Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGAKDAGUR 23. SEPTEMBER 1989 Rætt við Bergljótu Jónsdóttur, framkvæmda- stjóra íslenskrar tónverka- miðstöðvar mjög fína sýningarbása, sem búið er að hanna og greiða fyrir. Hluta íslands hefur hinsvegar verið skipt á milli hinna Norðurland- anna íjögurra, Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands. Við höfum ekki heldur efni á að senda fulltrúa til að kynna íslenska tónlist, þannig að það verða Danir sem koma til með að gera það. Við erum þarna í mjög dapurlegri stöðu sem ekki er mjög hvetjandi fyrir okkur. Og auð- vitað verðum við að hafa efni svona sýningu — útgefið efni. En við eigum of lítið af útgefnu efni, til að geta staðið með sæmilegri reisn að svona sýningu. Það vantar töluvert upp á að þetta efni sé nægjanlegt. Það er alltaf verið að tala um að það sé nauðsynlegt að gera átak til að styrkja og vernda íslenska tungu og það er talað um að nauðsynlegt sé að styrkja hina ungu listgrein, kvikmyndagerð. Ég er alveg sam- mála því. En mér finnst jafn mikil- vægt að veita fjármunum í að varð- veita og vernda íslenska tónlist. Það er ekki hægt að ætlast til þess að þau tónskáld sem hér starfa, geti rekið safn og tryggt það að tónlistar- menning okkar glatist ekki, rekið útgáfufyrirtæki og séð um að kynna íslénska tónlist hér heima og erlend- is. Það bara gengur ekki upp. Ég held að við hljótum að vera komin að þeim tímamótum, að taka ákvörðun um það með hvaða hætti íslensk tónlist er hluti af íslensku menningarstarfi og menningararf- leifð. Ég er ejdd að segja að ríkið eigi að taka íslenska tónverkamiðstöð yfir, en ég held að það sé fyllilega tímabært að stjórnvöld leggi meira af mörkum en hingað til hefur ver- ið, því það sem við erum að gera hérna, er ekki okkar einkamál." Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir Ursölum Listasafns Islands: Jón Stefánsson, Sumarnótt — Lómar við Þjórsá Sumarnótt. Lómar við Þjórsá er eitt af öndvegis- verkum Jóns Stefánsson sem eru í eigu Listasafns íslands. Þetta er olíumál- verk, 100x130 sm að stærð, frá árinu 1929 og var það keypt til Listasafnsins ári síðar. Það var eitt þeirra verka sem voru á myndlist- arsýningu sem haldin var í tilefni Alþingshátíðarinnar 1930 og var énn fremur á íslenskri listasýningu í Noregi og Svíþjóð árið 1932. Margir munu þekkja verkið af eftir- prentun Helgafells sem prýtt hefur mat'gan vegginn á íslenskum heim- ilum og í stofnunum, en færri höfðu séð málverkið þar til fyrir nokkrum árum er það var flutt aftur í Lista- safn íslands frá Bessastöðum, þar sem það hafði prýtt bústað forseta Islands í mörg ár. í þessu verki hefur Jón túlkað kyrrð íslenski'ar sumarnætur. Eins og jafnan í landslagsmyndum sínum hefur hann valið sér ntynd- efni inni á öræfum íslands, þar sem auðnin og víðáttan blasa við og kyrrðin er alger. Þótt kveikjan að myndefninu hafi verið út' náttú- runni, vann Jón myndina síðan að öllu leyti á vinnustofunni og sveigði myndefnið undir túlkun á hughrif- um sínum. Til að leggja áherslu á hið kyrrstæða byggir hann mynd- ina á láréttum línunv Fremst er árbakki nteð tveim fuglunt, þá spegilslétt áin og loks ijall sem rís eins og klettaborg handan árinnat'. Spegilmynd fjallsins eykur mátt þess og jafnframt dýpt myndarinn- ar, en bjarminn yfir því gæðir myndina vídd og endurkast hans frá vatninu lýsir allan flötinn. Svöl birtan og speglunin í vatninu ljá verkinu blæ djúprar íhygli og áhorfandinn skynjat' þá kyrrð sem er tjáð. Fuglarnir tveir í forgrunni ntynda hallandi og lóðréttar línur til mótvægis við láréttar línur landsins og ávalir búkar þeirra eru mótaðir með hlýjum litum andstætt hinum svölu litatónum, sem eru ríkjandi, og skapa þannig nálægð i þeirri víðáttu sem við blasir. Fugl- arnir leita inn í mynddýptina, í átt til tignarlegs fjallsins, og augu áhorfandans fylgja þeim eftir. Ná- vist þeirra eykur enn á hinn djúp- hugula andblæ verksins þar sem þeir verða eins konr staðgenglar mannsins í náttúrunni, en nátengd- ari henni. Þeir eru hið eina kvika í myndinni og í huga þess, sem á horfir, verður hún ímynd íslenskrar sumarnætur þar sem ekkert heyrist nema kvak fulgla. 1 leit að nýrri fegurð Sigurður Þórir myndlistarmaður íviðtali Sigurður Þórir myndlist- armaður opnar tólftu einkasýningu sína í Norræna liúsinu í Reykjavík í dag. Mynd- irnar á þessari sýningu eru allar málaðar á síðasta eina og Iiálfa ári. Á tímabili segist Sigurður Þórir aðallega hafa unnið pólití- skar og realískar myndir, en hefúr á undanfórnum árum snúið sér í átt til rómantíkskrar stefnu, þar sem manncskjan, náttúran og samspil mannsins við náttúr- una eru helstu viðfangsefhin. Sigurður Þórir, er ástæðan fyrir því að þú hefur snúið baki við þjóð- félagslegri ádeilu sú að skoðanir þínar hafa breyst? „Nei, skoðanir mínar hafa ekki breyst heldur viðhorf mitt til mál- verksins. Áður var ég að reyna að opna augu fólks fyrir því sem var að gerast í heiminum, en mér finnst ekki lengur nein þörf á að reyna að lýsa ástandinu. Það væri aðeins viðbót við það sem dynur á fólki allan daginn í fjölmiðlum og það er orðið ómóttækilegt fyrir. Mér finnst meiri ástæða til að skapa mótvægi við ástandið og vekja fólk þannig til umhugsunar. Mótvægið felst í því að gera falleg- ar myndir, eitthvað sem fólk finnur sig í og stendur því nær heldur en efnisleg gæði. Ég er sannfærður um að neyslan á í framtíðinni eftir að snúast um menninguna. Ekki veraldlega hluti. Erlendis hafa fyrirtæki löngu gert sér grein fyrir því að listin skiptir máli og eyða jafn miklum fjármunum til styrktar listum og íþróttum.“ / Finnst þér Islendingar hafa lítinn skilning á listum og menningu? „Auðvitað ekki allir, en skilning- inn skortir víða. Við erum á eftir tímanum. Það er alltaf verið að fjargviðrast yfir því að menningin kosti mikið og alltaf byijað á henni ef skera á niður einhvers staðar. En menningaruppeldi þjóðarinn- ar er líká ábótavant. Hvergi á náms- leiðinni, hvorki í grunnskóla, fram- haldsskóla né Háskólanum, er kennt myndmál, myndsaga eða listasaga sem er forsenda þess að fólk geti notið listar. Það er kennt eitthvað smávegis um bókmenntir en hvergi er veitt innsýn í myndlist. Það vill líka gleymast þegar talað er um að öll menningarstarfsemi sé dýr, að útlenda ferðamenn, sem hingað koma, þyrstir í menningu. Þeir koma ekki hingað til að borða á l'ínum veitingastöðum eða gista á flottum hótelum. Þeir vilja fá upp- lýsingar um listina, menninguna og landið. Það er vitleysa að segja að mynd- listarmenn séu afætur á þjóðfélag- inu. Og fáránlegt að ekki skuli vera til neinn starfslaunasjóður fyrir myndlistarmenn. Ekki myndi nokkrum sjómanni detta í hug að fara á sjó og hætta á að fá engin laun ef ekkert er fiskað, enda hafa þeir tekjutryggingarsjóð." Þú ert ekkert feiminn við að blanda saman mjög ólíkum og æp- andi litum . ..? „Ég er ekki haldinn neinum for- dómum gagnvart litum, enda þýðir ekkert að vera málari ef maður er feiminn við liti. Það væri einskonar frelsisskerðing ef maður væri það. Ég mála eins og mér býr í btjósti í það og það skiptið og reyni alltaf að nálgast nýtt viðfangsefni með opnum huga. í myndirnar sem eru á þessari sýningu nota ég mikið hátónalita- skala, sem undirstrika mótvægið sem ég nefndi áðan. Með dökkum litum væri ég að lýsa drungalegu ástandi. Ég vil koma á bjartsýni og held að það sé hægt. Það er ekki náttúrulögmál að allt þurfi að fara til andskotans. Eins og til dæmis í umhverfismálum. Það er hægt að breyta þessu. Snúa þróun- inni við, sem verður að gera. Það er spurning um hugarf-ar og vilja. Ef við höldum áfram að ganga á auðlindir jarðarinnar þá hreinlega losar hún sig við okkur. Maðurinn verður að lifa í sátt og samlyndi við náttúruna." MEO Sýning Sigurðar Þóris verður opnuð íNorr- æna húsinu í dag klukkan tvö. Morgunblaðið/Sverrii*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.