Morgunblaðið - 12.02.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.02.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1988 B 11 VEmiMGAHÚS mSTAUQANT UfcKJARGÖTU 2, II HAÐ Virðulegur veitingastaður. ÓPERA Lækjargata 6 Veitingahúsið Ópera er opið alla daga trákl. 11.30 tilkl. 14.30 og frá kl. 18.00 til 23.30, en þá er hætt að taka pantan- ir. Matreiðslumeistari hússins er Magnús Ingi Magnússon og yfirþjónn er Elías Guðmundsson. Meðalverð á fiskrétti er 750 kr. og á kjötrétti 1000 kr. Borðapant- anir eru í síma 29499. SKÍÐASKÁLINN Hveradalir I Skíðaskálanum í Hveradölum er í vetur opið eingöngu á föstudagskvöldum frá kl. 18.00 til 23.30 og á laugardögum og sunnudögum frá kl. 12.00 til 23.30. Smáréttir eru í boði á milli matmálstíma. Kvöldveröarhlaöborð er á sunnudags- kvöldum og Jón Múller leikur öll kvöld fyrirgesti. Matreiðslumeistari hússins er Jóhann Már Gunnarsson og veitinga- stjóri er Karl Jónas Johansen. Boröapant- anireru í símum 99-4414 og 672020. #hótel OÐINSVE BRALIÐBÆR OðnstorgT HÓTEL ÓÐINSVÉ Óðinstorg Veitingasalurinn á Hótel Óðinsvé er op- inn daglega frá kl. 11.30 til kl. 23.00. Fiskréttahlaðborð er alltaf í hádeginu á föstudögum. Matreiðslumeistarar eru þeir Gísli Thoroddsen og Stefán Sigurös- son og yfirþjónn Kjartan Ólafsson. Meðalverð á fiskrétti er 630 kr. og á kjöt- rétti 1000 kr. Borðapantanireru ísíma 25090. \htnifti/nisid Víö SfáwiRSÍðuna VIÐSJÁVARSfÐUNA Tryggvagata 4-8 Veitingahúsið Við sjávarsíöuna er opið á virkum dögum frá kl. 11.30 til kl. 14.30 og frá 18.00 til kl. 23.30, en á laugardög- um og sunnudögum er eingöngu opið að kvöldi. Á matseðlinum er löflð sérstök áhersla á fiskrétti. Matreiðslumeistarar hússins eru Garðar Halldórsson og Egill Kristjánsson og yfirþjónn er Grétar Erl- ingsson. Meðalverð á fiskrétti er kr. 800 og á kjötrétti 1100. Borðapantanir eru í síma 15520. RESTAURANT TORFAN Amtmannsstig 1 Veitingahúsiö Torfan eropið daglega frá ,kl. 11.00 til kl. 23.30 og eru kaffiveiting- ar á milli matmálstíma. Matreiðslumeist- arar eru Óli Haröarson og Friðrik Sigurðsson og yfirþjónar Ólafur Theo- dórsson, Skúli Jóhannesson og Hrafn Pálsson.. Meðalverð á fiskrétti er 690 kr. og á kjötrétti 1100 kr. Borðapantanir eruísima 13303. VIÐTJÖRNINA Kirkjuhvoll [ veítingahúsinu Við Tjörnina sérhæfa menn sig í fisk- og grænmetisréttum. Opiöerfrákl. 12.00 til 14.30ogfrá 18.00 til 23.00. Matargeröarmaðurer Rúnar Marvinsson og veitingastjórar þær Sigríður Auðunsdóttir og Jóna Hilmars- dóttir. Meðalverð a'fiskréttum er kr. 900. Boröapantanireru i síma 18666. ÞRÍR FRAKKAR Baldursgata 14 Veitingahúsið Þrír Frakkar er opið alla daga. Á mánudögum og þriðjudögum frá kl. 18.00 til 24.00, en aðra daga til kl. 01.00. Kvöldveröurerframreiddurtil kl. 23.30 og eru smáréttir í þoöi þar á eftir. Matargerðarmaður er Matthías Jóhanns- son og yfirþjónn er Magnús Magússon. Meðalverð á fiskrétti er 800 kr. og á kjöt- rétti 1100 kr. Borðapantanir eru í sima 23939. VEITINQAHÚS MED MATREIDSLUÁ ERLENDA VÍSU BANKOK Síðumúli 3-5 Thailenskur matur er í boði á veitingahús- inu Bankok, en þar er opiö alla virka daga frá kl. 12.00 til kl. 14.00 og frá kl. 18.00 til kl. 21.00. Á föstúdögum, laugar- dögum og sunnudögum er opið til kl. 22.00. Matreiðslumaður er Manus Saifa og veitingastjóri Manit Saifa. Síminn er 35708. ELSOMBRERO Laugavegur73 Sérréttir frá Spáni og Chile eru í boði á El Sombrero. Þar er opið alla daga frá kl. 11.30 til kl. 23.30. Einungis pizzur eru á boðstólum eftir kl. 23.00. Mat- reiðslumeistari er Rúnar Guðmundsson. Síminn er 23433. HORNIÐ Hafnarstræti 15 ítalskur matur, ásamt pizzum og öðrum smáréttum er í boði á Horninu. Þar er maturframreiddurfrá kl. 11.30 til kl. 23.30, þó einungis pizzur eftir kl. 22.00. Veitingastjóri er Jakob Magnússon og síminn 13340. KRÁKAN Laugavegur 22 Mexíkanskir réttir eru framreiddir á Krá- kunnig, en sérstök áhersla er lögð á fylltar tortillur, auk þess sem dagseðlar eru i boði. Eldhúsið er opið frá kl. 11.00 - 22.00 alla daga nema sunnudaga, en þá eropiðfrá kl. 18.00 - 22.00. Mat- reiðslumeistari hússins er Sigfrið Þóris- dóttir. Síminn er 13628. MANDARÍNINN Tryggvagata 26 Austurlenskur matur er á matseðli Mand- arínsins, en þar er opið alla daga frá kl. 11.30- 14.30 ogfrá 17.30-22.30á virkum dögum, en til kl. 23.30 á föstu- dags- og laugardagskvöldum. Mat- reiðslumeistari hússins er Ning de Jesus og síminn 23950. KINAHOFIÐ Nýbýlavegur 20 Kínverskur matur er að sjálfsögðu í boði í Kinahofinu. Opiðerfrá kl. 11.00 til til kl. 22.00 alla virka daga, en á laugardög- um og sunnudögum frá kl. 17.00 til kl. 23.00. Matreiðslumeistarar eru Feng Du og Ngoc Lam og síminn, 45022. SJANGHÆ Laugarvegur 28 Kínverskur matur er í boði á Sjanghæ, en þareropiðá virkjumdögum frá kl. 11.00 til 22.00, en á föstudags- og laug- ardagskvöldum lokareldhúsið kl. 23.00. Matreiðslumeistari hússins er Gilbert Yok Peck Khoo. Síminn er 16513, en hægt er að kaupa mat til að fara með út af staðnum. SÆLKERINN Austurstræti 22 italskur matur er framreiddur í Sælkeran- um og er opið þar alla virka daga og sömuleiðis umhelgarfrákl. 11.30- 23.30. Matreiöslumeistari hússins er sá sami og ræður rikjum í Kvosinni, Francoais Fons. Siminn er 11633, en hægt er að kaupa pizzur og fara með út af staðnum. TAJ MAHALTANDOORI Aðalstræti 10 Indverska veitingahúsið Taj Mahal Tandoori er á efri hæð Fógetans og býð- ur upp á fjölbreytta indverska rétti matreidda í sérstökum Tandoori [eirofni. Indverska veitingastofan er opin daglega frá kl. 18.00. Borðapantanir eru isíma 16323. KRÁR OQ VEITINGAHÚS MED LENGRIOPNUNARTÍMA: DUUS-HÚS Fischerssund Á Duus-húsi eropið alla daga nema sunnudaga, frá kl. 11.30 -14.30 og frá kl. 18.00-01-.OOávirkum dögum.en kl. kl. 03.00 á föstudags- og laugardags- kvöldum. Maturerframreiddurtil kl. 21.00 á virkum dögum og til kl. 22.00 á föstudags- og laugardagskvöldum, en fram til kl. 23.30 eru framreiddar pizzur öll kvöld. Um helgar er diskótek á neðri hæð hússins, en á sunnudagskvöOlduin er svokallaöur „Heitur pottur" á Duus- húsi, lifandi jasstónlist. síminner 14446. FÓGETINN ----------- Aðalstræti 10 Veitingahúsið Fógetinn er opið alla virka daga frá kl. 18.00-01.00 og til kl. 03.00 á föstudags- og laugardagskvöldum. Skemmtikraftar koma fram tvö til fimm kvöld vikunnar. Borðapantanir eru í sima 16323. Á efri hæð Fógetans er indverska veitingastofan Taj Mahal. GAUKURÁ STÖNG Tryggvagötu 22 Á Gauki á Stöng er opiö alla virka daga frá kl. 11.30 - 14.30 og frá kl. 18.00 - 01.00 og til kl. 03.00 á föstudags- og laugardagskvöldum. Eldhúsið eropið til kl 23.00, en eftir það er í boði næturmat- seðill. Lifandi tónlist er oftast á Gauki á Stöng á sunnudgöum, mánudögum, þriðjudögum og miövikudögum frá kl. 22.00. Síminn er 11556. HAUKURí HORNI Hagamelur 67 Haukur i Horni er opinn alla virka daga frá kl. 18.00 — 23.20 og á föstudags- og laugardagskvöldum til kl. 01.00. Eld- húsið er opið öll kvöld til kl. 22.00, en smáréttir eru í boði eftir það. (hádeginu á laugardögum og sunnudögum er opið frá kl. 11.30 — 14.30. Lokaö i hádeginu aðra daga. Síminn er 26070. HRAFNINN Skipholt 37 Veitingahúsið Hrafninn er opiö alla virka daga frá kl. 18.00 — 01.00 og á föstu- dags- og laugardagskvöldum til kl. 03.00, en þau kvöld er einnig i gangi diskótek. Eldhúsinu er lokað um kl. 22.00. Siminn er 685670. ÖLKELDAN Laugavegur22 í ölkeldunni er opið alla virka daga frá kl. 18.00 — 01.00 og á föstudags- og laugardagskvöldum til kl. 03.00. Eld- húsinu er lokað kl. 22.00, en smáréttir i boði þar á eftir. Gestum hússins er boöiö upp á að spreyta sig við taflborðið, í pílukasti, Backgammon eða þá að taka í Bridge-sagnaspil. Síminn er 621034. ÖLVER Glæsibær í Ölveri er opið daglega frá kl. 11.30 — ' 14.30 ogfrákl 17.30 — 01. OOávirkum dögum og til kl. 03.00 á föstudags- og laugardagskvöldum. Eldhúsinu lokar um kl 22.00. Lifandi tónlist er um helgar. Ingvar og Gylfi leika fyrir gesti. Síminn er 685660. Ódýr endur- bygging Myndbðnd Sæbjörn Valdimarsson BATES MOTEL ★ V2 Leikstjórn og handrit: Richard Rothstein. Framleiðandi: Ken Topolsky. Aðalleikendur: Bud Cort, Lori Petty, Moses Gunn, Gregg Henry, Khrystyne Haje, Jason Bateman, Kerrie Keane. Universal City Studios, Inc./ Laugarásbíó 1987. 90 min. Enn er reynt að tutla inn aura á því kvikmyndasögulega hryllings- hóteli sem kennt er við Norman Bates. Og dreggjamar eru rýrar. Það má segja að þessi sjónvarps- mynd eigi ekkert skylt við Psycho annað en tilvitnanir og húsið fræga á hæðinni, það hefur ekki orðið hugnanlegra með aldrinum og að þessu sinni það það eina sem skelf- ir mann. Nú er Bates reyndar allur, en þeir deyja ekki ráðalausir kvik- myndaframleiðendumir. Bates sem sé erfði skjólstæðing sinn (Cort) og þjáningabróðir á geðveikrahælinu að öllu góssinu og myndin hefst þar sem verið er að útskrifa kauða. Cort er rétt af unglingsárum, þar sem hann varð móðurbani á bams- aldri og hefur í rauninni enga hugmynd um hvað klukkan siær utan hælisveggjanna. Hefur þó upp á hótelinu og fær lán til að hefja endurbygginguna, og ekki að sök- um að spyija, ballið byijar! Bates Motel virkar mun skár sem gamanmynd en hryllingur og upp- hafið nokkuð broslegt, hefði getað orðið bráðfyndið í höndum færari höfunda. En þetta er algjörlega metnaðariaus framleiðsla, vita stefnulaus, rólar á milli tragedíu, skopmyndar, hryllings og spennu, en nær því ekki að vera neitt af þessu. Vonandi fær Norman Bates og móðumefnan hans að hvíla f friði í framtíðinni. ^^krjógúrt OCTAVO/SlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.