Morgunblaðið - 21.08.1990, Page 3

Morgunblaðið - 21.08.1990, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990 B 3 KORFUKNATTLEIKUR Jonathan Bow og Bjöm til KR KR-ingar hafa fengið góðan liðsstyrk. Bandaríkjamaður- inn Jonathan Bow og ÍR- ingurinn Björn Steffensen hafa gengið til liðs við vestur- bæjarliðið. Jonathan Bow, sem lék með Haukum sl. keppnistímabil, er ekki óþekktur í herbúðum KR. Hann lék með .KR-ingum í Evrópukeppninni sl. keppnistíma- bil. Bow tekur stöðu Sovétmanns- ins Anatólíj Kovtoúms, sem lenti í bifreiðarslysi í Sovétríkjunum í sumar og af þeim ástæðum komst hann ekki aftur til KR. Bjöm Steffensen, sem er einn af ungu landsliðsmönnunum, hef- ur verið lykilmaður hjá ÍR-liðinu undanfarin ár. Þessir tveir leik- menn koma til með að styrkja KR-liðið mikið. KR-ingar und- irbúa sig nú af krafti fyrir Evrópu- leikina gegn finnsku meisturun- um, en sá fyrri verður ytra 27. september. KNATTSPYRNA / 1. DEILD „Þetta var harðlífi" - sagði Ásgeir Elíasson þjálfari Fram eftir sigur á Víking, 1:0 FRAMARAR gefa ekkert eftir í toppbaráttunni. Þeir lögðu Víkinga að velli í Stjörnugróf- inni í gærkvöldi og hafa nú ekki fengið á sig mark í fimm leikjum í röð. Leikurinn var ekki augnayndi; satt að segja hálf leiðinlegur og mark Guðmundar Steinssonar snemma í síðari hálfleik eitt af því fáa sem yljaði Skapti mönnum í nepjunni. Hallgrímsson „Þetta var harðlífi. skrifar gn sjgurjnn hafðist og það skipti máli,“ sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram, á eftir. Eina markið kom eftir góðan undirbúning Steinars Guðgeirsson- ar á hægri kantinum. Hann plataði varnarmann glæsilega, sendi inn á markteigshornið nær á Guðmund sem potaði framhjá varnarmanni — að því er virtist óvart — og skoraði síðan með fallegu skoti í fjærhorn- ið. „Ég missti boltann frá mér, hann skoppaði hálf leiðinlega," sagði Guðmundur á eftir. Færið var þröngt: „Ég var svona meter frá endalínunni en náði að skjóta gegn- um klofið á Guðmundi [Hreiðars- syni, markverði Víkings],“ sagði hann. í fyrri hálfieik brá öðru hvoru fyrir laglegu spili, bæði lið áttu sæmileg færi. Mest var þó um bar- áttu á miðjunni og hélt svo áfram eftir hlé. Kappið var mikið en forsjá- in ekki. Kalt var í Fossvogsdalnum í gærkvöldi, vindinn herti eftir hlé þannig að segja má að aðstæður hafi ekki verið ákjósanlegar, þó það virtist ekki hafa teljandi áhrif. Leik- menn beggja liða lögðu sig fram, en einhvern veginn gekk dæmið ekki betur upp en raun varð. Morgunblaðið/BAR Helgi Bjarnason og Guðmundur Steinsson í baráttu. Stjarnan nýtti færin toúm FOLK ■ ÁSGEIR Elíasson, þjálfari Fram, brá sér til Svíþjóðar um helgina og fylgdist með leik GAIS og Djurgaarden j úi’valsdeildinni á sunnudag, en honum lauk með markalausu jafntefli. Fram mætir síðamefnda liðinu í Evrópukeppni bikarhafa í næsta mánuði. ■ „ÞEIR virkuðu sterkir í fyrri hálfleik, en voru svo heppnir að ná jafnteflinu," sagði Asgeir við Morgunblaðið í gær um væntanlega mótherja sína. GAIS átti eitt skot í stöng og tvö í þverslá í leiknum. ■ ME'STU munaði um að Mikael Martensen, hættulegasti framherji Djurgaarden, náði sér ekki á strik og var skipt út af. Það er leikmað- ur sem Framarar þurfa að hafa góðar gætur á, að sögn tíðinda- manns Morgunblaðsins í Svíþjóð. Þess má geta að Djurgaarden hafði leikið mjög vel undanfarið, fram að leiknum gegn GAIS, og er á hraðri leið upp töfluna eftir slaka byijun. Er nú í 6. sæti. ■ KJARTAN Briem, Kristján Jónsson og Benedikt Halldórsson keppa með landsliðinu í borðtennis, sem tekur þátt í móti smáþjóða í Luxemborg um næstu helgi. Liðið leikur í riðli með Luxemborg og Liechtenstein. ■ KÍNVERJINN Hu Dao Ben er þjálfari borðtennislandsliðsins og er þetta í fyrsta skipti sem hann fer með landsliðinu í keppni. ■ GUÐMUNDUR Torfason varð fyrir þvó óhappi að brákast á nefi þegar hann lék með St. Mirren Eg sagði strákunum að það hefði mikla þýðingu fyrir mig að sigra í þessum leik, enda er alltaf mjög sér- stök tilfinnning að koma hingað norð- ur og spila. Ég er ReynirB. ánægður með stigin Eiríksson og það er gott að upp- skrifar skera sex stig fyrir norðan í sumar, en mér finnst leiðinlegt að við skildum ekki spila betur í dag,“ sagði Jóhann- es Atlason, þjálfari Stjörnunnar eftir að lið hans hafði sigrað KA 3:0 á Akureyri í gærkvöldi. Leikurinn var fjörugur strax í byrj- un og kom fyrsta markið á 10. mínútu. Dæmd var aukaspyrna á KA og Árni Sveinsson þrumaði á markið af 35 metra færi. Boltinn fór í vamarmann KA og hafnaði efst í markhominu óveijandi fyrir Hauk Bragason í marki KA. Bæði liðin áttu ágæt færi eftir markið, en tókst ekki að koma knettin- um rétta boðleið. KA-menn bytjuðu síðari hálfleik af miklum krafti og sóttu stíft. Á 52. mínútu lék Jón Grétar Jónsson í gegn- um vörn Stjörnunnar, lagði knöttinn fyrir fætur Hafsteins Jakobssonar sem skaut laflausu skoti á opið mark og vamarmönnum Stjörnunnar tókst að bægja hættunni frá á elleftu stundu. Annað mark Stjörnunnar kom 'a 78. mínútu. Aukaspyrna var tekin á miðjum vellinum, beint á kollinn á Lárasi Guðmundssyni sem skoraði af vítateig með fallegn kollspyrnu í blá- homið. Fjórum minútum fyrir leikslok kom svo þriðja mark Stjörnunnar. Ragnar Gíslason stal boltanum af varnarmönnum KA inni í vitateig og séndi fyrir markið á Valdimar Kristó- fersson sem þramaði knettinum í markið af stuttu færi. æfingaleik, 1:0, gegn Middles- 'Glh'hdi-óú£húí jr!l nnernngfijlB i.lls 1 ' .i'igiH uóungö'l nnernfijyJI no KNATTSPYRNA / 1. DEILD KVENNA Bikar þrátt fyrir tap Það hefði auðvitað verið skemmtilegra að fá bikar- inr, afhentan eftir sigurleik, en það var mjög erfitt að ná upp einbeitingu fyrir þennan leik,“ sagði Ásta María Reynisdóttir fyrirliði ilreiðabliks eftir 1:0 ■■■■■■ tap gegn KR í gærkvöldi. Þetta var Katrín síðasti leikur liðanna í íslandsmótinu Friðriksen og hafði Breiðablik fyrir leikinn tryggt skrifar sér íslandsmeistaratitilinn. Fyrri hálfleikur var mjög jafn og bæði lið áttu ágætis tækifæri til þess að skora án þess þó að nýta sér þau. Sókn Breiðabliks þyngdist nokkuð undir lok hálfleiksins en allt kom fyrir ekki, fyrri hálfleikur var markalaus. Síðari hálfleikur var tíðindalítill að mestu. Liðin léku oft ágætlega saman úti á vellinum en gekk illa að skapa marktækifæri. KR-stúlkur áttu þó nokkrar góðar sóknir, en herslumuninn vantaði. Um miðjan hálfleikinn komst Vanda Sigurgeirsdóttir ein í gegnum vörn KR, en Sign'ður Pálsdóttir markvörður KR varði vel lélegt skot hennar. Undir lok leiksins komst He- lena Olafsdóttir KR í svipaða aðstöðu og henni brást ekki bogalistin. Staðan því orðin 1:0 fyrir KR og þar ífifiVÍ8;8á*!> fi'táæa öfi.mfi-i'lf, nsóte ním .08 fi ,8:8 .fia'Uá ðfi noa'iKÖ'iöd Morgunblaðið/BAR Ásta María Reynisdóttir, fyrirliði Breiðabliks með íslandsraeistaraþikarinn ,sem er nú í herþúðujn .yQJ^eftir uffiöri ,ðiJ9fi>íficl i rnuHi iJ^'öááeftrhlétc} qqu Í9iblfi Jsulág msa nnemfitýH n9 j [ X.3 i-tsasJa '■ «303 aqji tbasíttssa sma. teufri&i 30 ' ■ifivaivJ ðfiilön fixm. íptfjmR FOLK ■ GUNNAR Gíslason og félagar í Hácken töpuðu fyrsta sinni í sum- ar er þeir mættu Helsingborg á útivelli á sunnudag. Liðin berjast á toppi suðurriðils sænsku 1. deildar- innar. Hacken er enn efst með 37 stig eftir 18 leiki en Helsinborg hefur 35 stig eftir sigurinn og jafn marga leiki. Gunnar sagði tíðinda- manni Morgunblaðsins að sigur Helsingborgarliðsins hefði verið sanngjarn. Áhorfendur voru 6.000 sem þykir mjög mikið í 1. deild- inni. „Við eigum tiltölulega létta leiki eftir, miðað við hin liðin sem eru í toppbaráttunni. Það er því undir okkur sjálfum komið að klára dæmið," sagði Gunnar. Fækkað verður í úrvalsdeildinni næsta sum- ar — efstu liðin í norður- og suður- riðli 1. deildar leika um sæti í úr- valsdeildinni en fara ekki bæði upp eins og verið hefur. ■ SIGURDUR Matthíasson varð sigurvegari í spjótkasti á alþjóðlegu móti í London á föstudagskvöldið. Hann kastaði 76,78 m. Annar var Bretinn Peter Yates, sem kastaði 76,14 m. ■ DON Howe, þjálfari enska landsliðsins og aðstoðarmaður Bobby Robson, fyrrum þjálfara, sagði starfi sínu lausu í gær eftir ellefu ára þjónustu. Graham Taylor, landsliðsþjálfari, hefur va- lið Lawrie McMenemy, fyrrum framkvæmdastjóra Southampton, sem aðstoðarmann sinn. Þá hefur hann skipað Joe Royle, fram- kvæmdastjóra Oldham, sem þjálf- ara 21 árs landsliðsins. M LOTHAR Matthaus var í gær útnefndur knattspyrnumaður ársins 1990 í V-Þýskalandi. Hann fékk 226 atkvæði, en annar var félagi hans hjá Inter Milan, Andreas Brehme með 118 atkvæði, 2. DEILD Marka- laustí Keflavík skrifarfrá Keflavik Keflvíkingar voru óheppnir að vinna ekki sigur gegn Selfyss- ingum í Keflavík í gærkvöldi þegar liðin gerðu markalaust jafntefli í ^■■■B leik sem fresta varð Bjöm í 11. umferð vegna Blöndal leiks ÍBK og KR í Mjólkurbikarkeppn- inni þann 31. júlí. Bæði liðin þurftu að sigra til að eiga möguleika á að vinna sér sæti í 1. deild og því vænkaðist hagur efstu liðanna Víðis og.Fylkis enn við þessi úrslit. Heimamenn sóttu mun meira í leiknum í gærkvöldi, sérstaklega í fyrri hálfleik og fengu þá nokkur upplögð tækifæri til að setja mörk. Én heppnin var ekki með og hvert tækifærið á eftir öðru fór forgörðum. í síðari hálfleik voru Keflvíkingar einnig sterkari, en skyndisóknir Selfyssinga voru oft hættulegar, þeir áttu skot í þverslá og Júgóslavinn Porsa komst einn inn fyrir vörn ÍBK en Olafur Péturs- son markvörður náði að verja með góðu úthlaupi. Fj. leikja u j T Mörk Stig VÍÐIR 13 8 4 1 24: 15 28 FYLKIR 13 8 2 3 26: 10 26 BREIÐABLIK 13 6 4 3 17: 10 22 SELFOSS 13 6 2 5 28: 19 20 ÍR 13 6 1 6 16: 19 19 ÍBK 13 5 2 6 12: 14 17 TiNDASTÚLL 13 4 2 7 14: 22 14 GRINDAVÍK 13 4 2 7 15: 25 14 KS 13 4 1 8 15: 23 13 LEIFTUR 13 2 4 7 10: 20 10 :nbnA ,ii08aJsúaA' uigioa .nosamhglLH

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.