri óperur Verdis höfðu allar gerzt á miðöldum eða í fomöld. La Traviata var hins vegar nútímaóp- era, bæði að efni textans og eðli tónlistarinnar. Efnið snerti fleiri en Verdi og Giuseppinu. Þess vegna meðal annars var óperunni illa tekið á fmmsýningu, en líka vegna þess að sópransöngkonan, sem fór með hlutverk Violettu, var svo hraustleg og holdamikil, að fáum í salnum þóttu berklahóstaköstin og banaleg- an í lokaþættinum sérlega sannfær- andi. Þegar söngkonan engdist sundur og saman á sviðinu, tóku áhorfendur andköf af hlátri. Þess var þó ekki langt að bíða, að La Traviata færi sigurför um allan heim. Giuseppina var hætt að syngja þegar þetta var og naut þess að geta stutt Verdi við tónsmíðamar enda spurði hann hana álits í sífellu, og hún gaf góð ráð. Síðar á ævinni, þegar henni fannst Verdi hafa ijar- lægzt sig og sækja heldur heilræði og innblástur til annarra, hugsaði hún með trega til þess tíma, þegar OTELLO þau byijuðu að búa saman og óperu- þríeykið sló í gegn. VIII Þessar þtjár ópemr hafa að sjálf- sögðu oft verið sungnar inn á hljómplötur. Einstakar aríur em til á mjög mörgum plötum með næstum öllum helztu söngvumm heims á öldinni. Rigoletto er líka til á mynd- böndum, í þrem útgáfum, og em a .m.k. tvær þeirra á boðstólum í Reykjavík. Önnur þeirra er hefð- bundin ítölsk uppfærsla frá útileik- vanginum í Verona, sem rúmar 25.000 áhorfendur í sæti. Sögusviðið er Ítalía á 16. öld. Rigoletto er harð- svírað hirðfífl og krypplingur, sem ann dóttur sinni (og engu öðm) svo mjög, að hann fær leigumorðingja til að koma elskhuga hennar fyrir kattamef, en morðinginn drepur dótturina í misgripum. Hin útgáfan er ensk og hefur verið sýnd í sjónvarpi hér. Leikstjór- inn er læknir og lætur leikinn gerast í ítalska hverfinu í New York í nútímanum, þar sem Rigoletto er bæklaður barþjónn, en framvindan er eins og fyrr sagði. í lokaþættin- um, þegar tenórinn er staddur á bar og býst til að syngja aríuna frægu um hviklyndi kvenna („La donna e mobile"), fær hann forspilið með því að stinga peningi í glymskratta. Þriðja útgáfan er gömul ítölsk kvikmynd, svart/hvít, þar sem Tito Gobbi syngur Rigoletto með miklum tilþrifum. Þessi mynd virðist ekki vera til í myndbandaleigum hér. Kvikmynd ítalska óperuleikstjór- ans Zeffírellis La Traviata, sem vakti mikla athygli, þegar hún kom út fyrir nokkrum árum, er líka til á myndbandi, meira að segja með íslenzkum texta. Teresa Stratas, Placido Domingo og Comell Mac- Neil syngja aðalhlutverkin mjög vel. MARIANI Þetta er kvikmynd í venjulegum skilningi, meðan myndimar tvær um Rigoletto voru teknar upp á sviði. Hljómurinn í öllum þessum mynd- bandsupptökum er ekki miklu lakari en á venjulegum hljómplötum. II Trovatore er tii á myndbandi frá Operuhúsinu í Sydney í Astralíu. Joan Sutherland syngur aðalsópran- hlutverkið. Uppfærsla íslensku óperunnar á II Trovatore var sýnd í sjónvarpinu hér fyrir skömmu með íslenzkum texta í beinni útsendingu frá Gamla bíói, hinni fyrstu af íslenzku óperusviði. Þessi sýning vakti verðskuldaða athygli og er trú- lega til á myndbandi á mörgum heimilum. Ólöf Kolbrún Harðardótt- ir, Hrönn Hafliðadóttir, Garðar Cortes, Kristinn Sigmundsson og Viðar Gunnarsson sungu aðalhlut- verkin með glæsibrag. IX Næstu tíu árin (1853^62) skrif- aði Verdi fjórar nýjar óperur. Frægastar þeirra eru Grímudans- leikur (1859), sem var sýndur í Þjóðleikhúsinu á síðasta leikári við mikinn fögnuð, og Vald örlaganna (1862), sem er líka mjög vinsæl ópera. Enn var yrkisefnið ást, átök og dauði: afbrýðisæði og kóngsmorð í Grímudansleit, hefndarfýsi og fóst- bræðravíg í Valdi örlaganna. í þessum óperum hélt Verdi áfram á þeirri braut, sem hann hafði rutt með Rigoletto. Höfuðeinkenni þess- ara verka eru hin sömu og þríeykis- ins, en þroskinn er meiri: ljóðrænn einsöngur og samsöngur á víxl renna saman í látlausa og lifandi leikræna heild. Simone Boccanegra (1857) er líka snilldarleg ópera og í sama flokki, þótt hún sé ekki eins aðgengi- leg og hinar tvær og hafi því ekki notið jafnmikillar hylli og þær. Verdi var kominn undir fimmtugt þegar Vald örlaganna var frumflutt í Pét- ursborg 1862, og má segja, að með þeirri óperu ljúki miðkaflanum á tónskáldsferli hans. Þótt óperur ýmissa annarra ít- alskra tónskálda væru sýndar í ítölskum óperuhúsum á þessum árum, komst ekkert þeirra tónskálda með tæmar, þar sem Verdi hafði hælana. Verdi átti í raun og veru aðeins einn alvarlegan keppinaut, og það var Wagner. Hann var orðinn frægur í Þýzkalandi og víðar fyrir Hollendinginn fljúgandi, Tannhaus- er og Lohengrin. Wagner hafði reyndar lokið við Tristan og ísold og var hálfnaður með Niflunga- hringinn, þegar Verdi lauk við Vald öríaganna 1862. En óperur Wagners höfðu ekki enn borizt suður yfír landamærin til Ítalíu, og Verdi hafði ekki heldur lesið þær af nótum. Hann var nægur sjálfum sér og las næstum aldrei tónverk annarra manna. Hann átti heldur engar nót- ur. Þegar vinir hans komu í heim- sókn að syngja og spila, þurftu þeir ævinlega að hafa nótumar með sér. X Nú hófst eitt merkilegasta tíma- bilið á öllum ferli Verdis. Hann var kominn á sextugsaldur og fór sér hægar en áður. Hann stundaði bú- skapinn í Busseto af kappi. Eftir sameiningu Ítalíu, sem hafði verið Verdi mikið kappsmál frá æsku- árum, hafði hann verið kosinn á þing 1860. Sessunautur Verdis í þinginu hét Sella og var jarðfræðingur og varð síðar einn slyngasti hagfræðingur Ítalíu og fjármálaráðherra landsins í hverri ríkisstjóminni á fætur ann- arri 1862—76. Hann spurði Verdi einu sinni að því, hvemig hann færi að: „Þegar þú semur eitt af þessum stórfenglegu tónverkum þínum, hvemig birtist hugmyndin þér? Sem- urðu sönglínuna fyrst, hljómsetur hana svo við píanóið og setur loks allt saman út fyrir hljómsveit, eða hvað?“ „Nei, nei, nei,“ svaraði Verdi. „Hugm)mdin kemur öll í einu og þar með hljómsveitarútsetningin líka. Aðalvandinn er að skrifa niður hug- myndina um leið og hún birtist til að ná henni í heild, alveg eins og hún kemur í hugann." Næsta ópera Verdis var Don Carlo, spænskur 16. aldar fjöl- skylduharmleikur með stjómmála- ívafí eftir samnefndu leikriti Schill- ers. Filip II Spánarkonunugur giftist unnustu sonar síns, Don Carlo, til að tryggja frið milli Frakklands og Spánar. Þessa óperu samdi Verdi handa Parísaróperunni í frönskum glæsistíl, og var hún fmmsýnd þar 1867. Þetta er lengsta ópera Verdis. Hún tekur fjóra og hálfa klukku- stund í flutningi í fullri lengd með hléum. Óperan líður aðeins fyrir lengdina og væri áreiðanlega flutt oftar en raun ber vitni, ef hún væri GIUSEPPINA styttri og einfaldari í uppsetningu, því að hún er tvímælalaust eitt mesta snilldarverk Verdis, hvemig sem á er litið. Glæsileg sýning á Don Carlo í Konunglega ópemhúsinu í Covent Garden í London kom út á mynd- bandi fyrir skömmu. Þá mynd og flestar aðrar, sem hér em nefndar, er hægt að kaupa til dæmis í Covent Garden fyrir 25 pund (1500 krónur). XI Næst kom Aida. Tildrögin vom þau, að landstjór- inn yfir Egyptalandi undirbjó vígslu nýs ópemhúss í Kaíró í sambandi við hátíðahöldin vegna opnunar Su- ez-skurðarins 1869, og hann bauð Verdi að semja lofsöng af þessu til- efni. Verdi færðist undan, sagðist ekki vera vanur að semja svoleiðis tækisfæristónverk. í staðinn var Rigletto færður upp við vígslu húss- ins, sem brann reyndar til kaldra kola fyrir fáeinum árum, en það er önnur saga. En landstjórinn gafst ekki upp, heldur fékk frægan franskan fom- fræðing, Mariette að nafni, til að leggja á ráðin um nýja ópem, sem Verdi skyldi fenginn til að semja um rammegypzkt efni. Verdi þráaðist við í fyrstu, en lét svo til leiðast, þegar honum var sýnt efniságrip Mariettes um eþíópsku kóngsdóttur- ina Aida, sem er ambátt egypzkrar prinsessu. Báðar elska Radames. Hann elskar ambáttina, svíkur föð- urlandið fyrir hana og er grafínn lifandi í leikslok. Aida fylgir honum í gröfína. Þetta hreif. Verdi hafði líka komizt á snoðir um, að ef hann gengi úr skaftinu, skyldi Frakkinn Go- unod, höfundur Faust, fenginn til verksins, eða þá Wagner. Þar að auki var tilboðið ekki sem verst: .150.000 frankar (20.000 dollarar) í höfundarlaun, sem var þrisvar (eða fjórum) sinnum meira en Verdi hafði fengið fyrir Don Carlo fjómm ámm áður (heimildum ber ekki saman). Annar textahöfunda Don Carlo, du Locle hét hann, gerði franskan ópemtexta úr ágripi Mariettes í samráði við Verdi, og eldhuginn Ghislanzoni, sem var allt í senn: læknir, söngvari, blaðamaður og skáld, Sneri textanum á ítölsku. XII Aida hlaut frábærar viðtökur þeg- ar hún var fmmsýnd í Kaíró á aðfangadag jóla 1871 að viðstöddu stórmenni víðs vegar að með land- stjórann og kvennabúr hans í broddi fylkingar. Verdi var þó ekki við- staddur sjálfur því að hann hafði sett það skilyrði að þurfa ekki að koma til Kaíró. Honum leiddust sjó- ferðir. En þegar Aida var fmmsýnd við mikinn fögnuð á Scala sex vikum síðar, stjómaði Verdi hljómsveitinni sjálfur. Teresa Stolz söng titilhlut- verkið, en hún hafði verið tíður gestur á heimili Verdis og Giusepp- inu, meðan Verdi var að skrifa ópemna. Það þótti áberandi, hversu Verdi færðist allur í aukana í návist Teresu, sem var 20 ámm yngri en hann. Hún söng fyrir hann jafnóðum og hann samdi. Dagblöðin dylgjuðu um þennan mikla vinskap. Giusep- pina var eins og á nálum, en tók þessu öllu með stillingu. Einu sinni spurði hún Verdi þó, hvort þessar tíðu heimsóknir hans til söngkon- unnar væm viðeigandi, og þá varð hann hamslaus af bræði og hellti sér yfír hana, eða svo virðist af bréfinu, sem Giuseppina skrifaði honum á eftir. Aida fór sigurför um heiminn. Hún var sýnd í New York 1873, Berlín 1874, London og París 1876, Moskvu 1879, og þannig áfram, alls staðar við ósvikinn fögnuð. XIII Tölumar segja sitt: Aida er ein vinsælasta ópera allra tíma. Hún hefur verið sýnd oftar en nokkur önnur ópera í Metropolitan ópem- húsinu í New York; La Boheme (Puccini) er í öðm sæti, Carmen (Bizet) í þriðja, La Traviata í fjórða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.