Morgunblaðið - 26.08.1989, Page 4

Morgunblaðið - 26.08.1989, Page 4
áhorfandanum tækifæri til eigin túlkana. „Fjögur orð — §ögur lýs- ingar“ er engin undantekning. Þessi fjögur orð eru „adjective", lýsingar- orð á íslensku. Þannig er búið að skilgreina hvaða orð þetta eru. Þau eru í nokkrum litum og litimir fá enga huglæga möguleika, því þeir em skilgreindir við það sama, sem lýsingarorð. Litir em á öllum tungu- málum lýsingarorð. Þannig vísa orðin í ákveðna merkingu og litur- inn einnig. Listaverkið gengur upp líkt og jafna — listræn jafna. Enn einu sinni merkja áhorfendur að listamaðurinn er lítt sjáanlegur í verkinu, hann stendur utan við það sem hugmyndasmiður. Og hug- myndin er einnig fýrirferðamikil í verki Richard Long sem gerði hringverkið á miðju gólfi Kjarvals- staða. Richard Long er tengdur konseptlist og land art og hefur ferðast víða, en náttúran er hans hráefni. í þessu tiltekna verki ákvað hann í upphafi að draga hring á kort, síðan gekk hann eftir þessum hring og safnaði því grjóti sem síðan var raðað upp í hring í viðkomandi safni. Verkið er formrænt, fagur- fræðilega sterkt en megininntakið liggur í söfnuninni, vitnisburði sem ferli listamannsins í náttúmnni og hugmyndinni sem liggur til grund- malistans Donald Judd koma fram skýr tengsl við hugmyndir Andy Warhol. I takt við hann og reyndar ennfremur listamenn á borð við Frank Stella, sem einnig á verk á sýningunni á Kjarvalsstöðum og Art Reinholdt, undirstrikar Judd að listaverkið verði að vera án sjálfs- ævisögulegra tilvísana, afmáð til- finningum listamannsins og það eigi að standa og falla með sínum byggingarfræðilegu eindum. Verkið er kassi úr stáli og plexigleri, sem framleiddur er í verksmiðju og vitn- ar á engan hátt um persónulega nálægð listamannsins. Hann er ein- vörðungu það sem efnið og formið býður upp á; konkretpóesía. Hug- myndalegar forsendur verka mini- malistanna byggjast umfram allt á nýjum hugmyndum um rýmið og tengsl þess við listhlutinn. Fram að þeim tíma hafði ávallt verið afger- andi aðgreining á milli listhlutar- ins/skúlptúrsins, og áhorfandans, sem undirstrikuð var með stöpli höggmyndarinnar. Skúlptúrinn hafði, eða átti sitt rými andspænis rými áhorfandans. I framhaldi af verkum Reinholdt og Stella þróa minimalistarnir nýjar og frumlegar hugmyndir um sameiginlegt tilvist- arrými listaverksins og áhorfand- ans, sem hvort tveggja þróast sam- eiginlega. Kemur þetta skýrt fram Vegna metaðsóknar hefur verið ákveðið að framlengja sýninguna Alþjóðleg nútímalist fram til 10. september nk. í verki á sýningunni eftir Carl Andre, sem samanstendur af tutt- ugu og einni koparplötu sem raðað er á gólfið í tvær mismunandi rað- ir, með einu plötubili á milli. Hér er enginn stöpull, heldur er verkið sett beint á gólfið, beint í samband við áhorfendur, sem eiga að ganga inn á milli platnanna. Verkið er eðlilegur hluti af umhverfinu og deilir rýminu með áhorfandanum. Vitsmunalegar forsendur verksins eru enn skýrari í listsköpun kons- eptlistamannanna, líkt og kemur fram í verki Joseph Kosuth; „Fjögur orð, fjögur lýsingarorð". Það sem einkennt hefur hvað mest listsköp- un Kosuth og annarra konseptlista- manna er að verkið verður að skil- greina sig sjálft. Það eiga ekki að vera nokkrir lausir endar sem gefa vallar. Og víst er að hugmyndir að baki þessara verka standa framar en tjáning og tilfinningaleg útrás. Verkin eru úthugsuð og almennur listunnandi þarf vissulega aðstoð við að komast inn að kjarna verks- ins. Tony Cragg, heimsfrægur lista- maður og vinningshafi „Gullna Ijónsins" í Feneyjum 1988, raðar upp alls kyns dóti úr tré — skápum, hillum, trébútum, kössum, herða- trjám — í form sem myndar S. Verkið heitir „S“. Grunnhugmyndin hjá Cragg er, að við skynjun og upplifun áhorfandans myndbreytist verkið í huga hans og verði umfram allt formið S, sem rís hægt í gegn- um verkið. Áhorfandinn er neyddur til að lesa sig gegnum verkið og meta fyrst og fremst heildaráhrifin. Sérhver eining; herðatré, kökukefli, kassi o.s.frv., sem augu áhorfand- ans steyta á við fyrstu sýn hvarfast inn í heildarmyndina. Hin tvíræða afstaða Tony Cragg til hlutarins, sem hluts eða sem hluta af stærra samhengi, tengir hann óneitanlega við frönsku ný-realistana, listamenn á borð við Armand og Spoerri, sem ályktuðu í neo-dadaískum anda, að listamannsins væri ekki að skapa listhluti í hefðbundnum skilningi, þ.e.a.s. að finna hann upp og búa hann til, heldur væri hlutverk hans einfaldlega að taka notaða hluti eða samsafn hluta af okkar næsta um- Gilberto Zorio, 1978 Ibyijun sjöunda áratugarins urðu grundvallarþreytingar hvað varðar viðhorf lista- manna til listsköpunar. Fram að þeim tíma hafði sú hefði verið ríkjandi sem sagði að Iistamaðurinn væri hin eina sanna forsenda listaverksins, sem lýsti fyrst og fremst tilfinningum og tjáningarmætti hans. Áhorfend- ur lásu út úr formum eða formleys- um, pensilstrokum og efnisáferð, geðhrif og tilfinningaflæði lista- mannsins. Listin var huglæg, sjálf- sprottin og óútreiknanleg. Ánd- spænis slíkum verkum jókst hlut- verk áhorfandans, sem í lestri sínum og upplifun var sagður fram- lengja og ljúka verkinu í huga sér. Verkin voru falleg og ljót, hrífandi og átakanleg. Sýningin Alþjóðleg nútímalist, sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöð- um, sýnir vel það rof sem varð á hefðbundnum hugmyndum um listaverk og listsköpun fyrir um þijátíu árum, þegar popplistamenn líkt og Andy Warhoi komu fram á sjónarsviðið og boðuðu að listamað- urinn væri ekki lengur fær um að skapa, heldur ætti hann einfaldlega að „endurskapa“ það sem þegar væri til. Sagan, menningin og þjóð- félagið hefðu tekið fram fyrir hend- ur á hinum skapandi listamanni. Listaverkið átti því að vera óper- sónulegt og samsamast hinu nýja fjölmiðla- og neyslusamfélagi. Andy Warhol valdi því að endurgera myndir af þekktum neysluvamingi; þvottaefni, gosdrykkjaflöskum, þekktu fólki sem birtist almenningi sem hver annar neysluvamingur, og súpudósum, sem sjá má á sýn- ingunni á Kjarvalsstöðum, þar sem persónulegt handbragð og tilfinn- ingaleg nálægð listamannsins er víðs ijarri. Hann gaf meira að segja út yfírlýsingar þess efnis, að hann framkvæmdi ekki myndir sínar sjálfur, heldur væri hann með að- stoðarmenn, sem mótuðu og prent- uðu myndverkin. Þessi kalda af- staða til listsköpunarstarfsins þótt hæfa vel ópersónulegu massaþjóð- félagi samtímans, þar sem einstakl- ingurinn var fírrtur öllum sérein- kennum og aðeins hluti af nýju ein- litu samfélagi. Þessi upprunalegi og skapandi listamaður var hér með dauður. Listin gat ekki orðið sönn hugsuðu menn um miðjan sjöunda áratuginn. En listin og sköpunar- hugtakið var og er stórbrotnara og margflóknara en menn gátu gert sér grein fyrir og á næsta áratug verður nánast sprenging á listhug- myndum. Alls kyns listhópar merkja sér leið í sögunni og stærri listhreyfingar ná heimsathygli, eins og t.d. minimalistarnir, konseptlist- in og arte povera. I verkum mini- hverfi og stilla þeim upp sem lista- verkum. Þannig var það, sem Spo- erri lagði á borð og mataðist ásamt kunningjum sínum. Að máltíð lok- inni úðaði hann lími yfír allt og festi þannig minninguna um þessa stund í listaverki. I staðinn fyrir að mála mynd af viðkomandi matar- leyfum, diskum og hnífapörum, varð borðbúnaðurinn og matarleyf- arnar sjálft listaverkið. Armand sturtaði hins vegar úr ruslakörfu sinni ofan í sérhannaðan plexigler- kassa og setti upp á vegg sem lista- verk. Spumingin var ekki hvort við- komandi var fallegt eða ljótt, sterkt eða veikt, heldur var þetta fmmleg- ur viðauki við listhugtakið. Décol- lages eða sundurklippur Vostell em vinnsla í þessum anda. Arte povera listamennirnir tóku að sér að vinna úr og þróa hugmyndir neo-dadaist- anna og nýrealistanna frönsku, með séráherslu á fagurfræðilegt gildi hlutarins eða öllu heldur félags- fagurfræðilegt giidi þeirra. Þeir vildu m.a. meina að framsækin list síðastliðna áratugi, dada og ný- raunsæi hafi verið meðtekið á röng- um forsendum. Að hefðbundinn list- unnandi hafi ávallt getað komið þessum listaverkum fyrir í sínu hefðbundna flokkunarkerfi því efni þeirra og umbúnaður var hefð- bundinn. Þannig ætti listunnandinn auðveldar með að sætta sig við heysátu, sem væri steypt í brons heldur en raunveralega heysátur eða önnur listaverk, gerð úr auvirði- legum efnum. Samkvæmt arte po- vera áttu forgengileg efni litla möguleika á því að öðlast ný form- ræn efnislíf hjá venjubundnum Iist- neytendum. Mario Merz er vafalítið þekktasti arte povera listamaðurinn í dag. Eftir hann er verk sem er heysáta í stól með neonljósi. Er þetta gott dæmi um listaverk arte povera sem kemur áhorfendum ekki upp með að horfa í gegnum verkið. Það er ekki táknrænt, heldu „fagur- fræðilegt“ með nýjum formerkjum. Stjarna Zorio er kannski ennþá dæmigerðari fyrir listviðhorf arte povera. Þetta er stjarna þar sem tveir armar hennar eru settir í sýru, sem smám saman munu breyta henni og tæra uns hún hverfur. Þetta listaverk er því erfitt að skil-' greina sem fjárfestingu og afurð listmarkaðarins. Og víst er, að þetta verk er eitt af fáum, sem sleppur undan menningunni með tíð og tíma í bókstaflegri merkingu. En einmitt slíkar hugrenningar, hvernig hægt sé að komast undan menningunni, sem sogað hefur til sín alls kyns framandi hluti, sem nefndir hafa verið list, hafa verið áberandi hjá flestum framsæknum listamönnum þessarar aldar. Sýningin Alþjóðleg nútímalist á Kjarvalsstöðum er vissulega engin heildarúttekt á list síðastliðinna áratuga, heldur era nokkrir þættir hennar teknir hér út, og þeir skoðaðir í samhengi. í raun gæti yfirskrift sýningarinnar allt eins verið „Innsýn í Post Mod- ernisman", eða „Listhugmyndir" eða jafnvel „Dauði höfundarins", því víst er, að það sem gengur líkt og rauður þráður gegnum þessa sýningu og tengir saman þessi lista- verk framar öðru, er fjarlægð höf- undarins. Höfundamir eru lítt sem ekkert sjáanlegir í verkum sínum og varla nokkur þeirra byggir á tjáningu eða tilfínningalegum og/eða fagurfræðilegum forsendum í hefðbundnum skilningi. Þetta kemur þó á engan hátt í veg fyrir að áhorfandinn geti notið verkanna fagurfræðilega eða tilfinningalega. Við getum því sagt, að þetta sé í flestum tilfellum „óbein sköpun“ svo notað sé hugtak sem einkennir hvað mest post modernisma- umræðuna. Það er oft sagt um poppið, minimalismann, konseptið og arte povera, sem þrátt fyrir allt eru afar ólíkar liststefnur, að það sé vitsmunalegi þráðurinn í Iista- sögu síðastliðinna áratuga, and- spænis hinu nýja expressioníska málverki, ,sem vafalítið hefur þó verið mun fyrirferðarmeira. Gunnar B. Kvaran

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.