Morgunblaðið - 10.02.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.02.1990, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MENNING LISTIR LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1990 BLAÐ ATORKA með listfengi skapandi höfundum þó peningar væru nógir. Með árinu 1940 beind- ist athygli þjóðarinnar að stríði og hernámi. Bækur og bóklestur þok- uðu fyrir brýnni málefnum að mörg- um þótti. En það var einmitt á þessu ári sem Guðmundur sendi frá sér A bökkum Bolafljóts, tveggja binda verk. Almennt mun hafa verið litið svo á að þar hefði höfundurinn ungi sent frá sér mikils háttar skáldverk. En sjálfur mun Guð- mundur ekki hafa verið jafnánægð- ur með verkið enda breytti hann því mikið siðar. Allt um það er óhætt að segja að þarna hlyti Guð- mundur þá almennu viðurkenningu sem hann naut æ síðan. Hann hafði unnið sér varanlegt nafn þótt ungur væri. Sjötti áratugurinn var að ýmsu leyti drungalegur, í raun og veru tími stöðnunar hvað skáldsagnarit- un varðaði. Tíma tók að átta sig á gerbreyttum heimi. Kreppan og hrunið, sem búist hafði verið við, komu ekki. Kalda stríðið örvaði ekki til nýsköpunar. Meðal skáld- sagna Guðmundar frá þessum árum má nefna / fjallskugganum, Blind- ingsleik, og Hrafnhettu. Skáldið tekur að rýna í myrku öflin í manns- sálinni, lesa sig eftir flækju tilfinn- inganna, skapa persónur sem voru kannski manngerðir, persónugerv- ingar, fremur en einstaklingar. Skuggi stríðsins hvíldi enn yfir heiminum. Rithöfundur gat naum- ast bægt frá sér þeim grun að or- sakanna væri að leita í mannlegu eðli. Maðurinn gat þó varla firrt sig ábyrgð á því sem hann framdi sjálf- ur vitandi vits? Þó Guðmundur sendi ekki frá sér á þessum árum neitt sinna rismestu verka varð tíminn honum eigi að síður notadtjúgur. Hann notaði tímann til að fága stíl sinn og skapaði torræðar en eigi að síður minnisstæðar persónur. Merkilegust þeirra er ef til vill unga stúlkan í Blindingsleik sem brýst undan oki því sem á hana hefur verið lagt og leggur upp í leit að því sem allir þrá en enginn kann líkast til að nefna. Var þetta dæmi- saga um uppreist einstaklingsins í hörðum heimi, þrá allra manna til frelsis og eigin frumkvæðis? Ef til vill. Margur hefur dálæti á Blind- ingsleik. Og til eru þeir sem álíta Sjá ncestu síöu Þegar litið er yfir skáldverk Guð- mundar Daníelssonar er vant að ákveða hvar helst skuli bera niður. Því þeim má líkja við fjallahring Suður- lands: sumt ber hærra en annað. En öll mynda þau samstæða heild þar sem eitt verkið verður svo best skoðað og skilið að hliðsjón sé jafiiframt höfð af öllum hinum. Hér verður þó einungis drepið á helstu verk hans. góðs af fyrstu viðtökum. Hann verður einlægt að beijast fyrir nafni sínu. Þyki hann fara vel af stað eru þeim mun meiri kröfur til hans gerðar upp frá því. Guðmundur hlaut líka að gjalda þess að hann var yngri en þeir skáldsagnahöf- undar sem hæst bar á árunum milli styrjaldanna og stóð því að nokkru leyti í skugga þeirra. Þá mátti segja að með stríðinu — meðan Guðmund- ur taldist enn í hópi yngstu rithöf- unda — væri gullöld hinnar breiðu þjóðfélagslegu skáldsögu liðin, að minnsta kosti í bili. Fimmti áratug- urinn reyndist lítt hallkvæmur Gudmundur Daníelsson,rithöfundur ist jarðvegurinn fyrir þess háttar grósku vera með frjóasta móti. Menn börðust við fátæktina með því að hugsa stórt. Umfram allt var þetta þó blómaskeið skáldsögunnar. Skáldsagnahöfundurinn kom öðrum fremur fram sem boðberi nýrra tíma. En þar að auki var litið á skáldsagnalestur sem skemmtun og dægradvöl. Afþreyingin hafði ekki enn skilist frá menningunni. Nýrri bók ungs höfundar var því tekið með kostum og kynjum, svo af þeim sem lásu til að drepa tímann sem af hinum er töldu sig horfa hærra. Tómlæti þurfti síst að kvíða. Nú mega undur heita hve vel Guðmundi tókst upp með þessari frumraun sinni. Engu var líkara en bókin væri skrifuð af lífsreyndum höfundi með ár og reynslu á herð- um. Eigi að síður ólgaði sagan af æskufjöri og villtri lífsgleði. Þarna komu líka strax fram eðliskostir Guðmundar sem skáldsagnahöf- undar: kraftur og atorka samhliða listfengi í frásögn: Spádómar les- enda voru því allir á einn veg: Þarna var kominn fram höfundur sem mikils mátti af vænta. Og Guð- mundur brást ekki þeim vonum. En rithöfundur nýtur ekki lengi Guðmundur ákvað snemma að gerast rithofundur. Námi sínu og starfsferli hagaði hann svo að sem best mætti falla að því markmiði sem hann hafði ungur sett sér. Að kennaraprófi loknu drap hann niður fæti í fjarlægum landshlutum, meðal annars norður í Húnavatnssýslu. En þangað reyndist hann eiga meira en lítið heillavænlegt erindi því þaðan hafði hann með sér góða konu og glæsi- lega sem síðan stóð við hlið hans á löngum starfsferli, studdi hann nieð ráðum og dáð og gætti þess að skáldið nyti næðis. Snemma mun Guðmundur hafa einsett sér að setj- ast að sem næst æskustöðvunum. Sá draumur rættist fyrr en varði. Hann varð skólastjóri á Eyrarbakka og gegndi því starfi í áratugi þar til hann flutti sig bæjarleið; settist að á Selfossi þar sem hann átti síðan heima til dauðadags. En á þessum tveim stöðum urðu flest ritverk hans til. Guðmundur var mikill Sunnlendingur. Með fullum rétti gat hann litið á Suðurlandsundirlendið allt sem átthaga. Þéttbýlisstaðina beggja megin Olfusár kallaði hann einu nafni Árborg. Fögur nafngift og lýsandi! En margar sögur Guð- mundar frá seinni árum gerast ein- mitt á téðu svæði. Guðmundur var tuttugu og fimm ára þegar fyrsta skáldsaga hans, Bræðurnir í Grashaga, kom út. Þá var margt að gerast, kreppa í landi en róstur um víða veröld og heims- styijöld yfirvofandi. Eigi að síður horfði sitthvað til framfara hér heima á Fróni — í öllu allsleysinu! Þá varð til dæmis samgöngubylt- ingin mesta. Útvarpið kom til sög- unnar. Og fram komu fleiri merki- leg skáldverk en nokkru sinni fyrr og síðar. Þó furðu megi gegna virt-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.