Morgunblaðið - 18.04.1990, Síða 2
2 C
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR MIÐVTKUDAGUR 18. APRÍL 1990
C 3
Birgir Gullit
ÍÞRÚMR
FOLK
■ THOMAS Hassler, frá Köln,
hefur skrifað undir fjögurra ára
samning við Juventus. Samningur-
inn færir honum um 50 milljónir
króna á ári í föst laun. Til þess að
fylla skarð hans hefur Köln keypt
miðvallarleikmanninn Hansie Flick
frá Bayern Miinchen en það þykir
afar sjaldgæft að liðum takist að
„hnupla" leikmönnum frá stórveld-
inu í Miinchen.
H BIRGIR Þór Karlsson, varnar-
maður Þórs í 1. deildinni í knatt-
spymu, missir af fyrstu leikjum liðs-
ins í vetur. Hann fótbrotnaði á
æfingu um helgina og er ekki búist
við að hann geti leikið með liðinu
fyrr en nokkuð er liðið af íslands-
mótinu.
■ FIORENTINA og Werder
Bremen gerðu markalaust jafntefli
í undanúrslitum Evrópukeppni fé-
lagsliða í gærkvöldi. Fyrri leikurinn,
sem fór fram í Bremen, endaði 1:1
og því fer ítalska liðið í úrslit á
marki á útivelli.
■ SVÍNN Mikael Appelgren
tryggði sér Evrópumeistaratitilinn
í borðtennis um helgina er hann
sigraði Pólverjann Andrzej
Grubba í úrslitaleik í Gautaborg.
Þetta var í þriðja sinn sem Appel-
gren sigrar á Evrópumótinu en
hann hafði aldrei mætt Grubba á
stórmóti. Daniela Guerguelcheva
frá Búlgaríu sigraði í kvennaflokki.
■ GELINDO Bordin, frá Ítalíu,
sigraði í hinu árlega maraþonhlaupi
í Boston. Hann kom í mark á
2:08,19. Huma Ikanga frá Tans-
aníu varð annar, rúmri mínútu á
eftir Bordin.
■ ROMARIO, markakóngur PSV
Eindhoven í Hollandi, hefur verið
valinn í landslið Brasilíu fyrir
heimsmeistarakeppnina í knatt-
spyrnu í sumar. Hann fótbrotnaði
fyrir skömmu og því ekki búist við
að hann yrði valinn en þjálfari
landsliðsins, Lazaroni, segist tilbú-
inn til að taka áhættuna.
■ RUUD Gullit tekur líklega
fram knattspyrnuskóna um næstu
helgi og leikur með AC Mílanó
gegn Veróna. Hann hefurekki leik-
ið í tæpt ár vegna meiðsla.
■ FRANK Stapelton var ekki
valinn I írska landsliðið í knatt-
spymu, fyrir vináttuleik gegn Sov-
étmönnum í Dublin í næstu viku.
Þetta er í fyrsta sinn síðan hann
var fyrst komst í liðið, fyrir þrettán
árum, að hann er ekki valinn.
■ BRUCE Rioch, fyrrum þjálfari
Middlesbrough, hefur verið ráðinn
þjálfari MilLwall sem þegar er fall-
ið í 2. deild í ensku knattspyrnunni.
■ NOKKUÐ hefur verið um
óvænt úrslit á heimsmeistaramót-
inu í snóker sem nú stendur yfir í
Sheffield í Engiandi. í fyrstu um-
ferð tapaði fyrrum heimsmeistari
Dennis Taylor fyrir Neal Foulds.
Annar sem féll úr keppni í 1. um-
ferð er Alex Higgins en hann heim-
sóttí ísland fyrir skömmu. Á blaða-
mannafundi eftir tapið flutti hann
stutta-ræðu sem ekki þótti prenthæf
og kórónaði svo alít með því að slá
bláðafulltrúa. Aganefnd mótsins
hefur þegar verið kölluð saman og
búist er við að Higgins fái langt
keppnisbann. Það ætti þó ekki að
hafa mikil áhrif enda fjallaði ræða
hans á fundinum um hve heimsku-
leg íþrótt snóker væri og hve lítinn
áhuga hann hefði á keppni.
MORGUNBLAÐK) IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1990
JUDO / NM I FINNLANDI
Freyr Gauti tvisvar á pall
- varð annar í opnum flokki unglinga og þriðji í -71 kg flokki
FREYR Gauti Sigmundsson frá
Akureyri stóð sig best íslensku
keppendanna á Norðurlanda-
mótinu í júdó sem fram fór í
Finnlandi um helgina. Hann
varð annar í opnum flokki 21
árs og yngri og í þriðja sæti í
-78 kg flokki unglinga. Halldór
Hafsteinsson varð þriðji í opn-
um flokki fullorðinna. Fjórir
íslenskir keppendurtóku þátt
í mótinu.
Freyr Gauti Sigmundsson, sem
er 18 ára, var yngsti keppand-
inn í sínum flokki og árangur hans
þvi mjög góður. Hann glímdi sjö
giímur og vann fimm þeirra. í -78
kg flokknum varð hann í 3. sæti
af .10 keppendum, vann fjórar
glímur af fimm. í opnum flokki
varð hann í 2. sæti eftir að hafa
tapað fyrir Mylly Maki frá Finn-
landi í úrslitum.
Halldór Hafsteinsson komst
einnig á verðlaunapail, varð í þriðja
sæti í opnum flokki fullorðinna og
í 5.- 6. sæti í -86 kg flokki.
Helgi Júlíusson keppti í -65 kg
flokki og glímdi tvívegis og tapaði
báðum glímunum á stigum. Það
háði Helga nokkuð að hann varð
að létta sig um fimm kg á tveimur
dögum til að komast í -65 kg flokk-
inn. Það dró mátt úr honum og því
var úthaldið ekki nægilega gott.
Karl Erlingsson keppti í -71 kg
flokki og tapaði fyrir Jörgen Hek-
quist, sem hafnaði í 2. sæti, í fyrstu
umferð á ippon og síðan gegn And-
ers Dalin frá Svíþjóð í uppreisn-
arglímu.
Bjarni og Sigurður tók ekki
þátl vegna fjárskorts
Bjarni Friðriksson og Sigurður
Bergmann, sem þegar hafa tryggt
sér þátttökurétt á Evrópumeistara-
mótinu í vor, tóku ekki þátt í Norð-
urlandamótinu vegna fjárskorts.
Bjarni sagði í samtali við Morg-
unblaðið að hann hafi ekki haft
efni á að fara. „Ég hef borgað flest-
ar ferðir mínar sjálfur að undanf-
örnu þar sem Júdósambandið á litla
sem enga peninga. Það er mjög
slæmt að komast ekki á þetta mót
því stefnan er tekin á að vera í
toppæfingu á Evrópumeistaramót-
inu og því mikilvægt að taka þátt
í sem flestum mótum erlendis á
undirbúningstímabilinu," sagðí
Bjarni. En hann hefur verið Norður-
landameistari allar götur síðan
1980, en gat því ekki varið titilinn
I að þessu sinni.
SKIÐI / SAMHLIÐASVIG ARMANNS
MorgunblaðiðA/alur Jónatansson
Verðlaunahafar í karlaflokki. Frá vinstri: Vinsent Gagniaire frá Frakk-
landi, Örnólfur Valdimarsson, sem sigraði, og Kristján Valdimarsson.
HANDKNATTLEIKUR
Opið bréf til Brynjars Harðarsonar:
Þú rédst að dómaranum
ÞAÐ er alltaf sárt að tapa,
sérstaklega mikilvægum
leikjum. Þetta er reynsla allra
íþróttamanna og sem „gam-
all“ íþróttamaður skil ég vel
tilfinningar þínar. Þó svo
menn verði sárir og svekktir
réttlætir það alls ekki að
menn láti skapið, sem er
nauðsynlegur þátturtil að ná
árangri i íþróttum, hlaupa
með sig í gönur. Það er freist-
andi að finna einhvern blóra-
böggul, en oftar en ekki leita
menn langt yfir skammt í
þeim efnum.
Þegar leikur FH og Vals var
úti sá ég þig og Jón hlaupa að
öðrum dómaranum og það var
greinilegt að þið ætluðuð ekki að
ræða við hann um veðrið. Hvað
þér og dómaranum fór á milli
veit ég ekki, en það næsta sem
ég sá var að umræddur dómari
tók í skyrtu þína og ýtti þér frá
sér. Þú varst ekki ánægður með
þetta og vildir greinilega gera
(eða segja) eitthvað í málinu. Eins
og þú segir réttilega þá voru það
áhorfendur sem komu f veg fyrir
að þú gerðir eitthvað frekar í
málinu. Það er líka rétt hjá þér
að þetta er ekki sönnun þess að
þú hafir gengið í skrokk á dómar-
anum, enda segi ég í greininni
að þið hafíð „ráðist að“ dómaran-
um, ekki á hann.
„Fullyrðingar" mínar í um-
ræddri grein, um að þið hafið
„ráðist að “ öðrum dómara leiks-
ins, eru réttar. Þú lést að því
liggja í viðtali á Stöð 2 að dómar-
inn hafi átt upptökin, en það rétt-
lætir engan veginn framkomu
þína. Nú hefur aganefnd HSÍ
dæmt ykkur í eins leiks bann
þannig að það líta greinilega fleiri
en ég þessa uppákomu alvarlegum
augum.
Eg hef mikinn áhuga á íþrótt-
um og hef aldrei skrifað um
kappleik aðeins af skyldurækni
eins og þú virðist telja. Það skal
þó játað hér og nú að stundum
þróast leikir þannig að maður iðar
ekki af áhuga.
Við hljótum að geta verið sam-
mála um að þess sé óskandi að
atburðir sem þessir verði ekki
daglegt brauð í íþróttum hér á
landi. Það er að minnsta kosti ósk
mín.
Með íþróttakveðju og von um
að þú eigir gleðilegt sumar,
Skúli Unnar Sveinsson
Freyr Gauti Sigmundsson júdókappi frá Akureyri stóð sig best íslensku keppendanna
á Norðurlandamótinu í Finnlandi.
HANDBOLTI / SPANN
íslensku leikmenn
irnir á sigurbraut
ÍSLENSKU leikmönnunum og sam-
herjum þeirra í handboltanum á
Spáni gekk vel um helgina; Bid-
asoa, T eka og Granollers fögnuðu
öll sigri, en staðan á toppnum er
óbreytt, því Barcelona átti ekki í
erfiðleikum með mótherjana og er
efst með 38 stig.
Bidasoa kom á óvart í sjónvarpsleikn-
um og vann Atletico Madrid 26:24
á útivelli. Heimamenn, sem eru í 4. sæti
með 32 stig, hafa leikið vel að undan-
förnu, en réðu ekki við
Frá Alfreð Gíslason og fé-
Atla laga, sem eru í 6. sæti
HJI™arssyni með 28 stig. Alfreð var
með 5 mörk, þar af 4 úr
vítaköstum, en Bogdan Wenta var
óstöðvandi og gerði 10 mörk úr 11 til-
raunum. Zunega, markvörður Bidasoa,
er fingurbrotinn og lék ekki með, sem
gerði sigurinn enn stærri. Per Carlén var
bestur hjá Atletico með 4 mörk.
Granollers fékk Cuenca í heimsókn
og vann örugglega, 32:25, en staðan í
hálfleik var 16:10. Heimamenn léku vel
fyrir hlé, náðu mest 9 marka forystu,
29:20, eftir hlé, en slöppuðu siðan af og
eru í 3. sæti með 35 stig. Marin var
markahæstur (6/2), Atli Hilmarsson
skoraði 4 og Geir gerði 2 mörk. Kim
Jakobsen var atkvæðamestur hjá Cuenca
(11/7).
Kristján Arason og félagar hjá Teka
unnu San Antonio 27:23 á útivelli og
eru með 37 stig, einu stigi á eftir Barce-
lona. Kristján gerði tvö mörk. Liðin
mætast á heimavelli Teka í kvöld og
leika síðan bæði í Evrópukeppni um helg-
ina.
Omólfur vann
í þriðja sinn
ÖRNÓLFUR Valdimarsson
sýndi það enn einu sinni í sam-
hliðasvigi Ármanns í Bláfjöllum
á páskadag, að það standast
fáir honum snúning í þeirri
grein. Þetta var í þriðja skipti
af fjórum sem hann ber sigur
úr býtum. Franska stúlkan Go-
ud Renaud Martin frá Frakkl-
andi sigraði i kvennaflokki
nokkuð auðveldlega.
■ ■
Ornólfur sagði í samtali við
Morgunblaðið að hann hefði
fundið sig mjög vel í samhliðasvig-
inu. „Ætli ég fari ekki að leggja
þessa grein sérstak-
ValurB. lega fyrir mig og
Jóntanssön taka þátt í atvinnu-
skrifar mannamótum - í
Bandaríkjunum,"
sagði Ömólfur og gerði að gamni
sínu. Hann sigraði Vinsent Gagnia-
ire frá Frakklandi í úrslitum og var
á undan honum í báðum umferðum.
Kristján Valdimarsson, bróðir Örn-
ólfs, sigraði Þór Ómar Jónson í
úrslitum um þriðja sætið.
Þetta var í fjórða sinn sem sam-
hliðasvig Ármanns er haldið og er
keppt með útsláttar fyrirkomulagi.
Ömólfur vann tvö fyrstu árin, en
gat ekki tekið þátt í fyrra og sýndi
það á sunnudaginn að hann er besti
samhliðasvigmaður okkar með því
að vinna í þriðja skiptið.
Renaud Martin frá Frakklapdi
hafði nokkra yfirburði í kvenna-
flokki. Hún keppti í til úrslita við
hina gamalreyndu skíðakonu,
Steinunni Sæmundsdóttur. Árang-
ur Steinunnar kom verulega á óvart
í keppninni þar sem hún er löngu
hætt að æfa. Hún sló m.a. út lands-
liðskonuna, Þórdísi Hjörleifsdóttur,
í undanúrslitum. Heiða Knútsdóttir
varð ( þriðja sæti.
Alls voru 48 keppendur sem tóku
þátt í mótinu, 36 í karlaflokki og
12 í kvennaflokki. Sigurvegararnir
í hvorum flokki fengu skíði í verð-
laun, sem verslunin Útilíf gaf.
í tengslum við samhliðasvigið var
keppt á snjóbrettum og var þetta
fyrsta keppnin í þeirri grein hér á
landi. Átta keppendur reyndu með
sér í samhliðasvigi og var Hjalti
Einarsson sigurvegari eftir harað
keppni við Agnar Agnarsson. Þröst-
ur Árnórsson varð þriðji.
75. VIÐAVANGSHLAUP IR
Hlaupið
íHljóm-
skálagarði
Merkum íþróttaáfanga verður náð
á morgun, sumardaginn fyrsta,
en þá verður Víðavangshlaup ÍR hald-
ið 75. árið í röð. Að þessu sinni fer
það að öllu leyti fram innan Hljóm-
skálagarðsins.
Víðavangshlaup ÍR hefst kl. 14. Er
hlaupaleiðin 4 km. Hlaupnir eru rúm-
lega tveir hringir í garðinum sam-
kvæmt meðfylgjandi korti. Er því hægt
að sjá hlauparana nær allan tímann.
Að hlaupi loknu verður verðlaunaaf-
hending og kaffíveitingar í Iðnó og
vonast stjórn ÍR til þess að sjá þar sem
flesta gamla ÍR-inga og núverandi og
fyrrverandi þátttakenður í hlaupinu.
Keppt er í alls níu sveitum karla og
kvenna, sveina og meyja og verður
sigursveitunum veitt farandverðlaun.
Þá fær fyrsti karl og 'fyrsta kona á
mark veglega gripi til varðveislu auk
þess sem fyrstu þrír karla og fyrstu
þijár konur fá sérverðlaun. Að þessu
sinni taka konur þátt í hlaupinu í 20.
sinn.
Hlaupaleiðin í 75. Víðavangshlaupi ÍR, sem fram fer á morgun. Hlaupið hefst til suðurs skammt frá mótum Bragagötu
og Sóleyjargötu. Er komið inn í stóran hring (A-B-C-D) við stað A og þegar hlauparamir fara fram hjá stað B þriðja sinni fara
þeir úr hringum og hlaupa að endamarki gegnt Thorvaldsens-styttunni.
A
IKNATTSPYRNA
ITALIA
Cesena—Juventus....................1:1
Del Bianco — Bonetti. Áhorfendur: 30.000.
Napólí—Bari........................3:0
Maradona <víti>, Carnevale, Careca. Áhorf-
endur: 57.000.
Lazio—Ascoli.......................3:0
Sosa, Amarildo, Marchegiani. Áhorfendur:
20.000.
Cremonese—Roma.....................0:1
—Völler. Áhorfendur: 12.000.
Fiorentina—Verona..................3:1
Di Chiara, Baggio 2 <annað úr vítasp.i—
Pellegrini. Áhorfendur: 22.000.
Lecce—Bologna......................1:0
Vincze <vítasp.>. Áhorfendur: 20.000.
Udinese—Atalanta.......................0:0
Áhorfendur: 25.000.
Staðan:
ACMílnó 32 21 5 6 51:25 47
Napólí 32 19 9 4 52:29 47
InterMílanó.... 31 16 9 6 50:28 41
Juventus 32 14 13 5 52:33 41
Sampdoria 32 15 10 7 43:26 40
Roma 32 14 11 7 42:37 39
Atalanta 32 11 11 10 34:39 33
Bologna 32 9 15 8 25:30 33
Lazio 32 8 14 10 34:32 30
Bari 32 5 19 8 32:33 29
Fiorentina 32 6 14 12 37:39 26
Genoa 31 5 16 10 25:30 26
Lecce 32 9 8 15 25:43 26
Cesena 32 5 15 12 25:36 25
Udinese 32 5 14 13 33:48 24
Cremonese 32 5 13 14 29:45 23
Verona 32 5 13 14 25:42 23
Ascoli 32 4 13 15 20:39 21
Markahæstir:
Marco van Basten, AC Mílanó,...........19
Roberto Baggio, Fiorentina,............16
Diego Maradona, Napólí.................15
Salvatore Schillaci, Juventus,.........14
Gustavo Dezotti, Cremonese,............13
Jiirgen Klinsmann, Inter Milanó,.......13
Rudi Völler, Roma,.....................12
SVISS
Úrslitakeppnin
Neuchatel Xamax—Lausanne.........1:3
Grasshopper—St Galien............2:0
Lugano—Luzern......,.............4:0
Sion—Young Boys..................1:1
Staðan:
Tölurnar í sviganum eru stig sem liðin taka
með sér úr deildarkeppninni:
Neuchatel 7 3 3 1 11: 6 23 (14)
Grasshopper 7 4 0 3 13: 8 21 (13)
Lausanne 7 3 3 1 11: 6 20 (11)
Lugano 7 4 12 8: 9 20 (11)
Luzern 7 2 2 3 8:16 18 (12)
YoungBoys 7 15 1 7: 8 18 (11)
StGallen 7 0 3 4 4:10 17 (14)
Sion 7 1 3 3 7: 9 17 (12)
SKOTLAND
Bikarkeppnin, undanúrslit:
Clydebank—Celtic ..0:2
Dundee United—Aberdeen ..0:4
Úrvalsdeildin:
Dundee—St Mirren ..1:2
Dunfermline—Hearts ..0:1'
Rangers—Motherwell ..2:1
Hibernian—Celtic ..1:0
Staðan:
Rangers 33 18 10 5 44:18 46
Hearts 33 15 10 8 51:33 40
Aberdeen 32 14 10 8 50:31 38
DundeeUtd.32 11 11 10 35:36 33
Celtic 33 10 12 11 34:32 32
Hibernian....33 12 8 13 32:38 32
Motherwell..33 9 11 13 39:45 29
StMirren 33 10 9 14 27:44 29
Dunfennl 33 10 7 16 34:46 27
Dundee 33 5 12 16 38:61 22
FRAKKLAND
Marseille—Bordeaux ...2:0
Lyon—París St. Germain. ...1:2
Toulouse—Brest ...2:1
Metz—St Etienne ...1:0
Racing París—Sochaux... ...1:1
Auxerre—Cannes ...1:0
Nímtps—Toulon ...4:0
Nice—Caen ...1:0
Montpellier—Lille ...5:0
Staðan cfstu liða:
Marseille.. ...32 18 8 5 68:30 40
Bordeaux. :..33 19 7 6 45:21 45
Mónakó.... ...32 12 14 6 30:22 88
París SG... ...33 15 5 12 43:38 37
Sochaux... ...33 14 7 n .41:37 36
Auxerre.... ...33 11 11 10 44:36 35
Nantes ...33 10 12 10 .34:27 34
BELGIA
St Truiden—Mechelen...............1 :o
Cercle—Brugge.....................l:o
Anderlecht—Ekeren.................2:0
Lokeren—Club Brugge...............0:3
Racing Mechelen—Lierse............1:1
Antwerpen—Beveren.................0:0
Waregem—Liege.....................3:1
Beerschot—Kortrijk................0:2
Standard Liege—Charleroi..........5:1
Staða efstu liða:
Club Bmgge30 22 6 2 68:19 50
Anderlecht ..30 22 4 4 69:14 48.
Mechelen 30 17 11 2 59:10 45
Antwerpen ..30 13 11 6 55:31 37
Standard 30 13 10 7 48:28 36
Ghent 30 10 12 8 39:33 32
Páskamót
KFR
Liðakeppni karla:
1. J.P. Kast 2. Keilubanar
3. Þröstur
Liðakeppni kvenna:
1. Afturgöngurnar
2. Ha!
Adams-deild:
Hartford Wlialers-Boston Bruins....3:2
Staðan er jöfn 3:3
Montreal Canadiens-BufTalo Sabres....5:2
Montreal sigraði 4:2
Patrick-deild:
Washington Capitals-New Jersey.....3:2
Washington sigraði 4:2
New York Rangers-NY Islanders......6:5
Rangers sigraði 4:1
Norris-deild:
St Louis Blues-Toronto Maple Leafs....4:3
St Louis sigraði 4:1 t
Chicago Black Hawks-Minnesota......5:2
Chicago sigraði 4:3
Smythe-deild:
Los Angeles Kings-Calgary Flames ....4:2
Los Angeles sigraði 4:2
Edinonton Oilers-Winnipeg Jets....4:1
Edmonton sigraði 4:3
3. Stelpurnar
Parakeppni:
1. Heiðrún Þorbjörnsdóttir og Esko Saarni
2. Ásdís Ósk Smáradóttir og Bogi Guð-
brandsson
3. Jóna Gunnarsdóttir og Stefán Guðmunds-
son
Einstaklingskeppni karla:
1. Gunnar Gunnarsson
2. Sigurður Lárusson
3. Róbert Spanó
Einstaklingskeppni kvenna:
1. Elín Óskarsdóttir
2. Jóna Gunnarsdóttir
3. Ágústa Þorsteinsdóttir
A
Öskjuhlíðarmótid
Fyrsta golfmót ársins, haldið í golfhermin-
um í Keilusalnum við Öskjuhlíð fyrir
skömmu.
Án forgjafar:
Hannes Eyvindsson, GR...............63
Magnús Birgisson, GK................65
Einar K. Þórisson, GR...............67
Með forgjöf:
Aðalsteinn Ingvarsson, NK...........60
Magnús Birgisson, GK................60
Jóhann Kristinsson, GR..............61
Heimsmeistara-
keppnin í Sviss
Sovétríkin—V-Þýskaland ..5:2 (2:1,2:1,1:0)
Kanada—Bandaríkin...6:3 (1:1, 2:2,3:0)
Svíþjóð—Noregur.....4:3 (1:0, 2:2,1:1)
IMHL-deildin
1. umferð úrslitakeppninnar, leikið þartil
annað liðið hefur sigrað fjórum sinnum:
Sunnudagur:
Boston Celtics—NewYork Knicks...l01: 94
Utah Jazz—Minnesota..........103: 90
LA Lakers—Houston Rockets....113:102
Mánudagur:
New York Knicks —Miami Heat....119:102
Indiana Pacers —Chicago Bulls..111:102
San Antonio Spurs — Charlotte..110:101
Phoenix Suns—Golden State......141:129
Portland Trail Blazers—LA Clippers 93: 85
Staðan:
Sigrar; töp og vinningshlutfall. * táknar
öruggt sæti í úrslitakeppninni.
Austurdeild
Atlantshafsriðill:
Philadelphia76ers .51 28 64,6
* Boston Celtics .49 29 62,8
* New York Knicks .44 34 56,4
Washington Bullets .30 48 38,5
NewJerseyNets .17 61 21,8
Miami Heat .17 61 21,8
Miðausturriðill:
.57 22 72,2
.53 24 68,8
* Milwaukee Bucks .42 37. 53,2
Indiana Pacers .40 38 51,3
Cleveland Cavaliers .38 40 48,7
.38 41 48,1
Orlando Magic .17 61 21,8
Vesturdeild
Miðvesturriðill:
.54 24 69,2
* San Antonio Spurs .52 26 66,7
Dallas Mavericks .43 35 55,1
Denver Nuggets .39 39 50,0
.39 39 50,0
Minnesota Timberwolves ..22 56 28,2
Charlotte Hornets ..18 60 23,1
Kyrrahafsriðill:
* Los Angeles Lakers ..60 18 76,9
* Portland Trail Blazers ..55 23 70,5
5? 26 66,7
Seattle Supersonics ..39 39 50,0
Golden State Warriors ..35 43 44,9
Los Angeles Clippers ..30 48 38,5
Sacramento Kings ..23 56 29,1
Firmakeppni
meistaraflokks Hauka í knattspyrnu
verður í íþróttahúsinu við Strandgötu, Hafnarfirði
dagana 21,- 22. apríl.
Leikið eftir gömlu reglunum.
Upplýsingar og skráning í símum 651275 Guðjón og
53290 Gunnar á kvöldin.
15. leikvika -14. apríl 1990
Vinningsröðin: 1X1-XX1-211-XX2
Enginn var med 12 rétta
33 voru með 11 rétta - og fær hver: 9.566- kr. á röð
Lukkulínan s. 991002
I Þrefaldur pottur!!!