Morgunblaðið - 17.03.1990, Page 1

Morgunblaðið - 17.03.1990, Page 1
 J^rgpnttlritoMfr MENNING LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 17. MARZ 1990 BLAÐ >: Upp úr mum jarÓvegi Rætt við Rögnvald Sigurjónsson, píanóleikara, um aðdragandann að stofnun Félags íslenskra tónlistarmanna, sem í.dag heldur upp ó hólfrar aldar afmæli sitt, með tóníeikum \ Gamla bíói í DAG, 17. mars, eru liðin fimmtíu ár frá því þrettán íslenskir tónlistarmenn tóku sig saman og stofnuóu Fé- lag íslenskra tónlistar- manna, listrænt félag ein- ieikara og einsöngvara, eða svokallaðra sólóista. Þessir listamenn voru Arni Kristjánsson, Björn Árna- son, Eggert Gilfer, Emil Thoroddsen, Hallgrímur Helgason, Karl Runólfsson, Margrét Eiríksdóttir, Páll Isólfsson, Pétur Jónsson, Rögnvaldur Sigurjónsson, Þórarinn Guðmundsson, Þórhallur Árnason og Þórir Jónsson. Kosin var fyrsta stjórn þessa félags, sem ekki var beint hagsmuna- félag að því leyti að þaó stóð ekki í beinni kjarabar- áttu. Flestir þessara lista- manna voru stór nöfn, heimsborgarar, í bæj- arlífinu á þessum og næstu árum og áratugum. Þau stóðu fyrir og tóku þátt í tónleikum, léku á kaffihús- um, urðu sá jarðvegur sem íslenskt tónlistarlíf í dag er sprottið úr — og ég held að fullyrða megi að upp- skeran er harla góð. Vorið 1931, hélt Tóniistarskólinn í Reykjavík sina fyrstu tónleika i iðnó. Eftir tónleikana var þessi mynd tekin í porti Austurbæjarskólans og á henni má sjá helstu áhugamenn um framgáng tónlistará islandi, ásamt hljóðfæraleikurum sem tóku þátt itónieikunum, auk kennara og nemenda skólans, sem einnig lögðu sitt afmörkum þann dag. Á myndinni eru, talið efst frá vinstri: Indriði Bogason, ,fiðluleikari, ÞórirJónsson, fiðluleikari, Eirikur Magnússon, fagottleikari, Bjarni Guöjónsson, Hálfdán Eiriksson, HallgrímurJakobsson, Kristján Sigurðsson, Ragnarí Smára, Björn Jónsson, klarinettuleikari, Þórarinn Krístjánsson, sellóleikari, SigurðurE. Markan, Páll Kr. Pálsson, organisti. Jón Helgason, fiðluleikarijHallgrímur Helgason, tónskáld (nemandi), Oddgeir Hjartarsonæ, fiautuleikari, Árni Björnsson, tónskáld (nemandi), Kristján Jónsson, ÓskarJónsson, Páll Isólfsson, tónskáld, Karl Heller, fiðluleikari, Dr. Franz Mixa, stjórnandi, Fr. Fleischmann, sellóleikari, Björn Ólafsson, fiðluleikari, Haukur Gröndal, víóluleikarí, Rögnvaldur Sigurjónsson, pianóleikari (nemandi), Áshildur Fossberg, Anna Magnúsdóttir, píanóleikari (nemandi), Þórhallur Stefánsson, sellóleikari, Svanhvit Egilsdóttir, söngkennari (siðar prófessor við söngakademíuna i Vín), Þorbjörg Þorgrímsdóttir, Katrin Dalhoff, ekki fengust upplýsingar um hver stúlkan með húfuna, fremst á myndinni er, þá kemur Margrét Eiriksdóttir, pianóleikari, næst, siðan Hlín Eiríksdóttir, fiðluleikari, Kristín Jónsdóttir og Sigriður Pálsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.