Morgunblaðið - 26.08.1989, Qupperneq 3
2 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1989
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1989
B 3
Manúela
Wiesler
flautuleikari
og Pascal
Verrot
hljómsveit-
arsljóri.
Hunda-
dögum
lýkur með glæsibrag
Morgunblaðið/Emilía
Eftir helgina verða síðustu tónleikar á Hundadögum 89 í íslensku
óperunni. Á mánudagskvöld leika þau Manuela Wiesler, Einar
Jóhannesson og Þorsteinn Gauti Sigurðsson tríó og einleiksverk
og á miðvikudagskvöld verða lokatónleikar Hundadaga þegar
hátíðarhljómsveit undir stjórn þeirra Pascals Verrot og Hákons
Leifssonar leikur fjögur verk eftir Satie, Boulez, Þorkel Sigur-
björnsson og Grisey. Einleikari á flautu er Manuela Wiesler.
Afyrri tónleikunum sem hefjast
klukkan 20.30 á mánudags-
kvöld munu þau Einar, Manuela og
Þorsteinn Gauti leika tvö tríó fyrir
klarinett, flautu og píanó eftir Leif
Þórarinsson og Hjálmar R. Ragn-
arsson. Síðan leikur Einar einleiks-
verk fyrir klarinett eftir Karólínu
Eiríksdóttur og Manuela leikur
flautueinleiksverk eftir Magnús
Blöndal Jóhannsson.
Hátíðartónleikarnir á miðviku-
dagskvöld hefjast klukkan 20.30
með flutningi 3. sinfóníu Schuberts
undir stjórn Hákons Leifssonar.
Hákon hefur undanfarin ár stundað
nám í hljómsveitarstjórn við New
England Conservatorie í Boston í
Bandaríkjunum og hefur átt dijúg-
an þátt í undirbúningi tónlistardag-
skrár Hundadaga 89. Hinn stjóm-
andinn, Pascal Verrot, kemur ein-
mitt hingað fyrir atbeina Hákons,
en Verrot hefur um þriggja ára
skeið starfað sem hljómsveitarstjóri
við Sinfóníuhljómsveitina í Boston,
þó hann sé aðeins þrítugur að aldri.
Verrot er franskur að þjóðerni og
vakti fyrst athygli er hann sigraði
í alþjóðlegri keppni fyrir unga
hljómsveitarstjóra sem haldin var í
Japan árið 1985. Hann hefur síðan
starfað í Boston en einnig verið
gestastjórnandi hjá Parísarhljóm-
sveitinni og sinfóníuhljómsveitum' í
Japan.
Verkin sem Verrot stjórnar eru
tvö hljómsveitarverk eftir Satie og
Boulez, þá konsert fyrir flautu,
strengjasveit og ásláttarhljóðfæri
eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Verkið
nefnir Þorkell Ljónahliðið og er
þetta frumflutningur þess hérlendis
en verkið hefur aðeins einu sinni
verið flutt áður, í Kanada fyrir
nokkrum ámm. Síðasta verkið sem
flutt verður á tónleikunum er eftir
franska tónskáldið Grisey. Stjórn-
andinn Verrot sagði að hann hefði
valið þetta verk sérstaklega þar sem
það væri mjög aðgengilegt fyrir
áhorfendur og notið mikilla vin-
sælda á tónleikum. Grisey er vax-
andi tónskáld, rétt fertugur að
aldri, og hafa tónsmíðar hans vakið
athygli í Evrópu á undanfömum
árum að sögn Verrots.
Ný nöfin og ný andlit birtast reglulega á listasviðinu og fer þá
saman forvitni þeirra sem gerst fylgjast með og eftirvænting lista-
mannsins sjálfs þegar hann leggur verk sín í fyrsta sinni fyrir
sjónir almennings. Gígja Baldursdóttir myndlistarmaður stígur
fram fyrir almenningssjónir í dag er hún opnar sína fyrstu einka-
sýningu í Ásmundarsal.
ígja er Reykvíkingur, fædd
1959 og að loknu stúdents-
prófi 1979 stundaði hún nám
einn vetur við Myndlistaskóla
Reykjavíkur. Veturinn eftir
var hún við nám í Noregi í
Oslo Malerskole en hóf síðan
nám við kennaradeild Mynd-
lista- og handíðaskóla
íslands haustið 1982 og
lauk námi þaðan 1986.
„Ég var svo praktísk í
hugsun að ég hugsaði
mér að ná fyrst í starfs-
réttindi og fara seinna í
málaradeildina. En nú
er búið að loka fyrir það
svo ég verð að fara út
ef ég ætla í framhalds-
nám,“ segir Gígja um
námsferil sinn. Hún hef-
ur svo sannarlega farið
sér hægt við að koma
verkum sínum á fram-
færi og segir þetta hafa
verið erfiða ákvörðun í
vor að ákveða að halda
sýningu.
„Mér fannst ég verða
að ákveða hvort ég vildi
halda þessu áfram eða
hreinlega hætta þessu.
Ég hef aldrei viljað sýna
neinum myndimar mínar — varla vinum
mínum — og tilfinningin gagnvart sýning-
Gígja Baldursdótfir
opnar sína fyrstu
eínkasýningu
I í Ásmundarsal
unni núna er svona svipuð og ef ég þyrfti
að koma fram nakin opinberlega. Mér fmnst
ég vera að sýna eitthvað af sjálfri mér sem
enginn hefur séð áður. Sýningin er samt
sem áður nauðsynleg til þess að vita hvar
maður stendur og fá fram einhver viðbrögð.
Það er ekki hægt að halda áfram að mála
fyrir sjálfan sig endalaust."
— Skiptir þá álit ann-
arra miklu máli í þessu
samhengi?
„Það hlýtur að skipta
máli hvernig aðrir taka
því sem maður er að
gera þó ég sé ekki að
segja að maður standi
og falli með áliti ann-
arra. Ég held að ég
myndi ekki hætta að
mála þó viðbrögðin yrðu
neikvæð, því þá kemur
annað til sögunnar. Og
það er hversu skemmti-
legt þetta er. Ég gleymi
mér iðulega við mál-
verkið og þá ánægju
tekur
manni.“
- Og
mála?
>.Ég
enginn frá
hvað ertu að
mála manna-
myndir — andlit — nakið
fólk. Ég er þó ekki að
mála módel eða með fyrirmyndir heldur eru
þetta vangaveltur um fólk. Mér finnst gam-
VINÁTTA 1989. „Tengslin á milli
fólks og hvemig það kemur fram
við. hvert við annað ...“
Morgunblaðið/Emilía
an að spekúlera í fólki, hvernig persónur
það er — hvernig það er fyrir innan. Tengsl-
in á milli fólks og hvernig það kemur fram
hvert við annað. Þetta eru mín meginvið-
fangsefni og ég hef verið að fást við þetta
alveg síðan ég var í Noregi. Einstaka sinn-
um er ég með lifandi fyrirmyndir í huga
én myndirnar verða þá aldrei neitt líkar
fólkinu." Hún sýnir mér mynd sem hún
segir af sér og vinkonu sinni og myndina
kallar hún Vináttu. „Það erekki hægt að
sjá hvor er hvað enda skiptir það engu
máli. Myndin er túlkun mín á vináttu okkar
sem staðið hefur í 26 ár og það er tilfinning-
in sem skiptir máli en ekki útlitið á fígúrun-
um.“
Gígja málar með akrýllitum á pappír og
fólkið á myndum hennar er kantað, línur
allar skarpar og litir sterkir og hún segir
þetta vera leik með formin, „ . . . maður
getur kannski leyft sér þetta eftir að hafa
fengið mjög stranga kennslu í módelteikn-
ingu og anatómískri teikningu. Ég hef mál-
að mikið af annars konar myndum þar sem
formin eru mýkri en ég er bara ekki nógu
ánægð með þær. Mér finnst þær ekki vera
ég sjálf. Ég reyni að vera einlæg og koma
ákveðnum tilfinningum til skila í myndunum
og það gengur betur upp í þessum formum.
Já, ég er hrifin af sterkum Iitum, blár og
gulur eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér.
Sérstaklega guli Iiturinn. Suma liti nota ég
alls ekki einsog t.d. brúnan en ég er að
reyna að færa út kvíamar og auka litanotk-
unina.“
Gígja segir að myndefnið hafi fylgt henni
allt frá Noregi 1982 en eru myndirnar á
sýningunni núna frá því tímabili?
„Nei, þetta eru allt myndir málaðar á
síðustu tveimur árum. Ég henti nú flestum
myndunum sem ég málaði úti í Noregi því
mér fannst þær vera handónýtar. Eg sé
dálítið eftir þeim núna, það hefði verið gam-
an að skoða þær og bera saman við nýjustu
myndirnar. Eg hef verið að mála með hléum
undanfarin ár en síðan ég ákvað í vor að
halda sýningu hef ég unnið á hveijum degi
í allt sumar. Það er auðvitað mikil spenna
í mér fyrir sýninguna þó að ég viti að mál-
verkasýningar eru nánast daglegt brauð í
Reykjavík allt árið um kríng.“
Én fyrir listamanninn sjálfan er sýning á
eigin verkum alls ekkert daglegt brauð;
sýningin er hápunktur langrar og strangrar
vinnu, eins konar kaflaskil þar sem hægt
er að taka skref afturábak og virða fyrir
sér sköpun sína með hlutlægara auga en í
miðju verki með pensilinn á lofti. Sýning
er sál listamannsins borin á borð fyrir áhorf-
endur og þannig skyldu menn umgangast
slíka opinberun, minnugir þess að „aðgát
skal höfð í nærveru sálar.“
Viðtal: Hávar Siguijónsson
„Segi ég eitthvað er það
af því þú átt að heyraw
Hver er Ragnar Strömberg?
Skáld?
„Já, það er leiðarljós. En það er
engin lausn. Ekkert svar. Það er það
sem ég geri. Hver ég er? Eins og
allir aðrir þá nota ég lífið til að kom-
ast að því.“
„Við bijálæðingar hræðum hina,
þá sem eiga þau sameiginlegu örlög
að vera margir.
Það er hin fullkomna lítilsvirðing
gagnvart öllum manneskjum og öllu
tungumáli, sem þeir halda sig sjá í
augum okkar, orðum okkar og ferð-
um okkar í þögninni, það er það sem
hræðir þá.
Langt, langt í burtu og innan í.
Söng það. Það söng:
Að horfa út yfir hafið og uppgötva
að maður sjálfur er sá sem horft er
á.“
Úr „Virilia“ (1989)
Hveiju ertu að lýsa í Virilia?
„Lífí hins fullorðna manns. Hún
íjallar um mann sem verður tvífari
sjálfs sín. Um mann sem ekki þekk-
ir sjálfan sig, finnst hann vera
blekktur. Hann rekst á mann sem
er tíu árum eldri en hann sjálfur og
það er hann sjálfur. Vitund sem ekki
er fær um að sjá spegilmynd sína
og afneitar henni því. Hvor þeirra
er raunverulegri? Það er sú barátta
sem ég lýsi.
Þetta er fyrsta bók mín í óbundnu
máli og útgefandinn (Norstedts För-
lag) vill endilega kalla þetta skáld-
sögu. Ég skil nú ekki hvers vegna
það er nauðsynlegt. Bókin er sam-
sett úr styttri og lengri þáttum sem
ég flétta saman í eina heild, kafla
þar sem ég hreinrækta ólík stílbrigði
og aðra þar sem atburðarásin tekur
yfirhöndina. í uppbyggingunni leik
ég mér svolítið að aðferð spennu-
sagnahöfunda, einhver sem eltir ein-
hvern sem eltir einhvern."
Ragnar Strömberg er viðurkennt
og umdeilt skáld í heimalandi sínu.
Tíunda Ijóðabók hans „Munnens
bok“, kom út 1988 hjá Norstedts í
Stokkhólmi og Virilia kom út nú í
ágústlok. Þegar „Göteborgs-Posten"
úthlutaði honum bókmenntaverð-
launum 1987, varð það fyrir skáld-
skap litaðan öflugri lífstilfínningu,
fyrir þýðingar hans á völdum dönsk-
um skáldskap, fyrir skapmikla bók-
menntagagnrýni og frumsamið efni
sem einkenndist af sterkri nærveru
og mikilli breidd. Hann er þekktur
greinahöfundur og hlífir sér ekki við
ritdeilum um ólík efni, ég minnist
þess að minnsta kosti að hafa lesið
bráðskemmtilegar greinar eftir hann,
þar sem deilt var um hugmynda-
fræði hnefaleikja. í fyrsta sinn mun
Ragnar Strömberg
Ragnar þiggja boð „Bok och Biblio-
teks“ nú í byijun september, og
kynna þar bæði eigin verk og ann-
arra.
„Ég verð þarna með upplestur.
Les á móti danskri skáldkonu, sem
ég held mikið upp á, og sem é£ hef
þýtt yfir á sænsku. Ég hef gaman
af því. Pia Tafdrup heitir hún. Svo
þykir sjálfsagt að maður sé til staðar
og áriti bækur og ekkert við því að
segja, þannig er þetta bókaþing. En
eitt er það sem ég hlakka verulega
til og það er að fá að kynna Elmore
Leonard, þennan ameríska spennu-
sagnahöfund. Hann er sérfræðingur
í sakamálum, frægur fyrir bækur
eins og „La brava“, „Glitz“ og
„Freaky Deaky“. Svo er ég harð-
ákveðinn í að fara mér til skemmtun-
ar að hlusta á metsöluhöfundinn
Jackie Collins. Hún verður líka með-
al gesta, að kynna bók sína „Rock
Star“.“
Talið berst að því hvernig búið sé
að sænskum ljóðskáldum, og Ragnar
heldur því fram að fáir lesi ljóð, en
margir hampi ljóðskáldum.
„Þessi virðing gagnvart þeim sem
skrifa Ijóð byggir á svolítið væminni
og ég held dæmigerðri norrænni
hugmynd um hvað ljóð er. Hásæti
tilfinninganna. Og skáldið við púltið
sem yrkir og finnur til og yrkir.
Sértu á annað borð kominn inn í
styrkjakerfið þá getur það orðið
hættulega þægileg tilvera að vera
ljóðskáld í Svíþjóð. Félagslega vel-
ferðarkerfið vefur ljóðið örmum. Þess
vegna verður forvitnilegt að sjá hvað
gerist nú þegar þetta velferðarkerfí
okkar er að hrynja. Það kemur í ljós
á næstu áratugum þegar ekki verður
lengur af neinu að taka. Þegar hinir
ólíku sjóðir til handa rithöfundum
og listamönnum verða tæmdir og
ríkisstyrkir ekki lengur fyrir hendi,
þá grunar mig að þeim fækki sem
fást við listir og ljóðagerð. Þegar
ekki verður neitt til skiptanna handa
hveijum og einum. Engir skjólvegg-
ir. Bara kaldur veruleikinn. Mig
grunar að þeir einir haldi áfram að
skrifa, sem skrifa af nauðsyn."
Skrifar þú af nauðsyn?
„Jaá. Það geri ég. Æ, svona
spekúlasjónir um hvað ef hvað hefði
verið ef. Hvað veit ég? Ég hélt út
mín hundsár og mín fyrsta bók kom
út (Utan önskningar 1975), og það
er sama nauðsyn _sem knýr mig til
að skrifa í dag. Su sama og þá. Og
það má íjandinn vita hvort ég er
ekki alltaf að skrifa sama ljóðið.“
Um hvað fjallar Ijóðið?
„Um að gera sig raunverulegan.
Um að endurfæðast hvern dag. Ég
þarf alltaf að geta bent á eitthvað
og sagt: Þetta gerði ég, þess vegna
er ég til. Ég læt sem ég sé og ég
bregst við, þess vegna er ég til.
Þetta er grunnurinn, ástæðan fyr-
ir því sem ég geri. Hvað ég er er svo
annað mál. Það er verkefni sem felur
í sér feril sem er fólginn í ólíkum
skeiðum, sem felur í sér ólík tak-
mörk.“
Stjaman þunga
Þú hefur komið of nálægt
stjömunni þungu
og skuggi þinn sekkur
hljóðlaust
gepum gólfið
Nú eru nætumar svo langar og hægfara
að það slær loku fyrir eyrun
þegar síminn hringir hjá nágrannanum
Þú hefur komið of nálægt
stjörnunni þungu
og lokar glugganum
til að sogast ekki út
Á eftir verðurðu að leggjast útaf
Ekki til að sofa
heldur til að hrapa ekki
En þú sofnar
í öllum fötunum
Og þú hrapar
alveg fram á morgun
gegnum snjó og draum og blóð
alveg fram á morpn
Þú hefur komið of nálægt
stjömunni þungu
Ur „Munnens bok“ 1988
Ef þú yrðir beðinn um að skrifa
sögu sænskra bókmennta einhvern
tíma í framtíðinni, hvað ímyndarðu
þér að þú myndir leggja áherslu á í
kaflanum um skáldskap níunda ára-
tugarins?
„Ég hugsa að maður komi til með
að líta á níunda áratuginn — ekki
sem neina gullöld, ekki einu sinni
silfuröld, en sem uppvakningartíma-
bil. Níundi áratugurinn var á ein-
hvern hátt .. .prinsinn sem kyssir
Þyrnirósu. Skáldskapur og listir
vakna aftur til lífs eftir skelfilegt
tímabil. Svo er níundi áratugurinn
félagslega, sögulega og hugmynda-
fræðilega það tímabil þegar fjöímiðl-
un menningarlegra viðhorfa verður
áberandi og áugljós. Skáld eru vinsæl
á síðum vikublaðanna og þá er smart
að vera skáld, en það þýðir ekki
endilega að ungskáldin séu lesin af
almenningi. Fyrir tíu til tólf árum
ríkti púritanskur andi yfir bók-
menntaheiminum og ný skáldverk
áttu engan rétt á sér fyrir það eitt
að vera skáldverk. Þá voru gerðar
kröfur um félagsleg og pólitísk vöru-
merki. Verk urðu að réttlæta sjálf
sig. Urðu að vera gagnleg einhveiju
málefni, betrumbæta lífið hjá ein-
hveijum ákveðnum tilteknum hópi
fólks. Þá átti að taka afstöðu.
„Angasémang" var Iykilorðið. Út-
koman varð verk sem beittu sér fyr-
ir öllu öðru en sjálfum sér. List sem
ekki er sköpuð af innri nauðsyn held-
ur af ytri nauðsyn. Verk skrifuð sem
eftir beiðni án þess að nokkur hefði
beiðni um þau. Sú verkamannastétt
eða sú róttækni sem átti að hafa
staðið fyrir pöntuninni var eiginlega
bara til á pappírnum. Var ekki til
sem virkur pólitískur kraftur.
Ein hlið níunda áratugarins er sú
að um miðbik hans er Olof Palme
myrtur. Og við sjáum þetta land eins
og það er og hvers virði það er.
Svíþjóð hefur ekki breyst, en Svíar
hafa breyst. Svíþjóð hefur alltaf ver-
ið hart og stirt stéttaþjóðfélag og
nú sýnir það sig. Daglega.
Það er eins og við séum búin að
slíta barnsskónum og getum verið
með í sögunni aftur. Við erum
samtíma sögu samtímans, sjáum
hvað gerist þegar það gerist. Þetta
gæti þýtt afturhvarf til skáldskapar
sem berst fyrir einhveiju.
„Angasémang" á nýjum grundvelli.
Og ástæða til að vona að síðasti ára-
tugur þessarar aldar og fyrstu ára-
tugir næstu aldar verði sú gullöld
sem níundi áratugurinn hefur skapað
grundvöll fyrir. Það eru nú ekki
inargir mánuðir eftir af honum. En
þróunin á níunda áratugnum gerði
það mögulegt að skrifa án þess að
maður þyrfti að réttlæta verk sín.
Svo má segja að nú sé enginn vandi
að koma fram á sjónarsviðið sem
ungt skáld, það kemur út fjöldinn
allur af ljóðabókum, sem sagan mun
þegja yfir. Og við því er ekkert að
segja því hinn eini mögulegi skaði
sem skeður er að það miðlungsgóða
og það lélega flæði yfir sjálfstæðan
og mikilvægan skáldskap. En slíkt
gerist bara tímabundið. Það sem er
gott það lifir. Það getur verið í
hvarfi og legið í dvala, en fyrr en
síðar ljúkast upp augu einhvers gáf-
aðs lesanda.
Þá er það áberandi að meðal þeirra
skálda sem hafa verið stefnumótandi
á níunda áratugnum og skarað fram
úr eru fleiri konur. Sterk skáld og
ljóð þeirra „universell“. Eins og Kat-
arina Frosténson og Anna Jáderlund
og fleiri. Á áttunda áratugnum var
mikið skrifað sem hverfur í gleymsku
en sem var ómissandi forvinna með
öllum þeim ýkjum sem þarf til þegar
ný róttæk hreyfing berst fyrir fót-
festu. Og þá er eðlilegt að millistétt-
arrótæklingar gangi í broddi fylking-
ar, eins og gerðist, og labbi svo út
úr lestinni og aðrir fái að halda
áfram. Jafnvel þótt uppskerutíminn
sé varla kominn, þá má sjá konur á
ritvellinum sem eru ekki merktar
þessari baráttu, heldur geta leyft sér
að vera þær sjálfar og skrifa á þeim
grundvelli. Það finnst mér áberandi
þegar maður lítur á síðari hluta
níunda áratugarins. Þau skáld sem
njóta sín eru kannski yngri systkini
þeirra sem ruddu brautina."
Texti: KRISTÍN BJARNADÓTTIR
Ljósm.: C. GABRIELSSON
Atvinnulaus
momentalmálari
Listamannahúsið, Hafharstræti 4, í Reykjavík er sýningarsalur sem
opnaði fyrir stuttu og í dag opnar Dagur Sigurðarson málverkasýningu
þar. Á sýningunni eru 30 akrílverk og fimm teikningar. Er þetta 9.
einkasýning Dags, en þær síðustu voru í Djúpinu 1985 og 1983, og eru
öll verkin unnin á síðastliðnum tveimur árum.
Listamannsferill Dags hófst fyrir
þijátíu árum, þegar hann mynd-
skreytti skólablöðin í Gaggó Aust, með
framúrstefnulegum abstraksjónum,
sem hneyksluðu bæði kennara og for-
eldra. En líklega er Dagur þekktari
fyrir Ijóð sín og
þýðingar á suður-
amerískum skáld-
um og hann hefur
gefið út Ijölda
ljóðabóka. Ég
spurði hann hvort
tengsl væru milli
ljóða hans og
mynda.
„Oftast ekki,“
var svarið, „og ef
það er, þá er það
lítið meðvitað. Þó
kemur það fyrir að
ég krota einhverjar
hendingar í mynd-
irnar.
En þótt ekki sé
samband á milli, þá
eru myndirnar
skáldskapur. Þegar
ég var ungur, var
einu sinni sagt við
mig: „Þú átt ekkert
að vera að mála,
afþví þú ert skáld.“
En ég svaraði þess-
uminanni:„Þú átt
ekki að mála, afþví
þú ert ekki skáld.“
Skáld sem mynd-
skreytir ljóðin sín,
hættir ekkert að vera skáld afþví hann
fer að mála.
Ég vil að myndirnar mínar segi
sögu, og að hver og einn geti lesið
þær. Stundum veit ég ekki hvaða sögu
ég er að mála, stundum er það ákveð-
in saga.“
Og víst er að myndir Dags eru litrík-
ar, fullar af fólki og kynjaverum á
sveimi um náttúruna. Þegar ég spyr
Dag út í aðdraganda sagnanna, svarar
hann: „Ég er atvinnulaus momental-
málari, ég vil að fólk lesi sjálft út úr
myndunum. En ég verð örugglega
ekki atvinnulaus mjög lengi. Það er
þannig, að ég hef ekki fengið neitt
nógu stórt um tíma. Þessvegna hef
ég farið út í að mála litlar myndir.
En ég sé ákaflega stórt. Ef fólk sér
einhveija mynd eftir mig og stærri
mynd eftir annan málara og er síðan
spurt hvor myndin sé stærri, segirþað:
„Myndin hans Dags.“ Stærð myndar
fer ekki eftir fer-
metrum."
Þú notar sterka
og glaða liti.
„Já, ég er nátt-
úrulega glaðvær.
En ég er ekki laus
við dramatík og
segi frá einhveiju
skuggalegu, svona
stundum." Þegar
ég spyr Dag hvort
hann sé að skapa
kynjaveröld, segist
hann vera að segja-
sögur og þegar ég
spyr hvort það sé
ekki spurning um
sköpun, segist
hann ekkert vita*
hvað sköpun er,
„og það veit eng-
inn, hvorki prestar
né sálfræðingar.
Myndirnar eru
handverk mitt af
sögunum."
Líturðu á mynd-
list sem handverk?
„Nei. En það
verður enginn mik-
ill meistari, sem
ekki getur gert
smáu hlutina sína. Þú getur ekkert
gert, án þess að í því felist handverk
— ekki einu sinni tekið í nefíð.“
Skáldið yrkir eitt og málarinn málar
einn. Ertu ekki einmana?
„Menn eru til sem einangrast afþví
þeir gleyma að lifa — og þegar þeir
líta upp vita þeir ekkert hvar þeir eru
staddir. Svo eru aðrir, sem vinna innan
um fólk og vantar einveru. En ég
gleymi ekki að lifa. Maður er manns
gaman og ég fer út á meðal manna.
Ég er ekki einmana."
Sýning Dags, sem opnar klukkan.
15.00 í dag, verður opin klukkan 10-18
daglega næstu þijár vikurnar.
ssv
Spjallaö viö Dag Siguröar
son, sem opnar listsýn-
ingu í Listamonnahúsinu
ídag
íslenska brúðuleikhúsið
Starf semin hafin aftur, eftir sumarfrí
íslenska brúðuleikhúsið heftir nú hafið starfsemi sína aftur, eftir
sumarfrí. Þetta smávaxna leikhús tekur um 30 manns í sæti, og er
til húsa við Flyðrugranda hér í Reykjavík.
Að sögn Jóns E. Guðmundsson-
ar, eiganda leikhússins, sem
jafnframt býr til brúðu.rnar og stjórn-
ar þeim, er hægt að panta sýningar
fyrir hópa í síma 16167. Aðspurður
sagði hann að mikið væri um að
sýningar væru pantaðar fyrir dag-
heimili og leikskóla, auk þess sem
sýningarnar virtust vera orðnar vin-
sæll liður í afmælisveislum og við
önnur slík tækifæri.
Hver sýning hjá Islenska brúðu-
leikhúsinu tekur um eina klukku-
stund í flutningi og hefst á því að
píanóleikari leikur eitt verk, þá tekur
við gítarleikari. Að því loknu kemur
gömul kona af Snæfellsnesi sem seg-
ir sögu sína. Þá leikur slöngutemjari
listir sínar og fuglar fljúga um svið-
ið. Rúsínan í pylsuendanum er svo
leikritið Rauðhetta.