Morgunblaðið - 29.07.1989, Side 3

Morgunblaðið - 29.07.1989, Side 3
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1989 sagnfræðilegri nákvæmni virðist hafa takmarkast við möguleika sögulegra atburða til að taka á sig dramatískt form og ótal dæmi eru til í leikritum hans þar sem valið hefur staðið á milli þess að fylgja hinni sögulegu heimild eða beygja söguna undir lögmál leikritsins. Skoðun slíkra dæma leiðir einnig í Ijós einn af höfuðkostum Shake- speares sem höfundar sögulegra leikrita, þ.e. að hann hikaði aldrei við að vílq'a af réttri braut sögunn- ar ef slíkt frávik væri leikritinu í hag. Hitt er svo annað mál að leik- rit Shakespeares hafa á stundum orðið sögunni yfirsterkari og hug- myndir margra um framgang sögu- legra atburða eru byggðar á túlkun Shakespeares en ekki kórréttri sagnfræði. Ástæða þessa er næsta einföld; í leikritunum er sagt frá persónum, þróun þeirra og þroska, samskiptum og átökum þeirra í milli — atburðarásin er tengd at- höfnum einstaklinga, hvemig þeir stýra henni og láta stjórnast af henni. Hin raunverulega sögulega þróun lýtur öðmm og viðameiri lög- málum, þar sem athafnir hvers ein- staklings mega sín töluvert minna en leikritin gefa til kynna. Hið fyrra er hiklaust skemmtilegra en hið seinna óneitanlega öllu réttara. Sögusvið „Skoska leikritsins" er Skotland á öndverðri 11. öld og fram yfir hana miðja. Holinshed greinir frá tveimur atburðum sem aðskildir em í tíma svo nemur líklega einum 7-10 árum en Shake- speare steypir þeim saman í eina og sömu atburðarásina. Fyrri at- burðurinn, samkvæmt Holinshed, á upphaf sitt í því er Duff konungur lét taka af lífi hóp aðalsmanna er reynt höfðu að steypa honum af stóli með fulltingi norna og seið- skratta. Meðal aðalsmanna þessara voru skyldmenni Donwalds nokkurs er stóð nálægt konungi í virðingar- stiganum. Þrátt fyrir bænir Don- walds um náðun skyldmenna hans Iét Duff lífláta þá alla fyrir þessa uppreisnartilraun. Holinshed grein- ir síðan frá því hvernig neitun Duffs hafði þau áhrif á Donwald að óbeit hans á konunginum fór sífellt vax- andi og fyrir atbeina konu sinnar fann hann leið til að myrða konung- inn án þess að hægt væri að bendla hann við morðið. Hvernig Donwald myrti Duff konung þarf ekki að tíunda; Shakespeare nýtti sér þá frásögn nánast óbreytta í leikriti sínu. Holinshed lætur þess einnig getið að í sex mánuði eftir þetta svívirðilega morð hafí sól ekki kom- ið upp í Skotlandi og menn og skepnur hagað sér á allan hátt mjög óeðlilega og óhugnanlega. Hafi hestar tveir, afbragð annarra (Morgunblaðið/BAR) Erlingur Gíslason i hlutverki Makbeðs. JT ; fjA hesta, lagst á sitt eigið hold og ekki viljað sjá annað fóður. Segir Holinshed einnig frá því að Don- wald heyrði dularfulla rödd sem vítti hann harðlega fyrir konungs- morðið og lauk röddin máli sínu með þeim spádómi að þrátt fyrir viðleitni Donwalds til að tryggja afkomendum sínum konungdæmið myndu aðrir verða til þess að erfa hásætið. Átti Donwald margar svefnlausar áhyggjunætur þann stutta tíma sem hann sat á kon- ungsstóli. Seinni frásögn Holinsheds hefst á þeim orðum að dóttursonur Duffs, Duncan, hafi sest á konungsstól eftir þessa atburði alla. Duff átti tvær dætur, Beatrice móður Dun- cans, og Dóödu gifta Sínel þjáni af Glamis. Sonur þeirra var Mak- beð. Hér hefur Shakespeare einnig fært í stílinn því samkvæmt sög- unni voru þeir Duncan og Mákbeð nánast jafnaldrar en í leikritinu er sterklega gefið í skyn að Duncan sé aldraður maður. Þessi tilfærsla er óumdeilanlega rétt leikritsins vegna þar sem glæpur Makbeðs verður enn svívirðilegri þegar virtur konungur á í hlut. Segir Holinshed að Makbeð hafi verið afbragð ann- arra manna að útliti og vaskleik en grimmilegt eðli hans hafi hindr- að alþýðuvinsældir. Duncan aftur á móti var vesalingur og svo mikill mannvinur að til skaða horfði fyrir konungdæmið. Eftir átakalítið upp- haf valdaferils hans hafi linkind Duncans orðið til þess að ribbaldar og óaldarseggir óðu uppi í landinu án þess að hann gæti fengið af sér að veita þeim viðeigandi refsingu. Leið ekki á löngu áður en til upp- reisnar horfði og var foringi upp- reisnarmanna Makdowald sá er Shakespeare nefnir í upphafi leik- rits síns. Bankó, þjánn af Loch- quhaber, var sá fyrsti er uppreisnar- menn réðust gegn, og slapp hann við illan leik til hirðar Duncans og sagði sínar farir ekki sléttar. Oð nú Makdowald uppi og hafði safnað kringum sig stórum her er stefnt var til höfuðs Duncan. Sá Duncan að ekki mátti við svo búið standa og sendi her gegn Macdowald undir stjórn herforingj- ans Malkolmes. Varð herför sú stutt og endaslepp því Makdowald gjör- eyddi hernum og lét hálshöggva Malkolme. Reis þá Makbeð upp og mótmælti dáðleysi Duncans frænda síns og hét því að ef honum og Bankó yrði falin herstjórnin skyldu þeir beygja Makdowald og sjá til þess að engir uppreisnarmenn stæðu uppréttir eftir. Féllst kon- ungur á þennan ráðahag og er ekki að orðlengja það að félagarnir Bankó og Makbeð stóðu við orð sín. Af Makdowald er það að segja að þegar hann sá að stríðið var tapað flúði hann í kastala sinn og drap konu sína og börn og sjálfan sig þar á eftir. Makbeð hjó síðan af honum hausinn og sendi Duncan til staðfestingar farsælum málalok- um. Hlutu þeir félagar, Makbeð og Bankó frægð mikla fyrir herstjórn- ina. Strax að lokinni þessari dáð bárust orð að danskur víkingur, Sveinn (tjúguskegg) að nafni, hefði tekið land á Fífi, og færi um með ofbeldi miklu og ætlaði sér að bijóta skoska konungdæmið undir sig. Makbeð og Bankó héldu þegar gegn honum ásamt Duncan sem nú var fyllilega meðvitaður um hættuna sem steðjaði að honum. Lyktaði þeirri baráttu þannig að eftir langt umsátur skoskra um hina dönsku víkinga, voru Danirnir aðfram- komnir af sulti og sendu þá Skotar þeim brauð fyllt geijuðum beijum sem Danir átu sér til óbóta og ultu síðan hver um annan þveran dauða- drukknir. Gengu Skotar síðan um samkvæmið og skildu höfuð frá hveijum dönskum bol er fyrir- fannst. Sveinn komst undan við ill- an leik á einu skipi. Hins vegar er það tilbúningur Shakespeares að Makdowald hafi tekið höndum sam- an við Danina í baráttu sinni gegn Duncan, en svik hans verða óneitan- lega dramatískari fyrir bragðið. Með þessu móti getur Shakespeare einnig afgreitt hersnilld Makbeðs í einu atriði í stað tveggja eða þriggja ef hann hefði fylgt frásögn Holins- heds nákvæmlega. Ekki löngu eftir þessa atburði voru þeir Makbeð og Bankó á leið til konungs er þeir riðu fram á þijár nornir er heilsuðu þeim með sömu orðum og nornirnar gera í þriðja atriði fyrsta þáttar í leikritinu. Stuttu síðar varð Taninn af Cawdor ber að drottinssvikum og var hann tekinn af lífi. Duncan launaði Mak- beð liðveisluna í orustunum tveimur með því að útnefna hann Tan af Cawdor. Enn eitt dæmið um sam- þjöppun Shakespeares, því Mak- dowald var ekki Tan af Cawdor og atburðirnir óskyldir. Holinshed segir síðan frá því hvernig spádómur nornanna vakti í vitund Makbeðs en einnig að hann hafi ákveðið að bíða síns tíma þar eð forsjónin myndi sjá til þess að spádómurinn rættist. En Duncan útnefndi barnungan son sinn, Mal- kólm, erfingja sinn og með'því urðu vonir Makbeðs um konungdóm að engu. Urðu margir nánustu vina Makbeðs til þess að taka upp þykkj- una fyrir hans hönd, þar á meðal Bankó. Lagði Makbeð nú á ráðin um að ryðja Duncan úr vegi og áttu Bankó og fleiri aðalsmenn þar Leifur Þórarinsson er einn upphafsmanna Hundadaga ’89 og á sæti í íulltrúaráði hátíðarinnar. Hann er einnig drifTjöður í Tónlistarfélagi Kristskirkju sem er eitt þeirra félaga sem standa að Hundadagahátíðinni. Leifur féllst á að segja lítilega frá tildrögum hátíðarinnar og nokkrum dagskrárliðum. F yrir alllöngu kom upp sú hugmynd í Alþýðuleikhúsinu að taka til sýning- ar nýjar þýðingár á klassískum verk- um og setja þessi verk þannig upp að þau stæðu nær nútímafólki en gert hefur verið. Ný þýðing er grund- vallaratriði til þess að koma þessum klassísku verkum á mál nútíma- mannsins, þrátt fyrir snilldarþýðingar Helga Hálfdánasonar og Matthíasar. Macbeth varð fyrir valinu, enda er hann einn hnitmiðasti og samþjapp- aðasti harmleikur Shakespeares og var Sverrir Hólmarsson fenginn til þýðingarinnar fyrir nokkuð löngu síðan. Það má því segja að fyrsta hug- myndin að þessari Hundadagahátíð hafi sprottið upp úr Macbeth-hug- myndinni. Sýningin átti að vera nokk- urs konar „total-theater“ — mikil tónlist og dans. Við þurftum því H Á T í Ð________ listamannanna sjálfra stærra hús en Alþýðuleikhúsið hefur yfirleitt haft til afnota. íslenska óp- eran var það hús sem hentaði best, hafði þetta víða svið sem við þúrftum, sérstaklega þar sem við höfðum feng- ið Gunnar Orn sem leiktjaldamálara með sínar stóru hugmyndir. Þar sem við þurftum að leigja Óperuna í tvo mánuði, var ekki vit í öðru en að nýta húsið sem best. Um líkt leyti og við stóðum í þessu hafði ópera Karólínu Eríksd.óttur, Mann hef í séð, hlotið mikið iof erlendis. Fyrst kom upp sú hugmynd að hafa íslenska sýningu á óperunni, þýða hana og yfirfæra á íslensku, en þá hefðum við þurft að vera mikið fyrr á ferðinni svo það þýddi ekki. En Svíamir við Vadstena akademíuna höfðu áhuga á því að koma með sýn- inguna óbréytta. Það þurfti þó að skipta um leikmynd og búninga fyrir sýninguna í íslensku óperunni, því þar er töluvert stærra svið en var í Svíþjóð. Við þurfum náttúrulega allstóra hljómsveit í óperuna, en það hefur verið eitt af áhugamálum okkar að fá hingað sem mest af því unga íslenska tónlistarfólki sem hefur verið að ljúka námi í útlöndum eða farið að starfa erlendis og við erum hrædd um að snúi ekki til baka. Hijómsveit- in sem leikur í óperu Karólínu og sú hljómsveit sem Ieikur í lok hátíðarinn- ar undir stjórn Pascal Verrot er að mestu leyti skipuð þessu unga fólki sem ekki er i föstu starfi hér heima. í framhaldi af þessu kom tónleika- hald á vegum Tónlistarfélags Krists- kirkju inn í spilið, en það hefur lengi verið í deiglunni hjá okkur þar að halda hátíð sem helguð væri að mestu leyti nýrri tónlist, ekki síst íslenskri. Meðal annars kemur hingað Miami-strengjakvartettinn, sem í eru tveir af okkar bestu strengjahljóð- færaleikurum, þær Sigrún Eðvalds- dóttir og Ásdís Valdimarsdóttir. Þær stofnuðu þennan strengjakvartett í Miami með tveimur Bandaríkjamönn- um og hafa unnið verðlaun í alþjóð- legri keppni oftar en einu sinni. Svo vil ég líka nefna það fólk sem hefur starfað hérna mikið, sumt árum saman, og flutt svo á brott aftur. Þetta er fólk sem við viljum ekki missa tengslin við. Ein þeirra er Manuela Wiesler sem mun meðal annars flytja í fyrsta skipti hér á landi flautukonsert eftir Þorkel Sigurbjörnsson, sem frumfluttur var í Kanada fyrir nokkrum árum. Einnig kemur hingað píanósnill- ingurinn Martin Berkofsky, einhver sérkennilegasti rómantíski spilari sem maður heyrir í og að sama skapi umdeildur. Hann kemur hingað frá Tyrklandi ásamt konu sinni Önnu Málfríði. í myndlistinni má nefna sýningu Kristjáns Davíðssonar sem "reyndar gerði fyrir okkur auglýsingaspjald með teikningu af Igor Stravinsky. Á sýningu Davíðs verða eingöngu mannamyndir og spannar hún hátt á fimmta áratug. Elsta myndin er frá 1943 og sú yngsta frá þessu ári. Þetta er ekki stór sýning, verður á efri hæð Listasafns Siguijóns Óláfs- sonar og felld inn í verk Siguijóns. Þannig er Listasafn Siguijóns komið inn í hátíðina, sem hefur komið sér vel fyrir báða aðila.“ — Hvernig hefur undirbúningi verið háttað og hvernig hefur hann gengið? „Eins og alltaf lendir mesta undir- Leifur Þórarinsson MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1989 og Lafði Makbeó leikur Margrét Ákadóttir fullan þátt að málum en ekki síst hvatti eiginkona Makbeðs hann til dáða, en Holinshed segir að hún hafi brunnið af metnaði eftir drottn- ingartitlinum. Er skemmst frá því að segja að Makbeð, Bankó og fleiri vildarvinir þeirra gerðu Duncan fyrirsát og drápu hann en ekki ber heimildum fyllilega saman hvar það átti sér stað. Makbeð var síðan útnefndur konungur á Skóni með fulltingi vin- veittra aðalsmanna. Hér má aðeins staldra við og benda á glöp sem Holinshed verða á og Shakespeare hefur síðan eftir honum; konung- dómur erfðist ekki sjálfkrafa frá föður til sonar á Skotlandi elleftu aldar. Konungur var útnefndur af aðalsmönnum, þó líklegt sé að í flestum tilfellum hafi slíkt gengið snurðulaust frá föður til sonar. Það var þó ekki sjálfsagt. Þess vegna hefur valdarán Makbeðs ekki þótt sú svívirða á 11. öld, sem 16. aldar mönnum þótti er hugmyndin um að konungdómur væri þeginn af Drottni allsheijar var ráðandi. Eðli drápsins á Duncan verður þannig allt annað í leikritinu en í sögunni; í leikritinu er um laúnmorð að ræða, framið til að einstaklingur geti sval- að sjúkum metnaði; í sögunni er búningsstarfið á fáum. Ásamt mér hafa aðalega starfað í þessu að hálfu Kristskirkju þeir Einar Jóhannesson klarínettuleikari og séra Hjalti Þor- kelsson, auk ýmissa annarra úr ka- þólska söfnuðinum. Svo hefur Al- þýðuleikhúsið verið með sitt fólk starfandi. Fjárhagsgrundvöllurinn hefur ekki verið mjög sterkur frekar en gefur að skilja, en ég held að við höfum verið raunsæ og þetta ætti að ganga upp. Við fengum meðal annars rúma milljón hjá Norræna menningarsjóðn- um. Þá hafa alls konar aðilar og fyrir- tæki lagt okkur lið og við höfum átt mjög gott samstarf við útvarpið og sjónvarpið. Þjóðleikhúsið hefur verið afskaplega elskulegt og lánað Al- þýðulejkhúsinu tæki og búninga. Þá hefur Islenska óperan sýnt okkur al- veg sérstakan vélvilja, Styrktafélag óperunnar og starfsfólk. — Hver er tilgangur þessarar há- tíðar? „Einn aðaltilgangur hátíðarinnar er að reyna að skapa betri starfsvett- vang fyrir þá íslensku listamenn sem hafa eitthvað til málanna að leggja en hafa ekki að neinu vísu að ganga. Þó er hátíð eins og þessi ekki nema bara upptaktur eða áminning ef út í það er farið, því það þarf náttúrulega að gera mikið meira. I sambandi við þessa ungu hljóðfæraleikara þyrfti að koma hér á legg lítilli hljómsveit, líkt og Orfeus-hljómsveitin í New York, þar sem eru snillingar í hveiju sæti. Við eigum svo mikið af góðum hljóðfæraleikurum að það er ekki út í bláinn að setja markið svo hátt, við höfum mannskap í þetta. Það á ekki um pólitíska aðgerð að ræða sem fyrirfram hefur verið samþykkt af meirihluta aðalsins. Ekki er þó spurning um hvort er leikrænt áhrifaríkara og er þetta sennilega eitt skýrasta dæmið um snilli Shakespeares og um það hversu glöggt auga hann hafði fyrir þeim möguleikum sem fólust í þessari beinu frásögn. Samkvæmt sögu Holinsheds hófst Makbeð til valda árið 1040 og ríkti til ársins 1057 er hann var drepinn af Malkólm syni Duncans með stuðningi Játvarðs helga Eng- landskonungs. Segir sagan að fyrstu 10 árin af valdaferli sínum hafi Makbeð verið góður konungur og snúið mörgu til betri vegar sem úrskeiðis hafði farið meðan Duncan hélt um stjórnartaumana og þótti öllum sem skiptin hefðu verið til hins betra. Á ellefta ári valdaferils síns fór Makbeð loks að óttast um öryggi sitt og lét myrða Bankó sem til þessa hafði verið hans dyggasti ráðgjafi. Sonur Bankós, Flíans, komst þó undan til Wales þar sem hann settist að og varð — rétt ein- sog nornirnar spáðu fyrir um — forfaðir Stúartanna sem síðar sátu á konungsstóli í Skotlandi. Það var reyndar engin tilviljun að Shake- speare gerði hlut Bankós allan mun betri í leikritinu en efni stóðu til, því Jakob I. sem tók við breska konungdæminu eftir Elísabetu I. var sonur Maríu Stúart og því af- komandi Bankós. Var leikritið um “Skoska kónginn“ skrifað fyrir Jak- > ob og hirð hans og leikflokkur Shakespeares á mála hjá kóngi og þvi skiljanlegt að fært væri dálítið í stílinn til að hafa hann góðan. Hvað spádóm nornanna varðar um niðja Bankós, er allt eins líklegt að hann hafi orðið til eftir að stað- reyndir málsins lágu fyrir. Hið eina í verkinu sem fullyrða má að sé hrein hugarsmíð Shake- speares er sú áhersla sem lögð er á afdrif Lafði Makbeð. Eins og áður sagði kemur fram hjá Holinshed .. að hún hafi ásælst drottningarsætið en allt atriðið um svefngönguna og sturlun lafðinnar er viðbót höfund- ar, snilldarbragð að sjálfsögðu, sem ljær verkinu enn meiri þunga og myrkur. Ofsóknaræði og hamslaus grimmd eru einkunnarorð Holins- heds um síðustu ár Makbeðs á valdastóli. Kannski má segja að þar sé fundinn lykillinn að meðferð Shakespeares á efniviði þeim, er hann spann úr leikrit sitt uin „Skoska kónginn". Losaraleg sagan varð að meitluðu og samþjöppuðu leikriti um hvernig valdasýki getur þróast upp í „ofsóknaræði og hams- lausa grimmd.“ að stofna hljómsveit, bara til þess að stofna hljómsveit og gera svo eitt- hvað eftir hendinni, það verður að vera hljómsveit sem gerir kröfur.til sjálf sín sambærilegar við það besta í veröldinni. Við sjáum einnig í þessari hátíð möguleika til þess að virkja listamenn til samstarfs. Auðvitað er allt svolítið laust í reipunum núna, þetta er ekki búið að vera í deiglunni það lengi og hugmyndir eru sífellt að fæðast. En ég held að áhugi listamannanna sjálfra og almennings einnig sé sífellt að aukast. Sumum fannst það geð- veikisleg bjartsýni á þessum krepp- utímum að láta sér detta í hug að halda „heila listahátíð", eins og þeir kölluðu það. Þá heyrðust sumstaðar þær raddir að þessi hátíð myndi keppa við Listahátíð í Reykjavík, en hún er auðvitað byggð á allt öðrum forsendum. Þetta er listahátíð lista- mannanna sjálfra og almennings, þannig að það eru listamennirnir sjálfir sem standa fyrir henni og bera ábyrgð á henni.“ — Má gera ráð fyrir að Hunda- dagahátíð verði árviss atburður í framtíðinni? „Það kemur ekki ljós fyrr en það sést hve sterkur grundvöllur er fyrir þessu, ekki bara ijárhagslegur grund- völlur heldur hvað við höfum lært af þessu, hvort við getum gert betur, hvort þetta hefur raunveinlega þýð- ingu fyrir mannlífið eða hvort við erum bara að monta okkur. Við trú- um því að við séum að gera gagn, við viljum gera það og álítum að það sé skylda okkar.“ SN * Leif ur Þórarinsson segir f ró tildrögum og tilgangi Hundadaga '89 Morgunblaöið/Einar Falur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.