Morgunblaðið - 31.01.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.01.1989, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA HANDKNATTLEIKUR Danir unnu IMorðmenn DANIR sigruðu Norðmenn tvívegis í landsleik í handknattleik, á sunnudag og í gærkvöldi. Báðir leikimir fóru fram í Danmörku. Fyrri leikinn unnu Danir 24:20 í Holsterbro og þann síðari í Óðinsvéum, 27:20. íslendingar mæta Norðmönn- um mjög líklega í milliriðli B-keppninnar í Frakkl- andi í næsta mánuði. 1989 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR BLAD AHreð meiddur Sigurðurog Páll hinsvegar að ná sér og æfðu í gær ALFREÐ Gíslason meiddist undir lok leiksins gegn Tókkum á laugardag. „Ég tognaði á hægri öxl og útlitið er ekki bjart, en það er of snemmt að segja til um hvað þetta er alvarlegt," sagði Alfreð við Morgunblaðið í gœr. Alfreð sagði ennfremur að ef ekki yrði breyting á til batnaðar fyrri hluta vikunnar myndi hann hafa samband við Dr. Thiemer, lækni Essen og vestur-þýska landsliðsins í handknattleik. „B- keppnin hefst eftir hálfan mánuð og því má ég ails ekki við að vera of lengi frá. Eg hef góða reynslu af Thiemer og fer til hans ef allt annað bregst," sagði Alfreð. Páll og Slgurður æfðu f gær Páll Ólafsson og Sigurður Sveinsson æfðu báðir með landsliðinu að Varmá í gærkvöldi. „Ég er þokkalegur í hendinni, ekki nógu góður. Ég er með spelku og get því ekki beitt mér að fullu," sagði Páll f samtali við Morgunblaðið. Ekki vildi hann spá því hvenær meiðslin hættu að hijá hann. Sigurður virðist vera búinn að ná sér og gat beitt sér fullkomnlega á æfíngunni í gær. Hann var meiddur í nára, en Páll var brákaður á handarbaki. Atli Hllmarsson verður ekki með í B-keppninni. Alfreð Gíslason meiddist í síðari leiknum við Tékka» „og útlitið er ekki bjart" eins og hann orðaði það f gær. Atli Hilmarsson kemur ekki frá Spáni til að taka þátt í undir- búningi landsliðsins fyrir B-keppn- ina í Frakklandi. „Ég er ekki orðinn góður - á nokkuð í land,“ sagði Atli Hilmarsson, sem sat á bekkn- um þegar Granollers og Valladolid gerðu jafntefli, 26:26, í síðustu umferð riðlakeppninnar á Spáni. Ég byijaði að æfa á fullu með liðinu í síðustu viku, en er þó ekki farinn að taka á - á fullum krafti. Ég er ekki byijaður að stökkva upp til að skjóta," sagði Atli. Teka, sem lék án Kristján Ara- sonar og Mats Olson, markvarðar, vann Alicante, 27:17. Teka og Granollers fengu bæði 21 stig út úr riðlakeppninni, en markatala Teka var betri, þannig að félagið var í efsta sæti í B-riðli. Caja Mardid og Valencia fengu 20 stig. Atletico Madrid varð efst í A- riðli - með 22 stig. Barcelona fékk 20 stig, Bidasoa nítján og Lagisa átján. Paul Tledemann ( búningi Austur-Þýskalands ! Laugardalshöll. AUt bendir til þess að hann eigi eftir að stjóma íslenska landsliðinu í Höllinni í framtíðinni. HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Tiedemann tekur við íslenska liðinu eftir B-keppnina - sagði vestur-þýska fréttastofan Deutsche Presse Agentun gærkvöldi VESTUR-þýska fróttastofan Deutsche Presse Agentur skýrfti fró því í gærkvöldi aft Paul Tiedemann, sem þjálfað hefur austur-þýska landsliðið undanfarin 17 ár, taki við þjálfun fslenska landsliðsins f handknattleik eftir að Bogd- an Kowalczyk lætur af störf- um. Þýska fréttastofan sagði að Tiedemann myndi taka við íslenska liðinu eftir B-keppnina í Frakklandi í lok febrúar. Hann er einn virtasti handknattleiks- þjálfari heims og hefur náð frá- bærum árangri með austur-þýska landsliðið. Stjóm HSÍ gerði Paul Tiede- mann formlegt tilboð fyrir nokkru og hafði hann frest til að svara því þar til 1. febrúar — hann átti því að svara fyrir morgunadaginn. Að sögn Gunnar Þórs Jónsson- ar, formanns landsliðsnefndar HSÍ, hafði svar frá Tiedemann ekKi borist HSÍ í gærkvöldi. Hann sagði það ekki koma sér á óvart ef frétt vestur-þýsku fréttastof- unnar væri rétt. „Tiedemann hef- ur sjálfur sýnt áhuga á að koma hingað í samtali við Jón Hjaltalín og fleiri. Við ætluðum að ræða formlega við hann eftir leik ís- lands og Austur-Þýskalands í Seo- ul í haust, en það gafst ekki tími til þess þá. Það hefur verið ein- hugur í framkvædastjóm HSÍ og sambandsstjóminni um að ráða Tiedemann, ef þess yrði nokkur kostur,“ sagði Gunnar Þór. Eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu gaf austur-þýska fþróttamálaráðuneytið Paul Tie- demann leyfi til að þjálfa utan heimalands síns, eftir Ólympíu- leikana í Seoul og hann sýndi þá þegar áhuga á að koma hingað til lands. Nú bendir allt til þess að svo verði. Atli kemur ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.