Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBIíAÐIÐ MIÐVIKUOAGUR 22. NQVEMBER 1989 ; Þetta leikhús á að ráðast í sífellt meiri nýsköpun Fyrsta verkefhi Leikfélags Akureyrar á þessu starfsári er „Hús Bernörðu Alba“. Jafnframt er það fyrsta verkefiii nýs leik- hússtjóra á Akureyri, Sigurðar Hróarssonar. Sigurður var ráð- inn til leikfélagsins síðastliðið vor, en hann hafði um nokkurra ára skeið starfað sem leikhúsritari hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Það hefúr vakið athygli manns, að þrátt fyrir metnaðarfiillt verkefiiaval á síðustu árum, hefúr Leikfélagi Akureyrar ekki tekist að laða Akureyringa í leikhúsið sem skyldi. Fjárhags- staða félagsins hefúr löngum verið með verra móti og óhjá- kvæmilega vakna upp spumingar um það hvað Akureyringar vilja sjá, ef þeir þá vilja yfir höfúð hafa atvinnuleikhús á staðn- um. Þegar ég hitti nýja leikhússtjórann, Sigurð Hróarsson, virt- ist hann bjartsýnn á framtíðina, svo ég spurði hvemig gengið hefði að fjármagna nýbyijað leikár. Það eina sem hefur verið virkilega erfitt er að eiga við þá sem ráða yfir fjár- magni þjóðarinnar," sagði Sigurður. „Ég er búinn að fara í margar heimsókn- ir í ráðuneytin og til bæjarstjóm- arinnar hér. Mér fínnst ég hafa mætt skilningi og velvild bæði í menntamálaráðuneytinu og hjá bæjarráði Akureyrarbæjar — sem augljóslega þykir vænt um leik- félagið sitt. Því til stuðnings get ég nefnt að hlutfall framlags Akureyrarbæjar er hærra en framlag Reykjavíkurborgar til Leikfélags Reykjavíkur. 0g allt sem Svavar Gestsson, mennta- málaráðherra, héfur boðist til að gera, hefur hann gert og fylgt því eftir. En í fjármálaráðuneytinu hef ég hingað til yfirleitt komið að lokuðum dyrum.“ — Er ekki eðlilegt að lítili áhugi ríki í fjármálaráðuneytinu á fyrirtæki sem jafnvel Akur- eyrarbúar sýna ekki mikinn áhuga? Er einhver grundvöllur fyrir rekstri atvinnuleikhúss hér? „Já, það er grundvöllur fyrir rekstri atvinnuleikhúss hér á Ak- ureyri. Það hefur reyndar sýnt sig í gegnum tíðina, að það er erfitt að koma þeim tekjum sem eru af miðasölu upp fyrir 20% af rekstr- arkostnaði, jafnvel þótt uppselt sé á allar sýningar — vegna þess hve markaðurinn er lítill." RÆTT VIÐ SIGURÐ HRÓARSSON LEIKHÚS- STJÓRA Á AKUREYRI — Hver er skýring þín á áhugaleysi Akureyringa? „Það er erfitt fyrir mig að full- yrða neitt um það hvað bæjarbú- um finnst, en vissulega mættu Akureyringar koma meira í leik- húsið en þeir gera. Þeir mættu líka gera sér grein fyrir því að leikhús er ekki bara til að skemmta fólki — ekki bara til að láta fólk hlæja. Það verður að segjast eins og er, að hér hefur gengið illa, þegar upp eru sett sígild verk, eða verk í þyngri kant- inum, þótt ég viti _ svosem ekkert ® vort það sé verra en á höfuðborg- arsvæðinu. Þó grunar míg það — og mig undrar að hingað skuli koma fimm sinn- um fleiri áhorf- endur á erlenda söngleiki en á sígilt bókmenntaverk.“ — Eru það ekki skýr skilaboð um hvað bæjarbúar vilja sjá?„ „Auðvitað verður leikfélagið að taka mið af þessu að einhverju ieyti. En það er ekki síður hlut- verk leikhúss að móta smekk en að mæta þeim smekk sem fyrir er. í leikhúsi, eins og í öðrum list- greinum, verður að taka tillit ti allra, ekki síður þeirra sem eru í minnihlutanum.“ — Hafið þið efni á því? „Fyrir afkomu leikhússins skiptir aðsóknin ekki höfuðmáli. Það sem skiptir mestu máli, þegar afkoman er skoðuð, er að fá fjár- hagsaðstoð frá opinberum aðilum, til að geta sinnt þörfum áhorfenda — líka þeirra sem eru í minni- hluta. Þegar settar eru upp dýrar sýningar, með miklum kvöld- kostnaði, er meira tap á sýningu eftir því sem hún er sýnd lengur, því það sem kemur inn í kassann — þótt alltaf sé uppselt — dugar ekki fyrir kostnaðinum. Þetta er ein af fáránlegu þverstæðunum sem við eigum við að glíma. En þar fyrir utan skiptir það leik- húsið auðvitað mjög miklu máli að fá fólk inn í húsið. Það er stað- reynd sem aldrei breytist." — Hvernig hafið þið hugsað ykkur að leysa þennan vanda? „Mín skoðun er sú, að það sem þetta leikhús á að gera, er að ráðast í sífellt meiri nýsköpun; setja upp ný íslensk verk, fólkið innan leikhússins á sjálft að fá hugmyndir og ráða til sín ákveðna höfunda til að sinna ákveðnum verkefnum, til dæmis að vinna leikgerðir og dagskrár — og þá ekki síst efni sem á sér einhver Sigurður Hróarsson tengsl við Akureyri og Akur- eyringa." — Leikfélag Akureyrar hefur löngum reynt að markaðssetja sýningar sínar fyrir sunnan. Held- urðu að dagskrár og leikgerðir af þessum toga yrðu til að laða sunnanmenn norður í leikhús? „Mér finnst að Leikfélag Akur- eyrar eigi fyrst og fremst að hugsa um sína heimamenn, en jafnframt hlýtur það að vera mest spennandi, fyrir fólk alls staðar að af landinu, að koma hingað til að sjá það sem er sérstaklega gert fyrir Leikfélag Akureyrar. Alveg á sama hátt og ef íslenskur rithöfundur vill ná heimsathygli, þá skrifar hann fremur um Bjart í Sumarhúsum en kaupsýslumann á Manhattan." — Mótar þú verkefnavalið? „Já, hér er sú vinnuaðferð við- höfð, að leikhússtjóri mótar verk- efnaval og leggur fýrir leikhúsráð, sem gerir við það sínar athuga- semdir, eða leggur yfir það bless- um sína. Hinsvegar loka ég mig ekki inni í neinum fílabeinsturni þegar ég vel verkefni, heldur ræði ég vítt og breitt um allar mínar hugmyndir við fólk. — bæði hér innan leikhússins og við bæj- arbúa. Eins hvet ég óspart alla að vera óhrædda við að leggja inn hugmyndir og tillögur, jafnt leik- stjóra sem annað leikhúsfólk — og áhorfendur." — Er það í samræmi við hug- myndir þínar um hvaða hlutverki leikhúsið eigi að þjóna í samfélag- inu? „Já. Mér fínnst að þeir sem vinna í leikhúsi verði að þekkja vel alla þá vinda sem blása í sam- félaginu og haga sínum seglum eftir því.“ — Og hvert finnst þér vera hlutverk leikhússins? „Leikhúsið hefur mjög marg- þættu hlutverki að gegna, ekki síst á þeim tímum sem við lifum núna, þegar hverskyns erlent efni — sem að miklum hluta til er hreint og klárt rusl — á fyrirvara- laust greiðan aðgang að lands- mönnum, í gegnum videoleigur, gervihnetti og hvað þetta heitir nú allt saman, og vegur þannig að íslenskri menningu, tungu og hugmyndum. Þá er það ekki síst hlutverk leikhússins að hlúa að innlendri list og ala fólk upp í íslenskum hugsunarhætti, svo verðmætamat þess skaðist síður af iðnvæddri ómenningu." Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir HAUST MEÐ GORKI ________Leiklist____________ Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Maxim Gorki (1868-1936): Sumargestir. Leiklestur: Frú Emilía. Sumargestir (leikgerð Peters Stein og Botho Strauss). Þýðing: Árni Bergmann. Leikstjórn: Guðjón P. Peders- en. Frú Emilía kom með þá ný- breytni inn í leikhúslíf fyrir ári síðan að kynna okkur Tsjekhov með leiklestri á íjórum þekktum verkum hans. Og nú í haust held- ur hún áfram að kynna rússn- eska skáldjöfra og taka Gorki fyrir. Helgina 11. og 12. nóvem- ber riðu Emilíumenn á vaðið með leikritið I djúpinu sem er senni- lega hans þekktasta leikrit og sl. helgi var svo leikritið Sumar- gestir (frumflutt 11. nóvember 1904) leiklesið. Gorki var ekki i aðeins leikritaskáld heldur samdi hann einnig skáldsögur, smásög- ur, orti ljóð og skrifaði ritgerðir. Hann átti ömurlega æsku og kynntist snemma dekkri hliðum mannlífsins, sem hann svo skrif- aði um síðar. Gorki er skálda- nafn og þýðir hinn bitri og segir meira en mörg orð um lífsafstöðu hans. Verk Gorkis áttu að opna augu fólks fyrir óréttlætinu sem það var beitt og í mörgum verka hans eru persónurnar. málpípur hugmynda hans. Enda taldi Gorki raunsæi duga skáldskapn- um best til þess að koma hug- myndum sínum á framfæri við almenning og leit hann þá mjög til Tolstoy og Zola. Þrátt fyrir það má oft kenna áhrif frá Tsjek- hov og þau eru augljos í Sumar- gestum. Hér eru persónurnar fyrirfólk en ekki utangarðsmenn, ríkt fólk sem eyðir sumrinu í aðgerðarleysi uppi í sveit, hefur ekkert annað að gera en að tala og tala endalaust. Tala um ekki neitt, flestar hveijar að minnsta kosti og smám saman verður okkur ljós úrkynjunin og til- gangsleysið í lífi þessa fólks. Það er bókstaflega að deyja úr leið- indum. Það finnur hvorki full- nægju í starfi né í fjölskyldulífi. Leikaramir í Sumargestum eru sextán talsins og hlutverkin (að þremur frátöldum) öll nokk- uð jöfn. Gorki er ekki að fjalla um einstaklinga heldur hóp. Þeir Emilíumenn hafa fengið til sín einvalalið leikara úr öllum leik- húsum og leikhópum, unga jafnt sem reynda og sjóaða jaxla s.s. Amar Jónsson og Sigurð Karls- son. Formið á leiklestrinum er þannig að leikararnir sitja allir inni á sviðinu í einu, stólamir mynda n.k. hálfhring. í fyrsta þættinum sátu leikararnir bara hver í sínu sæti og fluttu sína rullu enda einkennist sá þáttur af mjög örum skiptingum, líkt og í kvikmyndum þar sem myndavélin er á sífelldu flökti milli persóna og mörg samtöl fara fram í einu. I hinum þáttun- um (þeir em fjórir alls) var meira leikið úti á gólfinu og þá komu hreyfíngar og látbragð meira við sögu en rý. ið er lítið og persón- umar marg enda rákust menn Maxim Gorki stundum á eða stigu ofan á tær næsta leikara. En það skiptir litlu máli, leiklestur er fyrst og fremst flutningur texta. Leikarinn leik- ur með bókina í höndunum, það eru engir búningar, engin sviðs- mynd, stöður og aðrar hreyfing- ar eru ómótaðar. Leikarinn er ekki bundinn neinu nema skáld- skapnum og túlkun hans. Það er þetta fijálsræði sem gerir leik- lestrarform svo skemmtilegt, ímyndunarafl áhorfandans fær að njóta sín til hins ýtrasta, hann fær að sauma búninga og mála leiktjöld allt eftir sínum geð- þótta. Þar sem áherslan er öll á textanum hvílir mikið á fram- sögn leikarans (líkt og í útvarps- leikriti) og það er skemmst frá því að segja að þessi leikhópur komst mjög vel frá því og vekur reyndar undrun hvað sumir voru komnir með mótaða persónur í hendurnar, þar sem æfíngatím- inn er skammur. Hér verður ekki farið út í að geta um frammi- stöðu hvers Ieikara, slíkt yrði gagnslaus upptalning og segði engum neitt, en leikkonurnar voru ótrúlega sterkar; án þess að gera lítið úr karlmönnunum þá voru þær, allar sem ein, stór- fallegar á sviði og með mikla útgeislun. Þetta voru aldamóta- konur með glæsibrag. Frú Emilía verður með leik- lestur á Börnum sólarinnar næst- komandi laugardag og sunnudg og er óhætt að hvetja fólk til þess að fara og kynna sér Gorki og ekki síst þetta leikhúsform, njóta góðs texta í bragðmiklum flutningi margra okkar ágætustu leikara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.