Morgunblaðið - 15.03.1989, Side 1

Morgunblaðið - 15.03.1989, Side 1
Hér er hákarlinn í þann mund að gleypa hafineyna. Við hlið hennar er annar vina hennar. í loftinu má sjá fiskana og eins sést í sjávargróðurinn á bakvið hana. FJÖRUFERÐ OG LEIKRIT IITLA HAFMEYJAN Orð í þessum leik eigið þið að búa til eins mörg orð og þið getið úr stöfunum í orði sem þið fáið gefið upp. Þið fáið t.d. orðið heimur og getið þá búið til orð eins og eimur, reim, heim og svo framvegis. Sá sem getur búið til flest orð á ákveðnum tíma, til dæmis 5 mínútum, vinnur. & EGl £ C í fljótu bragði er ekki hægt að sjá að fjöruferð og leikrit eigi mikið sameiginlegt. Hjá 1 bekk GS í Varmárskóla í Mosfellsbæ byijaði þetta allt með ferð í Qöru síðastliðið haust. í Qörunni fundu þau alls konar skeljar, steina, kuðunga og dýr. Þau tóku eitthvað af Qörudótinu með sér heim og hugðust nota það frekar. Næst tóku þau til við að lesa sögur og ævintýri sem gerast á hafsbotni. Smám saman þróaðist þessi vinna uppí að til varð þeirra eigið ævintýri um Litlu haf- meyjuna. Þegar ákveðið var að búa til úr þessu leiksýningu var hafíst handa við að búa til físka, sjávargróður, steina, höll haf- meyjunnar og auvitað hákarlinn og búninga á leikarana. Leiksýning er sett saman úr mörgum þáttum. Nemendur í 1 GS skiptu með sér verkum. Einn var sögumaður, tveir sáu um lýsinguna Nokkrir nemendur sáu um tónlistina, sem var leikin á trommur og flautur. Á sjávar- botninum var mikill og skraut- legur gróður og var stór hluti nemenda í hlutverki þessa gróð- urs. Þrír stjómuðu stórum há- karli og síðast en ekki síst voru svo hlutverk litlu hefmeyjunnar og tveggja vina hennar. Á öllum alvöru leiksýningum eru auðvitað leikskrá. Bekkurinn hafði útbúið 12 síðna leikskrá sem geymir allar upplýsingar um ieikritið og er einnig fagur- lega myndskreytt. Fjöruferðin hjá þessum krökkum fékk þennan skemmti- lega endi. Það var gaman að sjá leikgleðina sem skein úr andlit- Þessi mynd er af EIsu úr barnaþáttum sjónvarpsins. Bjartey Atladótt- ir, 5 ára, Áshamri 14, Vestmannaeyjum, teiknaði myndina. r §§ G Jjg CprSf#"*'' > « ^ V; / c i r ~~ Wk Þessa mynd af geimverufjölskyldunni sendi Anna Björnsdóttir, 8 ára, íjarðarseli 20, Reykjavik. Forsíðan á leikskránni. unum og hvað allir lögðu sig fram um að gera þetta skemmti- legt. Pennavinir Guðbjörg Björnsdóttir, Hlföarvegi 43, 400 ÍSAFJÖRÐUR Guðbjörg er 9 ára, að verða 10 ára og vill eignast pennavini á aldrinum 9-12 ára. Áhugamál: Sund, skíði límmiðar og fleira. Harpa Ósk Sigurðardóttir, Mánagerði 5, 240 GRINDAVÍK Harpa Ósk er 12 ára og vill eign- ast pennavinkonur á aldrinum 11-13 ára. Áhugamál: Skíði, körfubolti, skautar, dýr, límmið- ar, ferðalög og margt fleira. Júlia Guðjónsdóttir, Kirkjuferjuhjáleigu, Ölfusi, 801 SELFOSS Júlia er 11 ára og vill eignast pennavini, bæði stelpur og stráka, á aldrinum 11-13 ára. Áhugamál: iþróttir, flott föt, di- skótek, ferðalög, hestar, hundar og sætir strákar. Hrafnhildur Jóhannesdóttir, Hólmgarði 50, 108 REYKJAVÍK Hrafnhildur er 7 ára og langar að eignast pennavini á aldrinum 7-9 ára. Áhugamál: Handbolti, pony og dýr. Tinna Ösp Ragnarsdóttir, Kjartansgötu 2, 105 REYKJAVÍK Tinna Ösp er að verða 10 ára og vill eignast pennavinkonu á aldrinum 9-10 ára. Áhugamál: Skíði, hjól, skautar, djassballett og barnapössun. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Anton ísak Sigurðsson, Efstalandi 6, 108 REYKJAVÍK Anton er 12 ára og vill skrifast á við 12-13 ára stelpur. Áhuga- mál: Skiði, hestar, hlaup og íþróttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.