Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 36
ffgttttÞInftito SJQVAarTALMENNAR MIÐVIKUDAGUR 25. JULI 1990 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Með allra lélegustu veiðisumrum: •• Ordeyða í laxveiðiám -á Norðvesturlandi HEITA MÁ að alger aflabrestur sé í laxveiðiám á vestanverðu Norð- urlandi, einkum í Húnavatnssýslunum. Er veiðin í ýmsum af fræg- ustu laxveiðiám landsins á þeim slóðum svo léleg að menn muna vart annað eins í áratugi. Tumi Tómasson fiskifræðingur hjá Norður- landsdeild Veiðimálastofnunar á Hólum sagði í samtali við Morgun- blaðið, að ástandið væri mjög slæmt á umræddum slóðum og raunar einnig í Dölunum. í fyrra hefði ástandið verið slæmt og menn hefðu búist við því slæmu í ár, en nú væri ástandið hins vegar miklu verra en í fyrra. Tumi sagði að enn gæti þó eitthvað ræst úr málunum, en þó væri hægt að fullyrða að sumarið 1990 yrði með allra lélegustu veiðisumrum sem komið hafa síðustu áratugi. tíma og næsta vor væru horfur á Tumi sagði ennfremur að fyrir hinni litlu laxgengd væru sjálfsagt ýmsar samverkandi skýringar. Ein sú '—-^ielsta væri að seiðagöngur úr ánum í fyrra hefðu verið litlar og farið illa á hinu kalda vori. Því hefðu fiskifræðingar verið búnir að spá því að smálaxagöngur yrðu í minna lagi. í fyrra hefðu menn átt von á góðum smálaxagöngum, en þær væntingar gengu ekki eftir og von- uðust menn þá til þess að það myndi gangá hlutfallslega meira í sumar af tveggja ára fiski úr sjó. Erfitt væri enn sem komið er að meta útkomuna, stórlaxinn hefði gengið jk*snemma í árnar, en vegna mikilia þurrka og vatnsleysis í ánum hefðu frekari göngur tafist og brögð væru að því að stórfiskurinn væri enn að ganga úr sjó þótt komið sé fram undir ágúst. Sem fyrr segir hefur veiðin í ýmsum af nafntoguðustu laxveiði- ám iandsins á þessum slóðum verið afar slök, svo slök að við jaðrar að kalla megi ördeyðu. í byijun vik- unnar voru til dæmis aðeins komn- ir um 130 laxar úr Vatnsdalsá. Þar fékk þriggja daga holl með sjö dags- stöngum nýverið aðeins 8 laxa. I Miðfjarðará höfðu veiðst um 260 laxar. Þar hafði vikuholl með tíu dagsstöngum aðeins di'egið 24 laxa. _^^yíðidalsá hafði gefið 170 laxa og sem dæmi um ördeyðuna þar þá veiddi fjögurra daga holl með sjö dagsstöngum aðeins 12 laxa, þar af fékk einn og sami veiðimaðurinn átta stykki. Laxá á Ásum, sem um árabil hefur gefið mestu meðalveiði á hveija dagsstöng allra laxveiðiáa við Atlantshaf, hafði aðeins gefið um 200 fiska og kunnugir telja sig aldrei hafa séð minna af laxi í ánni en nú. Tumi Tómasson sagði að lokum, að þrátt fyrir hrikalegt ástand í heimtum á fullorðnum laxi úr sjó, væri seiðaþúskapur í ánum með besta móti. í vor hefði góður árgangur seiða gengið út á góðum enn betri útkomu ef allt gengi að óskum. Þetta væri því ekki „byijun á niðursveiflu, heldur fremur hiksti í góðæri," eins og hann komst að orði. Smygl í Hvítanesi TOLLGÆSLAN fann verulegt magn af smygluðu áfengi um borð í Hvítanesi, skipi Nesskipa, í Hafnaríjarðarhöfn í gær. Skipið kom að utan til Vest- mannaeyja á dögunum, fór þaðan til Hafnarfjarðar, Akraness og loks að nýju til Hafnarfjarðar. Þar biðu tollverðir og gerðu leit, um borð og fundu smyglið. Að sögn Kristins Ólafssonar toll- gæslustjóra er rannsókn málsins á fi'umstigi. Hann varðist frétta af magni og tegundum áfengis sem upptækt hefði verið gert. Morgunblaðið/Einar Falur Heitu vatni hleypt í Nesjavallaæð Heitu vatni var í fyrsta sinn hleypt á aðveituæð Hitaveitu Reykjavíkur frá Nesjavöllum til Reykjavíkur á mánudaginn. Köldu vatni var hleypt á pípuna fyrir nokkrum vikum til að hreinsa hana, en heitu vatni var hleypt á nú til þess að prófa hitaþenslubúnað og fínstilla stjórn- og mælikerfi Nesjavallaveitu. Þessi mynd var tekin í gær á Mosfells- heiði, þar sem verið var að einangra plpuna. Verð á grá- lúðu hefiir hækkað um 20-25% í ár VERÐ á grálúðu hefúr hækkað á þessu ári í Japan um 20-25% í jenum og í Taiwan um 20% í Bandaríkjadölum. Hins vegar mega islensk skip einungis veiða 45 þúsund tonn af grálúðu í ár, sem er 15 þúsund tonnum, eða 25%, minna en í fyrra og fyrstu sex mánuðina í ár veiddu þau einungis 30 þúsund tonn. Ekkert bendir til að hægt verði að veiða 45 þúsund tonn í ár en þó hafa komið smáskot í grálúðuveiðina á haustin, að sögn Gylfa Þórs Magnússonar hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Gylfi Þór Magnússon sagði að Vestur-Þjóðveijar greiddu sam- bærilegt verð fyrir grálúðu og Asíubúar. Hins vegar hefði lítið verið hægt að selja af grálúðu til Vestur-Þýskalands í ár vegna lítils afla og hún hefði að langmestu leyti verið seld til Asíu. SH seldi rúm 4.600 tonn af grálúðu til Asíu fyrstu sex mánuðina í ár, sem er 1.200 tonnum, eða 20,7%, minna en á sama tíma í fyrra. Ægir Guðmundsson, forstjóri Seifs hf., sagði að fyrirtækið hefði selt 600-700 tonn af grálúðu á þessu ári en það hefur selt 1.000- 1.200 tonn af grálúðu til Taiwans á ári undanfarin ár. Ægir sagði að Japanir hefðu keypt grálúðu frá Bandaríkjunum og Kanada mörg undanfarin ár. Hins vegar hefði veiðst minna af grálúðu við Kanada í ár en í fyrra en grálúðuveiðin við Noreg hefði verið svipuð á þessu ári og á síðastliðnu ári. Ríkisstjórnin fundar um aðgerðir vegna félagsdóms: Rætt nm uppsögn samningsins við BHMR og bráðabirgðalög Ríkisstjórnin kemur saman til fúndar í dag, til að ákveða við- brögð við dómi Félagsdóms uni að félagar Bandalags háskóla- menntaðra ríkissfarfsmanna eigi að fá 4,5% launahækkun frá 1. júlí. Helst, er talið koma til greina að segja samningi ríkisins og BHMR upp, frá og með 30. septem- ber, og setja síðan bráðabirgðalög um að háskólamenn lái ekki frek- ari launahækkanir á mcðan samn- Virðisaukaskattur: Eiiin afhveijum tíu 1 vanskilum Lítið hefur verið um lokanir UM 900 manns fá frest fram á miðvikudag í næstu viku til að greiða vangoldinn virðisaukaskatt frá því í mars og apríl. Alls eru gjaldendur um 9.000 talsins og því einn af hverjum tíu í van- skilum. Hrannar Erlingsson fulltrúi í lögfræðideild tollstjóra seg- ir flestar skuldirnar vera á bilinu 40 til 400 þúsund kronur, en sú hæsta sem hann hafi séð núna nemi 2,5 milljónum. Algengast sé að smærri verktakar séu í vanskilum. Mjög hefur dregið úr því á þessu ári að loka þurfi fyrirtækj- um vegna skattskulda, að sögn Þuríðar Halldórsdóttur yfirlög- fræðings hjá tollstjóra. Þuríður segir að eftir innheimtuaðgerðir séu 96% skil á virðisaukaskatti fyrir tímabilið janúar og febrúar. „Frestur til að greiða skatt fyrsta tímabils ársins rann út í aprílbyij- un. En tollstofan fékk ekkert fyrr en í júní, þá voru um 800 bréf send til gjaldenda sem ekki höfðu greitt. Lögregla þurfti að fara til um 150 þeirra en lokanir urðu sárafáar." Milli 15 og 20 fyrirtækjum var lokað vegna vangoldins virðis- aukaskatts þetta fyrsta tímabil, að sögn Hrannars Erlingssonar. ’ Hann segir að nú sé verið að gera á fjórða hundruð lögtök vegna skulda frá fyrstu tveimur mánuð- um ársins. Þá sé verið að senda bréf til þeirra sem ekki hafi greitt fyrir mars og apríl. „Það fólk fær frest- fram í miðja næstu viku til að borga. Eftir það fer lögregla til þeirra sem hægt er að loka ein- hverju hjá, en lögtök verða gerð hjá öðrum sem ekki greiða þessi gjöld. Annars hefur gengið mun betur að innheimta nú en í fyrra.“ ingar annarra launþega eru í gildi. Formenn stjórnarflokkanna og ráðherrat' ríkisstjórnarinnar ræddu þessi mál sín á milli og við aðila vinnumarkaðarins í gær og gær- kvöldi. Haildór Ásgrímsson starfandi forsætisráðherra stýrði þessum fund- um, en Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra kom til landsins í gærkvöldi og fór beint til fundar við aðra ráðherra í sjávarútvegsráðu- neytinu um hálfellefuleytið. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra sagði það sína skoðun að segja eigi kjarasamningi ríkisins og BHMR upp og setja bráðabirgðalög til að koma í veg fyrir frekari launahækk- anir háskólamanna og þeirra hópa launþega sem enn eru með lausa samninga. Samkvæmt almennu samningun- um hækka laun um 2% í desember, um 2,5% í mars á næsta ári og um 2% í júní, en samningarnir gilda fram í september 1991. Heimildir í fjár- málaráðuneytinu sögðu í gær, að leiða mætti líkur að því, að 4,5% launahækkun til háskólamanna frá 1. júlí jafngildi nokkurn veginn þess- um hækkunum. Er utanríkisráðherra var spurður hvort það lægi ekki fyrir að ÁSI og BSRB færu fram á sömu hækkanir . og RHMR fái, sagði hann, að það væri enn ekki alveg ljóst. „Ég trúi að það ráðist nokkuð af viðbrögðum ríkisstjórnarinnar,“ sagði hann. Forsvarsmenn aðila vinnumarkað- arins hafa krafist þess að ríkisstjórn- in grípi með ákveðnum hætti inn í málið. Miðstjórn Alþýðusambands ís- lands hefur verið boðuð til fundar eftir hádegið i dag þar sem rætt verður hvernig markmið og árangur kjarasamninganna frá því í febrúar verða best varin. Þá er trúlegt að rætt verði um, hvort það sé ófrávíkj- anleg krafa að laun ASÍ-félaga hækki um 4,5% frá 1. júlí eða hvort aðrir möguleikar séu fyrir hendi, en slík krafa var lögð fram á fundi launanefndar ASj, VSÍ og VMS í hádeginu í gær. Ákveðið var, að það mál þyrfti að ræða í stærri hóp og hefur fundur aðila verið ákveðinn í fyrramálið, en hækkun launa um 4,5% kallar á endurskoðun gengis- og verðlagsforsendna kjarasamn- ingsins frá því í febrúar. Það var samdóma álit hagfræð- inga ASI, VSÍ og fjármálaráðherra að fái allir launþegar 4,5% launa- hækkun í haust, þýði það 15-20% verðbólguhraða á síðustu mánuðum ársins. Sjá í miðopnu viðbrögð við Jfélagsdómi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.