Morgunblaðið - 05.01.1990, Blaðsíða 7
B 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1990
Brandarar fram í andlátið
Við förum um hinar ýmsu hæðir
spítalans. Alls staðar bendir Gunn-
ar á hve vel sé búið að aðstand-
endum með vistlegum setustof-
um, jafnvel svefnsófum. Svo erum
við komnir á deild sem Gunnar
kallar Hospice. Það er staður til
að deyja með reisn eftir að útséð
er orðið um bata. „Hér er verið
að búa fólki aðstæður til að lifa
lífinu þangað til það deyr, því ef
við lítum svo á að hver einasta
stund lífsins sé mikilvæg, þá er
stundin áður en maður deyr það
líka. Hér hefur fólk möguleika á
að vera það sjálft og hafa fjölskyld-
una hjá sér.“ Og á þessari deild
hefur einn sjúkrahúsprestur fast
aðsetur.
„Við reynum að hjálpa fólki til
að sjá dauðann ekki sem eitthvað
endanlegt, eitthvað óhugnanlegt
og vont, heldur sem hluta af lífinu.
Hann er það eina sem við eigum'
víst þegar við fæðumst. Og'það
er stórmerkileg reynsla að vera
með einstaklingi sem er að deyja.
Það getur verið mjög upplífgandi,
ef svo má segja, einkanlega ef við-
komandi nær því að vera sjálfur
við stjórn fram í andlátið. Ég hef
verið með manni sem var að gera
að gamni sínu þangað til hann dó.
Það var ekki búist-við að hann
dæi, en eftir að hann fór að fá ítrek-
aðar innvortis blæðingar tók hann
sjálfur ákvörðun um að þiggja ekki
meira blóð. Þannig var hann við
stjórn fram á síðustu stund. Hann
gat gengið frá sínum málum og
það var mjög áhrifamikið að vera
vitni að því. Það er mér líka afar
dýrmætt að fá að vera hluti af
sættum sem oft takast milli sjúkl-
ings og aðstandenda skömmu fyr-
ir andlát. Þá losnar um mjög djúp-
ar tilfinningar. Fólk fær kannski
tækifæri til að þakka fyrir hluti sem
það hefur ætlað að þakka fyrir í
fjörutíu ár.“
Síðan kemur læknirinn ...
„En auðvitað er ömurlegt að
upplifa sum dauðsföll. Það er aðal-
lega ef um slysfarir að ræða, en
þá er ég oft kallaður til. Ég bíð
kannski með fjölskyldu meðan
reynt er að bjarga hinum slasaða
og spennan í hámarki. Síðan geng-
ur læknirinn rólega inn og maður
veit strax hvað hefur gerst. Flestir
læknar sem ég hef haft reynslu
af eru mjög tillitssamir, setjast nið-
ur með aðstandendum, gefa þeim
tíma, varast að standa upp á end-
ann og segja: Við gátum ekki meir.
Það er mikið atriði að sýna fólki
að maður sé með því og það eitt
að setjast niður segir jafn mikið
„Rök okkar fyrir
því aó hafa
sjúkrahús-
presta eru þau
aó
sjúklincjurinn
eigi meiri
batamöguleika
ef fengist er vió
alla hluta
persónunnar í
einu. Þaó er
samhengi milli
þess hvernig
manni líóur
andlega og
líkamlega.
óvíst hvort hann getur unnið. Hann
mun ekki geta verið sá fjölskyldu-
faðir sem hann reiknaði með, fyrir
utan það að vera hræddur um að
kemba ekki hærurnar. Um allan
þennan kvíða tölum við og ég geri
ekki annað en að hlusta og hafa
eftir honum helstu atriðin, svo
hann heyri hvað hann er að segja.
Það hjálpar honum að kljást við
vandann. Um leið og vandamálin
komast upp á yfirborðið léttir á
honum. Það kostar mikinn þrótt
að byrgja allt inni.“
og mörg orð. Það sem maður seg-
ir skiptir oft engu máli vegna þess
að fólk nemur aðeins það að við-
komandi er dáinn. Oft þegi ég með
fólki í hálftíma, en það getur verið
mjög uppbyggilegur tími, þótt fólk
hágráti. Ég reyni að hjálpa því að
vinna með þögninni, því fyrstu
skrefin eftir dauðsfall eru mjög
mikilvæg upp á sorgarferlið
seinna. Þau geta skorið úr um
hvernig það verður og hversu
langt. Síðan fer fólk kannski allt í
einu að segja manni frá viðkom-
andi og brosir gjarnan, þótt stutt
sé í tárin. Það er búið að missa
mikið en það er líka að hugsa um
hver það var sem það missti.
Dauðinn er alltaf áfall og það er
ekkert sem getur dregið úr sárs-
aukanum sem fylgir honum. Alveg
sama þótt maður hafi mörg ár,
maður getur aldrei búið sig al-
mennilega undir dauðann sjálfan.
Maður getur aldrei búið sig undir
að missa vin. Hins vegar er hægt
að gera tímann á eftir léttbærari
með því að tala um hlutina áður.
Þess vegna reyni ég að hvetja fólk
til að forðast ekki að tala um dauð-
ann. Það hefur verið stór hluti af
þjálfun minni að læra að finna hve-
nær fólk er tilbúið til þess. Oft er
það erfitt og stundum veit ég ekk-
ert hvort ég er að gera rétt. En
það eru ekki til neinar reglur um
hvernig maður á að bera sig að.
Það hefur þó sýnt sig að oftast
er jákvætt að forðast ekki umræðu
um dauðann sem lífsreynslu."
Sorg prestsins
Við förum aftur upp á 17. hæð.
Þar er tignarlegt útsýni yfir mið-
borg Chicago. Gunnar segir mér
að sára hliðin á starfi sínu sé að
missa vini sem hann hafi eignast
í gegnum starfið. Hann þurfti þá
að fara í gegnum ákveðið sorgar-
ferli sjálfur. „Spurningin er bara
hvernig maður vinnur úr því,“ seg-
ir hann. „Stór hluti af undirbún-
ingnum fyrir þetta starf er fólginn
í að horfa í eigin barm, skoða
hvernig maður bregst við, reyna
að finna hvað manni finnst óþægi-
legt og hvað ekki, finna styrk sinn
og veikleika og hvernig hvort
tveggja nýtist manni. Maður þarf
ekki að vera sterkur alltaf — ég
hef grátið með sjúklingum, þótt
ég sé ekki maður sem grætur yfir-
leitt. Og ég hef sagt við sjúkling:
Ég hef ekki hugmynd um hvað
skal gera. En sjúklingurinn þarf
ekki á því að halda að ég hafi lausn-
ir á reiðum höndum, hann þarf á
mér að halda sem einstaklingi."
Rúnar Helgi Vignisson,
Chicago.
Gunnar fyrir utan spítalann.
„Margir hafa þá hugmynd um sjúkrahúsprest aö hann sé
gamall maður sem gangi virðulega um gangana, þyljandi
faðirvorið í barm sér."
ir geti lítið tjáð sig og sitji hann
þá og haldi í höndina á þeim eða
tali til þeirra og biðji þá að gefa
merki með augunum ef þeir skilji.
Þarna á deildinni heilsar Gunnar
upp á miðaldra mann sem virðist
ótrúlega brattur af gjörgæslusjúkl-
ingi að vera.
„Þessi maður er gott dæmi um
það sem margir þurfa að fást við
þegar þeir veikjast. Fyrir fimm
mánuðum fékk hann hjartaáfall
sem olli varanlegum hjarta-
skemmdum. Svo kemur hann aftur
inn fyrir einum og hálfum mánuði
og er kominn með ýmis einkenni.
Hann er hress, grætur ekki á hverj-
um degi eða neitt slíkt, en það sem
hann er að horfast í augu við er
að veikindin munu umbylta lífi
hans. Hann mun ekki geta unnið
sama starf og áður, reyndar er
>