Morgunblaðið - 26.01.1988, Síða 20

Morgunblaðið - 26.01.1988, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988 Brauð og kökur: Sjáum ekki tilefni til verðhækkunar - segir verðlagssljóri. Tillaga um verðlækk- un tekin fyrir í verðlagsráði á fimmtudag Ljósm. Guðmundur Ingólfsson Frá fundi áhugamanna um verndun Tjamarinnar sem haldinn var á Hótel Borg. Skorað á borgars^jóm að vemda Tjörnina ÁHUGAMENN um vemdun Tjamarsvæðisins héldu almenn- an fund á Hótel Borg á sunnu- daginn. Að sögn Guðrúnar Pétursdóttur lektors, komu um 500 manns á fundinn en vegna misskilnings skrifuðu einungis 391 undir áskomn til borgar- stjóraar um veradun Tjaraarinn- ar. Undirskriftiraar hafa verið sendar Davíð Oddssyni borgar- stjóra. Fundurinn samþykkti mót- atkvæðalaust áskorun til borgar- Hamarksverð á nýrrí ýsu til neytenda: Ekki byggt á röng- um upplýsingum - segir Verðla gsstofnun Verðlagsstofnun er að afla upplýsinga um verðþróun á ýsu að undanförau og verða þær lagðar fyrir fund verðlagsráðs á fimmtudag. Georg Ölafsson verðlagsstjóri segir að búast megi við að ákveðin verði verð- lækkun á ýsu í kjölfar fundarins, vegna aukins ýsuafla og lækk- andi verðs á mörkuðunum. Verðlagsstofnun sendi í gær frá sér eftirfarandi vegna umfjöllunar um verðlagningu á ýsu: „í síðustu viku Qallaði Morgun- blaðið nokkuð um verðlagningu á ýsu. Mátti skilja á umfjölluninni að hugsanlega væri verðlagning óeðli- leg og byggð á röngum upplýsing- um. Verðlagsstofnun hefur nú aflað ítarlegri upplýsinga um söluverð á ýsu hjá fískmörkuðum á höfuð- borgarsvæðinu og Suðurnesjum en hún hafði áður undir höndum. Stað- festa upplýsingamar frá mörkuðun- um þær upplýsingar sem stofnunin hafði áður aflað hjá einstökum umsvifamiklum físksölum. Hámarksverð það á ýsu og ýsu- Fyrirlestur um utanríkis- stefnu Reagan- sljórnarinnar DR. ROBERT Harkavy prófessor i stjórnmálafræði við Pennsylvan- ia State University í Bandaríkjun- um heldur opinberan fyrirlestur i boði félagsvisindadeildar Há- skóla íslands í dag, 26. janúar. Fyrirlesturinn nefnir dr. Harkavy „Utanríkisstefna Reagan stjómar- innar". Dr. Harkavy hefur m.a. stundað rannsóknir á sviði bandarískra ut- anríkismála, áfvopnunarmála og vopnaverslunar og eftir hann hafa birst rit og greinar um þau mál. Fyrirlesturinn hefst kl. 17.001 dag og verður í stofu 101 í Odda. Fyrir- lesturinn er öllum opinn. flökum sem verið hefur í gildi fyrstu þijár vikumar í janúar miðast við að innkaupsverð físksala sé um 68 kr. á hvert kg af slægðri ýsu. Fyrra hámarksverð sem gildi tók í júlí 1987 miðaðist við 60 kr. innkaups- verð. Þegar hið nýja verð var ákveðið var höfð hliðsjón af inn- kaupum síðustu mánuða hjá einum stærsta físksala í Reykjavík sem ávallt hefur látið Verðlagsstofnun í té óyggjandi upplýsingar. Auk þess var höfð hliðsjón af upplýsing- um annars umsvifamikils físksala. Upplýsingar físksalanna svo og upplýsingar frá fiskmörkuðunum sýna að ýsuverðið fór hækkandi í desember og fyrstu daga janúar þannig að það var að jafnaði 68—70 kr. á kg þegar Verðlagsstofnun heimilaði um 15%. Lítið framboð á ýsu á umræddu tímabili leiddi til verðhækkunar á slægðu ýsunni á mörkuðunum. Áður en farið var að selja óunnin físk ófrystan í gámum til útlanda, áður en verð á físki upp úr sjó var gefíð fijálst og uppboðsmarkaðir tóku til starfa hérlendis, var meiri stöðugleiki á fiskverði hérlendis. Nú er verðið hins vegar sveiflu- kennt og mótast af framboði og eftirspum. Af þeim sökum hefur reynst erfítt að setja langvarandi hámarksverð á ýsu sem seld er til neytenda. Hafa komið fram hug- mjmdir um að fella niður hámarks- verðið og gefa neysluverðið fijálst. Það hefur hins vegar enn ekki ver- 'ið gert heldur hefur verið reynt að fylgjast með verðbreytingum á físk- mörkuðum og laga hámarksverðið að þeim. Því var ákveðið að verð- leggja ýsuna í byijun janúar í nokkru samræmi við hækkun á inn- kaupsverði til físksala. Ný ýsa er nýmeti þannig að sú nýja ýsa sem seld er í verslunum í janúar er einnig veidd í janúar. Samhengið á innkaupsverðinu og útsöluverðinu á hveijum tíma er því augljóst. Af þessum sökum er jafn- ljóst að lækki verðið á mörkuðunum vegna aukins afla, sem þegar er farið að bera á nú á vetrarvertíð, mun hámarksverð til neytenda einnig lækka.“ stjómar um að virða lýðræðislegar leikreglur og slá á frest fram- kvæmdum vegna ráðhúss við Tjömina þar til raunhæf kostnaðar- áætlun hefur verið gerð, lögmæt kynnig á skipulaginu hefur farið fram og fyrir liggur að meirihluti Reykvíkinga er fylgjandi slíkri byggingu á þessum stað. I frétt frá samtökunum segir að fjölmargir hefðu þurft að hverfa frá fundinum vegna þrengsla. Þá segir að af þeim undirtektum sem mál- staður áhugamanna um vemdun Tjamarsvæðisins hefur þegar hlotið má ráða að andstaða borgarbúa við byggingu stórhýsis á þessum stað er víðtæk og fer vaxandi. Verið er að skipuleggja starf þeirra sem stuðla vilja að vemdun Tjamar- svæðisins og verður tilhögun þess auglýst á næstunni. A fundinum fluttu ávörp þau Pétur Gunnarsson skáld, Margrét Thoroddsen deildarstjóri hjá Trygg- ingastofnun ríkisins og Guðrún Pétursdóttir lektor. VERÐLAGSSTOFNUN mun gera nýja verðkönnun á brauðum og kökum í þessarí viku og leggja niðurstöður hennar fyrír fund verðlagsráðs á fimmtudag. Fyrir verðlagsráði liggur tillaga sem fulltrúar launþega í ráðinu lögðu fram i síðustu viku um að taka til baka verðhækkun sem varð á þessum vörum i upphafi ársins, að öðru leyti en því sem breyting- ar á óbeinum sköttum leiddu af sér. Tillagan var lögð fram i til- efni af þvi að verðkönnun sýndi að hækkanir höfðu orðið á brauð- um og kökum umfram það sem hækkun söluskatts gaf tilefni til. Ef bakarar fara ekki að tilmælum Verðlagsstofnunar og lækka verð framleiðslunnar verður tillagan tekin til afgreiðslu á fimmtudag. Formaður Landssambands bak- arameistara, Haraldur Friðriksson, hefur sagt að hækkunin sé vegna uppsafnaðs vanda, og nefnt hækkan- ir á launum og eggjum í því sambandi. Verð á framleiðslu bak- aría hefur verið fijáls frá því í mars • 1984. Verðlagsstofnun er að safna upplýsingum um verðþróun fram- leiðslunnar, svo og á hráefni. Georg Ólafsson verðlagsstjóri segir að sam- kvæmt þeim upplýsingum sem nú þegar lægju fyrir væri ekkert sem benti til að uppsafnaður vandi væri í verðlagningunni. Vörumar hefðu hækkað umfram almennt verðlag á síðustu tveimur árum og litlar eða engar hækkanir orðið á mikilvægum aðföngum. Samkvæmt upplýsingum Verð- lagsstofnunar nam hækkun á brauðum og kökum frá febrúar 1986 til febrúar 1987 22%, samkvæmt þeim upplýsingum sem notaður eru við útreikning framfærsluvísitölu og um 55% frá febrúar 1987 til janúar 1988. Þegar áhrif álagningar sölu- skatts á þessar vörur hafa verið dregin frá nemur hækkunin 55,6% á þessu tveggja ára tímabili. Á sama tímabili hefur matvöruliður fram- færsluvísitölunnar hækkað um 46% og hafa áhrif söluskattsins þá ekki verið dregin frá, en þau eru metin á um það bil 10%, og framfærsluvísit- alan sjálf hækkaði um 39%. Sam- kvæmt þessum mælikvarða hefur orðið veruleg hækkun á brauðum og kökum umfram almennt verðlag. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Verðlagsstofnun hefur aflað sér hefur lítil breyting orðið á verði á hveiti og sykri þegar litið er til lengra tímabils. Sömu sögu er að segja um eggjaverð. Það er lítið eitt hærra í krónutölu en fyrir tveimur árum, en verðsveiflur hafa verið innan tíma- bilsins. Georg Ólafsson sagðist ekki hafa upplýsingar um launaþróun í greininni, en þær tölur sem forystu- menn bakara nefndu kæmu á óvart. Bilun í aðvör- unarkerfi Þor- móðsramma Siglufirði. AÐVÖRUNARKERFI í frystihúsi Þormóðs ramma hefur faríð í gang af og til á undanfömum vik- um þrátt fyrir að þar hafi enginn eldur logað. Bilanir sem þessar geta reynst alvarlegar ef fólk hættir smám sam- an að taka mark á aðvörunarkerfínu. Færeyski togarinn Arktik Viking kom inn til Siglufjarðar á fímmtu- dagskvöldið með 250 tonn af rækju. Matthfas Styrkjum úthlutað úr Vís- indasjóði Borgarspítalans STYRKJUM úr Vfsindasjóði Borgarspítalans var úthlutað f desember sl. Að þessu sinni var úthlutað kr. 621.000. Alls bárust 5 umsóknir um styrki úr sjóðnum, samtals að fjár- hæð kr. 1.291.505. Eftirtaldir aðilar hlutu styrk úr sjóðnum: Hannes Pétursson yfírlæknir kr. 265.000 til að vinna að geðlíf- eðlisfræðilegri rannsókn á alzheimersjúklingum og til að taka þátt í fjölþjóðlegri rannsókn á nýju geðdeyfðarlyfí. Brynjólfur Mogensen læknir kr. 210.000 til að vinna að fram- haldsrannsóknum á mjaðmar- brotum á íslandi. Leifur Franzson lyfjafræðing- ur kr. 100.000 til að vinna að rannsókn á joðbúskap íslend- inga. Ingibjörg Hjaltadóttir deildar- stjóri kr. 46.000 til að rannsaka áhrif sótthreinsunar gervitanna með „Hibitane Dental". Vísindasjóður Borgarspítalans var stofnaður 1963, til minning- ar um þá Þórð Sveinsson lækni og Þórð Úlfarsson flugmann. Tilgangur sjóðsins er að örva og styrkja vísindalegar athuganir, rannsóknir og tilraunir er fara fram á Borgarspítalanum eða í náinni samvinnu við hann. Frá úthlutun styrkjanna. Fremri röð, talið frá vinstri: Páll Gísla- son stjómarformaður Borgarspftalans, Hannes Pétursson yfir- læknir og Sverrir Þórðarson í stjóra Vísindasjóðsins. Aftari röð, talið frá vinstri: Leifur Franzson lyfjafræðingur, Ingibjörg Hjaltadóttir deildarstjóri og Brynjólfur Mogensen læknir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.