Morgunblaðið - 08.10.1988, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.10.1988, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988 EINAR GUÐMU SKRIFAR FRÁ N D S S O N Z U R I C H STanolarT- Ti STÁHOAkT-Mcor/e j'» j4 4 V»* * - * . ; ; THtQRIfc 2 P^hcanaltjse Uóenavm / TOTEM WE # e*€>SOND Standart-Theorie. Kunsthaus í Ziirich tók við sýningu frá Nationa- Igalerie í Vestur-Berlín: yfírlitssýningu á mál- verkum eftir A.R. Penck. Penck er skrautlegur pappír í myndlistarheiminum. Hann nýtur ótrú- legrar söluvelgengni, og er búinn að vera fulltrúi Vestur-Þjóðveija við öll helztu myndlistartæki- færi; hann hefíir sýnt á öllum mikilvægustu stöð- um síðan hann yfírgaf austrið árið 1980. Honum vildi það til happs að þekkja rétta aðila fyrir vestan, og þurfti þvi ekki að bíða þeirra örlaga að koðna niður í sinni heimaborg, þar sem hann var settur fúllkomlega utangarðs í menning- arlífi. A.R. Penck er einn af ófáum Austur-Þjóð- veijum sem hafa verið fúttið í þýzkri vestantjalds- myndlist seinustu ára. Hið upprunalega nafn lista- mannsins er Ralf Winkler; hann fæddist árið 1939 í Dresden. Sex ára gamall sá hann borgina brenna og hvarf honum sú mynd ekki úr huga, jafn glatt og eldam- ir höfðu logað. Strax bam að aldri var hann staðráðinn í því að gerast listamaður. í uppvexti fór lítið fyrir menningarlegu umhverfi. Ralf Winkler ólst upp í verkamannahverfi í útjaðri Dresden-borgar; á heimilinu voru engin málverk á veggjum — aðeins gítar hékk uppi á nagla. — Móðir- in var kennslukona, en faðirinn virðist hafa verið drallusokkur er hljópst á brott frá vanda. — Pjórtán ára gamall var hann rekinn úr skóla; unglingurinn var þreyttur á einhveiju sem hann vissi ekki hvað var. Er hann varð eldri reyndi hann nokkram sinnum að komast inn á listaakademíu; Qóram sinnum var honum hafnað í Dresden. Og því er það, að hann er kallaður sjálfmenntaður myndlistarmaður, að hann er ekki með próf upp á vasann frá myndlistaraka- demíu. Elztu málverkin benda þó til þess, að enginn nævisti var á ferðinni, og að tilsagnar mun hann hafa notið af ekki verri endanum. Ralf Winkler var þjónn, bréfberi, næturvörður, kyndari og smjörlíkisstrokkari á meðan hann var að mála sig í gegnum myndlistarsöguna; hann prafaði sig áfram í mörgum eldri stíltegundum áður en kom til þeirra kasta er hér um ræðir. Arið 1956 kynntist R.W. Georg Kem, myndlistar- manni sem þá var líka austantjaldsmálari, en seinna átti eftir að verða hinn víðkunni Baselitz. Tíu áram síðar þegar Baselitz var búinn að koma sér fyrir í vestrinu, kynnti hann Ralf vin sinn fyrir Michael Wemer gallerista sem í dag er að finna í Köln. Ralf Winkler hóf að senda Michael Wemer upprúll- aða striga; og þá varð til dulnefnið A.R. Penck. Albrecht Penck hét vísindamaður er lézt ’45. Hann stundaði rannsóknir á ísaldarskeiðum jarðsögunnar, Ralf tók sér nöfti þessa heiðursmanns þegar „kalda stríðið" milli Austurs og Vesturs var í fiillum gangi. Með nafntökunni vildi hann í og með gefa til kynna rannsóknareðii myndlistar sinnar. Berlínarmúrinn varð staðreynd árið 1961, og á þeim tíma var þáverandi Ralf að fá sig fullsaddan á listinni; honum fannst sér ekki lengur stætt á því að mála blómamyndir og portrett. Fyrsta „Heimsmynd" varð til, og málverk er flölluðu um skiptingu Þýzka- lands. En þá tók við krepputímabil, hann málaði næstum ekkert í heilt ár, fyrir utan örfáar kúbískar myndir, hann sökkti sér oní bækur um stærðfræði og eðlisfræði. Á bamslegan hátt ætlaði hann sér að verða sjálflærður vísindamaður. Vangaveltur á sviði stýrifræðinnar (Kybemetik) leiddu unga manninn þó í fræðilegan hring, og beindu honum aftur inn á braut- ir listarinnar. Fyrsta einkasýning var í Köln árið 1968. Enginn vissi þá hver A.R. Penck var. Talið var að hann væri hugarfóstur galleristans. Markaðssetningin á Vesturlöndum var hafín. Tengslin við Kölnargalleríið buðu heim þreytandi og hættulegum Iínudansi, þar sem var smyglið. Ralf Winkler hafði sótt um inngöngu í Samtök myndlistar- manna (VBK) og eftir þriggja ára kandídatstíma var hann ekki tekinn inn. Eftir þessa tilraun til að hljóta opinbera viðurkenningu sem listamaður, hóf hann að starfa „neðanjarðar". A.R. Penck tók upp dulnefnið Mike Hammer. Mike Hammer var heiti spæjarahetju úr reyfuram eftir Mickey Spillane. Og þá var það TM... „Mike Hammer drapst er hann spurði sjálfan sig að því hver hann væri og fékk ekkert svar. Hann fékkst aldrei við eigin ráðgátur heldur var alltaf á annarra vegum,“ er haft eftir Penck. Og tók þá TM við. Tm táknaði Tancred Mitchell eða Theodor Marx. Nöfnum þessum ætlaði hann það hlutverk að gefa tilviljanakenndum vinnubrögðum ákveðna jarðfestu. Enn er þunglyndisár á ferlinum, 1977, sem tengist þjóðfélagslegum kringumstæðum; árið áður var Penck farinn að þurfa að merkja mjmdir sinar með Y (Ypsi- lonið var reyndar dulbúið V — vaffið stóð fyrir sigur- merki sem gert er með fingranum), vegna þess að kostir vora famir að þrengjast til muna: hann datt niður í algert áhugaleysi. Hin þreytandi skízófrenía og ofsóknarbrjálæði sem hlauzt af útistöðum við ríkis- báknið gerðu hann hreinlega veikan. Sér til björgun- ar úr volæði hóf Penck að höggva út tré, til að losa um árásarhneigð, og um svipað leyti byrjaði hann líka að beija trommur til að draga úr dampinum. Höggmjmdagerð og músíkframleiðsla eru nú hliðar- greinar á ferli listamannsins. í Austur-Þýzkalandi voru Ralf Winkler settir lau- fléttir afarkostir. Hann sótti því um, og fékk, lejrfí til brottfarar árið 1980; A.R. Penck var þá fyrir löngu kominn yfir um í huganum til V-Þýzkalands. Lista- manninum var orðið ómögulegt að lifa og starfa í DDR, þar sem einfaldlega stóð til .að þaga hann í hel, af því að hann málaði ekki eins og faraldur sagði til um. Fótgangandi og auralaus hélt Penck yfir landamær- in. Umskiptin vora erfíð fyrir hann til að byija með. „Þegar maður fer út í eyðimörk, málar hann öðravísi en í frumskógi," sagði Penck. Hann leitaði skjóls frá raunveraleikanum í kvikmjmdahúsum og sá tvær til þijár bíómjmdir á dag, meðan hann var að átta sig á hinu nýja hlutskipti. Vandamálið var einungis hvern- ig málverkinu reiddi af ... En svo náði vinnusemin jrfirþöndinni. Listamaðurinn stóð frammi fyrir nýju upphafí. Myndimar stækkuðu og urðu litríkari. Og galleríið í Köln sá um að fjárhagurinn blómstraði í sama mæli. — Einn var þó sá hængur á: Það gekk engan veginn fyrir Penck að vera þýzkur innflytjandi í Þýzkalandi; til þess að vera ekki í hálfkákinu sett- ist hann að í London árið 1983. Verkfasar listmannsins eru þessir: 1961—67 = System og Weltbilder. 1968-72 = Standart. 1973 = Mike Hammer. 1974-76 = TM. 1976-80 = Y. 1981—nú = Standart West. Standart = myndir prógrammeraðar með hellarún- um ísaldarveiðimanna, piktógrömmum stýrifræðinnar og graffíti stórborga. — Penck var svo hugulsamur við samfélag sitt I Austur-Þýzkalandi, að líta á þetta konsept sitt sem jákvætt framlag til sósíalrealis- mans; honum var ekkert andóf sérstaklega í huga. Penck var á upplýsingaraslahaugum samtímans og sankaði að sér alls konar drasli, hasarblöðum menningarinnar, flarskipta- og umferðarmerkjum; gramsaði i formúlugrautum vísinda og tölvufræða ... Og var að reyna að koma rími á dellukaosinn. Nú er drengurinn bara kominn með vinnustofur í London, Dublin og Diisseldorf. Á sumrin er svo dvöl í Carrara á Ítalíu, þaðan sem koma nýjustu marmar- askúlptúramir, já, hver veit undir hvaða nafni. I dag er A.R. Penck prófessor vð Listaakademiuna í Dusseldorf, hjá Markus Liipertz vini sínum. — Við komuna og dvölina á Vesturlöndum segist listamaður- inn hafa tapað ákveðnu sakleysi. Hvað er þyngdarafl?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.