Morgunblaðið - 05.09.1989, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1989
B 5
Morgunblaðið/RAX
Fækkað um eitt
í toppslagnum
Pétur Ormslev sá um KR-inga með marki á elleftu stundu
PÉTUR Ormsiev hefur gert
mörg mikilvæg mörk á ferli
sínum. En þau eru líklega fá
mörkin sem hafa meira vægi
en það sem hann gerði er
Framarar sigruðu KR-inga 2:1
á Laugardalsvellinum. Það var
ekki aðeins að þetta mark
tryggði Frömurum sigur og
dýrmæt stig ítoppbaráttunni,
heldur kom markið þegar að-
eins rúm mínúta var til leiks-
loka. Hefði Pétur ekki skorað
væru möguleikar Framarar
heldur litlir en þetta mark held-
ur þeim í baráttunni við hlið
FH-inga en bæði liðin hafa einu
stigi færra en KA
að var þó Ríkharður Daðason
sem átti heiðurinn af þessu
marki. Hann fékk sendingu frá
Steinari Guðgeirssyni og var í
ágætu færi. En í
stað þess að skjóta
renndi hann boltan-
um inn á markteigs-
horn. Þar kom Pétur
á fullri ferð og skoraði með föstu
skoti.
Tvö glæsimörk
KR-ingar náðu foi’ystunni á 31.
mínútu með laglegu marki. Sigurð-
ur Björgvinsson tók hornspyrnu og
Þorsteinn Halldórsson fleytti bolt-
anum áfram inní markteig þar sem
Pétur Pétursson var mættur og
„hamraði" boltann í netið.
Áður en markið kom höfðu bæði
liðin fengið ágæt færi. Pétur
Ormslev þó það besta er hann stóð
skyndilega aleinn við markteig
KR-inga. Skot hans hrökk hinsveg-
ar af stönginni.
Mark Fram var einnig laglegt.
Boltinn gekk milli Framara frá
Birki í markinu til Péturs sem slapp
innfyrir vörn KR og skaut að marki.
Þorfinnur náði að slæma hendi í
boltann en Guðmundur Steinsson
fylgdi vel á eftir og hreinlega hljóp
með boltann yfir línuna.
Þrátt fyrir ágæt færi gekk leik-
mönnum illa þegar komið var að
markinu. Ríkharður Daðason fékk
besta færi Fram, en þvældist fram
og aftur með boltann og var of
seinn að skjóta. Ríkharður bætti svo
fyrir þessi mistök sín með laglegri
sendingu á Pétur í sigurmarkinu.
Framarar léku vel og hafa reynd-
ar vaxið með hverjum leik. Vörn
þeirra var mjög sterk, miðjan virk
og sóknir liðsins flestar hárbeittar.
í markinu stóð Birkir Kristinsson
og átti hann nær gallalausan leik.
KR-liðið byggir mikið á tveimur'
leikmönnum, Rúnari Kristinssyni
og Pétri Péturssyni. Rúnar var dap-
ur að þessu sinni, fór reyndar útaf
í síðari hálfleik, og Pétur fékk ekki
úr miklu að moða í framlínunni.
Þorsteinn Halldórsson og Sigurður
Björgvinsson voru bestu menn KR-
inga.
Spennan á toppi 1. deildar helst
enn þrátt fyrir að nú sé einu liði
færra. Framarar eiga ágæta mögu-
leika á að veija íslandsmeistaratitil-
inn en verða að treysta á að KA-
menn tapi stigum. KR-ingar eiga
hinsvegar sáralitla möguleika á titl-
inum en gætu náð í sæti í Evrópu-
keppninni.
Fram—KR 2:1
Laugardalsvöllur, íslandsmótið í knattspymu, 1. deild, sunnudaginn 3. september 1989.
Mörk Fram: Guðmundur Steinsson (50.), Pétur Ormslev (89.).
Mark KR: Pétur Pétursson (31.).
Gul spjöid: Heimir Guðjónsson, KR og Þorsteinn Þorsteinsson, Fram.
Áhorfendur: 1.600.
Dómarí: Eyjólfur Ólafsson. Dæmdi ágætlega.
Lið Fram: Birkir Kristinsson, Jón Sveinsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Viðar Þorkelsson,
Kristján Jónsson, Kristinn R. Jónsson, Pétur Arnþórsson (Steinar Guðgeirsson 72.),
Ómar Torfason, Pétur Ormslev, Ragnar Margeirsson (Ríkharður Daðason 59.), Guðmund-
ur Steinsson.
Lið KR: Þorfínnur Hjaltason, Gunnar Oddsson, Þormóður Egilsson, Sigurður Björgvins-
son, Þorsteinn Halldórsson, Jóhann Lapas, Gunnar Skúlason, Heimir Guðjónsson, Rúnar
Kristinsson (Bjöm Rafnsson 59.), Sæbjörn Guðmundsson (Willum Þór Þórsson 72.),
Pétur Pétursson.
Logi B.
Eiðsson
skrifar
Birkir Kristinsson og Pétur Ormslev Frani. Þor-
steinn Halldórsson KR. Antony Karl Gregory, KA.
m
Stoinar Adolfason og Lárus Guðmundsson Val. Bald-
vin Guðmundsson Þór. Jón Sveinsson Fram. Sigurð-
ur Björgvinsson og Pétur Pótursson KR. Ormarr
Örlygsson, Halldðr Halldórsson, Haukur Bragason,
KA. Guðmundur Baldursson, Baldur Bjarnason,
Fylki. Hörður Magnússon, Pálmi Jónason, Ólafur
1 JóKannesson, FH. Sigursleinn Gíslason, Haraldur
Ingólfsson, IA.
Morgunblaðið/Bjarni
Ingólfsson gerir örvæntingarfulla tilraun til að
missir naumlega af honum í netið.
FH—ÍA 3 : 2
| Kaplakrikavöllur í Hafnarfirði, íslandsmótið, 1. deild,
| laugardaginn 2. september 1989.
Mörk FH: Hörður Magnússon (9. og 81. vítasp.),
| Pálmi Jonsson (30.).
I Mörk ÍA: Guðbjörn Tryggvason (59.), Bjarki Péturs-
| son (62.).
| Gult spjald: Ólafur Jóhannesson, FH. Alexander
| Högnason, ÍA.
Dómari: Gísli Guðmundsson.
Lið FH: Halldór Halldórsson, Birgir Skúlason, Ólafur
| Jóhannesson, Pálmi Jónsson, Bjöm Jónsson, Guð-
| mundur Valur Sigurðsson, Kristján Gíslason, Þórhallur
Víkingsson, Hörður Magnússon, Magnús Pálsson, Ól-
I afur Kristjánsson.
| Lið í A: O lafur Gottskálksson, Sigursteinn Gíslason,
| Heimir Guðmundsson, Sigurður B. Jónsson, Guðbjöm
| Tiyggvason, Alexander Högnason, Júlíus P. Ingólfs-
| son, Karl Þórðarson, Haraldur Ingólfsson, Aðalsteinn
1 Víglundsson (Stefán Viðarsson), Bjarki Pétursson.
Sigurmark á síðustu sekúndunum
Keflvíkingar unnu mikilvægan sigur á Víkingum í botnbaráttunni
„JAFNTEFLI hefði verið sama
og tap og því er ég ákaflega
ánægður með sigur í leiknum
því nú eigum við enn mögu-
leika á að halda sætinu í 1.
deild,“ sagði Hólmbert Frið-
þjófsson þjálfari Keflvíkinga
eftir að lið hans hafði unnið
nauman sigur á Víkingum í
Keflavík á laugardaginn. Það
mátti reyndar ekki tæpara
standa því Óli Þór Magnússon
skoraði sigurmark ÍBK á
síðustu sekúndum leiksins.
Keflvíkingar komu ákveðnir til
leiks að þessu sinni og voru
greinilega staðráðnir í að selja sig
■dýrt. Þeim gekk þó illa að komast
1 gegnum vörn
Björn Víkinga sem beittu
Blöndal skyndisóknum og úr
sknfar ejnnj gjjj.j.j náði Atli
Einarsson að skora
strax á 12: mínútu. Hann fékk fyrir-
gjöf frá Trausta Ómarssyni og náði
Valsmenn unnu langþráðan sig-
ur er þeir skelltu Þórsurum á
Valsvellinum, 3:0. Þetta var fyrsti
sigur Vals í rúman mánuð en þeir
sigruðu Skagamenn
27. júlí. Síðan þarf
að fara annan mán-
uð aftur í tímann til
að finna annan sigur
Vals en þá sigruðu þeir Þórsara í
fyrri umferðinni, 1:0, fyrir norðan.
Guðmundur Þorbjörnsson, nýi
þjálfari Vals, gerði tvær breytingar
að skjóta framhjá Þorsteini Bjarna-
syni í marki ÍBK.
Þrátt fyrir slæma byijun gáfust
heimamenn ekki upp, þeir sóttu enn
ákafar en áður og tókst að jafna
metin undir lok hálfleiksins með
marki Freys Sverrissonar eftir
hornspyrnu.
Keflvíkingar náðu forystunni á
59. mínútu með fallegu marki. Þar
var Freyr Sverrisson enn á ferð,
á liðinu. Hann setti Lárus Guð-
mundsson og Steinar Adolfsson aft-
ur inní byrjunarliðið en þeir tveir
áttu einmitt stærstan þátt í sigri
liðsins.
Steinar kom Valsmönnum í gang
á 10. mínútu er hann skoraði eftir
undirbúning Eiriárs Páls og Lárus-
ar. Valsmenn höfðu svo undirtökin
en næsta mark kom rúmri klukku-
stund síðar eða á 73. mínútu. Þá
skoraði Gunnlaugur Einarsson og
þremuf mínútum síðar gerði Magni
fékk Iaglega sendingu frá Óla Þór
Magnússyni og skaut boltanum við-
stöðulaust í stöngina og inn, óveij-
andi fyrir Guðmund Hreiðarsson.
En Víkingar vom ekki búnir að
segja sitt síðasta orð og þeim tókst
að jafna metin úr vítaspyrnu á 81.
mínútu. Varnarmaður IBK skellti
Sveinbyrni Jóhannessyni innan
vítateigs og Trausti Trausti Ómars-
son skoraði örugglega.
Blöndal Pétursson þriðja markið af
stuttu færi.
Valsmenn voru mun sterkari en
náðu illa að nýta sér það. Reyndar
var erfitt að leika knattspyrnu af
einhveiju viti þar sem veðrið var
með versta móti; rok og rigning.
Þórsarar voru þreytulegir og
leikur þeirra bitlaus og þeir geta
þakkað markverði sínum, Baldvini
Guðmundssyni, að mörkin urðu
ekki fleiri.
En á síðustu sekúndum leiksins
tókst Óla Þór Magnússyni að
tryggja liði sínu þijú stig með miklu
harðfylgi. Varnarmenn Víkingst
voru að dóla með boltann við mark-
teiginn eftir misheppnaða mark-
spyrnu og Óli Þór sem kom þar
aðvífandi náði að pota boltanum í
markið við mikinn fögnuð heima-
manna. Keflvíkingar eiga því enn
möguleika á að halda sætinu í 1.
deild, Víkingar hafa sjálfsagt nagað
sig í handarþökin því jafntefli hefði
svo gott sem gulltryggt þeim
áframhaldandi veru í 1. deild, en
nú eru þeir síður en svo öruggir
með að halda sæti sínu.
Valur—Þór
3 : O
Valsvöllur, íslandsmótið í Jtnattspyrnu,
1. deild, laugardaginn 2. september
1989.
Mörk Vals: Steinar Adolfsson (10.),
Gunnlaugur Einarsson (73.), Magni
Blöndal Pétui*sson (76.).
Gul spjöld: Hlynur Birgisson (58.).
Dómari: Ágúst Guðmundsson. Dæmdi
þokkalega. *
Áhorfendur: 150.
Lið Vals: Bjarni Sigurðsson, Þorgrím-
ur Þráinsson, Steinar Adolfsson, Magni
Blöndal Pétursson, Einar Páll Tómas-
son, Sævar Jónsson, Halldór Áskels-
son, Gunnlaugur Einarsson, Lárus
Guðmundsson, Ing\rar Guðmundsson,
Baldur Bragason (Guðmundur Bald-
ui-sson 85.)
Lið Þórs: Baldvin Guðmundsson, Birg-
ir Karlsson, Nói Björnsson, Kristján
Kristjánsson, Ólafur Þorbergsson
(Sævar Árnason 60.), Árni Þór Árna-
son, Júlíus Tiyggvason, Þorsteinn
Jónsson, Valdimar Pálsson (Þórir
Áskelsson 60.), Hlynur Birgisson, Boj-
an Tanevski.
ÍBK—Víkingur 3 : 2
Keflavíkurvöllur, íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild, laugardaginn 2. september 1989.
Mörk ÍBK: Freyr Sverrisson (41. og 59.), Óli Þór Magnússon (90.).
Mörk Víkings: Atli Einarsson (12.), Trausti Ómarsson (81. vsp.).
Gul spjöld: Ingvar Guðmundsson IBK, Unnsteinn Kárason, Atli Einarsson og Björn
Bjartmarz Víkingi.
Áhorfendur: Um 400.
Dómari: Sveinn Sveinsson. Dæmdi vel.
Lið ÍBK: Þorsteinn Bjamason, Jóhann Júlíusson, Freyr Sverrisson, Valþór Sigþórsson,
Ingvar Guðmundsson, Gestur Gylfason, Óli Þór Magnússon, Kjartan Einarsson, Siguijón
Sveinsson, Jón Sveinsson (Garðar Jónasson 85.), Jóhann B. Magnússon.
Lið Víkings: Guðmundur Hreiðarsson, Ámundi Sigurðsson (Björn Bjartmarz 46.), Svein-
björn Jóhannesson, Trausti Ómarsson, Aðalsteinn Aðalsteinsson (Öm Torfason 78.),
Hallsteinn Arnarsson, Unnsteinn Kárason, Atli Helgason, Atli Einarsson, Andri Marteins-
son, Goran Mieic.
Langþraður sigur Vals
Logi B.
Eiösson
skrifar