Morgunblaðið - 17.03.1990, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 17.03.1990, Qupperneq 4
4 B ) H r-iiis £c etimu; i j ' jjrb't-1^! t’ifu: MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARZ 1990 .lir. ;1 i TT Kobra á Kjarvalsstöðum: Regla í firjálsri mótun Myndlist Bragi Asgeirsson Þessar vikumar getur að líta óvenjulega sýningu í Vestursai Kjarvalsstaða, sem eru myndir úr einkasafni Riis í Osló og að megin- hluta eftir Kobra-listamenn, og stendur hún til 25. marz, Varla ætti að þurfa að kynna þennan listhóp ítarlega hér né þau stefnumörk sem hann aðhylltist, því að það hefur verið gert svo oft á umliðnum árum. En eftir að hafa orðið vitni að myndlistarvizkunni, sem haldið er að íslenzkri skóla- æsku í skólakerfi landsins, sam- kvæmt spumingakeppni í sjón- varpi, kallar þó skyldan og skal því gert í megindráttum. Lakara er svo, að það sem ritað hefur verið um sýninguna einkenn- ist af nokkurri fáfræði um norræna list, eðli listastefnunnar og mis- skilningi á hlutverki og eðli mál- verksins. Arið 1948 fengu Reykvíkingar að kynnast mörgum fmmhetjum nýrra viðhorfa, sem þá sýndu í Listamannaskálanum gamla við Kirkjustræti, eða þeim hluta list- hópsins, sem kom frá Danmörku. Það voru fulltrúar Helhesten og hinna svokölluðu Höst-sýninga, fé- lagar Svavars Guðnasonar, sem hér vom á ferð, og hafði sýningin mik- il áhrif á yngri kynslóð listamanna á þeim ámm og naut að auki skiln- ings margra hinna eldri. Sýning þessara umdeildu braut- ryðjenda sjálfsprottinnar skyn- rænnar tjáningar í málverki hlaut. hér merkilega góðar viðtökur og munu nokkrar myndanna jafnvel hafa selst,_ sem segir nokkuð um opinn hug íslendinga tii máiaralist- arinnar, því að sala á slíkri m_ nd- list var fátíð á þeim áram. En það hefði þó verið enn far- sælla, ef mun fleiri myndir hefðu gengið út, því að eigendurnir hefðu þá fengið einhvetja hæstu vexti upp í hendurnar, sem'þekkst hafa'í íslenzkri sögu, þ.e. ef litið er ái. málverk sem verðbréf eða fasteign. Þá mun hafa verið ágæt aðsókn að sýningunni allan tímann, a.m.k. eftir því sem hér tíðkaðist um list- sýningat- á þeim ámm. En fyrr hafði Svavar sjálfur kynnt hin nýju viðhorf með sýningu í Listamannaskálanum, sem hann opnaði hinn 18. ágúst 1945, þá nýkominn frá Danmörku, þar sem hann hafði dvalist öll stríðsárin. Vakti sú sýning óskipta athygli listamanna og almennings enda mikið nýjabmm í höfuðborginni. Þessi þáttur evrópskrar listhefð- ar var þannig fljótur að nátii okk- ar og átti Svavar mestan heiður að því, þótt aðrir væm þá þegar farnir að ástunda ýmsar tilraunir á vettvangi framsækinna núlista. Málaramir sem í hiut áttu, voru undir áhrifum víða að, t.d. málverk- um Picassos á áratuginum fyrir stríð svo og hinum hreina og mynd- ræna súrrealisma, eins og hann kemur fram hjá Miro, svo og list barna og frumstæðra þjóða. Það er hins vegar ákaflega langt frá því, að slík list sé formlaus og raunar álitamál, hvort nokkuð geti verið alveg formlaust, sem gert er innan hins afmarkaða fernings, sem gerandinn málar á hveiju sinni. í listasögunni er gerður skýr greinarmunur á Cobra-listamönn- um og hinum svonefndu „infor- mei“-listamönnum, en hann felst mest í því, að Cobra var listhópur, er starfaði frá 1948-52, en „l’infor- mel“ er einungis heiti á vinnu- brögðum og tjáningarhætti, er var og er iðkaður á ýmsan hátt af fjölda listamanna. Franski gagnrýnandinn nafntog- aði Michel Tapié vildi skilgreina strauma núlistar og gekkst fyrir sýningu á hreinni óhlutlægri sál- rænni list í Galerie Dausset í marz- mánuði árið 1951 er hlaut nafnið „Véhémences confrontées" (sam- prófaður ofsi). Hann safnaði saman jafn frábrugðnum listamönnum eins og Jackson Pollock, Wiliem de Kooning, Hans Hartung, Georg- es Mathieau og Jean-Paul Riopelle. Hér var um gerólíka listamenn að ræða og skýrist enn betur er litið er til þess, að er nafnið „infor- mel“ kom fyrst fram sem sérheiti í september sama ár, var það í sambandi við sýningu, er hinn sami Miehel Tapié stóð fyrir í Galerie Facchetti og nefndist „Signifiants de lTnformel" (einkenni hins óformlega). í henni tóku þátt, ásamt fyrrnefndum Mathieau og Riopelle, málarar eins og Jean Fautrier, Jean Dubuffet, Henri Michaux og Jaroslav Serpan. Hér var m.a. um að ræða að vekja athygli á vinnubrögðum í málaralist, þar sem formið verður eftt með býggingu málverksins, form'og bygging sameinast í eina heild. Tapié gaf svo út rit árið eftir, sem hann nefndi „Öðruvísi list“ (Un art autre), þar sem hann skilgrein- ir „informel" list á fræðilegum grundvelli og frægt varð, enda hefur það gengið inn í listasöguna og þess getið í uppsláttarbókum um myndlistir. Það má að vísu þýða orðið l’In- formel sem formleysi, en við það var alls ekki átt, heldur skírskotað til þess, að formin séu ftjáls og óformleg, þ.e. regla í fijálsri mótun. Hér var sem sé komin iist, sem var andstæð allri afmarkaðri reglu- festu eins og kemur fram í hreinni strangflatalist og allri þeirri list, sem krefst yfirlegu og íhugunar. Hins vegar kröfðust þessi nýju vinnubrögð mjög ríkrar tilfinningar og næmi í útfærslu myndverkanna ekki síður en t.d. kalligrafían, sem einnig var stuðst við, en þrettán ár tekur að verða meistari í kalli- grafíu, ef menn verða það þá nokk- urn tíma. Sumir fmmkvöðlar hinna fijálsu vinnubragða höfðu þá þegar haslað sér völl sem frábærir málarar á hlutlægum grundvelli svo sem Jean Fautrier og framtíðin blasti við honum á því sviði, er hann stokk- aði upp spilin. Þetta var þannig þaulhugsuð list, sem átti sér rætur og bak- grunn djúpt aftur í fortíðinni, sem lagði svo ríka áherslu á hið skyn- ræna, innri íhugun og heimspekina á bak við gerðir mannanna, ekki einungis köld vísindi og reikni- stokkinn. Upphaf hinna frjálslegu vinnu- bragða nær öðru fremur til áratug- arins fyrir stríð, svo og stríðsár- anna, eins og sjá má á elstu mál- verkunum á sýningunni. Cobra- listhópurinn samanstóð af fram- sæknum listamönnum með svipuð viðhorf frá Kaupmannahöfn, Amst- erdam og Brassel, sem störfuðu og sýndu saman í nokkur ár. Listamennirnir kynntu sig fyrst með sýningu, sem opnaði í París 8. nóvember 1948 undir kjörorðinu „Centre international de doku- mentation sur l’art d’avant garde“, en fyrsta stóra sýningin sem aflaði listhópnum frægðar var hin mikla sýning í Borgariistasafninu í Amst- erdam ári seinna og var skilgreind sem fyrsta alþjóðlega sýning til- raunalista. Sýningin vakti mikla athygli og hneyksli. Næsta stóra sýningin, er markaði um leið enda- lok listhópsins, var haldin í lok ársins 1951 í Höli listarinnar í Liittig, Belgíu. Meðal þátttakend- anna vom ýmsir vinir listamann- anna svo sem Joan Miro og Al- berto Giacometti og það gefur augaleið hveija þeir töldu samheija sína og hvert þeir sóttu áhrif. Fleiri urðu sameiginlegar stór- sýningar Cobra-listhópsins ekki og hann leið fljótlega undir lok. Ætti maður svo ao skilgreina mismuninn á hreinni strangflatalist (geometríu) og „informel“-vinnu- brögðum, væri hægast að bera saman gæsaganginn og t.d. fijáls- an dans eins og tangó. Hér sjá all- ir mikinn mun, en samt sem áður býr tangó yfir ströngum reglum. Menn geta að sjálfsögðu dansað tangó illa og klaufalega, og þá verður hann að sjálfsögðu form- laus. En það formleysi er síst af öllu það sem átt er við með heitinu „lTnformel". Því nær engri átt að gefa slíkri list, sem til sýnis er á Kjarvalsstöð- um þessa dagana, nafnið „form- leysismálverk" og verður að teljast til meiri háttar slysa, enda vekur það upp margan misskilning og er Pierre Alechinsky: Norðrið, 1960-61. að mínu mati skólabókardæmi um það hvemig ekki eigi að þýða út- lenzkt orð og hugtak á íslenzku. Það er umhugsunarefni, hve við íslendingar tókum seint við okkur varðandi rannsóknir á þessum vinnubrögðum og hér voru menn, er unnu leynt og ljóst á móti list í fijálsri mótun, eins og að hér væri um höfuðóvin strangflatalist- arinnar að ræða. En það var ekki rétt svo sem fram kemur, og lá mikill misskilningur að baki þeirri trú að hér væri um sérstaka lista- stefnu að ræða, en það kemur mér mjþg á óvart, að þessi misskilning- ur skuli vera til ennþá og jafnvel að ’því er virðist meðal þeirra, er bera fræðititla í myndlist. Margir „informelistar" vildu álíta list sína hið hreina málverk sem styddist ekki við nein þekkjan- leg fyrirbæri í náttúrinni. Þeir skil- greindu þetta þannig: „Óraunveru- leiki hins „informela" tjáir alls ekk- ert“. En þessari skilgreíningu var sjálfur Jean Fautrier, er telst ótví- rætt einn af upphafsmönnum myndhugsunarinnar fullkomlega andstæður, hafnaði henni algjör- lega og afgreiddi hiklaust með þessum orðum: „Engin listgrein er fær um að miðla, ef hún er ekki hluti þess raunveruleika, sem hún hrærist í.“ Hér hitti hann fullkomlega í mark. Sá maður, sem greinilega hefur unnið í anda þessara vinnubragða hérlendis og allt frá árinu 1958, mun tvímælalaust vera Kristján Davíðsson. í gamla daga þurftu menn á híbýlunum að halda og öllum þeim lögmálum og útreikningum, sem liggja að baki því að teikna hús, en menn þurftu einfaldlega einnig á kalligrafíunni að halda og dansin- um og þeim jarðmögnum og fyrir- bæmm lífsins, sem hreyfa við kenndum manna. Óneitanlega verðut- margt ijós- ara um furðuleg skrif og merkileg- an skilning á list þeirra, er vinna í málverki hér á landi og vilja þjóna menntun sinni, upplagi og þörf til tjáningar í íslenzku umhverfi. En það er önnur saga. Sýning mynda úr stórmerkilegu safni þeirra hjóna Inger og Andre- as Riis í Osló í vestri sal Kjarvals- staða gaf þannig fyrst og fremst tilefni til að koma að dálítilli skil- greiningu á eðli og bakgrunni Co- bra-listamannanna svo og vinnu- bragðanna, er liggja til grundvallar heitinu „L’Informel". • Þetta samsafn er einungis hluti safnsins og vantar hér margar mjög góðar myndir, svo sem fram kemur í sýningarskrá safneignar- innar, sem til sölu er á Kjarvals- stöðum. En það verður ekki á allt kosið, og ekki veit ég, hvað til grundvallar kom við val einmitt þessara mynda, og skal því ekki fett fingur út í það. Á sýningunni er þó margt stórat- hyglisverðra mynda, en í heild virk- ar hún nokkuð opin í upphengingu, og það skortir nokkuð á, að sá inni- leiki sé í kringum sum verkanna, sem þarf til að þau njóti sín tii fulls. Stóra myndin eftir Asger Jorn, er blasir við gestinum er inn er komið, er algjör perla, svo og bláa mynd Aiechynsky’s, og má til gamans geta að slíkar myndir fara á ca. 20 milljónir á uppboðum í dag. Þá er mynd Lucino Fontana afskaplega falleg, en frægð þessa listamanns virðist aukast með hveiju ári. En ég vil nefna sem fæst nöfn, því að þetta er ekki listrýni í sjálfu sér, einungis kmfning stílbragða og kynningarskrif. Listunnendur mega ekki láta þessa sýningu fram hjá sér fara né heidur þeir, sem meta listaverk eftir verðbréfagildi þeirra, en þeim virðist fara mjög fjölgandi, á meðan þeim, sem kaupa samkvæmt hjart- anu, fer fækkandi. En hvemig stendur á því, að aðsókn er ekki meiri ájafn einstæð- an og merkan listviðburð, sem fólk myndi hvarvetna fjölmenna á? Eitthvað hlýtur að vera að, og ekki bæta hér upp lítt uppörvandi skrif því líkust, sem að slík list sé árás á þá persónulega og þeirra tillærðu og aðfengnu listrænu trú- arbrögð. En hvað um það, sá sem telur sig hafa vit á málaralist og hjarta fyrír henni, ætti að skunda rakleið- is á Kjarvalsstaði. Píanóleikarinn og raunveruleikinn Valgeróur Andrésdóttir píanóleikari í Hafnarborg Næstkomandi mánudag, 19. mars, heldur ungur píanóleikari, Val- gerður Andrésdóttir, sína fyrstu einleikstónleika í Hafnarborg, menn- ingarmiðstöð Hafnar^arðárbæjar. Valgerður, sem er fædd og uppal- in í Hafnarfírði, hóf pianónám sitt í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar árið 1971, þá sjö ára gömul, en lauk einleikaraprófi frá Tónlistar- skóla Reykjávíkur árið 1985. Sama ár hélt hún til Berlínar í fram- haldsnám við Listaháskólann þar í borg, Hochschiile der Kiinste, en hún mun útskrifast þaðan í vor. Valgerður segist munu verða fegin að flytja heim þegar náminu iýkur. Henni finnst hávaðinn og þrengslin í Berlín vera lítt eftir- sóknarvert, ekki síst nú eftir fall múrsins. Annars hefur námið átt hug hennar allan þennan tíma í Berlín og hún segist ekki vera ánægð nema hún geti æft sig sex tíma á píanóið á dag. Þannig fóm fréttir af falli múrsins framhjá henni og hún vissi ekki um það fyrr en daginn eftir. Morgunblaðið/Bjami Valgerður Andrésdóttir Valgerður segir þetta ekki óeðlilegt, þar sem. píanóleikarar lifi alltaf í vissri einangmn, en það sé þeim eig- inlega nauðsynlegt. „Maður verður líka að einangra sig, allavega að vissu marki. Eða það finnst mér að minnsta kosti. Sjálfri finnst mér ég hafa gott af því að þurfa að vera • ein með sjálfri mér. Ætli ég sé bara ekki einfari að eðlisfari,“ bætir hún við. Hún segist snemma hafa gert það upp við sig að halda áfram í tónlist- inni, en ætlaði þó ekki að vera í . henni eingöngu heldur læra eitthvað fleira. „Eg held ég hafi ætlað að verða iæknir. En svo sá ég að það er ekki hægt að sinna tónlistinni með öðru starfi, því til að ná árangri verð- ur maður að beina öllum kröftunum í eina átt og gefa sig allan í það sem maður er að fást við. Síðan verður maður háður tónlistinni af því maður er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt, sem gerir þetta meira spennandi. Það opnast fyrir manni annar heimur, enda er heimur tónlistarinnar annar en raunvemleikinn. Ég held líka að píanóleikarar lifi ekki alltaf raun- vemlegu lífi.“ En þó svo píanóleikarar lifi kannski stundum úr tengslum við hversdaginn þá er ekki þar með sagt að þeir lifi í draumaheimi, að minnsta kosti virðist Valgerður standa með báða fætur á jörðinni'hvað varðar framtíðaráform. Hún segir að það sé nauðsynlegt að vera raunsær og þess vegna settist hún í kennaradeild þegar hún hóf nám við Listaháskól- ann. „Mér finnst gaman að kenna en ég hef aðeins fengist við kennslu hér heima og svo úti í Berlín í vet- ur. Draumurinn er að kenna en hafa jafnframt tíma fyrir sjálfan sig,“ segir hún. Á efnisskrá á tónleikum Valgerðar á mánudaginn, sem hefjast kl. 20.30, er ensk svíta í g-moll eftir Bach, Sónata í As-dúr op. 110 eftir Beetho- ven og Sónata í fís-moll op. 11 eftir Schumann. MEO

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.