Morgunblaðið - 04.07.1989, Side 48

Morgunblaðið - 04.07.1989, Side 48
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1989 '48 -I f/ pú Scg\6t fraPct hnng'iivjL) A/rir ■eyrunum...." ... mjög tmflandi. TM Reg U.S Pat Off. —all nghts reserved c 1989 Los Angeies Times Syndicate Þú hlýtur að muna eftir mér. - Ég sem lærði á bíl hjá þér? Með morgunkaffinu Hvora stöðina viltu nú horfa á, ef þú skyldir aftur verða spurð í skoðana- könnuninni? Þjóðin sem fyrir var gleymdist algj örlega Ágæti Velvakandi. Það er sitthvað fleira heiliandi við íra en ofsafalleg þjóðlög þeirra. Andstætt við kenningar kynþátta- hroka, verða oft framfarir við sam- runa ólíkra menninga sé græðgin ekki leiðarljósið. Sagan er ekki margorð um þá sem verða undir í lífsbaráttunni. Öðru hvoru berast fyrirspurnir til stjórnvaida Brasilíu frá ijármagns- eigendum, hví mannlaus verndar- svæði fyrirþjóða séu lokuð landnem- um og náttúrugæði þar engum að gagni. Svo virðist sem mannkyn hafi dreifst hratt um alla jörð, fyrir um tíu þúsund árum eða fyrr. Ekkert stórt land slapp við mannabúsetu, nema Antarktis. Kalldid Núnat (Grænland) hefur verið byggt mönnum í árþúsundir, sífreri varð- veitir mannvistarleifar vel. Túnítar, þjóð nr. tvö á Græn- landi, áttu sér sama uppruna, menningararf, gildismat og afstöðu til móður náttúru sem Ínúítar og allar aðrar fyrirþjóðir Vesturheims. Meðalhæð Túnítanna var hærri en Ínúíta, þeir voru einnig grennri, en húð-, hár- og augnlitur sá sami. Fólk þetta sá fjöll Vestfjarða, þá er það stundaði veiðar á Grænlands- sundi. Það nam ísland, en landið var að mörgu leyti erfiðara en Grænland, erfiðara að veiða seli og smáhveli, veðrátta óstöðugri og skapaði vandamál, einkum á vetr- um. Flest var þjóð þessi við innfirði Faxaflóa og Breiðafjarðar, þar er mismunur flóðs og fjöru mikill og er það fæðuuppspretta í skelfiski og krabbadýrum sem svo aftur dró að fugl. Auðvelt var að ná laxi í grunnum smáám. Papar voru írskir munkar af írsku kirkjunni, sérstöku afbrigði af Rómar Páfakirkjunni, þeir leituðu Guðs síns á afskekktum stöðum og lögðu kúða skinnbátum sínum til úthafsins óhræddir með öllu. Trúarheit sín héldu þeir vel og gátu eigi af sér börn. Blíðlyndir Túnítar tóku Jesú vel og urðu gelískumælandi við trúskiptin og ritningarlesturinn sem fýlgdi í kjöl- farið, hvergi kemur fram að ofríki hafi verið beitt. Sauðféð sem Pap- amir komu með varð grundvöllur fólksfjölgunar er það tók að tímgast sjálfala í ' birkiskógunum. Þjóð fylgdi fé eftir, til Vestfjarða og suður með landi og varð áberandi í Þjórsárdal, Rangárþingi og Vest- mannaeyjum. Alltaf var þó þjóð þessi fjölmennust á Mið-Vestur- landi, jafnvel utarlega eins og á Skipaskaga. Fyrsti landnámsmað- urinn taldi sig því þurfa að fylgjast með mannaferðum og lét reisa skála og hafði þar vörð, á Skálafellum tveim. Ari fróði þagði um fyrirþjóð, til að eigi kæmu frá niðjum hennar kröfur til landa. Hins vegar sagði hann rétt frá munkum sem forðuðu sér til vingjarnlegra umhverfis. Árni Óla rithöfundur sá réttilega gelískumælandi þjóðina bak við norræna landnámið, en virðist ekki hafa áttað sig á ættarlegum upp- runa hennar, að þeirri vitneskju fenginni, smellur allt saman. „Áð vera dökkur eins og Dalamaður“, er orðtak sem ekki er dregið af heimsóknum franskra fiskimanna sem lögðu skipum sínum lítt inn í skeijaklasa innijarða langt frá fiskimiðunum bestum. Reyndar komust Forn-írar til meginlands Ameríku, „írland hið mikla“, en þeim „landafundum“ verða eigi gerð frekari skil hér. Bjarni Valdimarsson Er hávaði á þínum vinnustað? Láttu ekki það slys henda, að missa heyrnina vegna þess að þú trassar að nota eyrnahlífar við vinnuna. Víkverji skrifar Fyrir nokkrum dögum var Víkverji að keyra um fjölfarna umferðargötu. Það var heitt í veðri og ökumaður opnaði glugga á bílnum. Þá brá svo við, að megn mengunarstækja barst inn í bílinn og ekki fjarri því, að sviði kæmi í augu. Mengunin á götum Reykjavíkur er orðin áberandi mikil. Raunar svo mikil, að þegar kyrrt er í veðri er hún orðin vandamál. í fréttum Morgunblaðsins fyrir nokkrum vik- um kom fram, að engar reglur hafa verið settar um útblástur frá bílum. Slíkar reglur eru í gildi í Banda- ríkjunum og nýlega hefur Evrópu- bandalagið sett strangar reglur um þetta efni. í þessum reglum felst, að bíiarnir verða að vera sérstak- lega útbúnir til þess að selja megi þá í Bandaríkjunum eða í aðild- arríkjum Evrópubandalagsins. Það skiptir hins vegar engu máli, hvernig bílarnir eru útbúnir, þegar þei’r eru seldir til íslands. Um það gilda vafalaust svipaðar reglur og þegar bílar eru fluttir til þróunar- landanna eða Sovétríkjanna. Það er kominn tími til að breyting verði hér á. xxx Bílafjöldinn hefur mismunandi áhrif eftir því hver atvinna manna er. Þannig hefur stóraukinn innflutningur bíla dregið mjög úr vinnu leigubílstjóra, enda er svo komið, að akstur með leigúbílum er hlutfallslega ódýrari en hann var fyrir nokkrum áratugum. Þó hefur notkun leigubíla eitthvað aukizt á ný að því er leigubílstjóri sagði Víkvetja á dögunum. En hvernig má það vera? Svarið er þetta: þegar fólk hefur á annað borð vanizt því að ferðast um í bílum, jafnvel þótt um stuttar vegalengdir sé að ræða, notar það ekki strætisvagna, ef bílinn er bilað- ur eða ekki hægt að nota hann af öðrum ástæðum. í stað þess að fara í strætisvagni við slíkar að- stæður, notar fólk leigubíla. Þetta hefur orðið til þess, að notkun leigu- bíla hefur aukizt eitthvað, eftir að dragast mjög saman um skeið í kjölfar mikils innflutnings á bílum. Fyrir u.þ.b. 30 árum var svipað verð á því að fara stutta vegalengd innanbæjar með leigubíl og að fara í klippingu til rakara. Nú kostar það um helming að fara í leigubíl miðað við klippingu hjá rakara. Markaðsaðstæður hafa verið óhag- stæðari leigubílstjórum en rökurum! xxx Ung stúlka, sem átti leið fram hjá Tjöminni fyrir nokkrum dögum hafði orð á því, að varla sæust ungar þar um þessar mund- ir. Ástæðan væri líklega sú, að mávurinn væri orðinn svo fyrirferð- armikill á Tjöminni, að hann væri búinn að éta nánast alla ungana. Vegfarendur, sem ætluðu að gefa öndunum brauð hefðu enga ánægju af því, þar sem mávurinn ryddi þeim til hliðar. Hvað segja gæzlu- menn andanna um þetta?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.