Morgunblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 1
0*
ar30war9rarr qt aítt ttnTQ-r nrriL TCTT/íTTr>Qr*T»í
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
HANDKNATTLEIKUR
Kari Þrálnsson
Sigurður og
Kari til í slaginn
eftiráramót
SIGURÐUR Gunnarsson og Karl Þráinsson,
sem hafa lengi verið fastamenn í landsliðs-
hópi Bogdans, gáfu ekki kost á sór í leikina
gegn Svíum og Dönum vegna anna, en eru
báðir tilbúnir í slaginn eftir áramót verði
eftir því óskað.
Sigurður, sem þjálfar ÍBV, sagði í samtali við
Morgunblaðið að þar sem hann hefði ekki
getað undirbúið Eyjamenn sem skyldi fyrir íslands-
mótið vegna Ólympíuleikanna hefði hann þá ákveð-
ið að nýta síðustu tvær vikur í desember vel.
„Staða okkar í deildinni er ekki góð og við verðum
að undirbúa okkur sem best við getum fyrir seinni
umferðina,“ sagði Sigurður. „Því gef ég ekki kost
á mér í þessa- landsleiki, en er til strax eftir ára-
mót ef óskað verður eftir því,“ bætti hann við.
Karl stundar nám í verkfiraeði «g er á þriðja
ári. „Það hefur verið mikið að gera í skólanum
að undanfömu og erfið próf framundan. Ég verð
að láta námið ganga fyrir að þessu sinni og hef
sagt Bogdan það, en ég er laus 24. janúar," sagði
Karl.
KRAFTLYFTINGAR
Heimsmet hjá
Torfa Ólafssyni
Torfi Ólafsson setti heimsmet í unglingaflokki
er hann lyfti 337,5 kg í réttstöðulyftu í yfir-
þungavigt á Heims- og Evrópumótinu sem fram
fór í Luxemburg um helgina.
Torfi varð annar í sínum flokki. Hann lyfti sam-
tals 842,5 kg og var 2,5 kg á eftir Austurríkis-
manni sem sigraði í yfirþungavigt.
Torfi lyfti 330 kg í hnébeygju, 175 í bekkpressu
og 337,5 kg í réttstöðulyftu.
Þrír íslendingar tóku þátt í mótinu. Auk Torfa
voru það Gunnar Hjartarson og Auðunn Jónsson.
Gunnar varð í 11.-12. sæti í sínum flokki. Hann
lyfiti samtals 660 kg, 250 kg í hnébeygju og rétt-
stöðulyftu og 160 kg í bekkpressu.
Auðunn lyfti samtals 552,5 kg og hafnaði í 16.
sæti. í réttstöðulyftu náði hann 225 kg, 215 í
hnébeygju og 112 í bekkpressu.
KNATTSPYRNA
Opinber rannsókn
á fjármálum Brann
Hið opinbera í Noregi hefur nú krafist þess
að rannsókn fari fram á bókhaldi norska
knattspymufélagsins Brann, sem Teitur Þórðarson
hefur þjálfað og Ólafur Þórðarson bróðir hans leik-
ur með á næsta keppnistímabili. Em sagðar eitt-
hvað loðnar greiðslur sem forráðamenn og leik-
menn liðsins eiga að hafa þegið af ónafngreindum
aðilum.
Miklar deilur voru á aðalfundi Brann. Deilumar
snerust fyrst og fremst um íjárhagsstöðuna og
var formanni og varaformanni félagsins vikið úr
starfi. Búist er við frekari breytingum á stjóm liðs-
ins á næstu dögum.
Hvað Teit Þórðarson varðar þá virðist hann
hafa fulla stjóm á þeim málum sem að honum
snúa, þrátt fyrir brottför margra leikmanna.
Sex leikmenn bætast við Seoul-hópinn
Leikið gegn Svíum í kvöld
Guðjón Áma-
son í lands-
liðshópinn
HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐ
ÍSLENDINGAR mæta Svíum í
kvöld í vináttulandsleik í Laug-
ardalshöll kl. 20.30. Þetta er
fyrsti leikur liðsins síðan á
Olympíuleikunum í Seoul en
nær allir sterkustu ieikmenn
liðsins verða með í kvöld.
Einn nýliði er í 18 manna hópn-
um sem Bogdan Kowalczyk
hefur valið. Það er Guðjón Ámason
sem leikur sinn fyrsta landsleik.
w.tj?
SPftREJOÐU?
HAFNARFJ.
Guðjón Arnason
Landsliðið sem keppti á Ólympíu-
leikunum hefur þó tekið nokkrum
breytingum. Sex leikmenn koma
að nýju inn í liðið. Það eru, auk
Guðjóns, markvörðurinn Hrafn
Margeirsson úr ÍR og útileikmenn-
imir Júlíus Jónasson og Valdimar
Grímsson úr Val, FH-ingurinn Héð-
inn Gilsson og Konráð Olavsson úr
KR.
Þrír leikmenn verða ekki með:
Sigurður Gunnarsson, sem gefur
ekki kost á sér, og Karl Þráinsson
sem er í prófum. Þá leikur Atli
Hilmarsson ekki með en hann er
ökklabrotinn.
Eftirtaldir leikmenn hafa verið
valdir fyrir landsleikina í kvöld og
á morgun:
Markverðir:
Einar Þorvarðarson, Val.............203
Brynjar Kvaran, Stjörnunni..........127
Guðmundur Hrafnkelsson, UBK..........66
Hrafn Margeirsson, lR................11
Aðrir leikmenn:
Jakob Sigurðsson, Val...............160
Guðmundur Guðmundsson, Vikingi.....200
Bjarki Sigurðsson, Víkingi...........35
Valdimar Grímsson, Val...............51
Alfreð Gíslason, KR.................152
Páll Ólafsson, KR...................181
Júlíus Jónasson, Val................106
Héðinn Gilsson, FH...................28
Sigurður Sveinsson, Val.............152
Kristján Arason, Teka...............194
Þorgils Óttar Mathiesen, FH.........203
Geir Sveinsson, Val.................149
Guðjón Ámason, FH.....................0
Konráð Olavsson, KR...................8
Leikurinn hefst kl. 20.30 en for-
sala aðgöngumiða verður í Laugar-
dalshöll frá kl. 18.
Morgunblaðið/Einar Falur
Valdimar Grímsson er í landsliðshópnum sem mætir
Svíum. Valdimar hefur leikið vel með Val i vetur.
KNATTSPYRNA / ENGLAND
Terry Venebles, framkvæmdastjóri Tottenham:
„Guðni er sterkur og fjölhæfur
If
„ÉG vil mjög gjarnan nota Guðna í
liði Tottenham, hann er mjög sterkur
og fjölhæfur leikmaður. Hann getur
leikið allar stöður ívörninni, einnig
stöðu „sweepers" og ég hugsa að
hann gæti einnig spjarað sig sem
miðvallarleikmaður. Hins vegar mun
ég ekki freista þess að keyra þetta
mál áfram einungis til þess að koma
honum í liðið, málið verður að ganga
sinn gang,“ var haft eftir Terry Vena-
bles, framkvæmdastjóra Tottenham
í enskum blöðum um helgina.
Eitt og annað hefur verið ritað um mál
Guðna í enskum blöðum, meira að
segja slegið á létta strengi á kostnað hans.
Til dæmis stendur í einu blaði, að Guðni
hafi orðið „gffurlega ákaf-
ur er hann frétti að allir
leikmenn sem gerðu samn-
ing við Tottenham fengju
bifreið til afnota. En ákaf-
inn hafi dvínað er Paul Gascoigne hefði
sagt honum að hann fengi ekki bíl, heldur
vélsleða".
Það nýjasta í liðsmálum Tottenham er,
FráBob
Hennessyi
Engiandi
að Bobby Mimms markvörður hefur tekið
upp á því að halda hreinu eftir að það tók
að styttast í komu Eriks Tortsvet. Þá
varð ljóst um helgina, að ekkert yrði úr
endursölu Mithells Thomas, vamarmanns
frá Tottenham til Luton. Var álitið að með
því væri verið að rýma til fyrir Guðna.
Það var Thomas sjálfur sem stoppaði söl-
una á síðustu stundu og á'það að háfa
komið Terty Venebles mjög á óvart, en
hann taldi að Thomas gimtist það sérstak-
lega að komast aftur á heimaslóðir í Luton.