Morgunblaðið - 29.07.1989, Síða 1

Morgunblaðið - 29.07.1989, Síða 1
JtttfgtmlrfitMfe MENNING USTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1989 BLAÐ U Alþýðuleikhúsið frumsýnir annað kvöld, sunnudaginn 30. júlí, leikrit Williams Shakespe- ares sem kennt hefiir verið við skoska kónginn Makbeð. Sýn- ing þessi er framlag Alþýðu- leikhússins til Hundadagahát- íðarinnar sem sett verður á morgun við hátíðlega athöfh. Leikstjóri sýningarinnar er Inga Bjarnason en í titilhlut- verki er Erlingur Gíslason. Lafði Makbeð leikur Margrét Akadóttir. Leikmynd er eftir Gunnar Örn myndlistarmann, búningar eru verk Gerlu, lýs- ingu annast Árni Baldvinsson og ný þýðing leikritsins er verk Sverris Hólmarsssonar. Sýnt verður í Islensku óperunni við Ingólfsstræti. / Eftir Hávar Sigur jónsson Ekki er ætlunin með þessu greinarkorni að brjóta leik- ritið um Makbeð til mergj- ar, þar er enda margur skilningur mögulegur og fer best á því að áhorfendur Al- þýðuleikhússins fái þá þraut til lausnar hver fyrir sig. Aftur á móti er forvitnilegt að skyggnast lítillega um baksvið leikritsins og kynna sér hvar Shakespeare fann til efnivið- inn í „Skoska leikritið“, og hvernig hann mótaði hráefnið og hnitmið- aði, þar til úr varð eitt það meitlað- asta og óhugnanlegasta leikrit sem leikbókmenntirnar geyma. Flestir fræðimenn telja að helsta, jafnvel eina, heimild Shakespeares hafi verið Skosk konungasaga er Raphael Holinshed skráði og kom út í London 1576. Annálar fleiri sagnaritara, svo og aðrar heimildir, hafa verið tíndar til en tilgátur um kunnugleika Shakespeares við þær eru hæpnar og langsóttar. Reyndar fínnst engin bein staðfesting á því að Shakespeare hafí notfært sér Holinshed við ritun „Skoska leik-\ ritsins", en vitað er að hann nýtti sér sagnarit hans við ritun annarra konungaleikrita svo kunnugleiki Shakespeares við Skosku konunga- söguna er næsta líklegur. Þess sjást einnig víða merki í leikritinu að Shakespeare hafí gengið ódeigur í smiðju Holinsheds og á stöku stað í leikritinu tekur hann upp nánast óbreytta samtalskafla er Holinshed leggur í munn persónum þeim er hann greinir frá. Eitt skýrasta dæmið um slíkt er samtal þeirra Makdufs og Malkólms sem fram fer í London. Þessi aðferð Holinsheds við ritun sagna sinna gerir þær einnig nokk- uð vafasamar sem trausta sagn- fræði; atburðir þeir er hann greinir frá í Skotlandi gerðust fjórum öld- um fyrir daga hans svo bein samtöl er fráleitt að rétt séu höfð eftir. Heimildir Holinsheds sjálfs eru einnig óljósar, líklegast er að hann hafi skrifað sagnir sínar eftir munn- mælum og því er sagnfræðilegt gildi þeirra sömu tegundar og Islend- ingasagnanna okkar; kannski í að- alatriðum réttar; kannski ekki, en þegar öllu er á botninn hvolft skipt- ir það sáralitlu máli að öðru leyti en því, að þar kviknaði neistinn að leikritinu um „skoska kónginn“. Umhyggja Sheakespeares fyrir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.