Morgunblaðið - 26.01.1988, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 26.01.1988, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988 7 Ólafsfjarðarmúli: Forvals- gögn frá ell- efu aðilum Endanlegt útboð í lok febrúar ELLEFU aðilar sendu inn for- valsgögn tíl Vegagerðar ríkisins vegna væntanlegra jarðgangna í Ólafsfjarðarmúla. Gert er ráð fyrir að endanlegt útboð þeirra fyrirtækja sem talin eru koma til greina, fari fram i lok febrú- ar, að sögn Hreins Haraldssonar jarðfræðings hjá Vegagerð ríki- sins. Forvalsgögn bárust frá eftirtöld- um aðilum: S.H. Verktökum ásamt svissneska fyrirtækinu Losinger, Hagvirki hf. ásamt norska fyrirtæk- inu Selmer - Furuholmen, Istaki hf. ásamt sænska fyrirtækinu Skánska AB og Loftorku hf., frá Amardal sf. ásamt norska fyrirtækinu Leon- ard Nielsen og Sönner AS og frá Gunnari og Guðmundi en þeir bjóða einir. Frá finnska fyrirtækinu Leu- uninkáimen OY, Krafttaki (Ellert Skúlason og Astrup Höyer AS) og frá finnska fyrirtækinu YIT Corpor- ation. Þá bárust gögn frá ítalska fyrirtækinu Cogefar Costruzioni Generali SPA og júgóslavneska fyr- irtækinu Energo Projekt og loks frá Straumtaki ásamt norska fyrirtæk- inu H.EEG. Henriksen. A næstu vikum mun Vegagerð rikisins meta þau gögn sem fyrir- tækin sendu inn, reynslu þeirra og mannafla. Hvammsvík: Veiðar og golf næstasumar UM þrjú þúsund manns komu í Hvammsvík í Kjós síðasta haust til að njóta útivistar við veiðar og golfleik og skráð veiði var 2.480 fiskar. Laxalón hf. kom þessari aðstöðu upp í haust og varð reynslan svo góð að fyrir- tækið hefur ákveðið að halda þessari starfsemi áfram næsta sumar. Aðstaða til silungsveiða og golf- iðkunar var sett upp í Hvammsvík í þeim tilgangi að gera tilraun með að auka nýtingu jarðanna sem fyrir- tækið hafði keypt þama til fískeldis. Samkvæmt upplýsingum frá Laxa- lóni tókst þessi tilraun það vel að þessari starfsemi verður haldið áfram næsta sumar og væntánlega eftirleiðis, „enda virðast vera ótæm- andi möguleikar á ýmiss konar útivistariðkun, ekki síst eftir að ljóst var að miklar líkur eru á heitu vatni í landi Hvammsvíkur," sagði Ólafur Skúlason í Laxalóni. Fyrirliggjandi - Gott verð - PÓRf SÍMI: 681500 - ÁRMÚLA 11 Þekkírðu tUfínninguna? Beint áætlunarflug til Orlando þrisvar í viku. Tökum eitt verðdæmi: 17 daga ferð fyrir kr. 33.050* Gist í 3 nætur á Econo Lodge í Orlando og 14 nætur á Colonial Gateway Inn, St. Petersburg Beach. Innifalið í verði er flug og gisting. Að sjálfsögðu getur þú valið um lengri eða styttri tíma. •Verðið er meðalverð fyrir tvo fullorðna og tvö börn (2-11 ára) saman í herbergi og gildir frá 6. febrúar. Ótrúlegt tækifæri. 3 daga skemmtisigling frá Canaveralhöfða til Bahamaeyja fyrir aðeins 10.915 krónur. Innifalið: Gisting um borð og fullt fæði. Sólin er á sínum stað en farðu ekki á mis við DISNEY WORLD, CYPRESS GARDENS og SEA WORLD. Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni. Upplýsingasími 25 100. P.S. Er vegabréfið þitt í lagi? FLUGLEIÐIR -fyrírþíg- # MICRóSOFT HUGBUNAÐUR — ? "'tt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.