Morgunblaðið - 21.11.1989, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 21.11.1989, Qupperneq 8
ÍPROmR KNATTSPYRNA / ENGLAND Einstefna hjá Arsenal trá Bob Hennessy íEnglandi ARSEN AL er enn taplaust á heimavelli á tímabilinu og skaust í efsta sæti deildarinnar eftir 3:0 sigur gegn QPR. „Leik- aðferð liðsins er öllum kunn, en það er ekki þar með sagt að liðið verði stöðvað. Það er erfitt að leika gegn Arsenal og allt stefnir í annað einvígi liðs- ins og Liverpool um titilinn," sagði Trevor Francis, stjóri QPR. George Graham var ánægður með sína menn. „Það er þægi- leg tilfinning að vera á toppnum, en ég vildi frekar sjá þá stöðu í apríl. Við eigum eft- ir að leika enn bet- ur, en það er gott að fá stigin,“ sagði, Graham. Um ein- stefnu heimamanna var að ræða og sem dæmi um yfirburðina reyndi ekkert á John Lukic, markvörð Arsenal. Góður sigur Spurs Guðni Bergsson og félagar í Tott- enham heimsóttu Crystal Palace og unnu 3:2 í fjörugum baráttuleik. Mm FOLX M KÖLN og Frankfurt sýndu heimsklassaknattspyrnu og fengu m. a. sex leikmenn 1 í einkunn. ■ NEVILLE Southall, mark- vörður Everton, er óánægður með sjálfan sig þessa dagana. „Kannski hef ég verið héma of lengi og ef til vill væri best fyr- ir mig og Everton að ég færi,“ sagði Southall. Hann var keyptur frá Bury fyrir átta ámm. Kaupverðið var 150.000 pund, en þessi 31s árs landsliðsmarkvörður Wales er nú metinn á tvær til þtjár millj. pund. ■ DA VID Speedie var bókaður í leik Aston Villa og Coventry um helgina. Þetta var sjunda bókun kappans á tímabilinu og fer hann í þriggja leikja bann með Coventry. ■ JUSTIN Fashanu var kynntur fyrir stuðningsmönnum West Ham áður en leikurinn gegn Middles- brough hófst. Manchester City lánaði West Ham miðheijann í mánuð, en talað er um að hann geri þriggj aára samning við Lund- únarliðið. ■ MARTIN Hayes, sem hefur gert 30 mörk í 120 leikjum, hefur óskað eftir að fara á sölulista hjá Arsenal. ■ AUin Mclnally líkar ágætlega hjá Bayern Miinchen, en eiginkon- an á erfrtt með að aðlagast um- hverfinu og vill aftur til Englands. Liverpool hefur haft augastað með miðheijanum um tíma. ■ PAUL Merson þurfti að greiða Arsenal 2.000 pund vegna aga- brots og var settur úr liðinu. Frá Bob Hennessy í Englandi Guðni lék á hægri kanti og stóð sig ágætlega. Paul Gascoigne fékk sína fimmtu bókun á tímabilinu og urðu nokkrar stimpingar leikmanna á milli í kjölfarið. „Þetta var ánægju- legur dagur, en úrslitin eyðilögðu hann,“ sagði Nigel Martyn, dýrasti markvörður Bretlands, sem lék sinn fyrsta leik með Crystal Palace. „Villa gekk frá okkur í loftinu," sagði John Sillett, stjóri Coventry, eftir 4:1 tap gegn Aston Villa, en kollegi hans hjá Chelsea, Bobby Campbell, slapp með skrekkinn. „Við vorum frábærir gegn Everton í síðustu viku og það var erfitt að komast aftur niður á jörðina," sagði hann eftir 2:2 jafntefli gegn Sout- hampton á heimavelli. Liverpool náði sér á strik á ný og annar sigur í síðustu sex leikjum leit dagsins ljós — 2:1 gegn Mill- wall á útivelli. Ina Rush gerði sigur- markið, en hann skoraði ekki í síðustu sjö leikjum. Urslit/B6 Staðan/B6 KNATTSPYRNA Morgunblaðið/BAR Guðni Bergsson lék á hægri kanti, er Tottenham vann Crystal Palace 3:2 á laugardag. Paul Gascoigne, félagi hans, var bókaður í leiknum. Evrópumeistarar AC Mílanó að ná sér á strik AC MÍLANÓ náði að sýna sinn besta leik á tímabilinu er liðið sigraði Inter Mílanó, 3:0, í ítölsku deildinni um helgina. Evrópumeistararnir urðu þó fyrir áfalli er fyrirliðinn, Franco Beresi, handleggsbrotnaði. Napólí, sem er í efsta sæti, náði aðeins jafntefli, 1:1, á heimavelli gegn Sampdoria. Bersi, sem einnig er fyrirliði ítalska landsliðsins, varð að fara af leikvelli í síðari hálfleik, handleggsbrotinn, eftir samstuð við Vestur-Þjóðveijann, Júrgen Klins- mann. Beresi er fjórði leikmaður AC Mílanó sem er á sjúkralista. Hinir eru: Ruud Gullit, Filippo Galli og Carlo Ancelotti. Við sigurinn færðist AC Mílanó upp um tvö sæti og er nú í sjötta sæti með 14 stig. Marco van Basten skoraði fýrsta markið, en þeir Diego Fuser og Daniele Massaro bættu síðan tveimur mörkum við. „Með slíkum leik hefur Mílanó-liðið sýnt og sannað að það er með í barátt- unni um meistaratitilinn. Napolí hefur að vísu fímm stiga forskot á okkur, en það er munur sem hægt er að vinna upp,“ sagði Marco van Basten. Diego Maradona, sem á við meiðsli að stríða í baki, kom Nap- ólí yfir með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik gegn Sampdoria. Giuseppe Dossena jafnaði fyrir Sampdoria snemma í síðari hálfleik. Napolí var heppið að ná öðru stig- inu. Heppnissigur Real Madrid Real Madrid náði þriggja stiga KNATTSPYRNA / HM Bandaríkin í úrslit Bandaríkin tryggðu sér sæti i lokakeppni HM í knattspyrnu í fyrsta sinn í 40 ár er liðið sigr- aði Trinidad/Tobago, 1:0, á laug- ardaginn. Bandá- ríkin tóku síðast þátt í keppninni 1950 og uimu þá m.a. England mjög óvænt, 1:0. Sigurinn á Tri- nidad og Tobago var mjög mikil- vægur fyrir bandariska knatt- spyrnu þar sem heimsmeistara- Frá Gunnari Valgeirssyni i Bandaríkjunum keppnin verður haldin vestra 1994. Miðvallarleikmaðurinn Paul Caligiuri, sem leikur i 2. deiidinni á Ítalíu, skoraði sigurmarkið á 30. mínútu. Eftir það lék bandaríska liðið stífan varnarleik eins og það er þekkt fyrir. Liðið fékk ekki á sig mark í síðustu fjórum leikjum. Markvörður liðsins, Tony Meola, sem er aðeins 20 ára, stóð sig n\jög vel í leiknum eins og reynd- ar í öllum leikjum liðsins í undan- keppninni. forskoti í spönsku deildinni eftir heppnissigur á Tenerife, 3:2. Tvö mörk á fjórum mínútum frá Hugo Sanchez í lokin bjargaði spönsku meisturunum. Iscar Ryggeru braut gróflega á Felipe Fernandez á 68. mínútu innan vítateigs, en dómar- inn sá ekkert athugavert. „Þetta var ekkert annað en víti, en dómar- inn þóttist ekki sjá þar sem Real var 2:1 undir þegar atvikið átti sér,“ sagði Vicente Miera, þjálfari Tene- rife. Atletico Madrid siragði Barcel- óna, 1:0, með marki Manolo Sanc- hez á 11. mínútu. Þetta var fyrsta tap Barcelona í sex síðustu leikjum. Romario á skotskónum Brasilíumaðurinn, Romario, gerði fjögur mörk fyrir PSV Eind- hoven er liðið burstaði FC Utrecht, 7:1, í hollensku deildinnu um helg- ina. Romario, sem gerði þrennu í síðari leiknum í Evrópukeppninni 'gegn Steaua Búkarest 1. nóvemb- er, hefur nú gert 12 mörk fyrir liðið í vetur og er markahæstur í deild- inni. Utrecht gerði fyrsta markið, en Sören Lerby jafnaði fyrir PSV mínútu síðar og þá var ekki aftur snúið. Romario skoraði á 13. og 23. mínútu og Flemming Povlsen bætti því fjórða við á 25. mínútu. Hann fór síðan útaf meiddur í síðari hálf- leik og gekkst undir uppskurð vegna hnémeiðsla á sunnudag og verður frá í mánuð. Romario bætti tveimur mörkum við á 71. og 83. mínútu og sjöunda markið gerði Juul Ellerman sjö sekúndum fyrir leikslok. ítRÚmR FOLK RAGNAR Margeirsson meidd- ist á æfingu í síðustu viku og lék ekki með Sturm Graz um helgina. Harald Kramer kom inn í liðið á ný og gerði sigurmarkið. Samning- ur Ragnars rennur út 2. desember og gerir hann ekki ráð fyrir að hann verði framlengdur. SIGURÐUR Grétarsson náði ekki að skora, er Luzern vann Sion 4:0 í Sviss. Sigurði hefur annars gengið vel og gert sjö mörk á tíma- bilinu, en samningur hans rennur út í vor. ■ ARNÓR Guðjohnsen og félag- ar hjá Anderlecht töpuðu öðrum leiknum í röð — að þessu sinni 3:1 gegn nýliðumEkeren. ■ GUÐMUNDUR Torfason var nálægt því að skora í leik St. Mirr- en og Hibs. Lánið lék við markvörð Hibs, er hann varði gott skot Guð- mundar — og leiknum lauk með markalausu jafntefli. ■ ÁSGEIR Sigurvinsson og fé- lagar í St.uttgart leika gegn Ant- werpen í kvöld á útivelli. Þetta er fyrri leikur liðanna í 16 liða úrslitum Evrópukeppni fé- lagsliða. Leikurinn verður í beinni út- sendingu sjónvarps í Vestur-Þýska- landi. ■ STUTTGART mátti sætta sig við 4:2 tap gegn Homburg. Tveir menn skiptust á að gæta Asgeirs Sigurvinssonar, sem fyrir vikið náði sér aldrei á strik. ■ MACIEL, Argentínumaður- inn hjá Homburg, skoraði loks fyrir félagið og gerði tvö mörk gegn Stuttgart. ■ NICO Claesen, fyrrum leik- maður Stuttgart, leikur nú með belgiska liðinu Antwerpen, en hann verður í leikbanni í kvöld — hefur fengið tvö gul spjöld í keppn- FráJóni Halldóri Garðarssynií V-Þýskalandi ■ JURGEN Klinsmann hefur staðið sig vel með ítalska liðinu Inter Milanó, en hann er með samning til 1992. Félagið bauð honum nýjan samning, sem gilda átti til 1994, en Þjóðverjinn hafn- aði — sagði að ekkert lægi á. ■ ERLAND Johnsen hefur verið úti í kuldanum hjá Bayern, sem var tilbúið að selja hann til Chelsea fyrir 1,3 millj. mörk (um 42 millj. kr.), en Norðmaðurinn kom inná hjá Bayern um helgina og aukast því líkurnar á því að hann verði um kyrrt. ■ BAYERN er haustmeistari, en engu að síður hefur liðið verið slakt á tímabilinu og er því helst um kennt að aldrei hefur verið hægt að stilla upp sama liði. Aldrei fyrr hafa þijú lið verið með jafnmörg stig á toppnum í „hálfleik", en í 19 skipti af 26 hefur háustmeistari staðið uppi sem meistari að vori. ■ ÁHORFENDUM hefur fjölgað um 17% frá því í fyrra. ■ ANDREAS Thom vill leika í bundesligunni og er talið að Diis- seldorf hreppi austur-þýska lands- liðsmanninn. ■ MÖNCHENGLADBACH er í óvenjulegri stöðu — á botni deildar- innar. Stuðningsmenn liðsins létu óánægju sína í ljós og sprautuðu félagshúsið með málningu. Slökkvi- lið bæjarins kom og hreinsaði til. ■ WOLF Werner er í heitu sæti hjá félaginu og á alveg eins von á að verða rekinn sem þjálfari Iiðsins. ■ THOMAS Helmer, hinn eitil- harði varnarmaður hjá Dortmund, hefur framlengt samning sinn — er nú samningsbundinn næstu þijú árin. Köln og Bayern höfðu sýnt áhuga a varnarleikmanninum. ■ KÖLN vantar miðheija og hef- ur boðið Mechelen um 130 millj. kr. fyrir Johnny Bosman. GETRAUNIR: 2 11 X21 X22 X X 2 LOTTO: 14 15 17 20 26 + 25

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.