Morgunblaðið - 07.07.1990, Blaðsíða 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JULI 1990
Uppsalabréf
Gunnar Stefánsson
Erland Josephson í
þáttaröðinni, Augliti til
auglitis, þar sem mótleikkona
hans var Liv Ullman. Þar
vann hann einnig undir
leikstjórn Ingmars Bergman
í grein sem ég sendi
Morgunblaðinu héðan frá
Uppsölum í vor, tjallaði ég
nokkuð um sýningu
Dramaten í Stokkhólmi á
Brúðuheimili Ibsens.
Leikstjóri hennar var
Ingmar Bergman, en Rank
lækni lék einn helsti leikari
Svía, Erland Josephson.
Hann hefúr um langan aldur
verið einn af
forystumönnum í
leikmenntum hér í landi, var
m.a. um árabil leikhússtjóri
Dramaten. En ekki nóg með
það: Erland Josephson er
einn af helstu rithöfúndum
Svía. Hann er 67 ára á þessu
ári, fæddur í Stokkhólmi
1923, sonur bóksala. Hann
fór ungur út í bókmenntir
og leiklist, gaf út fyrstu
bækur sínar, ljóð og
smásögur, 1946, varð um
líkt leyti starfandi leikari,
fyrst í Gautaborg og síðan á
Dramaten um langt skeið.
Það kom mér á óvart að lesa
í nýrri bók hans að hann sé
sjálftnenntaður, hafi aldrei
gengið í leiklistarskóla. En
ef hæfíleikarnir eru nógu
ríkir fá þeir að njóta sín,
enda segist Josephson hafa
starfað með mörgum
leiksljórum sem hafi verið
aíbragðs leiðbeinendur.
Ifyrra gaf Erland Josephson
sem sé út bókina Rollen, dag-
bók frá leikferð vorið 1989
til Sovétríkjanna og Japans.
Þá tók Josephson þátt í að
fara með enskumælandi sýn-
ingu á Kirsubeijagarðinum
eftir Tsjekov, undir stjórn enska leik-
stjórans Peter Brook. Hann lék Gajev
á sviði í Moskvu, Tblisi, Leningrad
og Tókíó. Dag hvern færði hann
dagbók, ritaði niður hugsanir sínar,
frásagnir af því sem gerðist, minn-
ingar um fólk sem hann hefur kynnst
og unnið með, lífs og liðið. Hér koma
við sögu margir þekktir leikhúsmenn
og Josephson lýsir þeim af næmleik
og skáldlegu innsæi, stundum með
fáum föstum dráttum: Ingmar Berg-
man, Liv Ullmann, Andrej Tarkovskí,
meðal annarra. Og ýmsar athuga-
semdir um starf leikarans er gaman
að lesa. Það er sérstaklega forvitni-
legt fyrir þann sem sér leikhúsið
„utan úr sal“ og hefur árum saman
fengist við að lýsa því á prenti sem
hann nemur þaðan, að lesa frásagnir
leikhúsmanna „innan frá“. Þess
verður að sönnu ekki krafist að lista-
mönnum sé yfirleitt lagið að skýra
sköpunarstarf sitt þeir gætu tekið
sér í munn hin frægu orð Gröndals,
„mitt er að yrkja, ykkar að skilja".
En fróðlegt er jafnan að fá að
skyggnast inn í smiðju þeirra.
Það hefur verið lítið um að íslensk-
ir leikhúsmenn lýsi lífi sínu og starfi
á prenti. Að vísu hafa verið skráðar
bækur eftir frásögn fáeinna eldri
leikara okkar, Haralds Bjömssonar,
Brynjólfs Jóhannessonar og síðast
Ævars Kvarans. Einkum hinar fyrr-
nefndu tvær eru markverðar heimild-
ir um þann tíma þegar atvinnuleik-
list var að festast í sessi á íslandi,
en engin bókanna er verulega upplýs-
andi um hið innra starf leikhússins
og listamanna þess. Af slíku tagi er
hins vegar bók Sveins Einarssonar
um ár sín sem leikhússtjóra í Iðnó,
Níu ár í neðra. Og bíðum við enn
eftir framhaldinu, Ellefu ár í efra,
um þann tíma sem Sveinn var Þjóð-
^ leikhússtjóri. Hreiriskilin frásögn
hans af þeim árum gæti án efa varp-
að ljósi á ýmislegt í sambandi við
þetta leikhús okkar allra sem hefur
átt við slíkan vanda að fást síðustu
árin að með ólíkindum er, sama frá
hvaða sjónarhorni á er litið.
Þetta leiðir hugann beint að ríkis-
leikhúsi Svía, Dramaten, sem Erland
Josephson stýrði um skeið. í bók
hans er að finna ýmsar minningar
og athugasemdir frá þeim tíma. Sitt-
hvað er staðbundnara en svo að það
eigi erindi til íslenskra lesenda, en
sumt fellur vel að leikhúsumræðu
hjá okkur, ekki síst umræðunni um
þjóðleikhúsið, taki þeir til sín sem
eiga. Josephson ræðir um samskipti
sín við fjölmiðla:
„Sem leikhússtjóri hafði ég ekki
lag á fjölmiðlum. Ég svaraði alltaf
spurningum þeirra í stað þess að
koma því svo fyrir að ég gæti sagt
það sem ég vildi segja. Mér fannst
þeir alltaf vera að físka eftir að ég
misstigi mig. Að þeir sætu um að
ráðast bæði á mig og leikhúsið. Það
er líka satt. Mér fannst ekki tekið
heiðarlega á mér. Og ég var særður
í stað þess að verða reiður. Undan-
tekningar voru til. Elisabeth Sören-
bon á Svenska Dagbladet birti alltaf
það sem ég hafði sagt, og ef ég
komst klaufalega að orði dró hún
fram það sem ég átti við. Hún vildi
fá staðreyndir. Það var hraustlegt
viðhorf. Hún var áreiðanlega undir
jafnmiklum þiýstingi og aðrir að
ráðast á Dramaten. Hún var ekki
gagmýnislaus. En hún hafði meiri
áhuga á því sem hún skiifaði um en
sjálfri sér. Það var ekki venjulegur.
hugsunarháttur. Hann er ennþá
óvenjulegur, en oftast betur dulinn.“
Skyldi það ekki eiga við marga
fjölmiðlamenn nú á dögum meiri fyr-
irferðar miðlanna en nokkru sinni
fyrr, að þeir hafi ríkari áhuga á sínu
eigin sjálfi en viðfangsefninu?
Hér er kafli um orðfæri leikhúss-
manna:
„í upphafi var Orðið. Byrjum á
málinu. Breytum orðaforða okkar og
leikhússins.
Vörpum út úr leikhúsinu orðinu
markaður! Við höfum áhorfendur. í
staðinn fyrir markaðsdeild eigum við
að hafa áhorfendabiðladeild með vel
launuðum áhorfendabiðlum. Þegar
upp kemur skiltið Forstöðumaður
deildar um aðgerðirtil áhorfendabiðl-
unar eftir nokkur ár, er tímabært
að skipta aftur um heiti.
Tölum ekki um innlifun! Við höfum
sett teprulega innlifun í staðinn fyrir
heilnæma óheflaða tilfinningoi. Inn-
lifun er innhverft orð, fullt af
krampa, svita og laumulegum klók-
indum.
Danski snillingurinn frú Heiberg
fann þegar á öldinni sem leið gott
orð handa okkur: ímyndunarkennd.
Það lýsir nákvæmlega því sem um
er að ræða, því sem á að vera um
að ræða.
Það er lýsandi samþjöppun á
kraftaverkinu. Það iðar allt og titrar
af lífi í kringum orðið, það gefur
hinni djörfu viðleitni heiti.
Heyrum þetta: „Ég næ ekki tökum
á innlifuninni." Hvílík þröngsýn
sjálfsdýrkun! „Ég á í klandri með
ímyndunarkenndina." Það er mótlæti
sem blæs um af ferskleika og von-
um.“
Þetta var um leikhúsfólkið. En
hvað um áhorfendur? Það er íhugun-
arefni hvemig á því stendur að fólk
sækir minna leikhús nú en áður, og
víst er kaldhæðnislegt að í Reykjavík
er stórt leikhús opnað og annað „end-
urbyggt" á sama tíma og leikhúsað-
sókn hrynur. En svona er þetta allt
í kringum okkur. Að þvf vék Hlín
Agnarsdóttir í pistli í Morgunblaðinu
13. maí: „Upp er runninn tími, þar
sem spyija verður hvort og hvernig
leikhúsið (lítið eða stórt, fijálst eða
ríkisrekið, tilrauna- eða hefðbundið)
ætlar sér að ná til áhorfenda? I
markaðs- og auglýsingaþjóðfélagi
nútímans verður.að „drösla" fólki í
leikhús, allt of fáir fara að eigin
frumkvæði, leikhús höfðar ekki til
almennings á sama hátt og áður.
Um leið vakna ýmsar samvisku-
spurningar um verkefnaval og til-
gang leiklistarinnar, sem allt þenkj-
andi leikhúsfólk hlýtur að svara, ef
ekki innan eigin hóps, þá hver fyrir
sjálfan sig, fyrir hvem er verið að
leika? Getur verið að leikhúsið í dag
sé orðið svo sjálfhverft og leiðinlegt
að það hafi hreinlega gleymt mikil-
vægasta þætti sínum, áhorfendum
og um leið áhorfendur leikhúsinu?“
Hér er stórt spurt, og vissulega
er sjálfsgagnrýni jafnan holl. En
fróðlegra þykir mér þó að spyrja:
Hvað er leikhús? Og svarið er, leik-
hús er sérstök tilfinningaleg reynsla
sem ekkert annað getur komið í stað-
inn fyrir. Stundin sem maður á í leik-
húsi byggist á beinu sambandi áhorf-
andans í stól sinum við lífið á svið-
inu, manneskjuna þar, andartakið.
Þess vegna er leikhúsið á villigötum
ef það ætlar að „ná til áhorfenda"
með fyrirgangi, brögðum sem til-
heyra í raun öðrum greinum, tækni-
væðingu, mögnun. Þetta getur geng-
ið í augu í bili, en er í rauninni ekki
leikhús í sinni réttu mynd. Ég hef í
huga til dæmis söngleikina Vesaling-
ana og Óliver sem var það eina sem
Þjóðleikhúsið gat „dröslað" áhorf-
endum að á stóra sviði sínu síðustu
árin. En ef leikhús, í nafni markaðs-
hyggjunnar, lætur toga sig langt út
á þá braut er það að svíkja sjálft sig
og áhorfendur.
Sýningin á Kirsuberjagarðinum
sem Erland Josephson segir frá var
rómuð. Og hvers vegna? Kannski er
skýringin fólgin í því viðhorfi seni
hann drepur á framarlega í bókinni
og vitnar í leikstjórann, Peter Brook:
„Brook telur það ekki eftirsóknar-
vert að setja á svið verk höfunda sem
hafa eitthvað að segja. Þess vegna
leikstýrir hann verkum örfárra höf-
unda. Shakespeare hefur ekkert að
segja, ekki Tsjékov heldur. Þeir leiða
okkur lífið fyrir sjónir í öllum sínum
mótsögnum. Maður gengur inn í sér-
stakan heim þegar maður fer að
vinna með þeim. Maður gengur inn
í heiminn."
Þetta getur verið hollt að hugleiða
í allri þjóðfélagsvandamálaumræðu
samtímans sem oft hefur náð upp á
leiksviðið. Menn þreytast ekki á að
krefjast þess af listinni að hún „boði“
eitthvað, „fjalli um“ eitthvað.
Leiksýning er ritúal, bæði fyrir
leikendur og áhorfendur, þegar vel
tekst til mynda þessir aðilar heild,
eins og prestur og söfnuður við guðs-
þjónustu. Skemmtilegur kafli í bók
Erlands Josephson lýsir því hvernig
leikhúsið vill að áhorfendur hegði
sér. Það er í framhaldi af frásögn
af því þegar hann fer í kabukileikhús
í Japan og horfir á ógurlegt melódr-
ama frá 1773, þar er hefðin sú að
áhorfendur bregðast ákaft við því
sem fram fer, líkt og á knattspyrnu-
kappleik. „Öðru hveiju gefa einhver
eða einhveijir meðal áhorfenda frá
sér tryllt óp, það er nafnið á leikaran-
um eða leikhúsinu sem hann starfar
við, hrifningaróp eða hvatningarkall
til að eggja leikarann til enn meiri
tilþrifa, ákafari gráts eða ógnvæn-
legri bragða með hnífinn. Þegar leik-
arinn kveinar sem mest, fagna áhorf-
endur af samúð og hrifningu. List-
rænasta leikhúsformið er það alþýð-
legasta, það kemur í ljós.“ Þetta
þykir Erland Josephson skemmtilegt
og telur það segja nokkuð um hvað
áhorfendur geti verið:
„Það er leikhúsið og leikaramir
sem skapa áhorfendur, venjur áhorf-
enda og framkoma ræðst af okkar
eigin túlkun og viðleitni, siðum okkar
og tilætlun.
Ég er ekki viss umáð mér myndi
líka ef einhver hrópaði fullum hálsi
„Josephson" þegar Rank læknir sýn-
ir á sjáanlegan og sannfærandi hátt
hroll dauðahræðslunnar í Brúðu-
heimilinu. Aftur á móti væri kt •>nski
skemmtilegt ef áhorfendur hrópuðu
„Dramaten“ þegar ég gengi af svið-
inu og ég væri viss um að það væri
ekki gert í ádeiluskyni eða til að
sýna fyrirlitningu. Það er alltaf gam-
an að vera í liði sem vinnur.
En eins og nú er krefjumst við
meiri aga en samkenndar af áhorf-
endum. Þeir eiga að koma á réttum
tíma, annars hleypum við þeim ekki
inn, þeir eiga að vera frískir svo að
þeir hósti ekki eða snýti sér svo að
truflun valdi, þeir eiga ekki að láta
skijáfa í karamellubréfum og ekki
fletta leikskránni meðan leikurinn fer
fram, þeir mega ekki koma með gos
inn í salinn, þeir eiga ekki að fara
úr skónum, ekki vera með of mikið
meðferðis. Rétt áður en tjaldið fer
upp eiga þeir stutta fijálsa stund þar
sem þeir geta ræskt sig hæversklega
.og dáðst að skreytingunni í loftinu.
Þeir eiga að horfa í myrkrinu og
þóknast okkur. Þeir geta séð okkur,
ekki hver annan. Þeir eiga ekki einu
sinni að geta snúið sér hver að öðrum
og séð hver í andliti annars að þeir
eiga sameiginlega liamingjustund
frammi fyrir því sem gerist í sviðs-
ljósinu."
Bók Erlands Josephson er full af
lifandi svipmyndum. Hún minnir á
sælustundir í leikhúsi sem þrátt fyrir
allt verða ríkari í minni en hinar sem
ekki voru það. Hún lýsir sköpunar-
gleði leikarans, sífelldu starfí hans,
sigrum og ósigrum. Og hún bregður
Ijósi á heim sem hvergi er til nema
í leikhúsinu.