Morgunblaðið - 05.09.1989, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 05.09.1989, Qupperneq 8
mmt KNATTSPYRNA / SUÐUR-AMERIKA Chilemenn gengu aff velli þegar 20 mín. voru eftir Markvörður þeirra slasaðist þegarflugeldursprakkvið hlið hans í leikgegn Brasilíu Reuter Roberto Rojas, markvörður Chile, er hér borinn blóðugur af velli í leik Brasilíu og Chile, eftir að áhorfandi hafði kastað flugeidi inná völlinn, þar sem hann sprakk við hlið hans. KNATTSPYRNA / SPANN Milljónastjörnur Barcelona töpuðu LANDSLIÐ Chile í knattspyrnu þrammaði útaf Marcana leik- vanginum í Rio De Janero f Brasilíu á sunnudagskvöldið, rúmum 20 mínútum áður en leiknum hefði átt að Ijúka. Þetta gerðist eftir að mark- vörður þeirra, Roberto Rojas, hafði orðið fyrir flugeldi, sem áhorfandi kastaði inná völlinn þegar 69 mínútur voru liðnar af leiknum, og staðan var 1:0 fyrir Brasilíu. Leikurinn milli lið- anna var liður í undankeppni heimsmeistarakeppninnar, og mátti hvorugt liðið við tapi, því leikurinn átti að skera úr um hvort liðið kæmist í lokakeppn- ina á Ítalíu á næsta ári. Flugeldinum var kastað úr áhorfendasvæðinu á 69. mínútu leiksins og lenti hann rétt hjá Roberto Rojas markverði, sem féll til jarðar þegar hann sprakk. Félagar hans í landsiiðinu báru hann síðan af aibióðugan af lei- kvelli. Dómari leiksins, Juan Carlos Lostau frá Argentínu, beið síðan í 25 mínútur eftir að lið Chile kæmi til baka, en þegar ekkert bólaði á liðinu, rak hann brasilíska liðið af velli og aflýsti leiknum. Brasilíumenn voru furðu kátir með þessi máialok, vitnuðu í reglur Alþjóða knattspyrnusambandsins (FIFA), og staðhæfðu að gengi annað liðið af velli, hefði það tapað leiknum. „Reglur FIFA segja að það lið sem yfirgefi völlinn áður en leik lýkur, hafi tapað með tveimur mörkum gegn engu, þannig að í staðin fyrir að vinna þá 1:0 unnum við þá 2:0,sagði Eurico Miranda, varaforseti brasilíska knattspymu- sambandsins. Fulltrúar á vegum FIFA, sem fylgdust með leiknum, voru ekki eins vissir um sigur Brasilíu og Miranda, og sögðu að FIFA myndi taka þetta mál til umfjöllunar strax og dómari leiksins hefði skilað AC MILANÓ tapaði óvænt fyrir Lazio á sunnudaginn, en þá hafði liðið ekki tapað í síðustu 30 viðureignum sínum. Sigur- mark Lazio var frekar svipmikið sjálfsmark Paulo Maldini, varn- armanns Milanó. Hann hugðist gefa til baka á markmanninn án þess aðganga úr skugga um að hvar hann væri staðsett- ur, og auðvitað rúllaði knöttur- inn í markið. Mílanó Iiðið lék án þeirra Ruud Gullit og Marco van Basten, en þeir eru báðir meiddir, en þrátt skýrslu. Sökudólgurinn sem kastaði flug- eldinum inn á völlinn var 24 ára gömul stúlka, Rosemary Mello, sem aldrei áður hafði fæti stigið inn á Marcana leikvanginn. I sjónvarps- viðtali eftir leikinn sagði hún að einhver hefði rétt sér flugeldinn og hún kastað honum inná völlinn til að fagna sigri Brasilíumanna í leiknum. Fögnuður hennar yfir leiknum mun hins vegar vara stutt, því hún á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsisdóm. fyrir það hafði liðið undirtökin í leiknum framan af. Sjálfmark Maldini setti hins vegar allt úr skorðum, og hvorki gekk né rak það sem eftir var leiksinS, þrátt fyrir fjölmörg marktækifæri. Diego Maradona lék ekki með Napolí gegn Udinese, 1:0, enda ekki mættur í vinnuna frá Arg- entínu ennþá. Þá vantaði brasilísku stjörnurnar Careca og Alemao í lið Napolí, en þrátt fyrír að þessar suður-amerísku stjömur hafi vant- að, er Napolí eina liðið sem er með fullt hús stiga eftir fystu tvær umferðirnar. SPÆNSKA knattspyrnan hófst á laugardaginn og bar þar helst til tíðinda að „milljónalið" Jo- hans Cruyffs tapaði 2:0 fyrir Valladolid.Tap Barcelona hefði getað orðið mun stærra ef ekki hefði komiðtil snilldarmar- kvarsla Subisarreta í marki Börsunga. Johan Cruyff þótti koma á óvart er hann lét 19 ára gamlan leik- mann, Lucendo, spreyta sig með Barcelona. Lucendo leikur með áhugamannaliði FráAtla Barcelona, og þurfti Hiimarssyni hann sérstakt leyfi áSpáni frá herskyldu til að leika með. Byrjunin hjá Real Madrid var öllu betri en hjá keppinautunum, því þeir áttu léttan leik gegn Sport- ing Gijon. Mörkin í 2:0 sigri gerðu Michel og Hugo Sanches. Bernd Schuster Iék ekki með Madrid því hapn var í banni, og einnig vantaði Ruggeris í liðið, en hann var meidd- Hugo Sanchez sést hér fagna marki sínu fyrir Real Madrid. ur. Maður umferðarinnar var án efa leikmaður Atletico Madrid; Paulo Futre, en hann skoraði tvö mörk í 3:1 sigri liðsins gegn Valencia. í leikjunum tíu sem fram fóru um helgina var einn leikmaður rek- inn útaf og 29 fengu gula spjaldið. KNATTSPYRNA / ITALIA Óvænt tap AC Mflanó Mm FOLX ■ Ari Haan, þjálfari Stuttgart, er fluttur út frá eigin- konu sinni og tveimur börnum og býr nú með ungri blómarós frá Spáni. Fjölmiðl- ar í Vestur-Þýska- landi hafa viljað kenna ástarlífi þjálf- um ' slakt Stuttgart liðsins að undanfömu. ■ JORGINHO, fyrirliði Bras- ilíu, leikur líklega sinn fyrsta leik með Leverkusen gegn Hamborg á laugardaginn. ■ BRASILÍUMAÐURINN FráJÓni Halldóri Garöarssyni ÍÞýskalandi arans gengi Manzi, sem leikur með St. Pauli, gerði sitt fyrsta mark í vestur- þýsku deildarkeppninni um helgina er hann skoraði í leik gegn Köln. ■ KAZIMIERZ Deyna, sem lék 102 knattspyrnulandsleiki fyrir Pólland, lézt í bílslysi í Banda- ríkjunum á föstudag, 41 árs að aldri. Hann þótti geysilega sterkur sóknartengiliður og var fyrirliði pólska landsliðsins árið 1974 þegar það hreppti bronsið á HM í V- Þýzkalandi. Deyna lék skamma hríð með enska liðinu Manchester City 1978-1979. Frá árinu 1981 bjó hann í Bandaríkjunum. ■ SEVERINO Ballesteros varð hlutskarpastur á Evrópska meist- aramótinu í golfi í Sviss á sunnu- dag. Hann lék á_ 266 höggum en næstir komu Ástralinn Craig Parry á 268 höggum og Bretinn Stephen Bennett á 269 höggum. ■ TAPIO Koijus, fínnski spjót- kastarinn, sem varð ólympíumeist- ari í Seoul í fyrra, er hættur keppni. Korjus, sem er 28 ára, hefur þjáðst af meiðslum í framhandlegg um nokkurt skeið og er það ástæðan fyrir því að hann dregur sig nú i hlé. Þrátt fyrir meiðslin, náði hann að kasta 82,40 m á síðasta móti sínu í Finnlandi um helgina. Hann Segist ætla að taka sér hvíld frá íþróttunum í.eitt til tvö ár en snúa sér síðan að þjálfun. V-ÞYSKALAND Ekkert gengur hjá Stuttgart Allt virðist ganga á afturfótun- um hjá Stuttgart þessa dag- ana. Liðið hefur aðeins unnið tvo leiki af sjö í deildinni og um helgina tapaði liðið fyrir FráJóni Dússeldorf, sem Halldóri vann sinn fyrsta sig- Garðarssyni ur> Dússeldorf / Þyskalandi komgt . 4;0 með mörkum Schuetz og Rada. Síðan gerðu þeir sjálfsmark, en Walter minnkáði muninn rétt fyrir leikslok, 4:2. Immel, markvörður, var sá eini í liði Stuttgart sem lék af eðlilegri getu og bjargaði liði sínu frá enn stærra tapi. Asgeir SigUrvinsson lék með Stuttgart, en átti ekki góðan leik frekar en félagar hans. Ari Haan, þjálfari Stuttgart, hef- ur verið gagnrýndur mjög fyrir slakt gengi liðsins að undanförnu. Margir vilja meina að leikmenn séu útkeyrðir eftir síðasta keppnistíma- bil, en liðið lék þá 51 leik. Eins lék liðið mjög marga æfingaleiki fyrir þetta tímabil. „Stuttgart leikur eins og Old Boys-lið“ sagði í einu vest- ur-þýsku dagblaðanna í gær. ■ Úrslit/ B6 ■ Staðan/ B6 GETRAUNIR: 111 1X1 XXX X 1 X LOTTO: 15 24 25 33 36 /10

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.