Morgunblaðið - 29.12.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.12.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, VlDSKIPn/AIVINNUlÍF B'IMMTUDÁÓlMiáð. DBSEMðER 1988« B T rist það og í vöxt, að innlendir framleiðendur flytji inn vöru í not- endaumbúðum, sem ekki borgar sig að framleiða hér á landi. Að lokum kom Óskar inn á rekstrartæknilegu hlið iðngreinar- innar og benti í því sambandi á að á tímum innflutningshafta hefði íslensk framleiðsla fengið á sig það slyðruorð sem hún hefur átt erfitt með að reka af sér fram til þessa vegna þess að þá hafi meiri áhersla verið lögð á vöruval en vörugæði. Nú hafa framleiðendur betur að- lagað reksturinn að breyttum markaðsaðstæðum og vinni með langtímamarkmið í huga í sam- ræmi við innri styrk, ytri aðstæður og spár í framtíðina. Lina G. Atladóttir, markaðsráð- gjafi hjá Félagi íslenskra iðnrek- enda, fjallaði um breytta markaðs- hlutdeild og möguleika á útflutn- ingi. í máli hennar kom fram að samkvæmt lauslegri könnun væri smásöluverð innflutts þvottaefnis umtalsvert hærra en það íslenska. Þrátt fyrir það virtist sem meira seldist af innfluttu vörunni, e.t.v. vegna hentugri umbúða á innfluttu vörunni. Hún lagði áherslu á að framleiðendur málningar og hrein- lætisefna þyrftu að vanda til þjón- ustugæða t.d. hvað varðar af- hendingu, gæði umbúða, góðar leiðbeiningar á umbúðum og aðra þætti sem hafa áhrif á kauphegð- un. Þá væri ekki síður mikilvægt að hafa gott samstarf við verslan- ir, með ábendingum um hvernig varan er seld og hvernig henni sé raðað upp. „Það er einnig uggvæn- leg þróun þegar seljendur útiloka íslenska framleiðslu úr sínum verslunum og selja einungis sinn eigin innflutning og gefa innlendu framleiðslunni ekki einu sinni tæki- færi,“ sagði Lína. Einhugur um aukið samstarf í umbúðagerð Á þemadegi í umbúðaiðnaði og greinum tengdum honum ríkti mikill einhugur um að komið yrði á auknu samstarfi um umbúða- framleiðslu og þjónustu sem teng- ist henni. Ekki gafst þá ráðrúm til að skilgreina hver yrði samræm- ingaraðilinn eða hvernig skyldi nákvæmlega staðið að samræm- ingu. Þátttakendur á fundinum voru: Hönnuðir frá auglýsingastofum, umbúðaframleiðendur, vörufram- leiðendur, fulltrúar frá Neytenda- samtökunum, Iðntæknistofnun, FII, umbúðafræðingur o.fl. Fram kom að þeir aðilar sem tengjast umbúðaframleiðslu hér á landi eiga í vök að veijast gagn- vart erlendum umbúðaframleið- endum. Þó mátti skilja að sömu forsendur væru fyrir hendi hér að því undanskildu að allri skipulagn- ingu og samræmdri þjónustu væri mjög ábótavant. Ástæður þess að erlendir um- búðaframleiðendur auka markaðs- hlutdeild sína hér á landi voru eink- um taldar þessar: 1. Erlendir umbúðaframleiðendur bjóða vöruframleiðendum heild- arlausn við endurnýjun umbúða eða umbúðir fyrir nýja vöru. í því felst að sami aðili skilgrein- ir hvemig umbúða er helst þörf á með tilliti framleiðandans, flutninga, smásölunnar, hönn- unar og neytandans. Sami aðili sér einnig um sjálfa hönnunina, framleiðsluna á umbúðunum o.fl. Hér á landi þarf vörufram- leiðandinn sjálfur að leita fyrir sér um hagstæðustu lausnirnar á hveiju stigi fyrir sig. 2. íslenskir umbúðaframleiðendur eru ekki nógu iðnir við að leita uppi nýja viðskiptavini. Skand- inavíski umbúðaframleiðendur. eru hins vegar stöðugt á ferð- inni hér til að bjóða vöru sína og þjónustu. 3. Flutningar á umbúðum erlendis frá hafa orðið dýrari og gengis- skráning er erlendum aðilum í vil. Eins og áður segir ríkti mikil samstaða um að úrbóta væri þörf. Þessi atriði voru einkum nefnd til úrbóta: 1. Myndaður verði vinnuhópur sem „kortleggi" hvaða atriði vömframleiðandi þarf að fara í gegnum þegar hann þarf á nýj- um umbúðum að halda. í þess- um hóp verði t.d. fulltrúar frá hönnuðum, umbúðafræðinga, vöruframleiðendum, umbúða- framleiðendum og neytendum. 2. Gerður verði listi yfir hvaða aðilar framkvæmi hina ýmsu þætti í því ferli sem nýjar um- búðir fara í gegnum. 3. Settar verði ákveðnar reglur um hvernig skuli staðið að umbúðaframleiðslu. 4. Kannað verði hvaða aðilar geti sameinast í framleiðsluferli umbúða. Endurbæta þarf ímynd íslenskra húsgagna og innréttinga Það þarf að auka gæði, auglýsa upp íslensk gæði, auka virðingu fyrir því sem er íslenskt og byggja upp þjóðarstolt í því sambandi og leggja áherslu á útflutning á sér- stökum vörum miðað við sérstakir þarfir lítils hluta markaðarins. Þetta var meðal niðurstaðna þemadags í húsgagna- og innrétt- ingaiðnaði. En þar var rætt um vöruþróun, markaðsmál, sjálf- virkni og fræðslumál. Helstu vandamál í markaðsmál- um iðngreinarinnar voru talin smæð markaðarins, markaðssveifl- ur, að menn þyrftu að vera með of fjölbreytt vöruval og oftrú væri á erlend gæði. Rætt var um að fólk gerði meiri kröfur til innlendr- ar vöru en innfluttrar og ætlaðist jafnframt til að afhendingartími íslenskra vara væri óeðlilega skammur. Þær lausnir sem menn sáu var m.a. að vegna smæðar framleiðsl- unnar bæri að fara í sérgreind og sérstök viðskipti og ná t.d. 90% af einu prósenti á markaðnum. Einnig var lögð á það áhersla að íslensk fyrirtæki ynnu meira sam- an bæði í framleiðslu og að mark- aðsmálum. Helstu vandamál varðandi hönnun og vöruþróun í íslenskum fyrir- tækjum í dag voru talin að fagleg hönnun er ekki nógu mikil, tals- vert er um stælingar og virðist skorta siðferðiskennd að því leyti auk þess sem mynsturvernd er ábótavant og var bent á að þeir sem hafa góðaf hugmyndir hræð- ast að þeim verði stolið frá þeim. Þegar hugmynd vaknar hjá hönn- uði getur verið erfitt að koma henni i framleiðslu og tilfinningalega vantar ijármagn, t.d. sérstakan sjóð til að styrkja nýframleiðslu. B*»/KO»^EKl6UM» I GJALDEYRISSVIÐ VERSLUNARBANKANS FLYTUR í HÚS VERSLUNARINNAR Þann 2. janúar 1989 opnar Gjaldeyrissvið Verslunarbankans á nýjum stað, í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 2. hæð. Frá þeim tíma verður öll afgreiðsla á erlendum ábyrgðum og lánum þar. Afgreiðsla á erlendum innheimtum verður í útibúinu á 1. hæð í Húsi verslunarinnar. Almenn gjaldeyrisafgreiðsla er auðvitað áfram á öllum afgreiðslustöðum bankans. Verið velkomin á nýja staðinn, næg bílastæði og þægileg aðkoma. VERSLUNARBANKINN, GJALDEYRISSVIÐ Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. Sími 687200, telex 3027, telefax 31070. V6RSLUNRRBRNKINN -cAÚuutr vneð þén f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.