Morgunblaðið - 17.10.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.10.1989, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA KARATE 1989 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTOBER BLAÐ Morgunblaðið/Sverrir Fyrstí íslenski IMorðurlandameistarínn Halldór Svavarsson varð Norðurlandameistari i karate um helgina, fyrstur íslendinga. Á myndinni tryggir Halldór sér sigurinn með góðu höggi, Urakan, á keppinaut sinn í úrslitaviðureigninni. Halldór keppti í 65 kg flokki í kum- ite. íslendingar hlutu tvenn silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun á mótinu, auk gullverðlauna Halldórs. Nánar/B 3. FIMLEIKAR/ HM Bryndís og Fjóla bestar í stökki Bryndís Guðmunds- dóttir og Fjóla Ól- afsdóttir eru í 171. og 180. sæti af 192 kepp- endum eftir skyldu- æfingarnar á heims- meistaramótinu í fim- leikum sem nú stendur yfir í Stuttgart í Vest- ur-Þýskalandi. Þær stóðu sig best í stökki. Bryndís hlaut sam- tals 34.499 stig. Hún fékk 9.625 stig í ein- kunn fyrir stökk, 8.862 fyrir æfingar á tvfslá, 8.500 fyrir gólfæfingar og 7.512 fyrir jafn- vægisslá. Fjóla hlaut samtals 33.575 stig. Hún fékk 9.250 stig fyrir stökk, 8.525 fyrirtvíslá, 8.200 fyrir gólfæfingar og 7.600 fyrir jafnvæg- isslá. Þess má geta að Bryndís og Fjóla voru meðal þeirra bestu í stökki og verður það að teljast góð- ur árangur þar sem þær eru að keppa á sínu fyrsta stórmóti. Þær keppa í fijálsum æfingum í dag. Sovétmenn byijuðu vel í kvenna- og karlaflokki og eru með örugga forystu. KNATTSPYRNA Sockor til KR Dr. Ivan Sockor, fyrrum markvörður Slovan Braiislava í Tékkoslóvakíu, hefur verið ráðinn til knattspyrnudeildar KR sem þjálfari 2. flokks karla og þjálfari allra markmanna deildarinnar. Hann mun einnig sinna ráðgjöf við þjálfun allra yngri flokka og sjá um námskeiðahald fyrir þjálf- ara félagsins. Sockor er yfirkennari knattspyrnusviðs íþrótta- háskólans í Bratislava, en stór hluti af starfi hans þar felst í skipulagningu og framkvæmd nám- skeiða fyrir knattspyrnuþjálfara. Auk þess er hann þjálfari 2. flokks hjá Bratislava, en er nú í árs- leyfi ásamt konu sinni, sem þjálfar hjá fimleika- deild KR. Sockor, sem er 43 ára Tékki og skrifaði doktors- ritgerð um álag á leikmenn og markverði í knatt- spyrnuleikjum, hóf þjáifaraferil sinn hjá Brat- islava. Því næst hélt hann til Austurríkis, þar sem hann þjálfaði í sex ár, en fór síðan aftur heim. 1983-85 starfaði hann á Möltu á vegum mennta- málaráðuneytis Möltu og annaðist þjálfun lands- liðsmarkmanna Möltu, en síðasta árið þjálfaði hann jafnframt meistaraflokk Hibernians. Halldór til Grikklands? Grískur umboðsmaður, sem er með nokkur fyrstu deildar lið í Grikklandi á sínum snær- um, hefur sýnt áhuga á að fá Halldór Áskelsson, landsliðsmann í Val, til Grikklands. Halldór sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann ætti eftir að kynna sér betur hvað væri í boði, en myndi skoða málið á næstu dögum. Fjóla KNATTSPYRNA / ENGLAND SigurðurJónsson. „Skemmtilegt að stíga fyrstu skrefin með góðum sigurleik" - sagði SigurðurJónsson, sem lék sinn fyrsta leik með Arsenal að var skemmtilegt að stíga fyrstu skrefin með Arsenal á Highbury í góð- um sigurleik gegn Manchester City,“ sagði Sig- urður Jónsson, sem lék sinn fyrsta leik með Arsenal á laugardaginn. Arsenal vann stórsig- ur, 4:0, á Manchester City. Sigurður kom inná sem varamaður fyrir Kevin Richardsson á 71. mín. og skilaði hlutverki sínu vel. „Ég kann vel við mig hjá Arsenal. Það er létt yfir öllu hjá þessu stóra félagi og leikmenn- irnir eru fínir félagar. Það sem kom mér mest á óvart er að það vantar meiri beidd í hinn stóra leikmannahóp félagsins. Það eru ekki nægilega margir varnarleikmenn í hópnum og þá eru fjór- ir miðvallarspilarar að beijast um sæti í liðinu. Aftur á móti eru margir sóknarleikmenn í hópn- um,“ sagði Sigurður. Arsenal leikur annað kvöld gegn Tottenham á White Hart Lane. „George Graham mun ekki breyta byijunarliðinu. Ég mun vera varamaður eins og í leiknum gegn City. Leikurinn gegn Tottenham verður erfiður. Það er alltaf hart barist þegar þessi nágrannalið mætast hér í Norður-London," sagði Sigurður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.