Morgunblaðið - 14.02.1989, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.02.1989, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTHR ÞRŒXRJDAGUR 14. FEBRÚAR 1989 B 3 BLAK taém FOLK ■ JOSE Canseco, sem var vai- inn besti leikmaður amerísku deild- arinnar í hafnabolta í fyrra, var tekinn fyrir of hraðan akstur um helgina. Canseco var stöðvaður af lögreglunni á hraðbraut en þegar verðir laganna stigu út úr lög- reglubílnum, steig Canseco á bensíng]'öfina. Eftir sátu lögreglu- mennirnir í reyk og gúmmíbrælu og sáu vart handa sinna skil. Canseco komst þó ekki langt því hann var stöðvaður aftur og þá sektaður. Kappinn getur búist við frekari refsingum því bandarískir lögregluþjónar eru ekki hrifnir af slíku háttalagi. ■ EMLYN Aubrey, frá Banda- ríkjunum sigraði á opna meistara- mótinu í golfí í Filipseyjum. Þetta var fyrsti sigur Aubrey síðan hann gerðist atvinnumaður í golfí. Fyrir sigurinn fékk Aubrey 1,2 milljónir kr. og nýja japanska bifreið. ■ BK0NDBY hefur lengi stund- að að kaupa efnilega leikmenn fyr- ir lítinn pening, selt þá síðan til annarra landa og grætt á tá og fíngri. Önnur dönsk knattspymufé- lög hafa hug á að fara út í ámóta fjáröfíun. ■ BRLAN Laudrup, sem varð pabbi fyrir skömmu, var besti mað- ur Dana, er þeir unnu Möltu 2:0 í síðustu viku. Bróðir hans, Michael, eignaðist erfíngja um svipað leyti og eru Danir famir að sjá litlu frænduma í landsliðinu eftir 18 ár. „Að sjá bamabömin í landsliði Dana yrði mesta gleði mín,“ sagði Finn Laudrup, faðir knattspymu- bræðranna og fyrrum landsliðsmað- ur. Morgunblaðið/SUS Verðlaunahafarnir. Fyrir aftan sitja Jón Ámason og Bima Halldórsdóttir, en fyrir framan Vignir Hlöðversson, Þorvaldur Sigurðsson og Jóna Harpa Viggósdóttir. KA og Víkingur meistarar Jón og Bima best KA frá Akureyri varð deildar- meistari í meistaraflokki karla í blaki með fullt hús stiga. Víkingur varð deildarmeistari kvennaflokki. KA-menn léku fyrst við HSK um helgina og unnu, 3:1. HSK vann fyrstu hrinuna, en síðan tók KA leikinn í sínar hendur og sigr- aði ömgglega. Síðan SkúliUnnar léku Norðanmenn Sveinsson við HK og unnu, 3:0, skrífar og fengu deildarbik- * arinn afhentan að loknum leik.' Önnur úrslit í karlaflokku urðu þau að HSK vann Þrótt Nes. með þremur hrinum gegn ' tveimur, Þróttur Nes. bætti fyrir tapið gegn HSK með því að vinna Fram, 3:1 og ÍS, 3:2. Leikur Þróttar og ÍS var mjög góður þar sem stutta spil- ið gekk vel upp hjá Þrótti. Marteinn Guðgeirsson var bestur í leiknum og ungu piltarpir, Kristján og Þór- arinn, vom einnig góðir. í kvennaflokki voru þrír leikir. Deildarmeistarar Víkings unnu Þrótt Nes. sannfærandi, 3:0. HK vann KA, 3:0 og ÍS vann Þrótt Nes, 3:1. Jón Arnason úr Þrótti Reykjavík var kjörinn besti leikmaður 1. deild- ar karla og Bima Halldórsdóttir, Víkingi, best í kvennaflokki á árs- hátíð blakmanna að Hótel íslandi á laugardagskvöld. Vignir Hlöðvers- son, HK, var kjörinn efnilegasti leikmaðurinn, en hann hlaut titilinn einnig fyrir tveimur árum! Jóna Harpa Viggósdóttir, Þrótti Nes. var kjörin efnilegasta blakkonan. Loks var Þorvaldur Sigurðsson kjörinn besti dómarinn. KNATTSPYRNA Framarar ekkií úrslif Úrslitakeppnin á föstudagskvöld FRAMARAR, sem hafa verið f nær ósigrandi í knattspyrnu innanhúss f vetur, komust ekki áf ram úr riðlakeppni 1. deildar karla, sem fram fór í Laugar- dalshöll á sunnudag. Þeir höfn- uðu í 3. sæti í sínum riðli og verða því áhorfendur á úrslita- keppninni, sem fram fer á föstudagskvöld. Keppt var í fjórum riðlum. Tvö efstu lið í hveijum riðli leika í úrslitakeppninni, þriðja liðið heldur sæti sínu í 1. deild, en neðsta liðið féll í 2. deild. í átta liða úrslitum leika KR, ÍK, ÍA, Selfoss, ÍBK, Grindavík, Fylkir og Þróttur. Til stóð að ljúka keppn- inni á sunnudagskvöld, en vegna rafmagnsleysis varð að hætta eftir riðlakeppnina. Grótta, Víkingur, Fram og Víðir halda sæti sínu í 1. deild, en KA, Haukar, KS og HSÞ-b féllu í 2. deild. í þeirra stað koma sigurveg- arar riðlanna í 2. deild — Leiftur, Ólafsfírði, ÍR, Sljaman og ÍBV. Úrslitakeppnin hefst kl. 19 á föstudagskvöld með leik KR og Selfoss. Síðan leika ÍK-ÍA, ÍBK- Þróttur og loks Fylkir-Grindavík. Þá verða undanúrslit, en úrslitaleik- urinn hefst kl. 21.38. FRJALSIÞROTTIR Heimsmet hjá Sergei Bubka Bætti vikugamalt met Gataullins. Aoutia á góðum tíma SOVÉTMAÐURINN Sergei Bubka setti heimsmet í stang- arstökki innanhúss um helgina á móti í Osaka í Japan. Bubka fór yfir 6,03 m og bætti þar með vikugamalt met landa síns, Radion Gataullin, sem var 6,02 m. Bubka á einnig heims- metið utanhúss, 6,06 m. ÆT Eg er mjög ánægður með metið, sérstaklega þar sem ég átti ekki von á því og hafði ekki undir- búið mig sérstaklega fyrir þetta mót,“ sagði Bubka. Hann reyndi svo við 6,10 en felldi í öllum þrem- ur tilraunum sínum. í öðrum greinum á þessu móti kom mest á óvart að Louise Ritter, gullverðlaunahafi á Ólympíuleikun- um, náði aðeins að fara yfir 1,85 m í hástökki kvenna. Hún hafnaði í 4. sæti en Tamara Bykova frá Sov- étríkjunum sigraði með 1,94 m. Næst besti tími Aouita Said Aouita frá Marokkó náði næst besta tíma frá upphafi í 3.000 m hlaupi innanhúss í Rutherford í Bandaríkjunum. Hann hljóp á 7:39,71 mínútum. Metið var sett af Emil Puttermans frá Belgíu árið 1973 og er 7:39,20. Aouita getur reyndar þakkað Steve Scott fyrir þennan góða tíma. Scott var á hælum hans allt þar til í síðasta hring og hélt þannig góðum hraða. Jackie Joyner-Kersee náði mjög góðum tíma í 55 m grindarhlaupi. Hún kom í mark á 7,40 sekúndum, aðeins 3/10 úr sekúndu frá metinu. Joyner-Kersee rakst á tvær síðustu grindumar en náði þó að koma í mark á undan Kim McKenzie. Þá var Paula Ivan nálægt metinu í mfluhlaupi kvenna. Hún kom í mark á næsta besta tíma sem náðst hefur, 4:18,99. Metið á Doina Mel- inte og er það 4:18,86 mínútur. Lewis i3. sæti Carl Lewis náði aðeins 3. sæti í 60 metra hlaupi á móti í San Se- bastian á Spáni og kom það mjög á óvart. Andreas Simon frá Kúbu var fyrstur á 6,50 sekúndum og Bandaríkjamaðurinn Mark Wither- spoon í 2. sæti á 6,59. Lewis var svo þriðji á 6,60 sekúndum. Hann byijaði mjög illa og átti aldrei möguleika á að sigra. Carl Lewis bætti svo fyrir þetta á sunnudags- kvöldið er hann sigraði í langstökki á móti í Stuttgart. Linford Christie gekk mjög vel og sigraði í 200 og 60 metra hlaup- um í Stuttgart. Hann hefur einmitt sett stefnuna á þessar greinar á heimsmeistaramótinu innanhúss sem fram fer í Búdapest í mars en þessi mót eru fyrst og fremst hugs- uð sem undirbúningur fyrir heims- meistaramótið. ■ Úrslit B / 6 w Hondaáíslandi, Vatnagörðum 24, sími 689900. Verð aðeins kr. 998 kús. stgr. uGmf&wú&iasmiÁ Srr~m& 4WD Sígildar þarfir í nýjum búningi. Stílhreinn og fallegur 5 manna bíli með ótrúlegu rými. Skiptanlegt aftursæti, breytir honum á augnabliki í 4ra, 3ja eða 2ja manna skutbíll með allt að 648 lítra farangursrými. 16-ventla vél með beinni inn- spýtingu og 116 hestöfl, er þróuð með reynslu frá Formula-1 kappakstri, sem skilar bílnum kröftuglega áfram. Mikill krafturog frábær fjöðrun, „Doublewishbone", að framan og aftan, gerir aksturinn þreytulausan og þægilegan. Fjórhjóladrifið er sítengt með sérstakri kúplingu, sem að- lagar sig að breytilegum að- stæðum og færir átakið ýmist á fram- eða afturhjól eða öll fjögur, eftir því s,em best hentar. Allt þetta ásamt vökvastýri og raflæsingum á hurðum gerir bílinn að þjóni fjölbreyti- legra þarfa eiganda síns. Bifreið, sem kemurskemmti- lega á óvart: UHONDA gvic SHUTTLE 1989

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.