Morgunblaðið - 26.01.1988, Síða 44

Morgunblaðið - 26.01.1988, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988 Páll P. Pálsson stjórnandi. Selma Guðmundsdóttir píanó- leikari. Sinfóníuhljómsveit íslands: Tónleikar í Borgar- firði og Mosfellsbæ Sinfóníuhljómsveit íslands heldur tónleika í Logalandi Borgar- firði á fimmtudagskvöld kl. 20.30 og á laugardag kl. 15.00 verða tónleikar í íþróttahúsinu í Mosfellsbæ. Auk Sinfóníuhljómsveitar- innar taka kórar í þessum sveitum þátt í tónleikunum og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari leikur einleik. . í Logalandi syngja Kirkjukórar því, að í stað Fangakórsins eftir Hvanneyar og Reykholts og Verdi flytur hljómsveitin ásamt Kveldúlfskórinn í Borgamesi með hljómsveitinni. Á efnisskrá eru Fangakórinn úr Nabucco eftir Verdi, Finlandia eftir Sibelius, Píanókonsert eftir Khatsjaturian og að lokum Sinfónía nr. 41, Júpíter, eftir Mozart. Kórstjórar eru Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Bjami Guðráðsson. í íþróttahúsinu í Mosfellsbæ syngur Karlakórinn Stefnir með hljómsveitinni, en þar er Láms Sveinsson kórstjóri. Efnisskrá verður óbreytt að öðm leyti en Stefni verkið Þér landnemar eftir Sigurð Þórðarson. Stjómandi hljómsveitarinnar í báðum ferðunum verður Páll P. Pálsson. Sinfóníuhljómsveitin hefur undanfarið notið aðstoðar heima- manna við tónleikahald utan Reykjavíkur í æ ríkari mæli. Þetta hefur mælst vel fyrir og eflt tón- listaráhuga á viðkomandi stöðum og skapar fleiri möguleika á fjöl- breytni í efnisvali. (Fréttatíikynning.) Matarútgjöld og bamabætur Watson vekur litla athygli í Kanada St. John, Kanada. Frá Guðmundi Hermannssyni blaðamanni MorgTinbladsins. SAGT var frá brottvísun Pauls Watsons frá íslandi í helstu blöð- um hér i Kanada en samt sem áður virðist þetta atvik ekki hafa vakið mikla athygli. Watson er kanadískur ríkisborgari. í blaðinu The Globe andMail sem er eina blaðið sem gefið er út í öllu Kanada var aðeins smáfrétt um brottvísunina í safni erlendra frétta frá kanadísku fréttaþjónustunni í Toronto. Þar er haft eftir Jóni Sig- urðssyni dómsmálaráðherra að Watson hefði áður lýst því yfir að hann bæri ábyrgð á að hvalbátum var sökkt í Reykjavíkurhöfn en hefði síðan dregið allt til baka við yfírheyrslur. í blaðinu The Telegraph-Joumal sem gefið er út hér í St. John er frétt kanadísku fréttaþjónustunnar birt í heild en ekki á áberandi stað í blaðinu. Fréttin er talsvert löng og ítarleg og er aðdragandanum lýst og m.a. vitnað í frétt Morgun- blaðsins frá sl. fimmtudegi þar sem Watson sagðist vera á leiðinni til íslands til að krefjast afsökunar- beiðni frá íslenskum yfirvöldum. Ekki var minnst á Watson í bandarísku stórblöðunum The New York Times og USA Today sl. laug- ardag. Bamabætur hafa hækkað veru- lega frá síðasta ári, en hins ber að geta að sú hækkun er að mestu vegna þeirrar breytingar á tekju- skattskerfínu sem verkalýðshreyf- ingin samdi um árið 1986. Þá var samið um að staðgreiðsla skyldi tekin upp og skattleysismörk hækk- uð umtalsvert. Með nýju tekju- skattslögunum eykst tekjuskatts- byrði hins vegar um 25% á milli áranna 1987 og 1988. Þetta þýðir að þó greiðslunni sé nú deilt á 12 mánuði í stað 10 áður verður mán- aðargreiðslan að meðaltali hærri. Morgunblaðifl/Ámi Sæberg Fámennt á fundi Sea Shepherd SEA Shepherd samtökin efndu til fundar á Hótel Borg á laugardag- inn. Þau Jo-Anna Forwell unnusta Paul Watsons og Sten Berg framkvæmdastjóri Sea Shepherd skrifstofunnar í London töluðu á fundinum, sem var mjög fámennur. í Morgunblaðinu á laugardag var skýrt frá því að Nicolae Ceau- sescu, forseti Rúmeníu, ætti sjötugsafmæli í dag, þriðjudag. Tilefni þessarar fréttar var að í tímariti stjómar forsetans hefði verið falsað heillaóskaskeyti til hans frá Elísaþetu Bretadrottningu og hefði aðstoð- arutanríkisráðherra Breta þurft að mótmæla því. Þykja stjómarhættir Rúmeníuforseta hafa þróast í átt til persónudýrkunar. Hann hefur verið lengi við völd og var það 12. október 1970 þegar hann átti stutta viðdvöl á íslandi og sótti meðal annars Bessastaði heim. Á þessari mynd sem Ólafur K. Magnússon tók sjást rúmensku forseta- hjónin skála í kampavíni við þau Halldóru og Kristján Eldjám. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Ás- mundi Stefánssyni, forseta Alþýðusambands fslands: Vegna útúrsnúninga Ólafs ísleifssonar, efnahagráðgjafa ríkis- stjómarinnar, í tilefni af ítrekuðum mótmælum ASÍ gegn matarskattin- um er rétt að draga eftirfarandi atriði fram. Hækkun matvöru Nú í janúar reyndust heildarút- gjöld vísitölufjölskyldunnar vera 114.523 kr. á mánuði en voru 99.590 kr. í júlí. Þau hafa því hækk- að um 14.933 kr. á mánuði á hálfu ári. Af þessari hækkun má rekja ' 5.399 kr. til hækkunar matvöru, en þau útgjöld hækkuðu úr 22.798 kr. í julí í 28.197 í janúar. Af mat- vöruhækkuninni má rekja úm 4.000 kr. til matarskattsins í ágúst og janúar. Hækkun lágmarkslauna Á sama tíma hafa lágmarkslaun hækkað um 2.109 kr. og eru þau nú 29.975 kr. á mánuði. Þar að auki hækka útsvör um 7—9% og stórhækkun verður á fasteigna- gjöldum um land allt. Hygg ég að flestir finni illþyrmilega fyrir auk- inni skattheimtu. Vegna matar- skattanna voru barnabætur og bamabótaauki hækkuð sérstaklega sem hér segir: Bamabætur á mánuði fyrri hluta ársins 1988 Upphaflegt Aðmeðtalinni Hækkun frumvarp viðbót vegna matarskatts Fyrsta bam 1.365 1.491 126 kr. Hvert bam umfram eitt 2.047 2.236 189 kr. Viðbót v. bama undir 7 ára 1.365 1.491 126 kr. Lágm. með hveiju b. einst.for. 4.095 4.472 377 kr. Bamabótaauki á bam 3.256 3.540 284 kr. Hver og einn getur metið hvort hann telur þessa hækkun vega upp þau áföll sem hann verður fyrir daglega vegna matarskattsins. Hækkun bamabóta Ceausescu á íslandi ÚTSALAN HELDUR ÁFRAM á frábœrum fatnaði frá vörumerkjum, sem gefa línuna Lattu eft Þé r r að líta inn VWNIRM6TI Laugavegi 45 - Sími 11388

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.