Morgunblaðið - 26.01.1988, Síða 17

Morgunblaðið - 26.01.1988, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988 17 nú í janúarbyrjun fletti ég far- þegablaðinu „Atlantica" (In-flight magazine for intemational services of Icelandair — your free copy). Þetta var haustheftið 1987 og ég bjóst við að sjá eitthvað skemmti- legt um jólasveininn íslenska, Grýlu móður hans og þorrablót. Nei, ekki orð. Að vísu var ágæt myndskreytt grein um harðflsk og verkun hans. Og svo var á þremur síðum nákvæm úttekt á matseðli og öðrum lúxus um borð í feijunum sem sigla milli Stokkhólms og Helsinki! Mikið hefði ég orðið stolt ef erlendu farþegam- ir, sem Flugleiðir kosta svo miklu til að ná í, hefðu getað stytt sér flugstundimar við að lesa um íslenska jóla- og þorrasiði og ég tala nú ekki um ef þeir hefðu feng- ið lítinn bakka með íslenskum jóla- og þorramat. Þorrakoma og þorrablót hafa fleiri tengsl til Finnlands en segir í upphafi Orkneyingasögu. í bókinni „Þorrablót á íslandi" bendir höf- undurinn, Ámi Bjömsson, á að sá gamli siður að bóndi skuli bjóða Þorra velkominn með því að hoppa hálfnakinn umhverfís bæinn, minni á viss atriði í baðsiðum Norður- landabúa á miðöldum. Þá hafí reglulegar baðferðir verið taldar sjálfsagður þáttur í þrifnaði sem og líkamlegri og andlegri heilsu. M.a. tilheyrði baðferðunum að kæla sig öðm hveiju með því að hlaupa nakinn út úr baðstofímni og velta sér í snjó eða busla í nálægum læk eða vatni. Þessi baðháttur Iagðist að mestu af á 16. öld vegna af- skipta kirkjunnar — en hann lifði af í Finnlandi. Og nú hafa Finnar gert „saununa" að aðdráttarafli og útflutningsvöm og heimsbyggðin setur samasemmerki milli SAUNA og FINNLANDS. Eigum við íslendingar ekki að reyna að gera okkur mat úr þorra- matnum meðan enn er tími til? Höfundur er búaett í Helsinki. spurt og svarad I Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINSI Staðgreiðslu- kerfi skatta HÉR á eftir fara spurningar sem lesendur Morgunblaðsins hafa beint til þáttarins Spurt og svarað um staðgreiðslu- kerfi skatta og svör við þeim. Þjónusta þessi er í því fólgin að lesendur geta hringt í síma 691100, milli klukkan 10 til 12 virka daga og borið upp spurningar um skattamál. Morg- unblaðið leitar svara hjá starfsmönnum embættis ríkisskatt- stjóra og birtast þau síðan í þessum þætti. . Tryggingastof nun - hlutfall persónuaf- sláttar Ingólfur Þorsteinsson spyr: 1. Tryggingastofnun hefur tekið of hátt hlutfall af persónu- afslættinum, þannig að persónu- afsláttur hans nýtist ekki. Hvemær verður þetta leiðrétt? 2. Þegar Tryggingastofnun tekur sinn hluta persónuafsláttar mun hún gera það áfram í pró- sentum? Svar: 1. Eins og áður hefur margoft komið fram í þessum svörum nýtist persónuafsláttur í síðasta lagi að fíillu við álagningu og leiðréttist þá endanlega. Hins vegar þegar skattkort er hjá Tryggingastofnun með of háum persónuafslætti er heimilt að sækja það skattkort og skipta því í aukaskattkort þannig að afslátt- urinn nýtist betur. 2. Tryggingastofnun sem og aðrir launagreiðendur draga per- sónuafslátt frá reiknuðum skatti sem ákveðna fjárhæð. Á öllum skattkortum kemur persónuaf- sláttur bæði fram sem tiltekin fjárhæð og hlutfall. Á því er ekki fyrirhuguð nein breyting. Gert er ráð fyrir að almennt muni launagreiðandi nota hlutfall persónuafsláttar sem viðmiðun vegna endurmats á persónuaf- slætti. Þannig þarf ekki að færa §árhæð persónuafsláttar á hvem launamann í launakerfi vinnuveit- anda, heldur kemur fjárhæðin fram í forsendum kerfísins. Þegar persónuafsláttur hækkar 1. júlí 1988 mun hækkunin sjálf- krafa koma fram sem sama hlutfall og áður var notað. Nýting persónu- afsláttar Inger Arnholz spyr: Ég nýti ekki nema um 7.000 kr. af persónuafslættinum í jan- úar. Get ég fært afganginn á milli mánaða, t.d. fram í febrúar? Svar: Persónuafsláttur er að jafnaði ekki millifæranlegur milli mánaða, þó verður heimilað að ónýttur persónuafsláttur, sem safnast hefur upp, meðan launa- greiðandi hefur haft skattkort launamanns undir höndum, nýtist við síðari launagreiðslur eða upp- fylli launagreiðandinn skilyrði um launabókhald og skilagreinar. Bílastykur - bílakostnaður Þórarinn Jóhannsson spyr: 1. Með hvaða hætti skal færa akstursdagbók til að ekki þurfí að staðgreiða af bílastyrk? 2. Hvemig skal undirbúa framtal 1989 vegna kostnaðar við bíl í þágu vinnuveitanda? Svar: 1. í 3 gr. reglugerðar um laun, greiðslur og hlunnindi utan staðgreiðslu er heimilað að fella greiðslur fyrir bifreiðaafnot utan staðgreiðslu, enda séu upp- fyllt skilyrði 2. mgr. tilvitnaðrar greinar, þar sem segir m.a.: „Heimild þessi er að öðm leyti bundin þeim skilyrðum að færð sé akstursdagbók eða aksturs- skýrsla þar sem skráð er hver ferð, dagsetning, ekin vegalengd, aksturserindi, kflómetragjald greitt launamanni, nafn og kenn- itala launamanns og einkennis- númer viðkomandi ökutækis. Gögn þessi skulufærð reglulega og vera aðgengileg skattyfirvöld- um þegar þau óska þess, hvort sem er í bókhaldi launagreiðanda eða hjá launamanni." 2. Halda þarf öllum gögnum um kostnað við rekstur bifreiðar- innar til haga og fylla út þau eyðublöð sem mælir fyrir um í leiðbeiningum. BÍLVAMGURsf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 HM faMufmmr/ Vegna lækkunar á dollar að undanförnu hefur verðið á Chevrolet Monza SL/E og Monza Classic lækkað verulega. Komið og kynnist ríkulega búnum Monza bílunum með því að fara í reynsluakstur og kynnast frábærum aksturseiginleikum og mýkt. Verð frá kr. 529.000.-.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.