Morgunblaðið - 02.08.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.08.1989, Blaðsíða 1
Pennavinir Alda Sveinsdóttir, Heiðargerði 8, 640 HUSAVÍK Alda er 12 ára og vill skrifast á við stelgur á aldrinum 11-13 ára. Áhugamál: Sund, skemmtileg tónlist, límmiða- söfnun og margt fleira. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Jóhanna G. Jóliannesdóttir, Álfhólsvegi 15, 200 KÓPAVOGI Jóhanna er 12 ára og vill skrif- ast á við stelpur og stráka á aldrinum 11-13 ára. Áhuga- mál: Sætir strákar, góð tónlist, ferðalög, íþróttir, pennavinir og allt mögulegt fleira. Jóhanna svarar öllum skemmtilegum bréfum. Bryndís S. Bryiyarsdóttir, Sólvallagötu 30, 230 KEFLAVÍK Bryndís vill eignast pennavini á aldrinum 12-100 ára. Áhuga- mál: fótbolti, skíði, pennavinir, Michael Jackson og fleira. Bryndís svarar öllum vel skrif- uðum og skemmtilegum bréf- um. Sylvía Kristín, Læk, 545 SKAGASTRÖND Sylvía óskar eftir pennavinum á aldrinum 12-16 ára, bæði strákum og stelpum. Áhuga- mál: Sund, fijálsar íþróttir, þungarokk, dýr sætir strákar og góðir pennavinir. Sylvía svarar öllum bréfum. Sigríður Sigmarsdóttir, Hvassaleiti 24, 103 REYKJAVÍK Sigríður er 11 ára og vill eign- ast pennavini á aldrinum 11-100 ára. Áhugamál: Margv- risleg. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Berit G. Kristjánsdóttir, Krummahólum 2, 111 REYKJAVÍK Berit er á ellefta ári og vill eign- ast pennavinkonur á aldrinum 9-12 ára. Áhugamál: Sund, skíði, skautar, reiðhjól, hjóla- skautar, límmiðar, Michael Jackson og bréfsefni. Berit reynir að svara öllum bréfum. Ingibjörg Erna Amardóttir, Marargötu 2, 240 GRINDAVÍK Ingibjörg Erna er 11 ára og vill eignast pennavini, bæði stelpur o« stráka, 11 ára og eldri. Ahugamál: Fótbolti, frjálsar íþróttir, ferðalög, sund og sætir strákar. Ingibjörg Erna reynir að svara öllum bréfum. íris Hrönn Kristinsdóttir, Hornbrekkuvegi 5, 625 ÓLAFSFIRÐI íris Hrönn er 10 ára og vill eignast pennavinkonu á aldrin- um 9-12 ára. Áhugamál: Gælu- dýr, tónlist, myndataka, hjól- reiðar, sund og margt fleira. úr bréfum Hægt er að búa til fal- lega mósaíkmynd með því ad rífa niður í smábúta alís konar lit blöð. Síðan eru bútarnir límdir á pappaspjald og búin til falleg mynd. María ogkisan hennar Einu sinni fyrir langa löngu bjó kona ásamt einkadóttur sinni og cettlingnum þeirra sem hét Krummi. Stelpan hét María og mamma henn- ar hét Sigríður. Einn dag týndist Krummi. Það fannst Maríu leiðin- legt og kastaði sér upp í rúm og fór að gráta. Þá sagði mamma henn- ar henni að fara út að leita að honum. Hún fór að leita að Krumma og hún leitaði og leitaði og leitaði allan daginn og klukkan var orðin fimm. Þá heyrði hún mjálm í ijarska. Þá labbaði hún alltaf nær og nær þang- að til hún kom að helli og þar lá Krummi bund- inn í band. Hún hljóp inn í hellinn og leysti hann og tók hann í fangið og hljóp með hann heim. Hún gaf honum rækjur og íjóma og eftir það lifðu þau lengi. Anna Huld Guðmunds- dóttir, 10 ára, Álf- heimum 52, Reykjavík og Margrét Ólafsdótt- ir, 10 ára, Breiðagerði 2, Reykjavík sömdu þessa sögU í samein- ingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.