Morgunblaðið - 28.12.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.12.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1989 15 Um sljörnuspeki fornmanna r Bókmenntir Erlendur Jónsson Björn Jónsson læknir: STJARNVÍSI í EDDUM. 141 bls. Bókaútg. Skjaldborg. Reylqavík, 1989. »Orðið „stjarnvísi“ sem er alloft notað í þessu verki er annarrar merkingar en stjörnuspáfræði,« segir Björn Jónsson. í bók sinni leiðir hann rök að því að goðsögur fornaldar, íslenskar sem erlendar, séu sprottnar af áðumefndri stjarnvísi, það er að segja stjörnu- fræði fornmanna: »Stjarn-goðfræði Norðurlandaþjóða á rætur beint til grískrar og arabískrar stjarnfræði, en einnig, og sérstaklega, lengra austur á bóginn og lengra aftur í tíma, allt til Efrat'a og Súmera, sem byggðu á enn fyrnri „hjarðmanna stjamfræði" þeirra landsvæða.« Síðan rekur höfundur eftir hvaða leiðum þessi fræði gátu borist norð- ur á bóginn. Að þessum atriðum gefnum tekur hann að íhuga, skeggræða og yfirhöfuð að færa rök fyrir málinu. Raunar er sú rök- leiðsla meginhluti ritgerðarinnar. Höfundur hefur grandskoðað þetta kjörefni sitt. Skyldi einhver halda að hér sé bara á ferð venjuleg- ur áhugamaður að boða veí ígrund- aða hugaróra upplýsir Björn að háskólar hafi boðið sér að kynna athuganir sínar og bókin komi bráð- um út á ensku hjá virtu háskólafor- lagi vestanhafs. Hvort tveggja ber vott um að hugspekin sé að ná sér á strik aftur. Og háskólastimpill á að tryggja að um alvöruvísindi sé að ræða. Sá er þetta ritar hefur hvorki Björn Jónsson læknir numið stjörnufræði né goðafræði fram yfír það sem gengur óg ger- ist. Við hraðan yfirlestur sýnist mér hins vegar sem erfitt sé að meðtaka þessi fræði á stundinni; og jafn- erfítt að hafna þeim. Til að kveða upp þess háttar úrskurð þyrfti mað- ur að vera nokkurn veginn jafn vel að sér og höfundurinn sjálfur I hvor- um tveggja fræðunum. Að kunna hrafl í þeim dugir hér skammt. Hitt fer ekki á milli mála að Björn hlýtur að hafa lagt ærna vinnu í þessar athuganir sínar. Þær sýnast vera honum ástríða fremur en dægrastytting. Og rök hans, hversu haldgóð sem þau eru þegar á reyn- ir, eru vel og skipulega fram sett. Höfundur gerir sér far um að tala skýrt og skipulega. Hitt leynir sér ekki í stíl hans að hann hefur lengi verið búsettur erlendis., Lífið er lukkuspil Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Höfundur: Erling Pedersen. Þýðing: Sigurður Helgason. Viðtöl í eftirmála: Jón Kr. Gunn- arsson. Hönnun kápu: Bjarni Jónsson. Prentvinna: Prenthúsið. Útgefandi: Reykholt. Það var fyrir mörgum árum, ég var á för um Þýskaland, að við komum að hallarlegri byggingu er stóð á víðum vangi. Það var ekki húsið, stórt og mikið sem vakti at- hygli mína, heldur tugir, ef ekki hundruðir hjólastóla, sem siluðust þar um stíga. í þeim ferðaðist kom- ungt fólk, flest strákar. í undrun spurði ég hvetju þetta sætti. Svarið var, að Þjóðvetjar söfnuðu saman af stóm svæði, þeim er alvarlega hefðu skaddazt á bifhjólum. Hér vom þeir til endurhæfingar fyrir það líf sem þeir áttu í vændum, líf sem örskotsstund hafði í martröð breytt. Mér var svo hrollkalt, að mér mun aldrei úr minni líða. Lífið er lukkuspil er frásögn skrifuð af mikilli leikni, og því er engin furða að Umferðarráð, Reykjavíkurdeild Rauða kross ís- lands, Samtök ungra ökumanna og Samtök endurhæfðra mænuskadd- aðra, hafi áhuga á, að hún komist fyrir augu sem flestra. Verði lesin, verði rædd, lífi og limum til varnar. Höfundur er frábær stílisti, segir söguna af Per Olaf, Lísu Lottu og Leifi af slíkum tilþrifum, að þú leggur ekki bókina frá þér, fyrr en hún er öll. Unglingarnir em í skóla, komin á bílprófsaldurinn, Per þegar náð prófi, og bíll föður hans fær að kenna á því. Óhappið vekur spurnir um sekt og ábyrgð. En aft- ur kemst bifreiðin á götuna, því miður. Nokkru síðar missir Per stjórn á tilfinningum sínum, ætlar að róa þær með akstri sem kostar hann lífið, og Lísa Lotta liggur í valnum, svo illa farin, að hjólastóll- inn verður farartæki hennar síðan. Leifur, skemmtilegasta persóna sögunnar, ærslakálfur og orðhákur mikill, sannar: „Að guli prófast í eldi“, reynist maður sem vekur miklar vonir. Þýðing Sigurðar mjög góð, lipur, hröð á fallegu kjarnamáli. Rakst þó á „helling og slatta" af ein- hveiju, en aðeins í tvígang. Próförk vel lesin, varla_ villa þó o þykist vera a í nafni Ólafs. Snjallt að hafa eftirmála með viðtölum við íslenska unglinga, sem kynnst hafa afleiðingum slysaakst- urs. Hefði mátt vera ýtarlegri, lengri. Vonandi kemst þessi bók í hendur sem flestra, veki til um- hugsunar og bæti þannig umferðar- menningu okkar, dragi úr háska- akstrinum, fækki slysum. Prent- verk allt mjög vel unnið. Þökk til allra, er að unnu, fyrir frábæra kilju. NÝÁRSFAGNAÐUR1.JANÚAR -MíLT A HuLDTJ’’ StuWenri • Laddi • Flosj Ölafsson ofI frumsýna valin atriði úr hinni glænýju rammíslensku óperu „Allt á huidu‘ í hlutverki Huldu, FIOSÍ ÓlafSSOn, í hlutverki Gildu, Raonhildur Gísladóttir, í hlutverki Soðgreifans, Egill Ólafsson, í hlutverki Ása kripplings, Þórhallur Sigurðsson (Laddi). eikstióriÁQÍ Leikstjóri Agúst Guðmundsson. & /O _ / est<* , Vrcit* w rrvúR jávarbotni u:vnu eppíiluitin1 , í hvHlaiikssosi1 hvtvvju .„ '®dexbjde.n Patricwclu’ rrévtúu iqir,i0f^konlílk Hátiöarræða MARTEINN MOSDAL Veislustjóri FLOSI ÓLAFSSON Ávarp fjallkonunnar ELSA LUND Að afloknu borðhaldi og skemmtidagskrá veróur dansað fram á rauða nótt Það er að sjálfsögðu hin eina sanna hljómsveit allra landsmanna, hjarðmenn hins holdlega krafts STUÐMENN sem leika við hvurn sinn fingur ásamt blásara- og slagverkssveitinni frábæru ELDORADO l Stjórnendur kvöldsins eru HÖRÐUR SIGURJÓNSSON, aðstoðarhótelstjóri og ÓLAFUR REYNISSON yfirmatreiðslumeistari I Húsiö opnað kl. 18.00 með fordrykk undir Ijúfri kampavlnstónlist i Miðaverð kr. 7.500,- HOT Miðasala og borðapantanir í S: 687111 Tryggið vkkur miða tímanlega á skemmtun ársins, Fögnum nýjum áratug með gíæsibrag!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.