Morgunblaðið - 17.03.1990, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 17.03.1990, Qupperneq 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARZ 1990 Til að fá einhveq'a hugmynd um hvernig tónlistarlífi var háttað hér á landi á þeim áratug sem stofn- félagarnir voru að forframast í sinni list, hafði ég samband .við einn af þeim, Rögnvald Sigutjónsson, píanó- leikara, sem á heq'ans mikið úrklippu- safn sem hefst með nemendatónleik- um í Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1934, en þá var Rögnvaldur unglingsgrey, sem var með eitt ái hreinu; hann vildi spila á píanó. Rögn- valdur lauk námi hér heima 1937, hélt þá til Parísar til að mennta sig enn frekar og kom heim nógu snemma til að taka þátt í stofnun félagsins, árið 1940. Þegar ég hitti Rögnvald, gerir hann mér strax ljóst, að tónlistarlíf á íslandi hafi verið orðið æði blóm- legt árið 1940, þegar Félag íslenskra tónlistarmanna var stofnað. „En fél- agið var stofnað þegar tónlistarmenn fóru að gera sér ljóst, að þeir þyrftu að standa saman að ýmsum hags- muna- og skipulagsmálum, þótt ekki væru það beint kjaramál. Þau hafa alla tíð fallið undir Félag íslenskra hljómlistarmanna. En stofnun þessa félags hafði lengi verið í deiglunni, eða frá því um 1930, vegna þess að það ár fer músíklífið hér virkilega að vakna. Það ár er Tónlistarskólinn í Reykjavík stofnaður, árið sem Al- þingishátíðin var haldin og þá vildi svo vel til að Franz Mixa hafði verið fenginn hingað til að stjórna tónlist- arflutningi á hátíðinni. Hann var síðan beðinn um að vera áfram og kenna við þennan nýja tónlistarskóla og varð við þeirri ósk. Hann starfaði síðan á íslandi um nokkurra ára skeið og það er ekki vafi að hann hefur átt sinn þátt í því að á næsta áratug komu hingað feikn góðir tónlistar- menn sem höfðu afgerandi áhrif á þróun tónlistariífsins. Fram að stofnun tónlistarskólans var tónlistarkennsla allavega í laginu hér. Hingað og þangað um bæinn voru konur að kenna á hljóðfæri, og ekki allar til þess menntaðar, sumar þó nokkuð góðar, en auk þeirra voru komnir nokkrir kennarar, sem höfðu lokið framhaldsnámi í tónlist erlend- is, svo það var alveg grundvöllur fyr- ir stofnun skólans. Hljómsveit Reykjavíkur hafði einnig verið starf- andi um árabil og átti mikinn þátt í þeirri þróun sem varð upp úr 1930. Hér var nokkuð um tónleika á þeirra vegum og annarra, en tónleikahald fer þó fyrst að glæðast virkilega upp úr 1932, þegar Tónlistarfélag Reykjavíkur var stofnað." Og það má með sanni segja, að þegar litið er yfir úrklippusafn Rögn- valdar, er ekki eins og Island sé neinn útkjálki með erfiðar samgöngur við umheiminn. Hér eru tónleikar á tón- ieika ofan; árið 1935 kemur póski píanósnillingurinn Ignaz Friedmann í heimsókn og í mars 1936 kemur einn af frægustu strokkvartettum Norðurálfu, Prag-kvartettinn. Þá þegar er Árni Kristjánsson farinn að halda tónleika og hann ásamt Páli ísólfssyni setja svip á bæjarlífið með þéttu tónleikahaldi. Á þessum árum eru Tónlistarfélagið og Tónlistarskól- inn farin að skipuleggja og ijármagna tónleikahald, sem glæðist stöðugt. Árið 1937 fara nöfn Péturs Jónsson- ar, söngvara og Rögnvaldar Sigur- jónssonar, píanóleikara, oft að skjóta upp kollinum, einnig halda hér tón- leika við og við Sesselja Stefáns- dóttir, píanóleikari, Eggert Stefáns- son, söngvari, Haraldur Sigurðsson, píanóleikari, Nanna Egilsdóttir, söng- kona,.Elsa Sigfúss, söngkona, Stefán Guðmundsson, söngvari, Einar Sig- fússon, fiðluleikari, María Markan, söngkona, og Margrét Eiríksdóttir, píanóleikari. Árið 1938 taka íslend- ingar í fyrsta sinn þátt í Norrænni tónleikahátíð, sem haldin var í Kaup- mannahöfn, og hiutu þar heiðurs- sæti. Það sama ár kemur hingað franski fiðluleikarinn Robert Soetens og ári seinna berast þær fréttir hing- að að Björn Ólafsson, fiðluleikari, sem útskrifast hafi úr „Hljómlistarháskól- anum í Wien“, hvar hann einn úr sínum árgangi hafi hlotið „Diplom", hafí nú fyrstur íslendinga leikið með „Philharmonisku hljómsveitinni þar í borg“. í september heimsótti_ fiðlu- snillingurinn Emil Telmanyi íslend- inga og hélt tónleika í Reykjavík. Á meðan á öllu þessu gekk, flykktust hingað frægir tónlistarmenn, á borð við Edelstein, Dr. von Urbantsch- itsch, Weissapel, Karl Heller og Fr. Fleischmann, og settust að hér um lengri og skemmri tíma. Þessir menn, þó helst Urbantschitsch, stjórnuðu ljölda tónleika hér og sáu um söng- og hljómsveitarstjórn í óperettum, sem nú var farið að sviðsetja. „Það var mikill fengur að þessum mönnum," segir Rögnvaldur, „og þeir komu þegar við þurftum mest á þeim að halda. Þeir færðu okkur menningarlíf Evrópu, eins og það gerðist best á þessum tíma. Franz Mixa var farinn héðan, þegar við stofnuðum Félag íslenskra tónlistar- manna árið 1940, en hinir voru flest- ir ennþá hér, enda höfðu margir þeirra flúið undan nazismanum. Það er kannski vegna þessara manna sem við vorum farin að átta okkur á því hvað tónlistin skipti miklu máli í hveiju samfélagi og þegar við stofnuðum þetta félag, var tilgangur- inn auðvitað að mynda þrýstihóp til að hvetja Alþingi og menntamálaráð til að veita tónlistarmönnum styrki, til tónleikahalds og náms erlendis, en fram að þeim tíma hafði ekki ver- ið um opinbera styrki að ræða.“ Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þetta var og fdag má sjá að brautryðjendurnir hafa unnið mikið og þakklátt starf, því í hveijum mánuði eru haldnir tugir tónleika á íslandi, auk þess sem tónlistin er að verða sjálfsagður þáttur í uppeldi okkar, við eigum mjög vel menntaða og hæfa tónlistarkennara, og á er- lendri grundu vinna íslenskir hljóð- færaleikarar og söngvarar hvern sig- urinn fætur öðrum. Þeir sigrar hefðu aldrei unnist, ef ekki hefðu verið til hugsjónamenn sem sáðu í akurinn og hafa allt fram á þennan dag, helg- að líf sitt tónlistaruppeldinu. SSV MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARZ1990 B 3 Er ekki kominn tími til að gera eitthvað fyrir tónlistina ? I : Rætt við Kolbein Bjarnason formann Félags íslenskra tónlistarmanna Á FIMMTÍU ára afmælishátíð er margs að minnast og á tónleikum sem Félag íslenskra tónlistar- manna, sem haldnir verða klukk- an 16.15 í dag i Gamla bíói, fáum við að sjá þverskurðinn af þeim árangri sem óeigingjarnt braut- ryðjendastarf hefur leitt af sér. Þar koma fram margir af okkar fremstu tónlistarmönnum, sem flytja verk íslenskra og erlendra tónskálda. Frá því félagið var stofnað, hafa félagarnir skipst á að sjá um stjórnun þess og í fyrstu stjóm sátu Þórarinn Guðmunds- son, formaður, Hallgrímur Helgason, ritari, og Árni Krist- jánsson, gjaldkeri. Annar for- maður félagsins var Árni Krist- jánsson og síðan Páll ísólfsson, þá aftur Arni Kristjánsson, síðan Guðmundur Matthíasson og Árni Kristjánsson í þriðja skipti, þá aftur Páll Isólfsson, siðan Hermína S. Kristjánsdóttir, Þor- kell Sigurbjörnsson, Gunnar Eg- ilsson, Ingvar Jónasson, Kristinn Gestsson, Halldór Haraldsson, Rögnvaldur Siguijónsson, Jónas Ingimundarson, Helga Ingólfs- dóttir, Selma Guðmundsdóttir og núverandi formaður er Kolbeinn Bjarnason. Með honum í sljórn eru Inga Rós Ingólfsdóttir, rit- ari, og Lára Rafhsdóttir, gjald- keri. Til að ræða um tilgang og markmið félagsins fékk ég for- manninn, Kolbein Bjarnason, til að setjast niður með mér litla stund og byijaði á því að spyija hann hvort félagið yæri ennþá listrænt félag, sem ekki blandaði sér í kjaramál og hvaða tónlistar- menn fengju inngöngu í það. Félag íslenskra tónlistar- manna er „sólistafélag", eða félag einsöngvara og einleikara og einnig stjórnenda. Það eru nokkuð ströng inntökuskilyrði í félagið, bæði hvað varðar menntun og störf. Félagið er aðili að Banda- lagi íslenskra listamanna. Félags- mál tónlistarmanna eru nokkuð flókin, kannski of flókin, margir í tveimur félögum. Þegar maður lítur yfir fundar- gerðir félagsins síðastliðin fimmtíu ár sér maður að þetta er mál, sem kemur upp með reglulegu millibili: Eigum við ekki að fara að ræða samskipti við hin tónlistarfélögin." Hver eru inntökuskilyrðin? „Hvað menntun varðar er há- skólamenntun í tónlist skilyrði og síðan einhver starfsreynsla, sem söngvari eða einleikari, eða sem stjórnandi og þá annaðhvort kór- stjóri eða hljómsveitarstjóri. Þannig var þetta ákveðið fyrir fimmtíu árum og hefur haldist óbreytt. Reyndar voru tónskáldin upphaf- lega í þessu félagi og stóðu að stofn- un þess. Síðar var tónskáldafélagið stofnað og það er líka aðili að BIL, en það eru ennþá tónskáld í Félagi íslenskra tónlistarmanna, se_m einn- ig eru túlkandi listamenn. í fyrstu stjórninni voru til dæmis tvö tón- skáld. í sambandi við tilgang og mark- mið félagsins, þá stendur í stofn- samningi að það sé stofnað til að góð tónlist megi dafna á íslandi og til að stjórnvöld hafi einhvern til að ráðgast við um málefni tónlist- ar. Það hefur verið mikií bjartsýni að halda að stjórnvöld ætíuðu að spyija einhvern ráða — en þetta voru tvær frumforsendurnar." Nú er þetta ekki stéttarfélag, hvert er starfssvið félagsins? „Starfssvið félagsins hefur kannski breyst eitthvað í gegnum árin. Þetta verður til sem lista- mannafélag, en ekki hagsmunafé- lag eða verkalýðsfélag, með þann tilgang að efla tónlistarlíf á ís- landi, en hefur síðan þróast meir og meir yfir í að vera hagsmunafé- lag, sem gerir samninga við ýmsa aðiía, eins og Ríkisútvarpið og Sin- fóníuhljómsveit íslands, en Sjón- varpið neitar að semja beint við okkur. Þannig að þetta verður allt- af tvíþætt starfsemi; Vinna að hagsmunum félaganna og við trú- um því áð um leið vinnum við að hagsmunum almennings. Við höf- um gert töluvert af því að skipu- leggja tónleika, utan Reykjavíkur og í skólum — og þá alveg eins í Reykjavík og úti á landi. Ég hef mikinn áhuga á því að fara með tónleika út úr þessum tónleikasölum sem við höfum og fara hvert sem er; í frystihúsin og verksmiðjurnar, það er að fara með tónlistina til fólksins, frekar en að biðja fólk allt- af að koma uppáklætt á tónleika til okkar. Ríkið styrkir þessa starfsemi okkar dálítið, sérstaklega með að fara út á land, en það mætti gera miklu meira til að efla listdreifingu, svo_ maður noti fremur vont orð. Á hveiju ári eru nokkrir tugir tónleika úti um landið, sem verða til með þeim hætti að félagarnir fara á staðina, halda námskeið í tónlistarskólum, spila síðan kannski á elliheimili eða sjúkrahúsi staðar- ins og halda opinbera tónleika um kvöldið. Þetta hljómar kannski eins og trúboðsstarf, en við trúum því að fólk hafi þörf fyrir góða tónlist hvar sem er á landinu." Baráttan fyrir tónlistarhúsi En nú hefur tónlistarlífið hér eflst til muna síðustu árin og einhver af markmiðum ykkar hljóta að hafa unnist. Hafa einhver ný komið 'í staðinn? „Já, vissulega. Það er þessi óþreytandi barátta fyrir tónlistar- húsi. Ég veit ekki hvort þess mis- skilnings gæti hér, að þegar tón- listarhús rís_í Reykjavík verði allir tónleikar á íslandi haldnir þar. Auðvitað verður það ekki þannig. Ef okkur hinsvegar tekst að glæða verulega aðsókn að tónleikum er víst, að það hús verður hægt að fylla kvöld eftir kvöld. Það sem einkum hefur breyst frá því félagið var stofnað er hversu margir aðilar standa fyrir tónleikum og skipuleggja þá í dag. Hér áður fyrr var aldrei neinn beðinn um að koma að spila hér og þar, en í dag er orðið töluvert um að ýmsar stofn- anir skipuleggi tónleika, þótt ekki geti allir borgað listamönnunum fyrir vinnuna, til dæmis kirkjur, félagasamtök, Menningarmiðstöðin í Gerðubergi og Listasafn Sigur- jóns. Enda hefur félögunum fjölgað til muna. Það voru aðeins þrettán manns sem stóðu að stofnuninni, en í dag eru félagarnir 74. Við höfum reynt að passa að vaxa okk- ar eigin félagsmönnum ekki yfir höfuð og saga félagsins er raunar saga þeirra einstaklinga sem hafa rekið það. Að sitja í stjórn þess er í rauninni þegnskylduvinna, sem félagamir skipta bróðurlega á milli sín. Það er engin atvinnumennska í kringum það.“ Er þetta hugsjónafélag? ' „Það má kannski fremur segja að þetta sé félag sem vill fram- kvæma. Það er mjög dæmigert fyr- ir félagið að við höldum upp á af- mælið með stórum tónleikum í dag, þar sem allir tónlistarmennirnir gefa vinnu sína og ágóðinn rennur beint í Samtök um byggingu tónlist- arhúss. Og ég held ég megi fullyrða að aldrei áður hefur komið fram á einum tónleikum hér eins stór hóp- ur af góðum listamönnum. Tilgangurinn er auðvitað fyrst og fremst að vekja athygli á því hversu margir góðir tónlistarmenn eru á Islandi, þótt ekki komi nema brot af þeim fram á tónleikunum. Þessir tónleikar eru dæmigerðir fyrir þá baráttuaðferð sem við not- um; hinajákvæðu aðferð. Tónlistar- menn eru alltaf að gefa vinnu sína í þágu einhvers verkefnis og því þótti þeim sjálfsagt að gefa vinnu sína í dag í þágu tónlistarhúss. Við teljum okkur afar illa stödd hvað húsnæðismál varðar. Hér þarf að koma upp topp vinnuaðstöðu þar sem við eigum heima og erum ekki háðir einhveijum öðrum. Ég vil líka benda á að aðalstarf okkar félagsmanna fram til þessa hefur ekki ekki verið tónleikahald, heldur kennsla. Nú eru að koma fram íslenskir tónlistarmenn sem verða fyrst og fremst spilarar — hjá því verður ekki komist. Það má halda margar ræður um hversu margir íslenskir tónlistar- menn eru starfandi erlendis. Hlut- fallið er miklu hærra en í nokkurri annarri atvinnugrein, en ég tek ein- ungis sem dæmi að fimm íslenskir lágfiðluleikarar eru starfandi er- lendis á meðan hér vantar lágfiðlu- leikara í Sinfóníuhljómsveit íslands. Eins og starfsaðstaðan er hér er það fáum freisting að koma heim og það þyrfti að gera miklu meira til að gera fólki kleift að starfa hér heima — þótt eðlilegt sé að menn reyni að hasla sér völl erlendis. En til þess þyrfti að stækka Sinfóníu- hljómsveit íslands og gera fólki kleift að halda tónleika og fá greitt fyrir þá. Ég get líka nefnt sem dæmi um árangurinn af starfi íslenskra tón- listarmanna síðustu áratugina, að um daginn var ég á afmælistónleik- um Sinfóníuhljómsveitar íslands og ég hef aldrei heyrt sveitina leika eins vel. En hún hafði verið stækk- uð og á tónleikunum léku margir ungir hljóðfæraleikarar með, sem jafnvel eru enn í námi hér. Þetta er gríðarlega gott tónlistarfólk, sem komið er með þjálfun í svona flutn- ingi og það er ekki síst vegna Sin- fóníuhljómsveitar æskunnar, sem hefur haft mikil og jákvæð áhrif á tónlist framtíðarinnar hér. Það er kannski mál að þessari upptalningu á dæmum linni, en ég held að það sé ljóst að hér hefur verið lögð mikil vinna í uppbygg- ingu og í dag viljum við í Félagi íslenskra tónlistarmanna benda á þessa rosalegu grósku og spyija hvort ekki sé kominn tími til að gera eitthvað fyrir tónlistina.,, SSV Rætt vid Paul Zukofsky stjórnanda Sinfóníuhljóm- sveitar æskunnar Morgunblaðið/Þorkell Vel ekki verk sem nemendurnir þekkja Sinfóníuhljómsveit æskunnar þarf varla að kynna fyrir lesendum. Hún hefúr haldið tónleika reglulega frá því hún var stofhuð 1. janúar 1985, en næstu tónleikar hennar eru einmitt í Háskólabíói í dag, kl. 14. Á efhisskránni eru Gosbrunnar Rómaborgar eftir Respighi og Plánet- urnar eftir Holst. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar æskunnar hafa jafnan vakið athygli, ekki síst fyrir þær sakir að stjórnandi hennar, Paul Zukofsky, hefur þótt tefla nokkuð djarft í vali sínu á verkefnum fyrir hina ungu hljóð- færaleikara. En þær raddir sem talið hafi verkeftiin of erfið ættu nú að vera hljóðnaðar, þar sem hljómsveitin, undir stjórn Zukofskys, hef- ur fyrir Iöngu sannað að ekkert þeirra verka sem hún hefur flutt hing- að til hefur reynst henni ofViða. Enda segir Zukofsky að það geti ekki verið að verk sem hljómsveitin geti flutt séu henni of erfið. En hefur Sinfóníuhljómsveit æskunnar tekið einhverjum framförum á þeim fimm árum sem hún hefur starfað, og ef svo er, hveijar eru þær? Spurningin er lögð fyrir stjórnandann Paul Zu- kofsky. „Ég tel að hljómsveitin hafa tekið framförum. En þú verður samt að gera þér grein fyrir því að þetta er hljómsveit æskufólks, sem þýðir að það er mikil hreyfing á fólki í hljóm- sveitinni. Margir þeirra sem voru með þegar hún byijaði eru það ekki lengur og líklega er óhætt að segja að helmingur hljóðfæraleikaranna sem voru með á fyrstu tónleikunum séu ekki með hljómsveitinni í dag. Það er því ekki rétt að tala um fram- farir á sama hátt og rætt er um fram- farir hjá hljómsveitinni hinum megin við götuna þar sem alltaf er verið að vinna með sama fólkinu,“ segir Zukofsky og á við Sinfóníuhljóm- sveit íslands sem æfir í Háskólabíói, en Sinfóníuhljómsveit æskunnar hef- ur í gegnum árin fengið að nota Hagaskóla sem æfingahúsnæði og þar fer samtal okkar fram. „Ef aftur á móti er rætt um framfarir í þeim skilningi að við getum haldið áfram að takast á við sífellt djarfari verk- efni, þá hefur hljómsveitin vissulega tekið framförum. Þessi hljómsveit hefði til að mynda ekki getað leikið Pelleas eftir Schönberg fyrir fimm árum (verk flutt á síðustu tónleikum hljómsveitarinnar í janúar síðstliðn- um; innskot blm.) svo vissulega hefur orðið ákveðin tónlistarleg þróun. Það er hægt að treysta þeim hljóðfæra- leikurum sem hafa verið í hljómsveit- inni frá upphafi, eða í fimm ár — og hinir eru auðvitað í stöðugri þjálf- un — þannig að núna er auðveldara að taka skref fram á við og fást við aðra hluti en hægt var í byijun." Eins og áður sagði er Zukofsky ekki sammála því að þau verkefni sem hann hefur látið hljómsveitina spreyta sig á „of“ erfið. „Ef maður vill að fólk nái að vaxa og þroskast sem tónlistarmenn, ef maður vill að það komist að því hvað það þýðir að vera tónlistarmaður, þá lætur maður það ekki fá sömu verkefnin og það þegar þekkir og veit hvernig á spila. Þannig nær maður aldrei neinum árangri. Það er ekki mennt- un. Og ef gagnrýnendum og áheyr- endum hefur fundist hljómsveitin leika verkin nógu vel á tónleikum þá er þau ekki of erfið.“ Það hefur margoft komið fram í greinum og viðtölum um Sinfóníu- hljómsveit æskunnar, hve mikilvægt það er fyrir tónlistarnemendur að fá að leika í hljómsveit, ekki síst ef stefnt er að atvinnumennsku. Hljóm- sveitin hlýtur því að gegna mikil- vægu uppeldislilutverki sem án efa á eftir að hafa áhrif á tónlistarlíf í landinu. Sinfóníuhljómsveit æskunn- ar hefur reyndar þegar haft áhrif á tónlistarlífið, eins og Zukofsky bend- ir réttilega á. „Við höfum leikið alls- • konar verk sem ekki hafa verið leik- in héi' á landi áður og byijuðum reyndar á því á Zukofsky-námskeið- unum sem voru haldin hér áður en Sinfóníuhljórnsveit æskunnar var stofnuð. Meðlimir úr Sinfóníuhljóm- sveit íslands voru kennarar á þessum námskeiðum og flestir þeir sem kenna hljóðfæraleikurunum í Sin- fóníuhljómsveit æskunnar á æfingat- ímanum eru einnig úr þeirri hljóm- sveit. Þá hafa hljóðfæraleikarar úr okkai' hljómsveit verið varamenn í Sinfóníuhljómsveit íslands og leikið með henni þegar flutt eru stærri verk. Ég sé því ekki hvernig Sin- fóníuhljómsveit æskunnar ætti ekki að hafa áhrif á tónlistarlífið á ís- landi.“ Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, aflienti Paul Zukofsky fálkaorðuna síðastliðinn þriðjudag fyrir störf að tónlistar- og menning- armálum og það telur hann vera merki þess að Sinfóníuhljómsveit æskunnar njóti meiri skilnings nú en á alira fyrstu starfsárunum. „Hljómsveitin er nú fastur liður á ijárlögum ríkis og borgar, en þó er staða hennar ótrygg. Því þó þeim hafi fjölgað sem trúa því að hljóm- sveitin hafi gert, og geti gert, góða hluti, eru þeir til sem ekki kunna að meta það sem hún gæti gert og þess vegna býr hún ekki við það öryggi varðandi framtíðina sem hún ætti að búa. En ég trúi því að það eigi eftir að breytast." MEO Það er banvænt að vera fórnarlamb STUNDUM dönsum við línudans á fjarstæðukenndan hátt. Svo göngum við í skóginn til að sjá ekki trén og þar er kona í gulum kjól, sem teygir sig eins í súlumynd út í eilífðina — en ógnin er skammt undan, eins og í öllum góðum ævintýrum; skrímslið gnæfir yfir söguna og bíður þess að bráðin taki eitt vitlaust spor. Utan um skóginn Iiggur endalaus auðnin; svartur sandur sem rís í hæðir og byrgir útsýnið. Og hvert skal þá halda? Konan í gula kjólnum óttast þó ekki, vonin er hennar og hún trúir á ljósið. Þegar ævintýrinu lýkur, liggur dýrið í fangi konunnar, en kemst ekki inn í hringinnn sem hangir um háls hennar. Það er skammt öfganna á milli í samskiptum manns og náttúru; um leið og þau renna saman í eitt, eru þau aðskilin að eilífú. Náttúr- an ógnar manninum og maðurinn náttúrunni. Sjónarspilið færist til og átökin eru milli manns og konu, sem óaðskiljanleg og ósamræman- leg leita sátta — til þess eins að mistakast. Ævintýrin gera ráð fyrir því að hin sterku, andstæðu öfl hafi sigur á víxl — I því felst spenn- an, en að lokum sigrar hið góða. Ævintýrið í myndum Margrétar Zóphóníasdóttur, sem opnar í dag sýningu í Ásmundarsal, tekur þó ekki enda, nema eitt augnablik, til að rýma til fyrir nýju ævintýri. Sýningin í Ásmundarsal er fyrsta einkasýning Margrétar. Hún er Reyk- víkingur, fáedd 1953, og stundaði nám við Myndlista- og handíða- skóla íslands frá 1975 til 1977. Eftir það hélt hún til Kaupmanna- hafnar og nam við „Skolen for Brugskunst frá 1977 til 1981. Frá þeim tíma hefur hún ýmist búið á Islandi, eða Danmörku, og stundað hlutakennslu við Myndlista- og handíðaskóla íslands og þreifað sig áfram í myndlistinni. Þegar Margrét kom heim frá námi, hafði hún í fórum sínum silkiþrykksmyndir, sem hún hafði unnið í Kaupmannahöfn, og vöktu þær mikla athygli, vegna þess hve Spjallað við Margréti Zóphónías- dóttur, sem opnar málverka- sýningui Ásmundar- sal í dag myndefnið var afgerandi: Margar myndana byggðust upp á því að konan sat umkomu- og varnariaus í myndfletinum, en yfir henni gnæfði karlmaðurinn, með horn og hala, í árásarstöðu og árásar- ham. Þegar ég rifja þessar myndir upp, brosir Margrét og segir: „Á þessum tíma, kringum 1980, myndaðist mjög sterk kvenna- hreyfing í Jónshúsi í Kaupmanna- höfn og kvennabarátta var mjög ofarlega á baugi í Danmörku. Þetta ár efndu íslenskar konur í Kaupmannahöfn til feministasýn- ingar í Jónshúsi. Auðvitað var ég fyrir áhrifum frá því sem efst var á baugi í kvennabaráttunni á þessum tíma. ... ja, var ekki karlmaðurinn höfuðandstæðingurinn á þessum tíma? Hið karllega var summan af allri kúgun og bælingu konunn- ar og svo framvegis. Þetta var skemmtilegur tími, sem leið auð- vitað eins og aðrir tímar. Þegar mesti móðurinn rennur af manni, fer maður að vinna úr þessum áhrifum og fer"að leita sátta.“ Og nú er konan í myndverkum þínum ekki lengur þolandi — hún tekur á móti, berst fyrir lífi sínu, sigrar stundum, stundum ekki, en hún er gerandi í átökunum. Og hún hefur myndað tengsl. „Auðvitað. Annars væri hún örugglega löngu dauð og þessi sýning væri ekki haldin. Það er banvænt að vera fórnarlamb.“ Nú ertu með verk máluð í akrýl á þessari sýningu og bæði litanotk- un og myndefni er mjög ólíkt því sem var í silkiþrykkinu fyrir tíu árum hjá þér. Hvar liggur leiðin að akrýlmálverkinu? „Þegar ég kom heim frá námi hafði ég ekki lengur aðgang að pressu til að þrykkja og ég fór að vinna við dúkristur og síðar tré- ristur. En ég hékk dálítið í lausu lofti á þessum árum. Ég er haldin einhverri óseðjandi forvitni. Ég er forvitin um menn og málefni, en þó mest forvitin um myndlistina. Ég þarf að eyða miklum tíma í að athuga hvernig hlutirnir virka og hvað hægt er að gera við þá,“ segir Margrét og bendir á éina af myndunum á sýningunni, sem er trérista máluð með akiýllitum. „Ég þarf alltaf að vera að athuga hvernig og hvort ég get yfirfært tækni og blandað hlutum saman. Þó, óneitanlega taki allar svona tilraunir langan tíma, er ég fegin að vera ekki hrædd við að prófa mig áfram. Það er eins með litina. Ég er óskaplega forvitin að sjá hvað hægt er að gera með þá, sérstaklega að stíga yfir bann- mörkin og athuga hvort það geng- ur upp.“ En efu ekki viss „tabú“ í notkun lita? „Ha, jú, jú, en það er ekki endi- lega víst að þau henti mér. Ef maður er hræddur við að nota litina, verður aldrei neitt úr neinu. En ef maður prófar sig áfram, hlýtur að koma eitthvað út úr því á endanum. Það er líka hægt að segja — þetta má og þetta má ekki — en ég held að allir myndlistarmenn þurfi í raun- * inni að byija á byijuninni og læra af eigin reynslu, bæði mistökum og sigrum.“ SSV

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.