Morgunblaðið - 16.06.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.06.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1988 Morgunblaðið/Rúnar Þór Sláttur er hafinn á nokkrum bæjum frammi í firði og má búast við að enn fleiri hefji slátt nú um helgina. Sláttur hafinn í Eyjafirði: Hey skaparhorfur þokkalega góðar SLÁTTUR er nú hafinn á nokkr- um bæjum frammi í Eyjafirði og að sögn Ævars Hjartarsonar, ráðunautar hjá Búnaðarsam- bandi Eyjafjarðar, eru heyskap- arhorfur í sumar þokkalega góð- ar. „Það hefur komið vel undan, tún eru að mestu óskemmd, og þar að auki lítur vel út með sprettu í sum- ar,“ sagði Ævarr í samtali við Morgunblaðið, þegar forvitnast var um álit hans á heyskaparhorfum. Hann sagði þó að nokkur svæði úti í Höfðahverfi í Grýtubakkahreppi hefðu skemmst svolítið, auk þess sem ofurlítið tjón hefði orðið af völdum vatnavaxtanna að undan- fömu. „Vatnið hefur skolað burtu áburði og borið leir í tún og slægju- lönd, og ég efast um að mikil upp- skera verði af þeim svæðum. Á hinn bóginn hefur verið svo ljómandi góð tíð að undanfömu, að sumir bændur hér frammi í firði eru þegar byrjað- ir að slá, og ég reikna með nokkrir eigi eftir að bætast í þann hóp og hefja slátt nú um næstu helgi," sagði Ævarr að lokum. Fyrsta skemmtiferðaskipið komið RÚSSNESKA skemmti- ferðaskipið Kasakstan kom til Akureyrar um hádegis- bilið í gær. Þetta er fyrsta koma skemmtiferðaskips hingað í sumar, en alls verða slíkar komur 17 talsins, og eru það nokkru fleiri komur en undanfarin sumur. Flest eru skipin sem hingað koma sovésk. Morgunblaðið/Rúnar Þór BERNHARDTl The Tailor-l.nok # falbe V&K- CflL Kalmannaföt í miklu úrvali stakir jakkar og buxur. .v ÍP’ \j? VISA* Frakkar, stakkar, peysur, skyrtur, bolir, hálsbind, sokkar, nærföt o.m.fl. Klæðskeraþjónusta. VERSLIÐ HJÁ FAGMANNI. B lierrabudin |Hafnarstræti 92 - 602 Akureyri - Sími 96-26708.1 IBM og UA færa Háskól- anum á Akureyri gjafir HÁSKÓLANUM á Akureyri voru í gær formlega afhentar gjafir frá Útgerðarfélagi Akureyringa og IBM á íslandi. Gjöf útgerðar- félagsins er 100 þúsund krónur i bókasjóð og IBM gaf 30 mb. harðan disk í kerfistölvu skólans. Það voru þeir Gísli Konráðsson, framkvæmdastjóri ÚA og Gunnar Hansson, forstjóri IBM á íslandi, sem færðu skóianum gjafirnar fyrir hönd fyrirtækjanna. Haraldur Bessason, rektor skólans, veitti þeim viðtöku og þakkaði þann hlýja hug sem skólanum væri þarna auð- sýndur. í samtali við Morgunblaðið sagði Haraldur að skólanum hefði þegar á þessu fyrsta starfsári hans borist nokkuð af bókagjöfum og peningum til bókakaupa. Tiltók hann í því sambandi 600 þúsund króna gjöf til bókakaupa frá Akureyrarbæ og 100 þúsund króna gjöf frá Sam- bandinu. Þá barst skólanum fyrir skömmu bókagjöf frá hjónunum Rögnvaldi Morgunblaðið/Rúnar Þór Starfsfólk skólans tók formlega á móti gjöfunum í gærmorgun. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Stefán Jónsson, námsbrautarstjóri i iðnrekstrarfræðum, Gísli Konráðsson, framkvæmdastjóri ÚA, Gunn- ar Hansson, forstjóri IBM á íslandi, Haraldur Bessason, rektor skól- ans, Margrét Tómasdóttir, námsbrautarstjóri í hjúkrunarfræðum, og Ólafur Búi Gunnlaugsson, skrifstofustjóri. Möller og Kristínu Möller, en þar nokkrar stórar bókagjafir til skól- að auki hefur verið tilkynnt um ans. 17. júní-hátíðarhöldin; Grænlenskir dansar sýndir og keppt í kassabílaralli Hátíðarhöldin hér á Akureyri á morgun, þjóðhátíðardaginn, verða með hefðbundnum hætti. Hátíð- ardagskrá hefst á Húsmæðraskól- atúni klukkan 14.30 þar sem þjóð- hátíðarræður verða fluttar og helgistund I.'aldin undir stjórn sr. Birgis Snæbjörnssonar. Síðan hefst skemmtidagskrá á sama stað klukkan 15. Um kvöldið verður skemmtun á Ráðhústorgi þar sem Stuðkompaniið sér um tónlistar- flutning. Dagskráin hefst klukkan 8 með því að fánar verða dregnir að húni en síðan mun hópur fiðluleikara spila á sjúkrahúsinu, í Hlíð og á Sólborg. Klukkan 10 verður haldið kassabílar- all og fer það rram í Þverholti og Langholti. Keppt verður með marg- víslegu móti í þessari íþrótt og einn- ig verða veitt verðlaun fyrir frumleg- asta kassabílinn. Eftir hádegið hefst dagskráin með skrúðgöngu frá Hrísalundi, en þaðan verður gengið niður Þingvallastræti og niður á efra tjaldstæði bæjarins við Húsmæðraskólann. Þar hefst dagskrá klukkan 14.30 með fána- hyllingu og síðan flytur Gunnar Ragnars, forseti bæjarstjómar, há- tíðarræðu. Ræðu nýstúdents flytur Sigrún Kristjánsdóttir og ávarp fjall- konunnar er flutt af Margréti Péturs- dóttur. Skemmtidagskrá hefst síðan sem fyrr segir klukkan 15 á sama stað og verður margt til skemmtunar. Þar mun m.a. koma fram hópur Græn- lendinga frá Narssak, vinabæ Akur- eyrar, og sýna þjóðdansa. Kvöldskemmtunin á Ráðhústorgi hefst síðan klukkan 21 og þar verður boðið upp á karatesýningu, Sverrir Stormsker mun flytja nokkur lög og leikklúbburinn Saga sýnir nokkur atriði úr Grænjöxlum. Þá verða flutt atriði úr Fiðlaranum á þakinu og dixielandhljómsveit spilar létt lög. Að lokinni kvöldskemmtuninni verður síðan dansað inn í nóttina, því í miðbænum mun Stuðkompaníið syngja og leika fyrir dansi. Dagskrárlok verða klukkan 2 eftir miðnætti. Listahátíð: Black Ballet Jazz til Akureyrar Black Ballet Jazz danshópurinn mun að loknum sýningum í Þjóð- leikhúsinu halda til Akureyrar, þar sem hann sýnir í íþróttaskem- munni mánudaginn 20. júni. Sýningar Black Ballet Jazz hópsins í Þjóðleikhúsinu verða fímm, dagana 15.—19. júní. Nær uppselt er á allar sýningarnar, en ósóttar pantanir verða seldar samdægurs. Forsala aðgöngumiða á sýninguna a Akur- eyri er nú hafín í Bókabúð Jónasar sem staðsett er við göngugötu Akur- eyringa. Sýning Black Ballet Jazz á Akureyri verður sem fyrr segir í íþróttaskemmunni þann 20. júní. (Úr fréttatilkynningu) Bæjarráð Akureyrar: Alyktar um Flug- leiða deiluna Bæjarráð Akureyrar samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum á þriðjudagskvöld: „Bæjarráð Akureyrar átelur harð- lega að deila flugmanna og yfir- stjómar Flugleiða skuli látin bitna á þjónustu félagsins við farþega, ekki síst þegar haft er í huga einkaleyfi félagsins og verðlag þjónustunnar. Bæjarráð telur að aðgerðir sem þess- ar leiði óhjákvæmilega til aukins þrýstings á að einkaleyfi félagsins á flugleiðinni Akureyri Reykjavík verði I afnumið." Ferðafólk á Akureyri Verzlun okkar er við göngugötuna í þessu fallega húsi (gömlu París). Við seljum fatnað á unga sem aldna og margt fleira áhugavert. Ferðafólk hefur stundum ekki ratað til okkar, þvíbendum viðágömlu París,þar erumviðtil húsa. Veriðöll velkomin. HAFNARSTRÆTI 96 SÍMI 96*24423 AKUREYRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.